Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 19
—helgarpásturinrL. Föstudagur 9. maí 1980 19 ‘ Af færeyskum djass Ég hef undanfarið verið aö hlusta á fjórar færeyskar breiðskifur, útgefnar af Hafnar Jazzfélag i Tórshavn. Þessar skifur eru: Jazz i Föroyum (HJF 2) þar sem Brandur össurarsonar kvartet spælir svo og danirnir Karsten Vogel & Jesper Torup ásamt færeysku hljómsveitinni Kræklingum. A hefur félagið gefið út skifur eins og Velferðarvisur með visnasöngvaranum Kára Peter- sens. Sú skifa var hljóðrituð hér á landi og léku Galdrakarlar og Bragi Hliðberg undir hjá Kára. Djassskifurnar hafa afturámóti allar verið hljóðritaðar af Milson Zachariasen i Þórshöfn utan hálf Kræklingaskifan: Jazz gHHF jb Jazz iijt. 'zt'Mí eftir Vernharð !_innet j skifunum Jazz i Föroyum 2(HJF 4) og Abit (HJF 6) leika Kræklingar. en á Snjóuglan (HJF 7) leikur samnefnd hljóm- sveit, sem er færeysk-dönsk- sænsk-norsk. Fyrsta skifan sem Hafnar Jazzfélagið gaf út var tveggja- laga skifa með Kræklingum og danska saxistanum Holger Laumann en auk djassins i Föroym 2, sem var hljóðrituö i Valby. Djasslif hefur verið all fjörugt i Færeyjum undanfarin ár og þeir opnuðu klúbb sinn með glæsibrag:, buðu Dexter Gordon til Þórshafnar og var það mikið knall. Af þessum skifum að dæma er það fámennur en harðskeyttur hópur hljóðfæraleikara sem Ölavur öster Eskil Romme Kristian Blak Jan Jacobsen heldur djassinum gangandi i Færeyjum. Brandur össurar- son er Ormslev þeirra Færeyinga en Kræklingar samanstendur af fimm ungum hljóðfæraleikurum: dönskum innflytjanda Kristian Blak, sem leikur á hljómborð, Eskil Romme saxafónleikara, Ólavi Öster gitarleikara, Kolbeini Simonsen rafbassaleikara og Jan Jacobsen trommuslagara. Tónlist þeirra er bræðingskennd og er Abit heldur þunn i roðinu en margt betur gert á Jazz i Föreyum 2. Það háir færeyskum djassi jafnt sem islenskum, sé bræðingslinunni sleppt, hve rýþmasveitin er þung og að sjálfsögðu er sama uppá teningnum og hér:, kontrabassi fyrirfinnst enginn. A Jazz i Föroym og Snjóuglan er góður gestur i hópi eyja- skeggja: danski altsaxistinn Karsten Vogel, sem þekktastur mun fyrir leik sinn i bræðings- hljómsveitunum: Burnin Red j Ivanhoeog Secret Oyster. Vogel ber uppi þessar skifur með kraftmiklum leik sinum og þessum makalausa hráfagra tóni sem alltaf má þekkja hann af. Skifa Snjóuglunnar saman- stendur af tiu lögum sem Kristian Blake hefur samið. Verkið er metnaðarfullt og um margt skemmtilegt, þótt ýmis- legt vanti á til að telja megi það til góðverkanna. Allt um það, Kristian tekst að ná fram vissum norrænum blæ á bræðinginn og vonandi vaxa færeyskir við áframhaldandi djössun. Við Islendingar megum læra af færeyskum hvað djass- skifuútgáfu viðkemur og vonandi tökum við brátt fjör- kipp. Ekki er óhugsandi að nálgast megi einhver þessara verka i Fálkanum á Laugavegi. Tryggvi í Listmunahúsinu Síðastliðinn laugardag opnaði Listmunahúsið sýningu á verkum Tryggva Ólafssonar. 34 málverk prýða veggi gallerisins ásamt nokkrum teikningum og smámyndum. Hér er þvl á ferðinni allgóð yfirlitssýning á verkum Tryggva undanfarin þrjú ár. Eins og mörgum er kunnugt býr Tryggvi Ólafsson og starfar i Kaupmannahöfn, en hefur sýnt I Reykjavlk á u.