Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 23. júlí 1982 ar „Hvers vegna hafa hlutina einfalda þeg- ar hægt er að hafa þá flókna?” Pannig hljóðar þýskt orðtak, sem er taliö lýsa vcl þýskri nákvæmni sem oft er talin jaðra viöofskipulagningu. Pað er kanuski ekki réttm;Ht að lieim- færa þetta orötak upp á Isleiisk skipulags- mál. Þó er það apparat svo flókið og að þvi er virðist þungt i vöfum að spyrja má h vort ekki væri hægt að hafa það einfaldara og um leiö fljótvirkara. Skipulagsstjóri rikisins, skipulagsstjóri Keykjavikurborgar, Borgarskipulag, Skip ulagsstofa höfuðborgarsvæðisins, samvinnunefnd um skipulagsmál Keykja- vikur og nágrennis, Byggðadeild Fram- kvæmdastofnunar, staðarvalsnefnd, lands- skipulag. Þetta cru stærstu „apparötin” sem liafa það verkefni að fjalla um skipulagsmál á faglcgum grundvelli. En i nafni iýðræðisins er kerfið mun flóknara. Yfir þessum stofn- unum er nefnilega pólitisk stjórn sem þarf aðsamþykkja allar tillögur og hugmyndir Æðsti yfirmaður allra skipulagsmála er félagsinálaráðherra. i Keykjavík eru það bygginganefnd og skipulagsnefnd sem eiga að gæta hagsinuna lýðræðisins i skipulags- málum, en yfir þeim eru borgarráð og borgarstjórn, sem hafa siðasta orðið i flest- um máluin. Og þessi „æösti máttur” skipulagsmála i höfuðborginni getur þvi tekið nánast hvaöa ákvörðun sem er um skipulagsmál, hvað scm öllum faglegum undirbúningi liður. Það mál af þvi tagi, sem nú er mest umrætt crsú ákvörðun nýja meirihlutans i borgar- stjórn aðráðast næst i uppbyggingu ibúöar- hverfis við Grafarvog i stað Kauöavatns- svæðisins. Enhvernig er „skipulagiö á skipulaginu” aö öðru jöfnu? Hvernig eru teknar ákvarðanir um þaö hvernig umhverfi okk- ar á aö lita Ut, og hvaöa stööu og hvaöa rétt hafa þeir sem eiga þau hús, sem eru undir* staða skipulagsins? Helgarpósturinn réöst inni frumskóg skipulagsins og baö f yrst Sigurð Haröarson arkitekt fyrrverandi formann skipulags- nefndar borgarráðs en núverandi „óbreytt- an” fulltrúa Alþýðubandalagsins i nefnd- inni að skýra hvernig skipulagsmál i höfuð- borginni ganga íyrirsig. Frumkvæði — Skipulagsnefnd er ráögefandi fyrir borgarstjórn og borgarráö og einnig fyrir fagnefndir borgarinnar, svosem bygginga- nefnd og hafnarstjórn. Hún hefur hinsvegar ekki endanlegt úrskurðarvald, allar ákvarðanir þurfa að fá staðfestingu borgarráðs — og borgarstjórnar,náist ekki samkomulag í borgarráði, segir Siguröur Harðarson. — Skipulagsnefnd er i reynd stjórnar- nefnd Borgarskipulags og þvi sá aðili borg- arinnarsem stjórnar skipulagsmálum, hef- ur frumkvæði að þviaö skipulag sé gert, þvi sé breytt og svo íramvegis. Þar fer þvi fram pólitisk stefnumörkun og praktisk úr- vinnsla á skipulagi og pólitiskar ákvarðanir um þessi mál eru venjulega ekki teknar í borgarráöi og borgarstjórn fyrr en skipu- lagsnefnd borgarverkíræðingur, gatna- máladeild, holræsadeild og aörar undir- Myndir: lim Smart deildir borgarverkfræðings hafa gefið álit sitt og umsagnir, heldur Sigurður áfram. Það er skipulagsnefnd sem hefur frumkvæði að þvi aö óska eftir þvi við borg- arstjórn, að hafist sé handa með aðalskipu- lag eða öllu heldur endurskoðun á þvi. Nefndin felur siðan Borgarskipulagi að gefa svonefnda forsögn um aðalskipulagið. Sú forsögn er i þvi fólgin, að lögð sé niður heildarmynd af öllu bæjarfélaginu. Akveðið er I grófum dráttum hvernig landnýtingin á að vera innan borgarmarkanna, bygginga- magn, hæð húsa, og lega umferðaræða svo eitthvaðsé nefnt. DeiLiskipulag Næsta stig skipulagsvinnunnar er deili- skipulag sem er nánari útfærsla á minni, afmörkuðum svæðum. Þá óskar skipulags- nefnd eftir tillögum ,svonefndri forsögn, nákvæma afmörkun svæöanna, hversu margar ibúðir skuli vera