Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 3
3 —helgarpósfurinn.. Föstudagur 9. maí 1980 ,,Án bréfs frá ritstjórum blaðsins fá blaðamenn ekki vegabréfsáritun og blaðamenn geta ekki fengið ferðamannaáritun”. Það hafðist þó með þrjóskunni og hér er hún i öllu sinu veldi. þessari atvinnustétt. Þar aö auki væri ég búinn að láta vini mina I Iran vita af þvi að ég væri að koma og væri beðið eftir mér þar. Ef ég kæmist ekki þangað núna, kæmist ég aldrei. Konugreyiö vissi ekki almenni- lega hvaðan á sig stóð veðrið. Hún bað mig að biða augnablik, meðan hún fór inn á skrifstofu sendiherrans. Eftir dálitla stund kom hún aftur út og tilkynnti mér, að þvi miður, þá væri ekki hægt að gefa mér a'ritun. Sendiráð írans i Paris er i 16. hverfi, en það þykir eitt finasta hverfi þar i borg, ef ekki það allra finasta, og þar eru mörg sendiráð og sendiherrabústaðir. Eins og vænta mátti er sendiráðið i griðarstóru húsi. Að utan er það ekki iburðarmikið að sjá.og það sem undraöi mig hvað mest var að innan dyra er iburðurinn ekki mikill heldur. Það er meira að segja fremur óhrjálegt á köflum. Það tiðkast liklega i flestum sendiráðum að hafa á veggjum myndir af þjóðhöföingja landsins. Fyrrum keisari Irans var ekki spar á myndir af sér og sinni ektakvinnu, þvi að i hverri skrifstofu, sem ég kom inn i, mátti sjá för á veggjum eftir tvær stórar myndir, sem höfðu verið hlið við hlið. En I stað hinna tveggja stóru mynda af fyrrum þjóðhöfðingjum, hafði nú verið hengd ein litil mynd, svart/hvlt, af ayatollah Khomeini, óumdeilanlegum leiðtoga írönsku þjóðarinnar. Spurningin er bara hvort hún komi til með að hanga það lengi á veggnum, að hún skilji eftir sig óútmáanleg merki. Það hlýtur annars að vera „þægilegt” að vera sendimaður á erlendri grund, þegar bylting er gerð heima fyrir. Það þarf ekki annaö en að skipta um myndir á nokkr- um veggjum, og þá er allt orðið eins og það á aö vera, eða hvað? Málshættir til bjargar En snúum okkur aftur að vega- bréfsárituninni. Ég gat aö sjálf- sögðu ekki fallist á þessi málalok, þetta væri bara helv... óréttlæti og allt þar fram eftir götunum. Þannig var þrefað og þrasað góða stund, og það vildi mér til happs, að stóllinn, sem ég sat i var mjög þægilegur, eins og áður er getið, þvi út ætlaði ég mér ekki fyrr en ég fengi áritunina i vegabréfið. Allt kom þó fyrir ekki. Ég fékk alltaf sömu kurteislegu neitunina, blaðmenn geta ekki fengið ferða- mannaáritun. Siðasta hálmstráið var þá málshátturinn góði: Undantekningin sannar regluna. Það var ekki laust við að það kæmi ofurlítið hik á konuna, en nei, hún hafði skipanir um það frá sinum yfirmanni að láta mig ekki fá þennan eftirsótta stimpil. Það var komið vel fram yfir hádegi og sulturinn farinn að segja til sin. Ég sá llka, að það var ekki til neins að sitja þarna og rausa, ég var aöeins að sóa mln- um tlma og þeirra. Ég gerði mig þvl liklegan til að yfirgefa stað- inn. En hvað segir ekki enn eitt máltækið: Þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Um leið og ég stóö upp og ætlaði að þakka fyrir mig, opnaðist hurðin á skrifstofu sendiherrans og hann gekk út, frakkaklæddur. ■v..