Helgarpósturinn - 26.02.1982, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 26.02.1982, Blaðsíða 8
s heigac pásturiHnJ Blað um þjóðmál. listir og menningarmá I. Utgefandi: Vitadsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grimsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Gunnar Gunnars- son og Þorgrimur Gestsson. utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttrr Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreif ingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavík. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8 10. Simar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askrifatarverð á mánuði kr. 30. Lausasöluverö kr. 10,- „Ekki til birtingar’ ’ „Hann réðst á mig, dró mig á hárinu, lagðist ofan á mig, lamdi mig og sparkaði i mig. Daginn eftir tók ég eftir þvf, að ég var með stóra skallabletti”. Þetta er úr Iýsingu ungrar konu i Reykjavik, sem mátti þola of- beldi frá hendi sambýlismanns sins. Hún lýsir þeirri martröð sem hún gekk I gegnum i opin- skárri frásögn i Helgarpóstinum i dag. Þessi kona heldur þvi fram, að reynsla sin sé siður en svo eins- dæmi; hún segist vita um fjölda eiginkvenna, sérstaklega á sfnu reki, sem hafi svipaða sögu að segja— og verri. Þaö staöfestist lika með könnun sem gerð var á þeim sem komu á Slysadeild Borgarspitaians árið 1979 til að láta gera að likamsmeiðingum. Af 1179 sem þangaö komu voru 62 konur sem eiginmenn þeirra höfðu skaðað með barsmiöum. En þetta er aðeins litið brot af þvi sem gerist. Félagsráögjafi sem starfar við Geödeild Land- spítalans segir við Helgarpóstinn, að i starfi sinu kynnist hún fjölda slikra dæma, sem hvergi komast á skrá. Þórir Oddsson vararann- sóknarlögreglustjóri álitur líka, að dæmi af þessu tagi séu mun fleiri en lögreglan kemst i kast viö, og Haukur Kristjánsson yfir- læknir Slysadeildarinnar telur að margar konur skrökvi tii um ástæður fyrir likamsmeiðingum. Rannsóknir i nágrannalöndum okkar sýna, að ofbeldi af þessu tagi sé mjög algengt, en sjaldnast sé leitaö til lögreglu og enn sjaldnar séu mennirnir kærðir fyrir likamsmeiðingar. Þar er m.a. reynt að koma til móts við þær konur sem lenda i slikum harmleikjum með þvi aö opna svonefnd neyðarathvörf þar sem þeim og börnum þeirra er veitt húsaskjól þegar þeim er ekki lengur lift heima vegna of- beldis eiginmannsins. Hér eru engin slik neyöarat- hvörf, en þeir sem hafa kynnst þessum málum, ýmist af eigin raun eða með öðrum hætti, full- yrða, að á þvi sé full þörf. Það kemur ekki á óvart, að það eru fyrst og fremst konur, sem láta sig þessi mál skipta. Rauðsokka- hreyfingin hefur haft þau til um- ræðu, og nú starfar vinnuhópur á vegum kvennaframboðsins að þvi að koma þessum máium á rek- spöl. En allar eru þessar konur sammála um, að neyðarathvörf af þessu tagi eiga ekki aö vera á vegum ákveðinna samtaka. Þær leggja áherslu á, aö hið opinbera verði að sjá um slika þjónustu eins og aöra félagslega þjónustu. „Þegar þetta er komiö á það stig að maöur bara liggur og gerir ekki neitt þar til þetta er búið,er ástandið oröiö slæmt”, segir konan sem lýsir reynslu sinni I Helgarpóstinum I dag. Þaö vita fleiri um dæmi af þessu