Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 10
 Fylltur lamba- hryggur Helgarrétturinn kemur frá Friðriki Sigurössyni, yfirmat- reiðslumanni Torfunnar. Fylltur lambahryggur Þessi uppskrifter fyrir 4-6 og f hana þarf eftirfarandi: ca. 2 kg lambahrygg salt og pipar. 1 fyllinguna þarf: 4 msk smjör fí msk flnt hakkaða stcinselju 2 afhýdd epli, skorin f þunnar sneiðar. Friðrik Sigurðsson, yfirmat- reiðslumaöur Torfunnar. FöstudaguM8^esemberJ981^y0^0^QQStUrÍDrL Hér getur að Uta vöruúrvalið I Innimarkaðnum. Innimarkaðurinn í Veltusundi: Hryggurinn er tekinn og út- beinaður. Sinin i miðjum hryggnum er skorin burt, svo og nokkuð af fitunni. Fyllingin er siöan lögð i miðjan hrygginn, langsum.og salti og pipar stráð yfir. Hryggnum er þá rúllaö upp og hann vafinn jafnt og þétt með seglgarni. Hann er siðan settur i vel smurða ofnskúffu inn i vel heitan ofn, 275-300 gráöu heitan, þar til hann hefur brúnast vel. Hitinn er þá lækkaöur i 200-225 gráður. Ausið siöan af og til vatni yfir hrygginn, 2-3 bollum á steikingartimanum, sem er 1 1/2-2 timar. Sósan á steikina er löguð af soðinu i ofnskúffunni. HUn er RUMFÖT OG ÖNNUR FÖT, ÁSAMT ÝMSU ÖÐRU bragðbætt með ca. 1/2 bolla af Madeira eða portvini. Hún er soðin i 15-20 minútur við hægan hita, og að endingu er bætt út i 1/2 pela af rjóma og sósan svo sigtuð. A sama hatt má matreiöa hreindýrahrygg. Meðlæti með hryggnumer t.d. ferskir sveppir, ristaðir i smjöri, rósinkál, soðið i smjöri og vatni, kryddað með salti og örlitlu hvitlauksdufti, bökuð kartafla, eða smjörsteiktar kartöflur, kryddaðar með salti, pipar, papriku og smátt saxaðri steinselju. Gott vin er siðan æ til yndis, eins og einhver myndi segja. Verði ykkur að góðu. I Fyrir um það bil mánuði tók til I starfa innimarkaður i kjallara I hússins að Veltusundi I, og sam- | kvæmt auglýsingu i blöðum, er j þar verið að selja hluti á tombölu- l verði. Ilelgarpósturinn náði tali I af Óla Waage og spurði hann hvað I selt væri á þessum innimarkaði. | Óli sagði,að aðstandendur inni- j markaðarins væru þar með skó- j verslun,en þar sem hún tæki ekki nema um 1/5 af húsnæðinu, hefði veriðákveðið að nýta það betur. Fólk getur þvi leigt sér borð ef það hefur eitthvað, sem það vill selja. Þarna er seldur hinn margvis- legasti varningur, eins og föt, rúmföt, dreglar, vinnufatnaður og margt fleira. Þá hefur verið töluvert um útsölur þar i þessum mánuði. En það er ekki eingöngu fólk utan úr bæ, sem selur hluti sina, þvi' innimarkaðurinn tekur einnig varning i umboðssölu. Óli sagði, að ýmislegt væri selt mjög ódýrt, annað nokkuð ódýrt og ekkert væri selt dýrara en i verslunum. 1 tilefni jólanna stendur nú yfir jólamarkaður, þar sem selt er sælgæti og jólaskraut og innan fárra daga verður farið að selja bækur. interRent car rental Bílaleiga Akuréyrar Akureyri Reykjavik THyGGVABRAijT 14 SKEtfAN y S.217TS S.3T6TS PSyib Mesta úrvaliö. besta þjónustan. Vift utvegum yftur afslátt a bilaleigubilum er'endls. Boróa- panumr Sími 86220 85660 Veitingahúsld í GLÆSIBÆ Galdrakarlar leika fyrir dansi Diskótek „Skemmtilegt, en þreytandi” segir Jónas Þórir um undirleik fyrir þöglar kvikmyndir m ’W". Hinn nýi matseðiil Torfunnar. Veitingahúsió Torfan: á borðum Islendinga, þótt mikið haf i þeir veitt af honum / f gegnum tiðina. Þá býður hann upp á blandaða sjá- varrétti að hætti hússins, en það eru kaviar, rækjur, krækl- ingur, sild og graflax. þess verður hægt að panta sér svo þræ'.islenskan mat sem soðinn saltfiskog skötu — og að sjálfsögðu iskalt brennivin með. Af nýjum smáréttum má nefna „hleypt egg Indienne”, „eggja- köku Paysann”, sem er fram- reidd á pönnu, og „steikt rauð- sprettuflak á rúgbrauði með dillmayonnaise. Vilji menn gera sérstaklega vel við sig er lika úr nýjum forréttum að velja. Þar má nefna „karfa \pate”, sitrónumarineruð