þ.b. orðaður viö pop—list, sem þá var að skjóta upp kollinum á Norðurlöndum. Nú þegar menn standa frammi fyrir myndum hans, finna þeirminna af poppi I þeim en þeir áttu von á. Að vlsu eiga vinnubrögð Tryggva rætur að rekja til þessarar stefnu. Hann notar tækni sem rekja má til auglýsingateiknunar: jafn- lita og jafntóna fleti: jafn- breiðar- og graflskar útlinur l*4| Myndlist eftir Halldór Björn Runólfsson tveggja ára frestifrál969. Hann var einn af stofnendum SÚM og sýndi á flestum samsýningum grúppunnar I samnefndu gallerli, hefur auk þess sýnt um þvera og endilanga Skandinaviu, Þýskaland og Holland. Tryggvi hefur tekið þátt I alls lags aktivlteti öðru, skreytt byggingar I Danmörku og á Islandi og unniö heimilda- kvikmynd um danska graflklistamanninn S. Hjorth Nielsen. Þegar I upphafi var Tryggvi utan um formin: sterka og andstæða liti: myndefni með nútímalegusniði. Allt eru þetta stileinkenni sem finna má I popplist. Ahinn bóginn er margt I myndmáli Tryggva mun skyldara klasslskri list en poppi. Finna má mikinn sterkan hljóm frá slðustu móhlkönum klassisismans I verkum hans: mönnum á borö við de Chirico. Auk þess er afstað Tryggva gjarnan llkari módernistum fyrri hluta aldarinnar, en popp—listamönnum sjöunda Balapopp 1 -rT ■’'11 MELCHIOR BALAPOPP Hljómsveitin Melchior er nú að gefa út aðra plötu slna. Þeir nefna hana „Balapopp”, en það er dregið af Bala i Mosfells- sveit, þar sem platan var tekin upp. Aðstandendur plötunnar bæta þvi við, að oröið ,,bala- popp” geti lika veriö lýsandi fyrir tónlistina sem þar getur að heyra. Hún er fremur hrá og minnir á leik barna i bala, segja þeir, þótt áhersla hafi verið lögð á góð vinnubrögö við samninga og útsetningu. A plötunni eru 22 lög, hvert með sinu móti. Það er erfitt að finna ákveðinn samnefnara fyrir þau, þótt kannski megi ákvarða tónlistinni stað ein- hversstaðar milli popptónlistar og þjóölagatónlistar. t sumum laganna er sjálf tónlistin aöal- atriöiö, en I öðrum er textinn aðalatriðið. Textarnir eru gagn- rýnir margir hverjir I léttum dúr þó, og er m.a. ætlað aö skjóta á þann ytri farveg sem hugsunum fólks hættir til aö lenda i, og brjótast út úr þeim höftum sem tónlistin viröist vera komin I. Þeir Melchiorfélagar gefa plötuna út sjálfir, i samvinnu við útgáfufyrirtæki hins þekkta listamanns Dieter Roths. Hljómsveitina skipa Hilmar Oddsson, Hróðmar Ingi og Karl Roth. Upptökumaöur var Garðar Hansen, lög og útsetningar eru eftir Hróðmar Inga, Hilmar og Karl Roth, en textana gerðu Hallgrlmur Helgi Helgason, Karl, Hilmar og Hróömar. — ÞG Tryggvi viö eitt verka sinna á sýningunni I Listmunahúsinu — materialiserun á tilfinningum, segir Halldór Björn m.a. I umsögn sinni. áratugsins. Ymislegt bendir til aö Tryggvi hafi lært jafn mikiö af Léger og poppurunum. Ég tek þetta fram vegna þess hve oft öllu nútimamyndefni er ruglaö saman viö popp—list. Ekki má sjást blll, flugvél né blokkir I málverkum án þess að menn orði slikt við popp. Of- notkun þess tiskuorös minnir á notkun hugtaksins „fúnkis” fyrr á öldinni. Þá var allt óvenjulegt sett I fúnkispottinn, hvort heldur það bar nafn meö rentu eður ei. Myndir Tryggva eru safn- myndir, þar sem hlutum úr ólikum áttum er safnaö á mynd- flötinn til að mynda þar mónumentalt verk. Þessir hlutir (element), eru fólk, flug- vélar, glnur, hendur, múl- bun.dnir trúðar o.fl.. Þessi element myndmálsins ganga eins og leiöarstef (leitmotlf) gegnum margar myndir. Mismunandi niðuröðun, ólíkt litasamspil og önnur úrvinnsla breytir myndunum. Form