Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 12
12_____________ Ljóðvegagerð: Ný Ijóðabók með bundnu slitlagi eftir Sigurð Pálsson Sigurður Pálsson, skáld, leik- stjóri, leikhúsfræðingur og frétta- ritari útvarpsins i Paris hefur lagt siðustu hönd á nýja ijóðabók, sem kemur út hjá Iðunni i lok september næstkomandi. Bók þessi cr þriðja og siðasta bindið af svokölluðu ljóðvegasafni Sig- urðar, og heitir að sjálfsögðu Ljóðvegagerð. Fyrri bækurnar tvær heita Ljóð vega salt og Ljóð vega menn. Eins og i öðrum bókum Sig- urðar, kennir margra safaríkra grasa i Ljóðvegagerðinni, ef marka má heiti kaflanna, sem eru átta talsins. Kaflarnir heita Ljóðvegagerð, Hótel vonarinnar, sem mun vera með þvi nýstár- legra i ljóðagerð Sigurðar, Segðu mér að sunnan, Segðu mér að norð-austan, Hafið bláa mið- jarðar, Talmyndastyttur, Um trissur með mjalla, sem mun vera samdráttur orðatiltækjanna út um allar trissur og með öllum mjalla, og loks Rue Dombasle. Siðastnefndi kaflinn heitir eftir götu þeirri er Sigurður hefur búið við i Paris undanfarin ár, en i fyrri bókunum hafði hann sama háttinn á og orti um göturnar sinar, götu meistara Alberts og götu þeirrar gömlu frá Hofi. Föstudagur 9. júlí 1982 Irjnn L. R. í Leikhúsi þjóðanna: f,Góðar viðtökur" Sigurður Pálsson yrkir meðal annars um götuna sina i Paris. segir Þorsteinn Gunnarsson leikhússtjóri Leikhópur frá Leikfélagi Reykjavikur er nýkominn frá Búlgariu þar sem hann sýndi Sölku Völku Halldórs Laxness á alþjóðlegu leiklistarhátiðinni Leikhús þjóðanna. Hátið þessi er haldin á hverju ári, en aldrei á sama stað. Þetta var i fyrsta skipti, sem Leikfélag Reykja- vikur tók þátt i hátiðinni, en á sinum tima sýndi Þjóðleikhúsið Inuk á samskonar hátið. „Við sýndum tvivegis á leik- listarhátiðinni, i allstóru húsi sem tók rúmlega 600 manns, og það var fullthús i bæði skiptin”, sagði Þorsteinn Gunnarsson leikhús- stjóri i samtali við Helgarpóstinn. Þorsteinn sagði, að viðtökurnar hefðu verið góðar, en þeir hefðu þó ekki enn séð neina gagnrýni úr blöðum. Hann sagði ennfremur, að mikill leikhúsáhugi væri i Sofia og þar væru mörg leikhús, og hefðu innfæddir sýnt erlehdu Sýn- ingunum mikinn áhuga. En hver er ávinningur okkar af þátttöku i hátið sem þessari? Þvi svarar Þorsteinn: „Þetta er náttúrlega kynning á islenskri leiklist og ég held að það sé mikill ávinningur af þvi,ég tala nú ekki um þegar það stenst samanburð við það, sem valið er frá öðrum löndum, þó maður geti ekki verið hlutlaus dómari i þvi. „Okkur fannst þetta vera ánægjuleg ferð. Eg er þeirrar skoðunar, að þetta hafi verið ávinningur-fyrir okkur, ekki bara Leikfélagið, heldur fyrir islenska leiklist”, sagði Þorsteinn Gunnarsson. Þess má svo geta, að Leik- félagsmenn voru ekki fyrr komnir i bæinn en þeir brugðu sér norður með Jóa Kjartans Ragnarssonar, og að þeirri ferð lokinni verður farið aftur niðri Iðnó, þar sem Sjónvarpið ætlar að taka upp Ofvitann, og verður leikið meö áhorfendur i salnum. Nýtt, skallað og þungt og alíslenskt Baraf lokkurinn-Lizt Það má eiginlega segja að Baraflokkurinn sé eina lands- byggðarhljómsveitin, sem sé með á nótunum hvað sé að ger- ast i rokktónlist i heiminum i dag. Þetta er uggvænleg stað- reynd og af hverju stafar veit ég ekki en ég held það sé greinilegt að einhverra hluta vegna hefur hin nýrri rokktónlist ekki náö til eyrna landsbyggðarmanna. Ég er viss um aö fjölmiðlarnir, og þá fyrst og fremst Rikisútvarpið eiga þar einhverja sök að máli. En það var Baraflokkurinn og í hljóðfæraleiknum er mest áberandi trommuleikurinn og þungur og góður bassi. Hljóm- borðin eru fljótandi og veita góöa fyllingu bg gitarinn er mest notaður sem rythma