Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 6
6 Frumsýning í Háskólabíói og í Borgarbíói fyrir norðan — á annan í jólum Föstudagur 18. desember 1981 h^lgsrpásturínn Atriöi úr kvikmyndinni „Jón Oddur og Jón Bjarni” — tvlburarnir Páll og Wilhelm, þ.e. Jón O. og Jón B. borða grautinn undir yfir- umsjón Soffiu frænku sem Sólrún Yngvadóttir leikur. JÓN ODDUR OG JÓN BJARNIJÓLAMYND Tveir grallarar úr Hliðahverfinu, tviburarnir Páll Jósefs og Wilhelm Jósefs Sævarssynir, niu ára, eru orðnir kvikmyndastjörnur. Þeir leika aðra tvibura sem heita Jón Oddur og Jón Bjarni i kvikmynd eftir Þráin Bertelsson, en sú mynd er vitanlega byggð á sögum Guðrúnar Helgadöttur um hina stórmerku tvibura, fjölskyldu þeirra og ævintýrin sem spennandi hversdagslifið býður upp á. Fjölskyldumyndin, „Jón Oddur og Jón Bjarni” verður frumsýnd á annan í jólum i Háskólabió og i Borgarbiói á Akureyri. Með þeirri frumsýningu lýkur formlega rúmlega ársvinnu við gerð kvikmyndar, sem hlýtur aökallast „stórmynd” á okkar islenska mælikvarða. Þrjátiu leikarar fara með hlutverk i myndinni, en auk þess koma um tvö hundruð aukaleikarar fram. „Jón Oddur og Jón Bjarni” er tekin i Reykjavik, á Seltjarnarnesi og svo i Hveragerði og i Grafningi og Þingvöllum, þvi fjölskyldan fer i ferðalag út úr bæn- um. Leikurinn berst þannig um nágrennið, lika upp i Borgarfjörð, þegar tviburarnir fara i Vatnaskóg. Viö spurð- um Þráin Bertelsson leikstjóra hvort myndin væri kannski eins konar skýrsia um daglegt lif reykviskrar fjölskyldu sem á uppátækjasama tvibura? „Já, ég vona að myndin sé þaö — skýrsla um lif venju- legrar fjölskyldu hér og viða annars staðar, bæði hér á landi og kannski i nágrannalöndunum. Myndin er um venjulega fjölskyldu — sem þó er að þvi leytinu ööruvisi að hún á tviburuna Jón , Odd og Jón Bjarna.” Nú nutu bækur Guðrúnar Helgadóttur fádæma vinsælda, ekki siöur meðal fullorðinna en barna — er myndin lika fyrir alla fjölskylduna? „Já, þetta er fjölskyldumynd. Hún er fyrir börn og fullorðna, fjallar um atburði daglegs lifs, atburði sem flestir kannast við úr eigin lifi. Það eru ævintýri sem virðast kannski i sjálfu sér litil, en eru i raun þau ævintýri sem flestir upplifa sem stór. Það geristótal margt í myndinni. Ég vonaa mönnum finnist myndin fjölbreyti- leg og lifandi og gamansöm. En eins og allt sem er veruiega skemmtilegt, þá er alvörunni blandað þar saman við. Nú — við teljum að þessi mynd standist ströngustu kröfur sem gerðar eru til kvikmynda tæknilega — að minnsta kosti hér á landi. Þótt „Jón Oddur og Jón Bjarni” kallist „fjölskyldumynd”, þá þýðir það ekki að eitthvað sé til sparað, eins og stundum hefur viljað brenna við þegar barnaefni er annars vegar”. — Hvernig féll þér að leikstýra börn- um? „Það sem skilur kannski á milli barna og fullorðinna er, aö það þarf aö leggja meiri vinnu viö aö móta börnin i hlutverk- unum. Þau hafa vitanlega ekki neinar mótaðar hugmyndir þegar að verkinu kemur. Og svo er það vitanlega spurning um þolinmæði. Ég held að þetta hafi allt farið vel hjá okkur, þvi að strákarnir, Páll og Wilhelm eru ákaflega stæltir, bæði andlega og likamlega.” Gamalkunnug atvik og ný Sem fyrr segir byggir kvikmyndin „Jón Oddur og Jón Bjarni” á þremur sögum Guðrúnar Helgadóttur, en Þráinn Bertelsson skrifaði handrit fyrir mynd- ina.byggtá þessum sögum. Atburðarásin er nokkuð frábrugðin þvi sem er i bókum Guðrúnar, en mörg atvikanna eru þau sömu og nokkur ný koma til, sem Þráinn sagði „að gætu vonandi eins vel verið i bókunum — og hlaut enda blessun Guðrúnar”. Persónurnar i myndinni eru þær sömu i bókunum, þannig að aðdáendur bókanna um þá heiðurs- grallara Jón Odd og Jón Bjarna eiga eftir