———............... ■■ ... Ritarinn benti mér að blða eitt augnablik, og um leið og yfir- maður hennar var kominn út úr dyrunum, tók hún vegabréf mitt, fór inn á skrifstofu sendiherrans og kom út með vegabréfið stimpl- að. Sagði mér slðan að fara á ræðismannsskrifstofuna morgun- inn eftir, spyrja eftir sama manni og ég hafði verið sendur til fyrr þennan sama morgun, og biðja hann að hringja I sig. Mér leist ekkert á þetta ráðabrugg og spurði konuna hvort þetta gæti ekki komið henni I klipu. En hún bara brosti og sagði: Ég hefði ekki gert þetta, hefði það verið hættulegt fyrir mig. Ég gat stamað nokkur þakkarorð og flýtti mér út. Morguninn eftir gekk þetta allt fljott og vel fyrir sig. Minn maður á ræðismannsskrifstofunni vissi þegar allt um málið og tlu minútum slðar var ég kominn aftur út, með áritunina og allt klappað og klárt. Það getur stundum borgað sig að vera þrjóskur. „Hvers konar stjórnvöld?" Það voru ekki nema um 30 farþegar, sem stigu um borð I áætlunarflug Iran Air frá Paris til Teheran, með millilendingu I Aþenu, á annan dag páska. Um það bil helmingur þeirra voru íranir á heimleiö, en hinn helmingurinn var hópur manna af óþekktu þjóðerni, væntanlega frá einhverju riki Latnesku Ameriku. Ég var hins vegar eini Evrópubúinn. Þar sem langt flug var fyrir höndum var ekki um annað að ræða en að koma sér sem best fyrir I einni sætaröð, I þeirri von aö ekki kæmu fleiri farþegar um borð I Aþenu. Þegar þangað kom stigu ókunnu mennirnir frá borði og var því orðið ansi rúmt um þá sem eftir voru. En Adam var ekki lengi I Paradis, þvl von bráðar fylltist vélin af trönum, sem voru að koma úr skemmtiferð til Spánar og Grikklands. Eftir tæp- lega klukkustundar viðdvöl var haldið I loftið á ný. Það var orðið dimmt af nóttu og reyndu menn að festa svefn eftir bestu getu,-þvi flogið var áleiðis inn I nóttina. Þegar komið var inn til lendingar á Mehrabad flug- velli viö Teheran, skein hinn islamski hálfmáni skært á himninum til að fagna komu- mönnum, og eins og til að minna þá á I hvaða heimshluta þeir væru, ef einhverjir voru I vafa um það. Fyrir neðan var borgin óendanleg ljósbreiöa. Klukkan var rúmlega hálf þrjú að morgni. Hið fyrsta, sem feröamaöurinn rekur augun i I flugstöðvarbygg- ingunni, eru myndir af ayatollah Khomeini , og má ætla að svipað hafi verið uppi á teningnum hjá forvera hans, Mohammed Reza af Pahlavi ættinni. Vegabréfs- skoðunin gekk fljótt og vel fyrir sig, engar athugasemdir gerðar, nema hvað sýna þurfti passann þrisvar sinnum, áður en komið var inn I tollafgreiðslusalinn. Þá blasti viö ófögur sjón, sem gerði að engu vonir manns um að toll- skoðun gengi jafn greiölega fyrir sig. Það kom i ljós, að ein eða tvær aðrar flugvélar höföu lent skömmu áður og hlykkjuðust tvær endalausar biðraðir um __________________l.GREIN Grein og myndir: Guðlaugur Bergmundsson allan salinn. Eftir byltinguna höfðu grænu tollhliðin veriö afnumin og ástandið, sem þarna rlkti, gaf nokkuð góða mynd af ástandinu I þjóðfélaginu almennt, nær algert stjórnleysi. Tollveröirnir rifu upp hverja einustu tösku og sneru öllu við, aöra eins tollskoðun hafði maður aldrei séð. Til að stjórna öllum þessum fólksfjölda að tollskoðunarboröunum voru nokkrir ungir menn, ýmist klædd- ir í bláar gallabuxur eða kakl föt. Voru þeir á þeytingi um allt og lét hátt i þeim. I upphafi gekk þetta tiltölulega hljótt fyrir sig, fólk reyndi að sýna þolinmæöi, en þegar liða tók á nóttina, og þreytan fór að segja æ meira til sin, tóku sumir farþeganna að ókyrrast og gera hróp að starfs- mönnunum, og hver öðrum. End- aði það með því, að nokkrir fóru I hár saman og þurftu verðir aö stilla til friðar. Það var ekki til að róa fólk, að fyrir framan var fjöldi fólks að biða. Ég frétti það svo síðar, að þeir sem biðu frammi, hafi veriö orðnir nokkuð órólegir og hefðu