Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 24
24 -> -lUp^fcM'ÍCÖl Föstudagur 9. júlí T982 Elliðaárdalurinn verður fólkvangur Reykjavíkur og Kópavogs, en — „Nú fer enginn í berjamó í Grænugróf'f Höfðabakkabrúin er risin þvert yfir Elliðaárdalinn miðjan og það er verið að leggja siðustu hönd á „tengibrautina” að henni. Fáeinum hundruð metrum ofar á að risa önnur brú á ánni, sist minna mannvirki. Ofanbyggðarvegur svonefndur á að liggja þar um. Rétt íyrir neðan Höfðabakkabrúna hafa verið framkvæmdir á vegum Vatnsveitunnar og þykir mörgum sem frágangur þar sé ekki upp á hið besta. Blesugrófarmegin við Elliðaárnar eru svo malargryfjur og mikið jarðrask. — Það fer enginn lengur i berjamó i Grænugróf, sem er efst i Breiðholtinu, sunnan árinnar, og það eru siðustu forvöð að bjarga dalnum. Þetta segir Garðar Þórhallsson, hvunndags aðalféhirðir i Bún- aðarbankanum en i sjálfboðavinnu formaður svonefndrar Ell- iðaárnefndar Stangaveiðifélags Reykjavikur, þegar Helgarpóst- urinn rölti með honum Elliðaárdalinn, þessa ,,perlu Reykjavik- ur”, sem hann er stundum nefndur. Eiliöaárdalurinn hefur löngum veriö paradis stráka. En fullorönir hafa lika leitaö þangaö á sumardögum til aö njóta útiveru, og væntanlega veröur enn meira um þaö i framtiöinni. Ef ekki væri l'yrir áhuga stangveiði- manna og einstaka snyrtimennsku og framtakssemi íorráðamanna Rafveitu Reykjavikur allt frá þvi Elliðaárstöðin var reist í dalnum árið 1921, væri þar sjálfsagt ekki friðsælt útivistarsvæði né ein besta laxveiðiá landsins, svo að segja i borginni miðri. Eins og allir vita hefur hvergi verið byggt meira i Reykjavik á undanförnum tveimur áratugum en sitthvoru megin víð Elliða- árdalinn. Arbæjarhverfi að norðanverðu, Breiðholtið að sunnan. Byggðin hefur færst nær og nær, og Árbæjarmegin er ekki langt niður á árbakkann frá neðstu húsunum. Fólkvangur En nú litur út fyrir að dalnum, eða þvi sem eftirer af honum, verði bjargað. 1 vor voru nefnilega lagðar fram tillögur um að Elliðaárdalurinn verði friðaður og gerður að fólkvangi. Þessar tillögur komu frá Elliðaárdals- nefnd, sem var skipuö af borgaryfirvöldum i Reykjavik og bæjaryfirvöldum i Kópa- vogi, en Kópavogskaupstaður á landið efst i dalnum, niður undir skeiðvöll Fáks i Viði- dal. Að sögn Gunnars Eydal borgarlög- manns i Reykjavik er nánast ekki annað eftir af hálfu borgarinnar en ganga frá formsatriðum til að fólkvangur verði form- lega stofnaður, en ekki tókst okkur að fá fréttir af þvi hvernig málin standa hjá Kópavogsmönnum. Þegar Elliðaárdalurinn verður orðinn að fólkvangi verður sett yfir hann stjórn þar sem sæti munu eiga fulltrúar þeirra sem hagsmuna eiga að gæta á svæðinu. Þar á meðal verða fulltrúar ibúasamtaka hverf- anna sitthvoru megin við dalinn, fulltrúar hestamanna, iþróttafélagsins Fylkis i Ar- bæjarhverli, laxveiðimanna og að sjálf- sögðu borgarinnar og Kópavogs. Það verð- ur siðan i verkahring þeirra að sjá um framkvæmdir á svæðinu,og hefur verið tal- að um göngu- og hjólreiðastíga, hestagötur, þjónustumiðstöðvar, iþróttasvæði og iafn- vel ýmisskonar söfn i tengslum við Arbæj- arsafn, sem segja má að sé i