Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 25
25 ~!pústurinn_ Föstudagur 23. júli 1982 Samgönguhnútar Svona milljónaborgir eru auðvitað alltof stórar og ekki furöa þó þaö gangi illa að koma fólki og f arangri á þá hræðilega mörgu staði sem það getur átt erindi á. Enda eru samgöngur hér alltaf meira og minna i hnút, eða hnútum, þvi að hér eru eiginlega þrir rosa- legir samgönguhnútar. Það er nú sá króniski umferðarhnútur á götun- um, sérstaklega i byrjun og lok vinnutima. Maður heyrir allt um þetta i út- varpinu, þvi að þeir senda út umferðarfréttir á hálf- tima fresti að vara fólk við þéttustu fl ækjunum. Gatnakerfið annar bara ekki umferðinni, og til úr- bóta þyrftióskaplega dýrar Lundúnwóstur fyrir billeysingja, og svo trúðu þeir að fleiri myndu nota ódýru þjónustuna og eitthvað fækka bilum á götunum. Og það gerðist, farþegum fjölgaði um 10% eða meir, og eitthvað aðeins létti á bila- umferöinni. Það hafði alltaf verið tap á London Transport, og fyrirsjáan- lega myndi það aukast við fargjaldalækkunina, far- þegum gæti ekki fjölgað svo mikiö. Stefnt var að þvi að fargjöld skiluðu rétt rúmum helmingi af út- gjöldum fyrirtækisins, sem er vist bara mikið eftir þvi sem gerist i stórborgum Evrópu, og tapinu var fyrirfram jafnað niður sem viöauka við fasteigna- gjöldin. framkvæmdir, mikið af brúm og göngum og bila: geymsluhúsum, sem ekkert þýðir að tala um núna i kreppunni. Umferöartafirnar eru ekki bara ergilegar fyrir fólk, þær eru lika dýrar fyrir fyrirtæki, þau sem þurfa að hafa vörubila i förum. Menn hafa þess vegna áhyggjur af þvi aö umferðin fæli atvinnu- rekstur úr borginni og auki þannig atvinnuleysið. Hér er þvi mikil þörf á góöum almenningssam- göngum, ekki aðeins i' þjón- ustu skyni við þá sem ekki eru á bil, heldur lika til þess aö létta á gatna- kerfinu, fá fólk til að spara bilana. En i almennings- samgöngunum eru lika hnútar og aðallega tveir: sifelld verkföll, og rifrildið mikla um fargjöldin. Tvö fyrirtæki annast hér almenningssamgöngurnar. Bresku rikisjámbrautimar eru með stöðvar i úthverf- unum — t.d. tvær stöövar i góðu göngufæri við mig — og ferðir inn i miðborgina, á einhverja stóru járn- brautarstööina. Leiða- kerfiö er svona eins og krossfiskur, allt i áttina að eða frá miðborginni, en ekki gegnum hana. Svo er London Transport, fyrir- tæki á vegum borgarinnar, sem bæöi rekur strætis- vagnana og neðanjarðar- lestamar. Þær hafa þétt- riðið leiðakerfi um miö- borgina og fara lika sums staðar langt út í úthverfin — ekki samt alveg til mín. Fyrir utan miöbæinn fara þær mest ofanjaröar, en nota aöra teina og stöðvar en rikisjárnbrautirnar. Og strætó gengur auövitað um allt. Það er London Trans- port sem stendur i far- gjaldarifrildinu. Vinstri meirihlutinn i borgar- stjórninni tók upp á þvi' i fyrrahaust að lækka öll far- gjöld, bæði með neðan- jarðarlest og strætó. Þetta átti bæöi að vera kjarabót Annars eru það einstöku sveitarfélögin, ekki London i heild, sem leggja á fast- eignagjöldin og áttu nú að innheimta þessa viðbót. Eitt þeirra, undir stjórn ihaldsflokksins, kærði borgarstjómina fyrir ólög- lega skattheimtu. Og niðurstaða hæstaréttar varð sú að hún væri ólög- leg. Ekki af þvi að borgar- stjórnin gæti ekki f sjálfu sér hækkað fasteigna- gjöldin, heldur heföi hún bara engan rétt til þess að reka almenningssamgöng- urnar með halla af ásettu ráði. Hér mega nefnilega sveitar- og héraðsstjómir gera það eitt sem beinlínis er sagt i lögum um London Transport