ýsuflök og pönnukökur með skeldýra- fyllingu. Allt. fremur nýstár- legt, að minnsta kosti á borðum mörlandans. Þá má nefna, að á Torfunni er nú ' farið að bjóða upp á sérstaka barnarétti, á barná- verði. Það eru kjúklingar (fjórði hluti), djúp- steikt fiskflök, kjötbollur og samlokur. Nýir réttir á boðstólum og Mogginn frá ’36 Þegar Nýja bió og Kvikmynda- safn tslands minntust i samein- ingu 75 ára afmælis kvikmynda- sýninga á íslandi með sýningu á öllum þeim þöglu myndum.sem á einhvern hátt tengjast tslandi, var reynt að endurvekja gömlu stemmninguna með þvi að leikið var undir sýningunum. Sá sem þaö gerði, var Jónas Þórir Jónas- son, sem þekktur er fyrir spila- mennsku sina á Skálafelli Hótels Esju. Helgarpósturinn hitti Jónas Þóri að máli og spuröi hann út i spilamennskuna undir þöglu myndunum. „Tildrögin voru skemmtileg á ýmsan hátt, vegna þess hve þetta bar skjótt að”, sagði hann. . Upphaflega stóð til, að strengjakvartett léki undir, en það erýmsum erfiðleikum bundiö að leika kvikmyndatónlist, m.a. vegna þess hve skiptingar eru snöggar. „Þessar öru skiptingar krefjast mikillar vinnu fyrir hljóðfæra- leikarana, nema fyrir þann, sem geturspilað upp úr sér. Strengja- kvartettinn sá þvi fram á mikla vinnu við þetta, og var þá reynt að fá annan til að spila”, sagði Jónas Þórir. Sem dæmi um hversu brátt þetta bar að, var hringt í hann á miðvikudegi og hann beðinn aö spila á laugardagskvöldið. . Hann hafði þvi 2 1/2 dag til stefnu. A fyrstu sýningunni, sem var frumsýning á Höddu Pöddu Guð- mindar Kamban, og jafnframt eina myndin, sem Jónas Þórir var undirbúinn fyrir, hafði hann föður sinn, Jónas Þóri Dagbjarts- son fiðluleikara sér til fulltingis, og höföu þeir ákveðið stef fyrir myndina, en það var gamalt lag Jónasar Þóris við ljóð eftir Helga Sæmundsson. Hinar myndirnar voru ekkert undirbúnar, heldur horfði Jónas Þórirá þær um leið og áhorfendur og reyndi jafnframt að túlka, eða undirstrika atburðarásina, sem verið var að sýna á tjaldinu. ,,Mér fannst þetta skemmti- legt, en þreytandi, og eins og öll störf, hafði það sinar góðu og vondu hliðar ”,sagði Jónas Þórir. Þess má svo geta, að Hadda Padda verður sýnd i sjónvarpinu á nýjársdag og undir þeirri sýn- ingu sér Jónas Þór um tónlistina, ásamt föður sinum. En Jónas Þórir er ekki viö eina fjölina felldur i tónlistinni, þvi auk þess að hafa spilað undir kvikmyndum og leikið dinnertón- list, er hann einnig i litilli djass- hljómsveit, sem spilar með Big Band 81. ,,Ég hef verið ákveðinn i' að binda mig ekki við neitt eitt”, sagði hann. Þess má svo geta að lokum, að Jónas Þórir er nemandi i tón- menntakennaradeild Tónlistar- skólans i Reykjavik. Jónas Þórir á fullu i Nýja biói. Þótt nú sé hætt að opna ný veitingahús á Bcrnhöftstorfunni, að minnsta kosti í bili, er alltaf við einhverju nýju að búast á þeim slóðum. A ,,gamla” staðnum, Torfunni, hefur Örn Baldursson veitinga- inaður nú gert nokkrar endur- bætur á matseðlinum, sem gæti verið vert að lita nánar á ef m enn langar til að slappa dálitið af i jólaösinni. Sem fyrr leggur örn megin á- herslu á fiskrétti og hefur ýmis- legt nýtt á boðstólum þar. Fyrst skulu nefnd smjörsteikt karfa- flök, en það er nýstárlegur fiskur Eins og ekki sé nóg að bjóða upp á nýstárlega rétti hefur örn tekið upp á þvi að dreifa matseöl- inum á fjórar siður á ljósprentun- um upp úr Morgunblaðinu frá fimmtudeginum 20. febrúar 1936. Meðan menn biða eftir matnum er þvi hægt að kynna sér hvaða myndir voru sýndar i kvik- myndahúsum borgarinnar þann daginn, hvað var i leikhúsunum, hvað menn auglýstu, hvað madame Tabuis sagði um yfir- vofandi heimsstyrjöld, hvað var i útvarpinu það kvöldið og hvað Valtýr Stefánsson ritstjóri sagði i leiðaranum þann daginn. _____ÞG.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.