Kennarablaðið - 01.07.1900, Blaðsíða 6

Kennarablaðið - 01.07.1900, Blaðsíða 6
150’ málefni eða sérstakar stefnur yrðu um of ráða.ndi á mörgum af skólunum; sumstaðar var farið að kenna jarðrækt, sum- staðar garðyrkju, sumir urðu nokkurs konar sjómannaskólar, sumir iðnaðarmannaskólar o. s. frv. Og auk þessa, að skólarnir urðu að sumu leyti nokkurs konar „fag“skólar, gáfu þeir sig lika að ýmsum þeim málum, sem mest voru á dagskrá þjóð- arinnar, t. d. kvennfrelsismálinu, bindindismálinu o. s. frv. Þegar nú skólarnir þannig lögðu sérstaka áherzlu hverásína náms- grein og gáfu sig sórstaklega hver að sínu málefni, þá var hætt við, að þeim kynni að gleymast, hvað það eiginlega var, sem í fyrstu kom hreifingunni af stað; en þá stóð þeim stöðugt fyrir augum hugsjónin, sem Grundtvig hafði haft, hugsjónin urn lýðháskólann í Sórey, og það h'eflr án efa stuðlað að því, að margir þeirra, sem hafa helgað lýðháskólamálinu krafta sína, hafa aldrei mist sjónar á takmarkinu, er þeir áttu að keppa að. Og því mun óhætt að fullyrða það, að hversu margvís- legir sem skólamir eru í Danmörku — og ekki síður fyrir það, að hreiflngin hefir breiðst út yflr Svíþjóð, Noreg og Finn- land —, hversu margvíslegt sem iífið og fyrirkomulagið er á skólum þeim, sem nú eru allir neíndir lýðháskólar, þá verðum vér þó allsstaðar varir við sama strauminn undir niðri, og hann bendir oss á upptökin, bendir á, að það var ástin á ættjörðinni og móðuimálinu, sem fyrst valcti hugmyndina hjá skáldinu garala, að skólarnir voru upphaflega stofnaðir til þess að vekja og glæða ættjarðarástina og rækt við móðurrnálið og styrkja viljann til að starfa að framförum lands og þjóðar. Hann bendir oss á, að það er unglingaskóla þessum áríðandi að hag- nýta sór það aldursskeið, þegar menn eru móttækilegastir fyrir áhrifum, til að rýmka sjóndeildarhring þeirra og hjálpa þeim til að skilja sjálfa sig og köllun sína, og aðal-atriðið er þetta, sem stendur í lýðháskólasöng Grundtvigs: Það dýrra glóanda gulli er sinn guð og sjálfan sig rétt að þekkja. Þegar vér lýðháskólamenn af öllum Norðurlöndum komum saman í fyrra til að halda 50-ára afinæli háskölans í Eodding, voru þessi orð tekin sem umræðuefni, og óg er sannfærður um,

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.