þar, hverskonar þjónustustofnanir, hvar skuli vera græn svæði. Vinna viö slik verkefni er yfirleitt aðkeypt og Borgarskipulag ræður fólk i þau i samráði viðskipulagsnelnd. Skipulagsneínd fjailar siðan um þessar tillögur og metur meðal annars hver skulivera hlutföfl einbýlishúsa, raöhúsa, og fjölbýlishúsa. Þetta er siðan sent borgar- ráði til staðfestingar þar sem þaö er oftast afgreitt samhljóða. Sé ágreiningur i borg- arráði fer íorsögnin til borgarstjórnar þar sem hún er afgreidd endanlega. Að þvi loknu er settur ákveöinn skila- frestur á nákvæmum útfærslum þar sem m.a. er kveðið á um endanlegar húsagerð- ir. Skipulagsnefnd tekur skipulagsvinnuna fyrir á fundum með jöfnu millibili, en ann- ars fylgist Borgarskipulag með verkinu og stýrir þvi eftir þvi sem á þarf að halda milli funda og samræmir þarfir ýmissa aðila sem koma inn i skipulagiö, m.a. i sambandi við veitur, lagnir og gatnahönnun Auglýst Þegar endanlegt skipulag liggur íyrir fer það þessa venjulegu leið fyrir borgarráð. Náist ekki samkomulag um það þar fer það fyrir borgarstjórn til endanlegrar sam- þykktar og að þvi loknu eru lóðir auglýstar til umsóknar. í framhaldi af afgreiðslu borgarráðs eða borgarstjórnar eru settir sérstakir skipulagskilmálar sem eiga að tryggja að húsin verði eins og skipulagshöf- undar ætlast til og farið sé eftir þegar húsin á svæbinueru hönnuð. Þaö er siðan i verka- hring bygginganelndar að hafa eftirlit með þvi að teikningar að einstökum húsum upp- fylli þessa skilmála, segir Sigurður Harð- arson formaður skipulagsnefndar á sið- astliðnu kjörtimabili. En nefndinni er ætlað að sjá um fleira en skipulag á nýjum byggingasvæðum. Hún fjallar lika um mál einstaklinga sem o'ska eftir þvi að fá að gera breytingar á húsum sinum eða reisa ný mannvirki á lóöum inn- an skipulagðra svæða. — Fundir skipulagsnefndar eru haldn- ir hálfsmánaðarlega. Auk þess aö flygjast meðskipulagsvinnunni eru tekin fyrir ýmis mál sem þurfa nánari athugunar viö og oft þarf að visa þeim til annarra nefnda og deilda borgarinnar. Mörgum málum er tildæmis visaö til umhverfismálaráös, þaö er leitað til gatnamáladeildar, jafnvel hagsmunahópa, eins og hestamanna, og það getur þurft aö leita til Árbæjarsafns, ef uppkemur spurning um hvað á aö gera við gamalt hús á svæöinu. Oft þarf að fara á staðinn til aö nelndarmenn geti áttað sig á aðstæöum segir Siguröur um þá hliö máls- ins. Gifurlegir hagsmunir — Lang algengast er, aö slik mál séu algreidd á einum fundi, eöa visað til einnar nefndar þar sem næst samkomulag. Það koma stundum upp mál þar sem einstak- lingar kvarta yfir seinagangi kerfisins, en ég sé ekki i fljótu bragöi hvaða aðra leið er hægt að fara. Þetta er vandmeðfarið og þarna eru gifurlega miklir hagsmunir sem snerta fleiri en umsækjendurna. Yfirleitt er um ab ræða mannvirki sem eiga aö standa i áratugi eða árhundruð og það er nauðsyn- legt að slik mál fái rækilega umfjöllun. En oft er það svo, að öll umfjöllun er kölluð töf, segir Sigurður. Málið er þó ekki svo einfalt, að menn geti hafið framkvæmdir el skipulagsnefnd legg- ur blessun sina yfir þær. — Umsækjendur verða að senda teikning- ar til bygginganefndar og oft eru þær af- greiddar beint. Oft er þeim þó fyrst visað til skipulagsnefndar eða Borgarskipulags til athugunar á þvi hvort framkvæmdirnar falla inn i skipulagiö. Auk þess þarf að at- huga ýmis reglugerðarákvæði, fýrst og fremst byggingasamþykktir sem þarf að hafa i heiðri. Bygginganefnd tekur til meölerðar 30-^10 mál á hverjum fundi og að sjálfsögðu kem- ur fyrir, að mál fara á flæking i kerfinu. Astæðan er oftast sú, að umsækjendur vilja ekki gefa sig ef eitthvaö er taliö stangast á

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.