Helgarpósturinn - 31.10.1980, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 31.10.1980, Blaðsíða 4
elgarpústurihrL. Formannaskipti veröa i Alþýöuflokknum á þingi flokksins á morgun. Benedikt Gröndal lætur þar af formennsku og öruggt má telja aö Kjartan Jóhannsson núver- andi varaformaður og þingmaður f lokksins veröi einn i kjöri til formannsembættis- ins og verði næsti formaöur Alþýöuflokksins. En hver er þessi Kjartan Jóhannsson sem aðeins hefur setiö á þingi I tvö ár en ver- ið jafnframt ráöherra mestan hluta þess tima? Hvernig stendur á þvf, aö hann 41 árs gamall, hefur náö á toppinn á svoskömmum tima? Kjartan Gustav Jóhannsson eins og hann heitir fullu nafni, er rekstrarverkfræð- ingur að mennt, stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavik, en stundaði verkfræöi- námiö I Sviþjóö og tók siöan M.S. próf i rekstrarhagfræöi i Bandaríkjunum Kjartan hefur ekki aðeins náö i sina sérfræöimenntun til Sviarikis heldur og er móöir hans sænsk og eiginkona hans Irma sömuleiöis. Kjartan er þingmaður Reykjanes- kjördæmis en i átta ár hafði hann látið bæjarmálefni i Hafnarfirði til sin taka og á árunum 1974—78 var hann bæjar- fulltrúi flokksins þar i bæ. Kjaran á ræt- ur að rekja til hafnfirsks krataheimilis. Faðir hans, Jóhann Þorsteinsson for- stjóri Sólvangs i Firðinum var lengi i framvarðarsveit traustra Alþýðuflokks- manna. Óiafur Þ. Kristjánsson fyrrum skóla- stjóri i Flensborgarskóla, þar sem Kjartan var við nám i gagnfræðaskóla, segir að Kjartan hafi sem unglingur verið áhugasamur og kappsamur náms- maður og lagði rækt og alúð við nám sitt. „Hann hafði námshæfileika og kunni að nota þá,” segir ólafur. „Hins vegar man ég nú ekki til þess að sér- staklega hafi sópað að honum i félags- starfi eða i kappræðum meðal nemenda.” Guðni Guðmundsson rektor Mennta- skólans i Reykjavik og kennari Kjartans á menntaskólaárum hans tók i sama streng, og segir Kjartan hafa verið elju- saman og duglegan við námið. „Hann var „solid” námsmaður,” segir Guðni. „Þá naut hann ekki siður trausts skóla- félaga sinna en kennara þvi i fimmta bekk var hann ritari skólafélagsins og i sjötta bekk forseti Framtiðarinnar. Það kemur alls ekki á óvart að hann skuli veljast til forystu. I sjálfu sér gat maður alltaf reiknað með þvi, vegna með- fæddrar skynsemi hans og dugnaðar,” segir Guðni rektor Guðmundsson Kjartan Jóhannsson er þekkt nafn og andlit i fjölmiðlum og allir kannast viö hann. En hvað segja þeir sem þekkja hann um manninn?” Eftir tveggja ára samveru okkar Kjartans á þingi, þá get ég ekki sagt að ég þekki hann betur en þegar ég fyrst hitti hann,” segir einn þingmaður Sjálfstæöisflokksins um þetta atriði. Fleiri þingmenn sem rætt var við, höfðu svipaða sögu að segja hvað þetta varðar og lýstu honum sem „viömótsþægilegum manni, sem flikaði ekki tilfinningum sinum.” En hvaö skyldi Kjartan sjálfur segja um eigin persónu? „Ég get ómögulega dæmt um kosti mina og galla,” segir hann. „Um þaö vil ég ekki né get verið dómari.” Verkalýðsleiðtogi i Alþýðuflokknum segir i samtali að hann þekki Kjartan ekki náið. „Ég hef starfað nokkuð með honum, en get þó ekki lýst hans innra manni að neinni nákvæmni. Það er hins vegar dálitið misjafnt hvernig maður hittir á hann. Það snýr ekki alltaf sama hliðin upp. Hann er dálitið mislyndur enda þótt á þvi beri litt á yfirborðinu,” er dómur þessa Alþýöuflokksmanns. Náinn samstarfsmaður Kjartans i stjórnmálunum