Helgarpósturinn - 31.10.1980, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 31.10.1980, Blaðsíða 16
16 Djúpsteiktur skötuselur Helgarrétturinn er að þessu sinni fenginn frá HerOi Inga Jóhannessyni, yfirmatsveini á Aski, Laugavegi 28. Þetta er einfaldur skötuselsréttur, sem HörOur segir hiO mesta sælgæti. „Skötuselur nýtur vaxandi vinsælda hjá almenningi, enda um að ræöa ljúffengan fisk. Matreiðsla þessa réttar er einföld og fljótleg,” sagði hann. Það sem til þarf: 1. kg. skötusel, 2 paprikur, hvitlauksduft, steinselju, hrisgrjónakrókettur (200 gr. hrisgrjón) salt, pipar, múskat, fennekel, 2 eggjarauöur, Til aö laga hrisgrjónakrókett- urnar þarf að sjóða hrisgrjónin i mauk og hakka tvisvar i hakka- vél, krydda með salti, pipar, múskat, fennekel og bæta i 2 eggjarauðum, móta i litlar kúl- ur, velta upp úr hveiti, eggjum og raspi i þessari röð, Skerið þvi næst skötuselinn i ræmur og dýfið i orly-deig sem búið er að laga og djúpsteikið I mataroliu með krókettunum i ca 5—7 min, eða þangaö til deig- ið er orðiö brúnt. Rétt áður en þetta er tilbúið er steinseljunni skellt i pottinn og látin steikjast með, takið siðan upp úr og setjið i skál og skerið paprikuna i ræmur og setjið i skálina ásamt smávegis af matarollu. Stráið siðast hvitlauksduftinu yfir, veltiö öllu rólega I skáldinni og setjið á disk. Gott er að hafa salat með, en kartöflur eru óþarfar þvi króketturnar koma I staöinn. Þaö er smekksatriði hvort maður vill hafa þær eða ekki. Orly-deig: 500 gr. hveiti, 4 dl. öl 3dlvolgt vatn, ldl. matarolia, 1 egg, ögn af salti og sykri Ollu blandað saman og 4 stifþeyttar eggjahvitur siðast. interRent car rentai Bílaleiga Akureyrar Akureyri Reykjavik TRYGGVABRAUT 14 SKEIFAN 9 S. 21715 23515 S. 31615 86915 Mesta úrvaliö, besta þjónustan. VI6 útvegúm y&ur afslátt á biloleigubilum erlendle. Tékkneska vikan á Loftleiöahóteli stendur fram á sunnudagskvöld. „Járntjaldið rofið” Fyrrverandi heimsmeistari I harmonikkuleik, látbragðsleikar- ar, dansmeyjar, töframaður og söngtrió, þetta er i meginatriðum þau skemmtiatriði sem ganga á tékknesku vikunni á Loftleiða- hóteli sem hófst i gærkvöldi. Tékkneska vikan stendur yfir fram á sunnudagskvöld. Það veröur sem sé allt I tékkneskum stil I Vikingasal Loftleiðahótels I kvöld, annaö kvöld og á sunnu- dagskvöldið. Tveir tékkneskir kokkar sjá um matseldina og bjóöa að sjálfsögöu upp á þjóðar- rétti frá Tékkóslóvakiu. Síöan skemmta listamennirnir góðu, sem I upphafi var minnst á og loks er stiginn dans. Allt þetta húllumhæ, kostar 13.950 krónur og er þá maturinn, rúllugjaldið og raunar allt nema bardrykkja gestanna, þar innifalið. Soffia Pétursdóttir á Loftleiöa- hótelinu hefur yfirumsjón með tékknesku vikunni og sagðist hún bjartsýn á, að þetta framtak yrði vel þegið. „Við vorum með búlgarska viku i fyrra og hún gerði mikla lukku. Þvi þykir okk- ur ekki óeðlilegt að ætla aö Tékk- arnir njóti svipaðra vinsælda, enda hefur það færst i aukana að íslendingar ferðist til Tékkó- slóvakiu, t.d. til skiöaiðkana.” Tékknesk vika á Loftleiðum Sagði Soffia að listafólkið tékkneska væri fyrsta flokks og prógrammið sem það væri með félli eflaust vel I kramið hjá íslendingum. Sem sagt Islensk-tékknesk vináttubönd efld á Loftleiðahótel- inu þessa dagana og þar mun ekkert „járntjaldið” sem truflar samskiptin. — GAS. Galdrakarlar Diskótek Veitingahúsid í GLÆSIBÆ Bileigendur: ÞAÐ ÞARF FROST- LÖG í FROSTINU Ertu buinn að setja frostlög á bilinn þinn? Ef ekki, þá skaltu drifa i því. Ef litill sem enginn frostlögur er á vatnskassanum, þá þarf ekki meira en 3 stiga frost tii að vatnið á kassanum fari að krapa. Og þá er hundrað I hættunni og möguleiki á þvi að kælikerfið og um leið vélin fari fj.... til. Frostlögur er þó ekki aöeins til varnar þvi að það frjósi I vatns- kassanum heldur og gegn ryði og tæringu. Það er sem sé þörf fyrir frostlög, þótt ekkert sé frostið. Samkvæmt upplýsingum Óskars Öskarssonar afgreiðslu- manns hjá Esso uppá Artúns- höfða, þá er talið að endurnýja þurfi vatn og frostlög á vatns- kassanum á tveggja ára fresti. Það þarf hins vegar aö fylgjast vandlega með þvi að nægur frost- lögur sé fyrir hendi og það gera starfsmenn á bensinstöðvum. Talið er hæfilegt, að helminga- skipti séu á frostlegi og vatni. Litrinn af leginum kostar 2100 krónur og á meðalstóran vatnskassa færu þá um þrir og hálfur litri. Helgarpösturinn skorar þar af leiðandi á alla góöa og gegna bileigendur að láta kikja ofan i Hún sparar ekki frostlöginn þessi, enda engin ástæða til. vatnskassann og kanna ástandið á frostlagarmálum. Það gæti borgað sig. — GAS

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.