tagi en vihavera láta. Þetta gerist allt i kri.igum okkur. En friðhelgi heimilisins og einkalifsins er mikil og fáir vilja blanda sér i málin. En þegar menn eru farnir að berja eiginkonur sinar er það ekki lengur þeirra einkamál. Hókus Pókus Þegar maður býr úti á landi þarf maður alltaf að vera að fljúga til Reykja- vikur. Og þá þarf maöur alltafaöveraiaðfljúga meö Flugleiöum. Sú saga er sögö aö Flugleiöir hafi einu sinni gert skoöanakönnun meöal farþega sinna I USA og spurt hvers vegna þeir veldu einmitt Flugleiöir úr hópi allra þeirra flugfélaga sem þeir gætu flogiö meö. Einn Amerikaninn svaraöi aö bragöi og sagöi aö hann veldi Flugleiöir af ævin- týraþrá. — Hvað áttu við? spuröi Flugleiðamaðurinn hissa. —• Jú, þegar ég flýg með Flugleiöum veit ég aldrei hvað gerist næst, svaraði farþeginn kampakátur. Maður veit aldrei hvenær verður flogið, hvar verður lent eða hvar maður lendir að lokum og það er svo skemmtilegt. . essi káti Amerikani hefði skemmt sér aldeilis bærilega hefði hann veriö hér á Egilsstaöaflugvelli 6. febrúar s.l. Daginn áður haföi ekkert veriö flogið, það haföi rignt óhemjulega fóstudaginn allan og flug- völlurinn var ófær vegna aurbleytu. Ég þurfti á fund i Reykjavfk á laugardegi og sat þvi' hér þung á brún og veöurteppt. Um kvöldið kom i sjónvarpinu itarleg frétt um slæmt ástand flug- vallarins hér og þörfina á aö bæta hann og laga i alla grein. Það þóttu okkur orö i tima töluö. NU — morguninn eftir hringdu Austfirðingar á suöurleiö á flugvöllinn okk- ar góða og var sagt aö mæta, enda yröi flogið þrisvar þennan dag, völlur- inn væri í finasta lagi. Þeg- ar ég mætti svo kl. 12 á há degi var ennþá allgott veð- ur en þaö fyrsta sem ég sá var allt fólkið sem haföi átt aö fara með fyrstu vélinni suður. Ég átti ekki fóður undir fat. Rflér var þá sagt að Flug- málastjóri væri búinn að setja bann á flugvöllinn okkarvegna aurbleytunnar illu — og þættist hann sjá hana mun betur haukfrán- um sjónum sinum en starfsmenn vallarins hér eystra. Og mun betur sá hann ófærðina og gat skorið úr um máliö en norölenski fhigmaöurinn sem haföi lent hér fyrr um morgun- inn. Við skildum þetta alls ekki, farþegarnir, sem von- legt var. Starfsmenn Egils- staðaflugvallar, sem eru hver öörum betri og elsku-! legri viöurskiptis, virtust | ekki skilja þetta heldur. Og nú voru góð ráö dýr. Var nú skotiö á fundi I Flugstöðvarbyggingunni og sýndist sitt hverjum. Þarna var samankomiö fólk sem haföi komið neðan af fjörðunum um morgun- inn yfir fjöll og firnindi i leiöindafærö og hálku og það var ekki aö ferðast þetta uppá grin. Þetta var fólk sem var aö fara til lækninga, á ráöstefnu og fundi i Reykjavik — og það ætlaöi sér á leiðarenda ef þess væri nokkur kostur. Fundurinn ákvað því aö nota leiguflug og byrjaö var á þvi að tala viö norð- lenska flugmanninn fyrr- nefnda. Það var talaö við öll leiguflugfélögin án árangurs. Enginn þorði að fljúga á flugvöll sem var bannaöur og yfirlýstur ófær af þvi aö það er á ábyrgö viðkomandi flug- félags og engar tryggingar i gildi ef eitthvaö ber útaf. Og þar fór þaö. Okkur var nú sagt að banninu yrði ekki atlétt af vellinum fyrr en frysti, aurbleyta vallarins breytt- ist