dalnum. Með- al þeirra safna sem nefnd hafa verið er tækniminjasafn i tengslum vxo rafstöðina við Elliðaár, en hún er i sjálfu sér safn útaf fyrir sig; elstu vélarnar og allur tæknibún- aður i stöðvarhúsinu og húsið sjálft eru frá þviárið 1921. Það herrans ár ræstu Kristján tiundi kóngur og Alexandria drottning hans tvær elstu vélarnar, og þær lita ekki út fyrir að vera deginum eldri 61 ári siðan. RR til fyrirmyndar Undanfarin 20 ár eða svo hefur Elliðaár- stöðin aðeins verið „keyrð” á veturna, frá þvi i byrjun mai þar til i október standa þær ónotaðar eins og hverjar aðrar fornminjar og þvi alveg gráupplagt að hafa þær al- menningi til sýnis. — Snyrtimennska þeirra hjá Rafveitu Reykjavikur hefur alltaf verið til fyrir- myndar, hér er öllu haldið vel við, jafnt ut- an húss sem innan. Auk þess hafa þeir séð um að rækta upp skóg i Kermóahólmanum og fyrir tveimur árum i'óru þeir að planta tr jám á nyrðri bakkanum. í fyrrahaust var svo enn bætt um betur og sett falleg göngu- brú út á hólmann, sem raunar gengur undir ýmsum öðrum nöfnum en Kermói, eins og Arhólmi og Elliðaárhólmi, segir Garðar Þórhallsson þegar við komum að rafstöð- inni á gönguferð okkar um dalinn. Það eru fleiri en rafveitumenn sem hafa ræktað upp dalinn. Dálitið uppi i hliðinni, innmeð Rafveituveginum, eru nokkur ibúð- arhús, sem sum hver sjást varla fyrir trjá- gróðri. Stærsti iundurinn er þó sá sem Sveinbjörn heitinn Jónsson hæstaréttarlög- maður ræktaði i kringum húsið sitt. Heilu sófasettin — Á vegum SVFR er svo starfshópur, Elliðaárnefnd, sem sér um hreinsun á ánni á hverju vori, og það er margt skrýtið sem þá kemur upp. Við höfum hirt upp heilu sófasettin, divana, barnavagna og allt sem nöfnum tjáir að nefna, en mest angra okk- ur þó plastpokarnir og annað rusl, heldur Garðar áfram. Þá barðist Elliðaárnefndin hetjulegri baráttu við allskonar mengunarvalda aðra. Þeim tókst aðfá þá sem búa i gömlu húsun- um i grennd við ána til að grafa sér rotþrær i stað þess að leiða skólpið út i hana, og það varfyrirþeirra tilstilli að hesthús þau sem gengu undir nafninu Kardimommubærinn vorufjarlægðog sömuleiðis „Stanleyville”, hesthús sem voru á hinum bakkanum. — Nú eru Elliðaárnar eins tærar og þær geta verið, ég held það finnist ekki kóiiger- ill i þeim, segir Garðar. Borgarstjórahola Elliðaárnefndin sá lika um fiskeldi i ánni til skamms tima, en nú hefur borgin tekið við þvi starfi — að þvi er virðist ekki beint i þökk þeirra hjá SVFR, þótt Garðar vilji ekki fara frekar út i þá sálma, en fer að benda á ýmsa veiðistaði þar sem iaxinn heldur sig oft. Rétt innan við Kermóahólma eru Skáfossar, en undir þeim veiðist oft vel; ofar er Stórifoss, en þar er Stórhylur þar sem er fullt af laxi að hans sögn. Svo nefnir hann Kerlingaflúðir, sem eru uppundir Ar- bæjarstiflu, og þar fyrirofan eru staðir eins og Hundasteinar og Selárfoss, að ógleymd- um Breiðholtsfossi, en við hann er Borgar- stjórahola. Hún dregur nafn sitt af þvi, að eitt sinn var þar göngubrú, sem Knud Ziemsen borgarstjóri var vanur að standa á þegar hann renndi fyrir lax. Það er ekki að undra þótt talið vilji berast að laxinum, enda