hljóö- færi, þó hann taki rispur inn á milli, og er ég ekki frá þvi að hann hefði sums staðar mátt vera framar i mixinu. Platan i heild er sem sé sterk og góð og greinilegt er að Tómas Þurs Tómasson hefur sem upptöku- stjóri unnið gott starf við að að- stoða piltanna við að koma tón- listsinniáband. Ég á erfitt með að nefna eitt nýja platan þeirra, Lizt, sem er tilefni þessara lina en ekki fjöl- miðlun. Það var greinilegt ef marka mátti af fyrstu plötu Bara- flokksins að þeir myndu láta mikið að sér kveða I framtiðinni, héldu þeir hópinn og það hefur þeim aö mestu tekist. Að visu hafa oröiö trommuleikaraskipti I flokknum en það virðast ekki slæm skipti, þvi nýi trommu- leikarinn sem heitir Sigfús ótt- arsson og mun aöeins vera 14 ára, fyllir skarð forvera sins meö sóma. Baraflokkurinn hefur lika tekiö miklum framförum frá þvi i fyrra. Tónlistin hefur breyst og þá I þá veru aö hún er aögengi- legri og greinilega hefur þeim einnig farið fram viö lagasmið- arnar. Lögin falla lika einhvern veginn betur aö rödd Asgeirs, en ég er einnig á þvi að honum hafi farið töluvert fram sem söngv- ara. lag öðrum betra á plötu þessari, þvi hún er einstaklega heil- steypt og vel heppnuö. 1 raun- inni hefur Baraflokkurinn með plötu þessari, ekki einungis skipað sér i hóp efnilegustu hljómsveita landsins, hún var reyndar þar fyrir, heldur lika i hóp þeirra bestu, á því er enginn vafi. Björgvin Halldórsson — Á hverju kvöldi Oft hefur veriö kvartaö undan þvi að undanförnu aö svokallað- ir skallapopparar (leiðinlegt orð) skuli ekki vera aö gera ein- hverja „hluti” eins og sagt er, i stað þess að spila bara ein- hverja sölutónlist, þar sem einkum er stilað upp á óska- lagaþætti Rikisútvarpsins. Björgvin er sá sem einna stærstan skerf hefur fengið af ákúrum af þessu tagi og sjálf- sagt á hann þaö virkilega skiliö að einhverju leyti en þó alis ekki öllu. Það er nefnilega ekki hægt að segja að Björgvin hafi nokk- urn tima verið að gera þessa „hluti” sem ég er ekki viss um að nokkur viti hverjir eru, held- ur hefur ferill hans alla tið ein- kennst af flutningi létttra laga og væntanlega hefur sú hugsun fylgt að skemmta sem flestum. Þessu hefur nátturlega fylgt ónáð hjá okkur þessum sem þykjast hafa meira vit á en aðr- ir hvaö sé gott og hvaö ekki. Staöreyndin er sem sé sú að Björgvin er fyrst og fremst dægurlagasöngvari og góður sem slikur. Hann er hins vegar heldur slæmt tónskáld og gitar- gutlari er hann svona í meðal- lagi. Plötur þær sem Björgvin hef- ur sent frá sér i gegnum árin hafa, yfir höfuð veriö vand- virknislega unnar en stundum hefur hann þó skotiö yfir markið og orðið heldur hátiðlegur, Einkum hef ég þá I huga plötuna Ég syng fyrir þig, þar sem nærri hverju einasta lagi er drekkt i óþolandi strengjavæii, fyrir ut- an rólegheitin, sem eru yf- irþyrmandi. Af ofansögðu kann einhver aö álykta að Björgvin sé ekki i miklu uppáhaldi hjá mér. Og það er rétt, ég held ekki mikið uppá hann og hef liklega ekki gert siðan hann var i Flowers. Fyrir mér hefur hann nú allra siöustu ár verið einskonar sam- bland af Kenny Rogers og Barry Manilow og þaö tel ég ekki góö meömæli. Mér dettur t.d. I hug setning sem Ray Davies lét hafa eftir sér en hann sagði að Mani- low væri einhver mesta hætta sem steðjaöi að rokktónlist i dag. Ég er ekki endilega að segja aö þetta eigi við um Björgvin en hann fór þó ansi nálægt þvi á timabiii. Annars var tilgangur greinar þessarar ekki aö hnakkbitast út i Björgvin, heldur var tilefnið það að Björgvin hefur sent frá sér nýja stóra plötu, sem hann nefnir A hverju kvöldi.og það verður að segjast eins og er að liklegast er þetta með betri plöt- um sem hann hefur sent frá