ekki fyrr en það yrði og enginn sá fram á frost næstu daga og kannskiekki næstu vikur. Þeir sem urðu að komast til Reykjavikur ákváðu þvi að fara með Völundarhús sidblindunnar Athygli manna hefur undanfarið talsvert beinst að úttekt og upplýsingum um mannréttindabrot i heimsbyggðinni. Það á við um brot á klassískum mannréttindum sem viður- kennd eru i stjórnarskrá flestra þjóða: Skoðana- frelsi, trUfrelsi, funda- frelsi, ferðafrelsi o.s.frv. — Sameinuö leggja þessi hug- tök grunn að mannsæm- andi lifi, réttinum til þess að hafa lifandi sál i likama sinum. w ^Vstandiö i Póllandi, E1 Salvador, Tyrklandi, hefur mjög dregist inn i umræður manna um mannréttindabrot og kúg- un. Mér vitanlega hefur enginn lagst svo lágt að verja opinberlega striö pólskra stjórnvalda (með Sovétstjórnina að bakhjarli) gegn pólsku þjóðinni. Hinsvegarhafa ýmsir orðið. vilja — aö betra sé að vera fangelsaður, kúgaður, pyntaður, myrtur af vika- drengjum „einræðis- stjórna” heldur en „al- ræðisstjórna”. Augljóst er að þessi samanburður er sprottinn af siðblindu sem verður i sjón-, heyrnar- og skynfærum manna þegar Heilaþvottarmiðstöðin h.f. hefur meðhöndlað vits- muna- og tilfinningalif þeirra. NU veit ég að flestir þeir sem hafa orðið fyrir álög- um ofangreindrar siöblindu eru grandvarir menn. Þeir myndu aldrei andvöku-og átölulaust geta vitað upp á kunningja sina, vini, vinavini og ástvini, fremja illvirki á mönnum i næsta húsi, næstu götu eða næstnæsta bæ. En svo rammvilltir eru þeir f völ- undarhúsi siðblindunnar hvað varðar Bandarikja- stjórn sem þeir hafa bundiö Ðirgir Sigurðsson— Heimir Pálsson—Hrafn Gunnlaugsson — Jón Bald- vin Hannibalsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthlasdóttir — Sig- urður A. Magnússon. til þess að verja stuðning Bandarikjastjórnar við herforingjastjórn E1 Salva- dors og umburðarlyndi og/eöa stuðning Banda- rikjastjórnar við herfor- ingjastjórnina i Tyrklandi. Stundum minnir þessi vörn fyrir Bandarikjastjórn óneitanlega á þegar menn lentu i sálarháska við aö verja Stalinstjórnina sál- uðu af þvi að þeir voru I til- finningaböndum við hug- sjón sósialismans. Menn eru jafnvel svo illa komnir af togstreitu sálar sinnar um réttog rangt og i áráttu sinni til þess að klóra yfir skit Bandarikjastjórnar að þeir eru búnir aö finna smugu milli „alræðis- stjórna” og „einræðis- stjórna” fyrir Reagan- stjórnina að smjúga útum: Það sé þó alténd munur aö styðja „einræðisstjórnir”. Ekki verður þó séö — jafn- vel ekki með hjálp góðs tilfinningatrúss sitt viö að þeir verja illvirki hennar og/eða vina hennar í næst- næstu löndum og álfum. Til að mynda Suður-Ameriku. Svona kaldhæönisleg getur útkoman Ur reikningsdæm- um „mannúðarinnar” stundum oröið. Það er ekki að furöa að Orn Arnar skyldi kveða upp úr kald- hæðni sinni forðum: „Mannúð okkar manna/ er mikil og dásamlig/. Við göngum svo langt i gæðum/ að guð má vara sig”. Naest er nú að spyrja hvers vegna elska margra VesturlandabUa á Banda- rlkjastjórn hefur leitt til ofangreindrar siðblindu. Er það vegna þess að þeir eru svo ánetjaðir „full- komnun” Bandarikja- stjórna á „draumi hins djarfa manns”um frelsi og lýöræði sem Bandarikja- menn