á si'num tima, en þar skortír heimild til að greiða niður fargjöldin — annað mál þó að borgin neyðist til að taka á sig halla sem verður óvart — og ihaldsmeirihlutinn á þingi ætlar sko ekki að breyta þeim lögum núna. Svo að London Trans- port varð i vor að tvöfalda öll fargjöld. Núna kostar t.d. minnst átta ísl. kr. i neðanjarðarlest og yfir tuttugu á langleiðum, og algengustu fargjöld i strætó eru átta og sextán krónur. Miðaö viö vega- lengdir hugsa ég að þetta samsvari svona 10—12 króna fargjaldi hjá strætó I Reykjavfk, en I haust, eftir lækkun, fannst mér far- gjöldin ósköp svipuö i London og Reykjavik, þótt samanburðurinn verði óljós þvi að fargjöld hér eru misjöfn eftir vegalengd. Það kom strax i ljós að farþegum fækkaöi, sér- staklega i strætó. Umferðarspekúlantar þykjast sjá, að fækkunin liggi aö hálfu i þvi að fólk fari labbandi eða fari bara hvergi, en að hálfu komi hún fram í aukinni notkun einkabila. Fyrir utan þá sem skipta yfir á rikisjárn- brautirnar, en það eru vist ekkert margir þvi að fólk tók þærhvortsem var fram yfir á þeim leiöum sem þeim varð við komið. Með þeim er núna miklu ódýr- ara að ferðast, enda eru þær reknar með stórkost- legu tapi, og enginn getur bannað rikinu að tapa á þvi sem þvi sýnist. Stjórnendur járnbraut- anna segjast tapa svona miklu af þvi að þeir séu með alltof marga starfs- menn. Þeir segjast geta sparað öll ósköp með því að hafa t.d. einn ökumann i staðinn fyrir tvo I hverri lest, með þvi að hafa sjö og niu tima vaktir i staðinn fyrir eintómar átta tima vaktír — svoleiöis yrði auð- veldara að manna auka- lestir á annatimum — og með þvi að hafa færri verði á brautarstöðvum, láta ekki alla farþega sýna miða við inn- og útganginn, heldur kæmi bara eftirlits- maöur i lestina öðru hvoru og skoðaði miöana hjá fólki, eins og reyndar er gert i strætó. Allt þetta banna verkalýðsfélögin, þvi að hér i atvinnuleysinu snúast vinnudeilur aðal- lega um það að ekki sé fækkað fólki. Um þetta voru skæruverkföll i allan vetur, þvl aö jámbrauta- stjórnin neitaði að borga umsamda kauphækkun fyrr en verkalýðsfélögin hefðu uppfyllt fyrirheit i kjarasamningunum um að komið yrði á auknum af- köstum miðað við starfs- mannafjölda. London Transport er vist lika með fleiri starfs- menn en brýn þörf krefur. Ætlaði samt ekki að fækka þeim, en núna, þegar far- þegum fækkar, stendur til að strjála feröirnar. Þá fara starfsmenn að óttast uppsagnir, eða sjá a.m.k. fram á að missa yfirtið. Skyndiverkfall hjá neðan- jarðarlestunum spratt af þvi að menn neituöu að vinna eftir nýja leiða- kerfinu. Þá fór umferðin auðvitað öll i hnút uppi á yfirborðinu. A öðrum degi verkfallsins hittiég mann á já rnbrautars töðinn i Viktoriu. Amerikana eftir framburöi hans að dæma, en hann vann hjá fyrirtæki úti á landi og haföi átt að koma á fund I London klukkan ellefu. Kom með flugvél sem lenti klukkan niu og ætlaöi með neöan- jarðarlest i bæinn. Haföi misskiliö verkfallið, haldið að það væri bara eins dags verkfall, en eins dags verk- föllin voru öll hjá rikisjárn- brautunum, og þessu ruglaði hann saman, sak- laus útíendingur. Hann tók þá bara rútu i staöinn niður á Viktoriu, sem átti að vera fjörutiu minútur á leiðinni en lenti i umferðarhnút og var nokkúö á þriðja klukkuti'ma að brjótast á leiðarenda. Hann ætlaði þá að skella sér ileigubll og ná i niðurlagið af fundinum, og það var einmitt þar sem éghitti hann, þar sem hann var að hverfa frá nokkur hundruð metra langri bið- röð eftír leigubll