Kennarablaðið - 01.07.1900, Blaðsíða 13

Kennarablaðið - 01.07.1900, Blaðsíða 13
157 maðurinn, er prófið tók, var Markús F. Bjarnason, og hafði hann veturinn næsta á undan notið kenslu hjá hinum alkunna reikningsmanni Eiríki Briem prestaskólakennara, er þá var ný- skeð orðinn prestaskólakandidat. Próf þetta samsvaraði rúm- lega þvi, sem nú er nefnt stýrimannapróf hið minna við stýri- mannaskólann hér. Eftir þetta varð Markús sál. skipstjóri á einu af skipum Geirs Zoéga, og hélt þeim starfa áfram í 17 ár; en eigi lót hann sér nægja þekkingu þá, er hann hafði fengið. Hann vildi verða fullnuma í sinni iðn, og þess vegna tókst hann ferð á hendur til Kaupmannahafnar árið 1880 og dvaldi þar við nám í 11 mánuði. Sumarið 1881 tók hann þar próf, fyrst og fremst sama prófið sem hann hafði tekið 8 árum áður, og sem eigi hafði veitt honum öll þau réttindi, sem því eru samfara samkvæmt dönskutn lögum, af því að það var tekið hér á landi; en auk þess tók hann einnig stýrimanna- próf hið meira, próf í farmannálögum, verzlunarfræði og gang- vólafræði, og leysti öll þessi próf vel af hendi. En eigi gekk viðleitni og áhugi Markúsar sál. í þá átt eina að afla sjálfum sér sem mestrar þekkingar. Hann vildi einnig menta aðra og tók því þegar eftir utanför sína að kenna skip- stjóraefnum stýrimannafræði, og ái'ið 1885 var honum veittur 500 kr. ársstyrkur til þess. Fessum styrk hélt hann til 1891; þá var stýrimannaskólinn settur á stofn og var hann siðan forstöðumaður hans og aðalkennari, alt þangað til hann lézt hinn 28. f. m. Hafði hann oft verið mjög lasinn í vetur; en svo kom inflúenzan, einmitt meðan stýrimannaprófið meira stóð yflr, og hjálpaðist alt að, vanheilsan undir, áreynslan og erfiðið, sem hann var ófáanlegur til að hlífa sór við, og svo loks landfarsóttin, og dró hann til dauða. Markús sál. var kvæntur Björg Jónsdóttur, bróðurdóttur síra Magnúsar í Laufási og Sigríðar rektorsfrúar. Lifir hún mann sinn og sonur þeirra, Sigurjón, er útskrifaðist úr latínu- skólanum tveim dögum eftir að faðir hans lézt. Um það eru allir þeir sammála, sem til þekkja, að vand- skipað muni sæti Markúsar sál. Fyrst er það, að trauðiega mun völ á þeim manni hérlendum, er þekkingu hafi á við

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.