hafa taliö sig fulltrúa fyrir á jarðarkringlunni, ávallt reiðubúnir að hjálpa, styðja og styrkja hinar þjóðirnar i „lýöræðis- bræðralaginu”? — Satt er það: A heimavigstöövum hins vestræna bræðralags hafa Bandarikjastjórnir fyrr og siðar að miklu leyti haft i heiðri hin klassiskú mannréttindi sem tind voru tíl hér að framan. Á mörg- um öðrum vigstöðvum, þar sem menn dreymir um og berjast fyrir mannsæm- andi lifi með tilheyrandi mannréttindum, hafa Bandarikjastjórnir hins- vegar fyrr og siöar (með auðhringa sina og her að bakhjarli) stuölað að og beinli'nis tekið að sér að umbreyta „draumi hins djarfa manns” um frelsi og lýðræði i martröð. Ekki sist i Suður-Ameriku. Gleymum því heldur ekki að það eru lika mann- réttindi að hafa að éta. Menn geta auðvitað freist- ast til samkvæmt saman- burðar-siðblindunni að bera saman þau mannrétt- indi að hafa að éta og hin almennu klassisku mann- réttindi. Sumum þykir kannski þau fyrrnefndu óffnni. Slikur samanburður er ófrjór og óheiöarlegur: Gildi einstakra mannrétt- inda verða ekki meö nein- um rétti borin saman viö önnur. Þau eru öll jafngild þótt afleiöingar afnáms þeirra séu misjafnlega hörmulegar. Stjórnvöld svokallaðra sósialiskra þjóða státa gjarna af mannsæmandi lifi innan sinna vébanda. Þau hafa sum hver fullnægt lág- markskröfum um réttindi til fæðunnar. En um leið hafa þau afnumið eða stór- lega skert mörg önnur mannréttindi. Þau geta ekki sloppið út um saman- burðarsmugu milli mann- réttinda: Mannsæmandi lif þar verður ekki til i raun fyrr en innihald orðtaksins „enginn lifiraf einu saman brauöi” verður fyllilega jafngilt innihaldi orðtaks- ins „matur er mannsins megin”. ,,Sipp og höj” Regan- stjórnarinnar heima fyrir I nltu til Hafnar i Hornafirði og fljúga þaðan, helst um kvöldið en i siðasta lagi daginn eftir. Þetta voru um 30 manns. Við sem treyst- umst ekki i þetta langa og erfiða feröalag dröttuð- umst heim og afskrifuðum suðurferð i huganum. Jæja — nú er skemmst frá þvi að segja að það byrjaði að hellirigna eftir hádegi;það rigndi og rigndi eins og hellt væri úr fötu, timunum saman og skvampandi og bullandi vatnselgurinn fossaði eftir götum bæjarins — og flug- vellinum. Við Reykjavik- urfararnirhorfðum á þessa þróun með harm i hjarta. En vegir Flugmála- stjómar eru órannsakan- legir. Klukkan rUmlega fjögur var banninu aflétt af fhigvellinum — Hókus Pók- us — og um sjöleytið fóru tvær flugvélar suður með málefnum fátækra sýnir að hUn ætlar ekki að segja bandariskri fátækt strið á hendur. Þvert á móti: HUn segir bandariskum fá- tæklingum strið á hendur. Og varðandi Suður-Ame- riku tekur hún til fyrir- myndar framferði fyrri Bandarikjastjórna þegar það hefur verið hvað verst. Með stuðningi sinum við einræðisstjórnir og ihlutun þar i' álfu hefur hUn sagt „draumi hins djarfa manns” um mannsæmandi lifstrið á hendur. Þar skal eiginhagsmunapólitik þessa risaveldis rekin með dug og dáð undir grunnfána siðblindunnar. 