allt frá þvi að Kjartan hóf aö starfa fyrir flokkinn, segir helstu kosti Kjartans vera þá hve skýr hann sé og fljótur að átta sig á málum. „Hann á lika auðvelt með að umgangast fólk og tala við það, enda þótt þeir séu fáir sem komist nærri honum persónulega,” er skoðun þessa nána samstarfsmanns. Þaö er kannski af þessari ástæöu aö þess veröur ekki áþreifan- lega vart aö Kjartan sé um- deildur maöur innan Alþýöuflokks- ins, enda þótt ýmsir heföu oröiö til að gagnrýna þá ákvörðun hans að fara gegn Benedikt um formannssæt- ið að þessu sinni. Hins vegar verður þekking hans og sá hæfileiki að skýra mál sitt á skorinorðan og einfaldan hátt ekki dreginn i efa, enda töldu langflestir þeir sem Helgarpósturinn talaði við þetta tvo höfuökosti hans sem stjórn- málamanns. Enginn er þó óumdeildur og tveir ónefndir Alþýðuflokksmenn framarlega i þeirr'i sveit héldu þvi fram aö Kjartan væri ekki alfarið sá málamiðlunar- og sáttamaður og marg- ir vildu halda fram. „Mér finnst Kjartan stundum fram úr hófi fastur á meining- unni — stundum jafnvel barnalega þrjóskur ef hann hefur tekið eitthvað i sig.” segir annar þessara krata. Úr Hafnarfiði heyrist svipuð krata- rödd og segir að þegar Kjartan sé búinn að gera upp hug sinn til ákveðinna mála eftir vandlega ihugun, þá sé hann ákaf- lega fastur fyrir og yröi vart hnikað. „Hann getur verið stifur á meiningunni, þegar svo ber við, eins og glögglega kom fram varðandi skipakaupin i sjávarút- vegsráðherratið hans.” Kjartan er spurður hvort hann sé þessi dæmigerði málamiölunarmaður i pólitik, sem sigli milli skers og báru. „Yfirleitt sækist ég eftir þvi að leita sátta,” svarar Kjartan. ,,Um grundvall- aratriðin er ég þó reiöubúinn til aö taka ágreiningi og sei þá ógjarnan sannfær- ingu mina.” Alþýöuflokksmönnum er gjarnan i viðræðum manna á milli skipt i hægri og vinstri krata. Ekki verður séð að Kjartan höfði til ákveðinna hópa innan flokksins samkvæmt hægri/vinstri skil- greiningunni. Hans helstu stuönings- menn koma jafnt úr róttækasta hluta flokksins og úr þeim hlutanum sem vill draga úr rikisafskiptum. Þaö er ef til vill helst úr „gamla trausta flokks- kjarnanum”, sem stundum hefur svo verið nefndur, aö mótstaða gegn Kjartani er nú hvaö höröust. Er þaö fyrst og fremst vegna sföustu tiöinda, er Kjartan skoraöi Benedikt Gröndal á hólm um formannsembættið. Fannst sumum eldri flokksmönnum aö upp- gangur yngri kynslóöarinnar i flokknum væri oröinn helst til hraður. Þá er ekki einhugur um ágæti Kjartans i for- mannsstóli i röðum ýmissa i verkaiýðs- hreyfingunni. En þegar á allt er litið er þó óhætt aö fullyröa aö staöa Kjartans innan flokksins er óumdeilanlega mjög sterk og gagnrýnisraddir fáar og hljóö- ar á störf hans og stefnu. Við skulum þó heyra eina úr hópi eldri manna i flokksstarfi Alþýðuflokksins: „Kjartan kemur inná þing, þegar allir eru i sigurvimu eftir okkar stærsta kosningasigur 1978 og naut fagnaðar- bylgjunnar innan flokksins. Hann kom sem sé inn á réttum tima. Hins vegar er hann alls ekki óumdeildur innan flokks- ins eins og margir vilja halda. Hann getur á stundum veriö annaö en þessi ljúfi, málefnalegi maöur, sem þjóöin þekkir úr sjónvarpi. Getur veriö hvatvis á tóninn og hangiö i eigin sannfæringu og hafnaö öllum málamiölunum sem mögulega gætu leitt til sátta. A hinn bóginn veröur ekki annaö séö, en örlögin hafi einhvern veginn lagt allt upp I hendur hans. Hann hefur litið þurft