aö sjá ljóslifandi á hvita tjaldinu ógleymanlegar persónur eins og ömmu dreka, Kormák afa, Soffiu og hann Simba og önnu Jónu og svo náttúrlega pabba og mömmu tviburanna. Það er Steinunn Jó- hannesdóttir sem leikur mömmuna og Egill ölafsson sem leikur pabba þeirra. Herdis Þorvaldsdóttir leikur ömmu dreka og Gisli Halldórsson ieikur Kormák afa. Laufey Sigurðardóttir leikur önnu Jónu, Sólrún Yngvadóttir Soffiu og Tómas RagnarssonerSimbi. Auk þessara birtast á tjaldinu ýmsir frægir leikarar og marg- ir minna frægir. Þar á meðal má nefna Sigurö Hallmarsson, Asdisi Skúladóttur, Jón Sigurbjörnsson, Ketil Larsen, Sigriði Hagalin og Þórhall „Ladda” Sigurðsson. Kristin Pálsdóttir klippti myndina, Bald- ur Hrafnkell kvikmyndaði og Tinna Gunnlaugsdóttir var aðstoðarleikstjóri. Egill ólafsson samdi tónlist og Sólveig Eggersdóttir annaðist búningagerð. Dýr mynd — fullkomin tæki „Jón Oddur og Jón Bjarni” er breiðtjaldsmynd ilitum og við kvikmynd- unina, voru notuð fullkomin tæki, sem kvikmyndafyrirtækið sem myndina gerði, Norðan 8 h.f., leigði hingað frá Þýska- landi. Helgi Gestsson framkvæmdastjóri myndarinnar, tjáði okkur aö kostnaður við gerö hennar hefði verið um þrjár milljónir nýkróna og reiknaði hann með, aö þeir þyrftu að fá um einn þriöja allra Islendinga til að sjá myndina, til að sleppa hallalaust Jrá tiltækinu. Sem fyrr segir verður myndin um tviburuna Jón Odd og Jón Bjarna og ættingja þeirra og vini frumsýnd á annan i jólum, bæði i Háskólabiói og Borgarbiói á Akureyri. — GG. Jón Oddur og Jón Bjarni (Páll Jósefs og Wilhelm Jósefs) viö sjúkrabeö Kormáks afa (Gisli Halldórsson). Auk þeirra má sjá ömmu dreka (Herdis Þorvaldsdóttir), Pabba (Egill Ólafsson) og Mömmu (Steinunn Jóhannesdóttir). Tveir nýir leikarar á stjörnuhimninum Hinar nýsköpuðu kvikmyndastjörnur, Páll og Wilhelm Jósefs Sævarssynir, eru niu ára heiöursmenn úr Hliöunum og eru amk. nákvæmlega eins og blaðamaður hafði imyndaö sér þá Jón Odd og Jón Bjarna. Sjálfir fullyröa þeir, að þeir séu ekki lakari hrekkjalómar og sögöu aö vinnan við kvikmyndina hefði verið skemmtileg. Þeir stunda reyndar nám i Hliöaskóla og máttu varla vera að þvi að koma i viötal við Helgarpóstinn sökum anna, en létu þó til leiðast. Viö spuröum hvort ckki hefði veriö erfitt aö læra textann utanbókar? Willi: Já. Palli: Nei. Svo fengum við stundum að búa til sjáifir pínulitið inn i. Ætlið þið að verða leikarar, þegar þið verðið stórir? Palli: Veit það ekki, kannski leikari, kannski lögga. Willi: Lögga eða leigubila- maður. Hvers vegna lögga? Palli: Held það sé gaman. Willi: Þær eiga búning. Hvernig lfst ykkur á að verða bióstjörnur — haldið þið að þið fáið nokkurn frið á götunum eftir þetta? Palli: Ætli þaö. Það verður hundleiðinlegt. Willi: Gerir ekkert til. Eruð þið prakkarar eins og tviburarnir i myndinni? Palli: Já,okkur finnst mest gaman að hringja á dyra- bjöllum og hlaupa svo. En hvaðgerist ef þiö eruð gripnir? Palli: Við erum ekki gripnir. Ekki ég. Willi: Viö erum fljótir að hlaupa. Palli: Ég er fljótur að hlaupa. En eitthvaö geriö þið fleira en hringja á dyrabjöllur hjá fólki? Palli: Við berum út blöð stundum. Willi: Og seljum. Ruglast fólk ekki oft á ykkur af þvi þið eruð svo likir? Palli: Jú,jú. Við leikum stundum á fólk. Willi: Fyrst fer Palli og rukkar og svo kem ég á eft- ir. Hvað er skemmtilegast að gera i skólanum? Palli: Reikna og lita. Willi: Ekki reikna, skrifa og lesa. Hvað fannst ykkur erfiðast að gera i myndinni? Palli: Það var alltaf verið aö taka aftur og aftur. Willi: Það var allt i lagi. Verður ekki gaman að sjá sjálfan sig á kvikmynd? Palli: Jú. Willi: Nei. — GG.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.