eru Elliðaárnar þekktast- ar sem laxveiðiá, liklega heimsþekkt. Og þau málaferli sem talin eru einhver þau umfangsmestu, flóknustu og mikilfengleg- ustu á Islandi fyrr og siðar snerust einmitt um laxveiðiréttindi i ánni. Þau stóðu með litlum hvildum frá 1870 -1884, eða i 14 ár, og þar áttust við Thomsenfeðgar, voldugustu kaupmenn i Reykjavik á sinni tið, og Bene- dikt Sveinsson aiþingismaður og yfirdóm- ari, faðir Einars Benediktssonar skálds, en hann fæddist einmitt að Elliðavatni árið 1864. Laxinn hefur þvi vægast sagt verið aðal málið frá ómuna tið og er það enn, þótt ekki veiðist lengur fimm til sex þúsund laxar á dag eins og sagt er að hafi komið i laxakist- urnará öndverðri siðustu öld. Metveiði sið- ari tima er hinsvegar 2267 laxar á einu sumri, það var árið 1973, og að sjálfsögðu var það veitt á stöng. Gösl illa séð Hvernig lita þeir stangveiðimenn þá þró- un sem framundan er, að Elliðaárdalurinn verði eitt allsherjar útivistarsvæði borgar- búa? — Það er sjálfsagt að fólk fái að nota dal- inn til útivistar, og það er þegar töluvert um það nú þegar að fólk sækir hingað i góðu veðri, sérstaklega þeir sem búa hér i grenndinni, segir Garðar um það. — En það er vel séð ef fólk reynir að ónáða ekki veiðimennina. Það fer ekki vel samanaðveiða lax og gösla úii ánni eins og dálitið ber á að fólk geri. Sjálfum finnst mér leiðinlegt að stugga við fólki, en ef það kemur mjög nærri hóa ég i það. Um daginn gerðist það, að einhver fór að baða sig i hylnum þar sem ég var að veiða og þegar hann kom syndandi til min hélt ég að hann ætlaði i færið! Þetta getur trufiað veiðina, og það er mönnum að sjálfsögðu illa við þegar þeir hafa keypt sér veiðileyfi, segir hann. Og það er vel skiljanlegt, að menn vilji fá að veiða sinn lax i friði, þvi hálfur dagur i Elliðaánum kostar 500 krónur. Við erum komnir undir Höfðabakka- brúna umdeildu þar sem hún sker dalinn i sundur og sleppur naumlega framhjá Ar- bæjarsafni. Sú leið milli Árbæjarhverfis og Breiðholts verður liklega opnuð innan skamms og eftir er að vita hvernig sú fólk- vangsnefnd sem skipuð verður til að hafa yfirumsjón með dalnum leysir þann vanda að opna gönguleið upp i efri hluta hans þar sem meðal annars er Blásteinshólmi, varp- staður álftapars mörg undanfarin ár. Þar er malarhóllinn Skyggnir, sem er rétt við Norðlingaholt, eitt af byggingarsvæðum næstu framtiðar, vaxinn lúpinu. Dálitið innar er fallegur trjálundur, sem fyrrum stóð við Eddubæ þar sem bjó ekkja ein. Húsið er löngu horfið, en garðurinn hennar stendur enn. Perlunni bjargað Þegar við Garðar höldum til baka blasir dalurinn við, hlýlegur og fallegur i góða veðrinu. „Perla Reykjavikur”, laxveiðiá i miðri höfuðborginni og væntanlega innan skamms endapunkturinn á fólkvangi, sem teygir sig allt utan af Reykjanesskaga, um Heiðmörk og Rauðhóla. Siðastnefnda svæð- inu tókst ekki að bjarga fyrr en búið var að skemma talsvert. Það er farið að þrengja að Elliðaárdalnum, en frekari eyðiiegging hefur væntanlega verið stöðvuð. En þrátt fyrir allt er „betra heilt en gró- ið”. eftir Þorgrím Gestsson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.