aö hafa fyrir hlutunum”, segir þessi gamli Alþýðuflokksmaöur Annar á svipaðri linu hefur og ákveðnar skoðanir á þvi hvernig hraðri framsókn Kjartans i is- lenskri pólitik stendur. ,,Ég dreg enga dul á þaö aö hiö hraöa ris Kjartans innan flokksins er fyrst og fremst tilkomið vegna þess að Emil Jónsson fyrrum foringi Alþýöuflokksins bakkaði hann upp á sinum tima. Kjartan hefur veriö nefndur erföaprins Emils. Emilsstuöningur kom hjólunum af staö, hitt hafa lifsins örlagavættir séð um, þótt Kjartan sjálfur hafi jú óneitanlega hjálpaö til meö ódrepandi metnaöi sinum og metoröagirnd”. Aðspuröur segist Kjartan þó ekki geta fallist á þaö, að metorðagirnd reki hann áfram. „öllu frekar er ég metnaðar- gjarn i þeim skilningi að ég legg metnað minn i það aö leysa hvaö eina sem ég tek aömér, eins velaf hendiogégget”. Svo er þaö spurningin: Hver er stefn- an? Hvar er hægt aö setja Kjartan Jó- hannsson niöurfrslenskripólitik og inn- an Alþýöuflokksins? Hvað segir hann sjálfur um þaö? Hvernig skilgreinir hann sjálfan sig pólitiskt? „Ég tel mig frekar róttækan á félags- málasviöinu, en á hinn bóginn er þaö skoðun min, aö eins og nú háttar til i þjóðfélagi okkar, þurfi aöhaldssemi i peningamálastjdrn og rikisfjármálum. Mér finnst þjóöfélagiö okkar ekki standa sig nógu vel i stuöningi viö ýmsa sem minna mega sin svo sem láglauna- hópa, aldraöa og einstæða foreldra. Mér finnst viöa þörf fyrir kerfisbreytingar. Þótt ég veröi sjálfsagt aö teljast aö- haldssamuriefnahagsmálum vil ég lika margar breytingar á þvi svibi og þá m.a. þannig aö stjórntæki veröi virk og teknar veröi upp nútimalegri stjórn- sýsluaöferðir”. < En hvaö segja aörir um pólitiskar skoöanir Kjartans? Svo hjttir á, að bæöi Svavar Gestsson, félagsmálaráöherra og þingmaöur Alþýöubandalagsins og samráöherra Kjartans til skamms tima og aftur Björgvin Guömundsson, borgarfulltrúi Alþýöuflokksins i Reykjavik eru sömu skoöunar, þegar þessispurningerborin upp. „Kjartan er fyrst og fremst tæknikrati („tekno- krat”) ”segja þeir Svavar og Björgvin. Fleiri viömælendur Helgarpóstsins völdu Kjartani nafngiftina tæknikrati, en tóku þó fram aö slikt þyrfti ekki aö vera af hinu vonda. Björgvin Guömund- son sagöist þó óttast aö tæknikratinn i Kjartani væri of rikur til aö hann gæti verið farsæll formaöur Alþýöuflokksins til langframa. Kjartan Jóhannsson sagöist telja aö menntun væri til góös og hún nýttist honum I pólitikinni. Friörik Sóphusson þingmaöur Sjálf- stæöisflokksins tók nokkuð aöra stefnu i málinu, er hann útlistar pólitiskan grundvöll Kjartans Jóhannssonar. „Ég held aö Kjartan gæti sómt sér vel innan raöa sjálfstæöismanna a.m.k. gæti maöur ætlað þaö ef litiö er til samvinnu hans og Jóns Baldvins Hannibalssonar, þvi leiöarar þess siöamefnda hafa i seinni tiö yljaö hjörtum margra góöra hægri sjálfstæöismanna”, segir Friörik. Eins og fram hefur komiöj hefur Kjartan ekki langa þingsetu aö baki. Hann var ekki fyrr:kominn inn ó þing aö hann settist I sæti sjávarútvegs- ráöherra. Kveöa heimildir að sérþekk- ing hans á sjávarútvegsmálum hafi ekki veriö meiri en gengur og gerist meöal þingmanna. Segir sagan aö fljótlega eft- ir aö Kjartan hafi sest I ráöherrastól hafi Aöalsteinn Jónsson (Alli riki) frá Eskifiröi sem hefur veriö i útgerö um áratuga skeiö fariö á fund Kjartans og beöiö um fyrirgreiöslu vegna skipa- kaupa. Kjartan á aö hafa tekiö Aöal- steini ljúfmannlega en spurt hann fljót- lega