og lötra aftur út i flugvallarrútu. UM VERÐLAG Á NAUTUM... Á okkar dögum, þegar sifellt er suöað um versnandi hag og lækkandi kaup, viröisl þaö þó si og æ koma mönnum á óvart, hve kaupgeta, eða réttar sagt verslunargleði landans er mögnuð. Stundum er eins og verölag varningsins skipti litlu máli og jafn- vel gæði, þvi allt seist. Trúin á þýðingu verslunarinnar iætur engan bilbug á sér linna og þaö eins þólt trú á margt annað sé á undanhaldi. Vikupóstur frá Gunnari Gunnarssyni (Mér linnst ofanskráö klausa svo gáfuleg að hún gæti þess vegna veriö leiöari i dagblaðí ellegar kirkjuriti). Um daginn sannfæröist ég endanlega um réttmæti verslunar- innar, göfgi verslunarlifsins og jafnframt um það, hversu eðli- legt það hlýtur að teljast, að verslunarstéttin sé full bjartsýni og trúar á landsins gæði. Ég brá mér i tótspor leröamanna, þeirra sem landið skoða; ég fór norður i land. Þar nyrðra er á einum stað blómlegt byggðarlag, þar sem mannlif er alit i föstum skoröum að þvi er virðist, sæmilega fag- urt þegar vel veiðist, heitl vatn Ur borholu og rafmagn eins og hugur manna stendur til. Þetta var I Hrisey. i eyjuna er nú kominn angi þeirrar veitingahúsamenningar, sem blómstrað heíur siöustu misseri i þéttbýlinu. Veitingahúsið „Hrisalundur” biasir viö þegar íerjan rennir inn i höfnina og sagt, að þar sé helst á borö borin voldug steik af Galloway- nautum,hreinræktuöum,semhvergifæstannars staðar i rikinu. (Reyndar tjáðu kunnugir mér, að nokkuð væri um smygl úr eyjunni og að á reykviskum hótelum væri nokkuð um að menn snæddu steikur af þessum nautum, sem eiga að vera I sóttkvi og einangrun þar á miöjum Eyjafirði, en smygl kemur jafnan I kjölíar einangrunar, boöa og banna, eins og þeir hjá tollinum vita). 1 veitingahúsi Hriseyinga snæöa menn steikurnar hins vegar löglega og geta um leiö skemmt sér við að skoða innréttingu staðarins, sem og lipur handtök kokksa, bragðað dágóða súpu (að visu ber nokkuö á hárum i skeiöinni), notið eftirréttarins og hvilt sig vei yfir kalfinu;siðan kemur reikningurinn. Ég hef veriö aö velta þvi lrir mér, hvort réttur þess sem kaupir, þurli alfarið aö vera minni en réttur þess sem selur. Það er ljóst, að veröiagsákvæði og verðlagseftirlit, hefur verið afnumið á ýmsum greinum þjónustu. Hvarvetna þar sem ég keypti matarbita ellegar fáeina desilltra af kaffi norðan heiða, þurfti ég að greiða amk. fimmtiu prósent hærri reikning en tiðk- ast i Reykjavik. 1 Hrisey kostar nautasteikin tvöhundruð og fimmtiu krónur og ekki boöið upp á annað en blávatn með, vont brauð og seinvirka þjónustu. Nú hafa forsvarsmenn verslunar á tslandi oítlega haldið þvi fram, aðopinbert verölagseftirlit væri af hinu illa og réttast væri að aínema það meö öliu. Kannski er þaöhárrétt, en er þá ekki jafnrétt, að viðskiptavin- irnir hafi rétt á að þjarka um veröið, bjóða lægri upphæð og siðan að mætast á miöri leið? Hugsið um það. Og úr þvi að verölagning á hvers konar litilræði fær að vera hömlulaus, hvernig stendur þá á því, að kaupahéðnar eru ekki látnir taka aíleiöingum „frjálsrar samkeppni” og spreyta sig á þvi sem er kailað „þjónusta” og „útsjónarsemi” i viðskipta- heiminum? Ég var vist eitthvað aö velta þessu fyrir mér þegar ég rann sakaði þessa fallegu eyju i Eyjafirði, góndi á trillukarlana og rölti aftur um borö i ferjuna með tóman maga, þvi ég ætla að geyma mér Gallowaynaut þar til seinna. Kannski fæ ég steik fyrir hundraökall á Sögu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.