Kennarablaðið - 01.07.1900, Blaðsíða 4

Kennarablaðið - 01.07.1900, Blaðsíða 4
148 þegar Ludvig Holberg ánafnaði honum allar eigur sínar, og á 18. öldinni höfðu þar verið menn, sem börðust fyrir öllum sönnum framförum þjóðar sinnar. Grundtvig vonaði, að ef hann gæti áunnið það hjá konungi, að hinum miklu eignum stofnunar þessarar væri varið til að koma. á fót konunglegum dönskum háskóla í Sórey, þá mundi þar verða miðstöð alis þess, sem danskt væri, og þaðan ætti það svo að breiðast út í allar áttir. Kristján konungur YIII. og Karólína Amalía, drotning hans, féilust á þessa hugmynd, og áður en Kristján YIII. dó, hafði hann heitið því, að skólinn skyldi komast á stofn, og lofað Grundtvig því, að hann skyldi fá að verja kröftum sín- um dönsku þjóðerni til viðreisnar á háskólanum í Sórey. En svo kom árið 1848, og ráðaneytið, sem Friðrik VII. kaliaði til valda, þorði ekki að framkvæma hugmynd Grundtvigs. fað fór alt á aðra ieið. Vér sjáum þess merki enn í dag, að það, sem samkvæmt hugmyndinni átti að verða stór konungleg stofnun, því var komið á fót á kostnað einstakra manna víðs- vegar um landið. Fyrsta lýðháskólanum var komið upp í Rödding; það var árið 1844. Svo voru skólar stofnaðir á Sjá- landi og Fjóni, og nú rættist það, sem hefði verið nærfelt óhugsandi, ef ríkið hefði kostað skólana: þeir fengu hver sinn blæ, fyrirkomulagið á þeim varð alt miklu sundurleitara, en Grundtvig hafði hugsað sór það. Skólinn í Rödding var gagn- sýrður af þjóðernistilfinningunni. Á Sjálandi var skóli einn, sem stóð í skjóli sérstakrar stjórnmáiastefnu, þótt forstöðu- maður hans væri í raun og veru ekki stjórnmálamaður, held- ur miklu fremur mikill mannvinur. Á Fjóni var stofnaður skóli, og var forstöðumaður hans, Kristen Kold, nafnkunnur áhugamaður í trúarbragðaefnum og aðal-styrktarmenn skólans áhangendur hans; hér varð því að sjálfsögðu kristileg upplýs- ing aðal-atriðið. Og þannig mætti halda áfram að telja upp alla skólana: hver fékk sinn sérstaka blæ, svo að skólahug- myndin kom í reyndinni fram í mörgum myndum, mörgum, sem nálguðust hugmynd Grundtvigs, eins og hún var uppruna- lega, og mörgum, sem voru henni næsta ólíkar. En 1864,

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.