i samtalinu hvort hann heföi nokk- uö fengist við útgerð áöur. Þekking Kjartans á sjávarútvegsmál- um jókst hins vegar fljótlega og segir Ingvi Hrafn Jónsson þingfréttamaöur sjónvarps og fyrrum blaðamaður Sjávarfrétta um samskipti sin og Kjartans: „Ég tel að Kjartan Jóhanns- son hafi staðið sig frábærlega vel og hafi verið einhver besti sjávarútvegs- ráðherra sem lengi hefur setið. Þar sýndi hann nauösynlega hörku, en jafn- framt lipurö á móti helstu hörkuköllum landsins og tók'st oftast aö fá menn til aö sættast á lausnir, jafnvel þótt þær væru þeim þvert á móti skapi. En Kjartan á ekki einn allan heiðurinn af þvi vegna þess aö hann hafði afburöa aöstoöar- mann sem var dr. Björn DagÖjartsson. Kannski eru hans helstu kostir, aö kunna aö fá toppmenn til að vinna með sér og fyrir sig, og einnig hitt aö geta sagt þeim hverju hann sé aö leita eftir, þannig að markmiöin séu skýr”. Þetta var álits blaöamanns fagtima- rits i sjávarútvegsmálum á ráðherra- ferli Kjartans Jóhannssonar en hverjar skyldu skoöanir almennra blaöamanna, sem hafa mikil og tiö viöskipti við stjórnmálamenn vera á Kjartani. Blaöamaöur á Dagblaöinu svarar þvi fyrir sitt leyti: „Viö fyrstu sýn er Kjartan greindarlega ófriöur. Hann ber þaö meö sér aö vera snaggaralegur, metorðagjarn og duglegur og vekur dá- litla samúö. Gagnvart blaðamönnum á hann það til aö vera svolitiö tauga- veiklaöur en y firleitt þó fremur öruggur á þvi sem hann hefur fram að færa”. Stjórnmálasaga Kjartans Jóhanns- sonar hefur ekki veriö löng. Tiu ár er stuttur timi i islenskum stjórnmálum. A rhorgun viröist hann hins vegar átaka- litiö ætla aö setjast á topp valdápíra- midans innan Alþýöuflokksins. En það hefur löngum staöið styrr um forystu- menn Alþýöuflokksins sem og formenn annarra stjórnmálaflokka eftir aö þeir eru komnir á tindinn, þótt litil átök hafi verið um þá fyrir þann tima. Kjartan er aöeins 41 árs aö aldri. Er Alþýöu- flokkurinn aö kjósa sér foringja til næstuáratuga á flokksþinginuá morgun eöa veröur hann fómarlamb örra breytinga á næstu árum? Flokks- stjórnarmaöur héöan úr Reykjavik tel- ur einsýnt aö Kjartani takist ekki aö ná til allra hagsmunahópanna innan Al- þýöuflokksins”. Hann nær ekki til laun- þeganna”, sagöi þessi maöur. „Tækni- kratasvipurinn erof mikill á Kjartani til aö hann geti lengi setiö I formannssæti Alþýöuflokksins. Kjartan er, held ég, ekki „leiðtogatýpan” Hann er góður i samstarfi viö aöra en standa aleinn á toppnum og vera undir sifelldum þrýstingi héöan og þaðan»þaö er annaö mál. Kjartan Jóhannsson á allt annaö en auövelda tima framundan", segir þessi flokksstjórnarmaöur. Áörar raddir eru þó á annarri skoöun og segjast halda aö ekkert þaö sé fyrir- sjáanlegt sem geti komiö Kjartani á kné I næstu framtið. „Þaö ógnar honum eng- inn i dag”, segir einn flokksmaöur. A flokksþinginu á morgun veröa kyn- slóöaskipti á toppi Alþýöuflokksins. A þinginu verður Benedikts Gröndal minnst sem góös og gegns flokksmanns ogformanns sem leiddi flokkinn I mestu sigurkosningum hans. Honum verður einnig þakkaö þaö af mörgum, aö hugsa um einingu flokksins og draga sig frem- ur til baka, en skapa óþarfa klofnings- hættu meö þvi aö fara f kosningaslag viö Kjartan. Hann veröur „the grand old man” þingsins. Þaö breytir því þó ekki aösigurvegarinn á flokksþinginu veröur annar. Hann heitir Kjartan Jóhannsson. eftir Guömund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.