þessara hluta dregur Tryggvi upp með útlínum I lit og fyllir slðan formið með öörum lit. Stundum eru stórir myndhlutar I einum lit og formin aðeins gefin til kynna með útllnum. Litimir I myndum Tryggva eru sterkir og flatarkenndir. Þeir undirstrika engin form heldur lifa ajálfstæðu Hfi á fletinum. Þetta minnir óneitan- lega á vissar myndir Légers. Tryggvi bætir þá um betur, þar eö útllnur formanna eru I mismuandi litum. Þannig verður útkoman ákaflega gra- flsk og plakatleg. Dýpt er þó víða mikil I myndum Tryggva. Hún er fengin með teikningunni, annað hvort með línufjarvldd likt og I Otsýni (nr. 20) eða með smækkun formanna inn I mynd- flötinn eins og á ströndinni (nr. 309). Aberandi finnst mér hve Tryggva gefst vel að vinna stór verk. Ég verð að viöurkenna að stærri verkin á sýngunni eru yfirleitt sterkari en þau minni. Hér kemur til tæknin annars vegar og myndefnið hins vegar. Tækni Tryggva flatar- kenndir litirnir og graflsk teikningin, nýtur sín betur á stórum fleti en smáum.Mynd- efnið er gjarnan allegoriskt, persónugert likt og I Vorkoma (nr. 32 ), þar sem sigurgyðjan Nike: rauð hönd: planta og málaratrönur minna málarann á vorið. í Haust (nr. 28) er það fljúgandi flugvél ( túlkun á slfelldum flugferðum frá Danmörku til tslands? ): fölnað lauf: partur af grískri styttu og borg I fjarska (Reykjavik? ). Hæfa stórir fletir betur sllku myndefni. Ekki má skilja það svo að Tryggvi sé að fást við symbolisma. Myndir hans eiga ekkert skylt við þá stefnu. Hér er miklu frekar um materlal- Iserun á tilfinningum að ræða. Tryggvi finnur hugsunum slnum form á hlutlægan hátt, svo þau nái betur augum áhorfenda. I þessu sambandi hikar Tryggvi ekki við aö nota bókmenntalegan forða. För (nr. 1 ), sem er stærsta myndin á sýningunni og einhver sú besta, ber undirskriftina Odyssé. Þannig túlkar Tryggvi tuttugu ára Kaupmannahafnarvist sina með tilvitnun I Hómer: Odysseifur var tuttugu ár að komast aftur til Iþöku. Táknar þetta að Tryggvi sé að koma heim, gætu ýmsir hugsað. Að taka listina of bókstaflega hefur alltaf reynst hæpið. Fyrst og fremst ætti fólk að huga að myndunum sjálfum, upp- byggingu og litum ..Þannig lærir það best aö þekkja Tryggva og list hans.. Aður en ég hætti leyfi ég mér að hrósa salarkynnum Listmunahússins, sem er bæði bjartur og rúmgóður. Hér er I miðri Reykjavlkurborg, einhver bestisýningarsalur landsins 'Og þótt vlöa væri leitað. Það dregur þvi ekki úr gildi þessarar sýn- ingar, að myndirnar njóta sln eins og ( best verður kosið. Simsvari simi 32075. ^ Á garðinum Sýnd kl. 9 og 11. Slðasta sýningarhelgi. Ein með öllu Endursýnum þessa vinsælu mynd um ofsafjör I mennta- skóla, sérstaklega fyrir þá sem vilja lyfta sér upp úr próf- stressinu. Aöalhlutverk: Bruno Kirby og Lee Purcell. Sýnd kl. 5 og 7. Barnasýning kl. 3 á sunnudag Kiðlingarnir sjö og teiknimyndir Kvikmynda- félagið sýnir í Regnboganum: Vikan 11.—18. mai Sunnudaginn. Kl. 7.10. Kameliufrúin m/Gretu Garbo. Leikstjóri: George Cukor. Mánudag. kl. 7.10 Criminal Life of Archibaldo de la Cruz. Þriðjudaginn kl. 7.10'. Sympathy for the Devil. Miðvikudaginn kl. 7.10 Criminal Life of Archibaldo de la Cruz. Föstudaginn. Sympathy for the Devil ' ni/Rolling Stones Leikstj. J.L. Godard. Laudardag. Kl. 7.10 Rashomon. Leikstj. Kurosawa, ásamt Pas de Deux: Stutt Ballettmynd.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.