verið hrópuö ókvæðisorð I garð stjórnvalda. „Hvers konar stjórnvöld eru þetta?”, á fólkið að hafa sagt. „How are you?" Meðan beðið var eftir að komast I gegnum tollinn gafst ráðrúm til að skoða sig um I flug- stöðvarbyggingunni, og verður að segjast eins og er, að hún olli mér töluverðum vonbrigðum. Er hún bæði lítil og ekki ýkja fullkomin. . Kom það mér nokkuð á óvart, að jafn stór borg og Teheran skyldi ekki hafa viðameiri flugstöð, þvl að á valdatima keisarans fyrrverandi hefur áreiðanlega verið töluverð umferð um völlinn. Brottfararsalurinn er jafn fátæk- legur. Þar hafa allar klukkur stöðvast, sjónvarpsskermar þeir, sem áður sýndu brottfarartima flugvélanna eru ekki lengur i gangi, matsala er engin, o.s.frv. Þetta má þó ekki skilja sem svo, að áöur hafi allt verið gott, en nú sé allt vont, slöur en svo. Þetta eru bara dæmi um eitt af þeim stjórnunarvandamálum, sem núverandi valdhafar eiga við að gllma. „How are you”, sagöi toll- vörðurinn, þegar ég lagði loksins töskurnar mlnará borðið hjá hon- um um fimmleytið um morgun- inn. Hvort það var vegna þess að ég var útlendingur, eða að hann var orðinn þreyttur á þvi að róta I öll- um þessum töskum, þá var hann nú ekki mjög nákvæmur I leit sinni, spurði einungis hvort ég væri með nokkuð áfengi meö mér, sem ég að sjálfsögðu var ekki. Þéss má llka geta hér, að þegar farið er úr landi liggur viö að tollskoöun sé jafn ströng og þegar inn er komið, en það mun vera til þess að koma I veg fyrir að menn laumi einhverju, sem auðvelt er að koma I verö erlendis, eins og hinum margfrægu persnesku teppum, en tveim dögum áður en ég yfirgaf Teheran haföi eldri maöur verið handtekinn meö heilu farmana af teppum. Þá eru þeir einnig að koma I veg fyrir að menn taki matvæli með sér úr landi, en stjórnvöld hafa bannað sllkt. Þá var maður loksins kominn til Teheran, draumaborgarinnar, ef svo má aö orði komast. A leiö- inni inn I borg var maður allt of þreyttur til þess að taka eftir nokkru, enda kannski ekki mikið markvert að sjá, nema þá kannski helst þetta fræga minnis- merki, sem eitt sinn var byggt til dýrðarkeisaranum. Reyndist það vera jafn ljótt og mér hafði alltaf veriö sagt. Það fyrsta, sem maður kynntist af Teheran, var umferðarmenn- ingin, en um hana hafa verið sagðar margar ljótar sögur. Eins og gefur að skilja voru ekki margir bilar á ferli á þessum tima sólarhringsins, en for- smekkinn fékk maður: það var sko ekki verið að biða eftir grænu ljósi, heldur var bara ljósum blikkað og varla hægt á sér þegar yfir gatnamót var farið. Fyrir utan pár á veggjum og einstaka borða, sem héngu yfir göturnar, var I rauninni ekkert, sem gat gefið það til kynna þessa morgunstund, að Iran væri mið- punktur heimsfréttanna upp á dag hvern og hafi verið svo I meira en heilt ár. Frá dvölinni i Teheran og þvi sem á dagana dreif þar, verður svo sagt frá I næsta Helgarpósti. Hvar annars staöar færöu heila hljómsveit? Vorum að taka upp nýja sendingu af Howard orgelum. Piccolo 4' — Reverb — Sustain (workable with all registers). Piano present — Harpsicord Present — Vibrato — Delay. Neðra borð: French Horn 8' — Tuba Horn 8' — Melodia 8' — Diapason 8' — Cello 8' Pedall: Bourdon 16' — Flute 8' — String Bass — Sustain. Trommuheili- meðP'anooggítarogsjálfvirkum bassa. 12takt- ar. I- Kassi: Ekta hnota. Tegund 245 er með tremulant og eins f ingurs undirleik. Hljóðfæraverslun P4LMhRS 4Rhk ttf GRENSÁSVÉG112 SÍMI 32845

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.