sér. Allavega hefur hún vinningiijn ef miðað er við Ég syng fyrir þig. Strengjavælinu hefur að mestu verið kastað fyrir borð og einnig viröist hann hafa vaknað af þyrnirósarsvefninum,þvi lög- in eru mörg hver hin hressileg- ustu. í staö strengjanna áður, spila nú hljóögervlar stórt hlut- verk i útsetningum og heildar- hljómurinn er mun friskari en heyrsthefur á plötum Björgvins i langan tima. Greinileg eru áhrif hinna nýrri poppsveita s.s. Duran Duran og Human League, I útsetningum en lag- linurnar eru þó mjög i anda þeirra er Björgvin hefur fengist viö að syngja i gegnum árin. Plata þessi er þvi i senn nokkuð nútimaleg og gamaldags. Fyrri hliðin er öilu hressilegri og dettur hún varla niður fyrir „mid tempo” en heldur fer að draga af kappanum á seinni hliðinni. En sjálfsagt væri Björgvin að svikja marga hús- . móðurina ef á plötunni væri ekki að finna nokkrar ballöður a la , Björgvin Halldórsson. Hljóðfæraleikurinn er allur I höndum enskra „session” manna og heildarhljómurinn er fagmannlegur, hver tónn á sin- um stað en svo sem ekki mikið meir. Björgvin skilar sinu hlut- verki mjög vel og allt virðist sem sé gott. Gallinn er bara sá að þó mér finnist þetta einhver besta plata hans, þá hef ég litið gaman af henni og hef raunar andað léttar i hvert sinn sem ég hef lokið við að hlusta á hana og sérstaklega á það við um seinni hliðina. Björgvin sýnir sem sé aö hann getur gert ágæta hluti, þegar hann yfirkeyrir ekki tón- list sina með hátiðleik og Á hverju kvöldi er þvi spor i rétta átt. Þrumuvagninn Vinsældir hins svokaiiaða þungarokks eða bárujárnsrokks hafa aukist til muna hér á landi að undanförnu. Hingað til hafa aðdáendur þessarar tónlistar þó eingöngu orðið að láta sér nægja að hlusta á erlendar bárujárns- hljómsveitir, enda er varla hægt að tala um nema eina islenska hljómsveit sem fyllir þennan flokk en það er Þrumuvagninn. Og nú hefur Þrumuvagninn sent frá sér sina fyrstu stóru plötu og þá jafnframt liklega fyrstu islensku þungarokkplöt- una. Það má svo sem segja að hljómsveitin fari ekki illa af stað með þessu fyrsta afkvæmi sinu, þó engan veginn sé gripúr- inn gallalaus. Bassa og trommuleikur er mjög lipur og þéttur i gegn um alla plötuna og gitarleikurinn er yfirleitt góður, þó á Röflum sé sem of mikið hangið i „riffunum” I stað þess að spila meira i kraftmiklum hljómum. Þessu hefði sjálfsagt mátt kippa i lag með meira af tviteknum gitar. Þrátt fyrir þetta er greinilegt að i Þrumu- vagninum eru þrir góðir hljóð- færaleikarar, sem ná að spila saman þétt og nokkuö þungt rokk. Það er hins vegar söngur- inn.sem ég á oft erfitt með að sætta mig viö. Oft er sem hann sé ekki i neinu sambandi við hina meðlimi hljómsveitarinn- ar, heldur er hann vælandi undir, yfir og allt um kring. Það er ekki nóg að geta öskrað eins og Robert Plant ef ekki er gert neitt annað,og aö minu mati er nefnilega mjög nauðsynlegt i þungu rokki að lagllnan komist þokkalega til skila ef tónlistin á ekki að missa marks. Þaö er ekki nóg að heyra kraftmikla hljómaganga og fingraleikfimi gitarsóló og mér finnst þvi söng- ur Eiös hljóma miklu betur þeg- ar hann er ekki að æfa sig of mikið á háu tónunum, þó það sé gaman að þeim i bland. Lögin eru lika 'svona upp og ofan Best þykir mér Litill Hitler?, 1 tilefni kvennaárs og Ekki er allt sem sýnist, en versterHundamania. t heild er þó ekki hægt að segja annað en að plata þessi sé hin þokkalegasta og skemmti- legt er til þess að vita að islenskt bárujárnsrokk hefur rutt sér braut inn á hljómplötumarkað- inn og vonandi er að fleiri fylgi á eftir. HÖQLm mitÓQ&K)WÁ IlVEQjU K\Öl£ r * m aasiinsi^MiiiiK m //

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.