1 flestum tilvikum hafa Bandarikjastjórnir álitið baráttu fátæks fólks i Suður-Am eriku fyrir mannsæmandi lifi háska- lega bandariskum hags- munum. Það er að sinu leyti samsvarandi viðhorfi sósialiskra stjórnvalda gagnvart baráttu fyrir klassiskum mannréttind- um innan sinna áhrifa- svæða. A siðastliðnu ári dóu 40.000 börn Ur hungri á jörðinni á hverjum degi alla 365 daga ársins. Þaö eru samtals 14milljónir og 600 þúsund dauðsföll hungurbarna á ári. Liklegt er að dauðsföll barna af völdum hungurs verði sautján milljónir á þessu ári. Og sá hluti mannkyns sem þessi börn tilheyra mun enn stækka. í dag sveltur einn milljarður manna á jöröinni. En framlag þróaðra þjóða til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna stendur i stað og hefur I mörgum tilfellum minnkað. Fé það sem Barnahjálpin fer fram á til þess að ná markmiðum sinum samsvarar þvi fé sem ibúar þróaðra rikja nota til þess að styrkja og gle ðja sál sina með áfengi á einu ári. Með fullgildu reikningsdæmi má einnig sýna fram á að ef þjóðir heimsins tækju sér sex vikna fri i aöalframleiðslu- grein mannkynsins — vig- búnaðinum — nægði það fé sem þásparaöisttilþessaö enginn liði hungur á jöröinni. Nú er það ekki ætlun min aö gera Bandarikja- undrandi Austfirðinga inn- anborðs. Af Hafnarförunum er það að segja að þau fengu enga flugvél um kvöldið og urðu að gista á Höfn. Daginn eft- irvarof hvasstfyrirflug og þau urðu að keyra áfram til Reykjavikur i vonskuveðri og leiðindafærð og komu örþreytt og mörg hundruð krónum fátækari til Reykjavikur, sólarhring á eftir okkur hinum. Við vitum ekki ennþá hvað gerðist i stjórn flug- mála þennan dag eða hver ber ábyrgð á þessu öllu saman. En mikil er magt þeirra manna sem geta farið svona ill a með fjölda manna, óátaldir, og að þvi er virðist af tomum duttl- ungum.Er þetta i raun og veru hægt og er i alvöru enginn sem þarf að skammast sin fyrir vikið? Spyr nú sá sem ekki veit. Dagný sijórn eina ábyrga fyrir þe s s u m dapurlegu staðreyndum. Abyrgðin er sameiginleg öllum þjóðum. En einmitt vegna þessara staöreynda verður fram- ferði Bandarikjastjórna i Suður-Ameriku fyrr og nií enn ömurlegra: í þeim rikjum i Suður-Ameriku þar sem bandariskra áhrifa og fhlutunar gætir hvað mest eru flestir þeir þættir virkir sem einkenna vanþróuð þjóöfélög. Þar er hungur og vesöld, mikill barnadauði, ólæsi og sjúk- dómar, gjörspillt stjórn- kerfi og himinhrópandi misrétti er viðhaldiö með einræðisstjómum og ætta- veldi. 1 þessari vilpu spillingar og örvæntingar svamla risavaxnir banda- riskir auðhringar og fiska milljaröa dollara handa sér og sinum i Bandarikjunum og hirða aldrei umhvort lif er mannsæmandi eða ekki; þvi eins og William Max- well, utanrikisráöherra Bandarikjanna á ofan- veröri 19. öld, lét um mælt: „Þegar maður horfir á kort af Suður-Ameriku sér maður að þessi álfa er eins og svinslæri i laginu. Sám- ur frændi á sér langan gaffal og hann ætlar sér að éta þetta læri”. — Og til þess að heimilisfræði bandariskra stjórnvalda verði enn ljósari þykir mér rétt að vitna i orð ný- skipaðs ráðgjafa Reagans um minnihlutahópa: „Besta ráðið til að fækka fátæklingum er að hætta sjálfur að vera einn þeirra”. H vernig væri að m enn hugleiddu án tviskinnungs hvers vegna Bandarfkja- stjórn gefur fátæklingum Suöur-Ameriku ekki frið til þess að hætta aö vera fá- tækir?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.