Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 29
JpSsturinn. Föstudagur 23. júlí 1982 •' Tt 10 öot^ ★ ★ Lola (Lola). Vestur-þysk kvik- mynd, árgerð 1981. Handrit: Pet- er Martesheimer, Pea Fpölich og RWF. Leikendur: Barbara Su- kowa, Arniin Mueller-Stahn, Mario Adorf, Hark Bohm, Karin Baal. Leikstjóri: R.W. Fassbind- er. 1 Lolu er fátt um nýja hluti og flest hefur Fassbinder gert betur i sinum fyrri myndum. Þrátt fyrir það er þetta athyglisverð mynd, sem allir ættu að sjá til að kynn- ast enn betur hugmyndaheimi þessa mikla kvikmyndagerðar- manns. Til gamans má geta þess, að Fassbinder sjálfur aðstoðar við klippingu myndarinnar, og notar hann dulnefnið Franz Walsch, eins og hann hefur svo oft gert áður. Sæúlfarnir (Sea Wolves). Bresk kvikmynd, árgerð 1980. Leikend- ur: Gregory Peck, Roger Moore, David Niven. Leikstjóri: Andrew V. McLaglen. Uppgjafahermenn, sem sumbla á Indlandi, takast á hendur hættu- för til portúgalskrar borgar á Indlandi, þar sem menn trúa að þýsk njósnastöð sé falin um borð i skipi. Ævintýri úr striðinu. Spenna. ★ ★ ★ Sólin ein var vitni (Evil under the Sun). Ensk. Argerð 1981. Leik- stjóri: Guy Hamilton. Handrit: Anthony Shaffer. Aðalleikari: Peter Ustinov. Það eina sem hægt er að fetta fingur út i við þessa mynd er, að hún er eftir einni af þeim sögum Agöthu sem byrjar á atviki sem siðar tengist sögunni... Að öðru leyti er myndin góð kvöld- skemmtun og þarna er eflaust kominn sá still á sögur sem við fáum að sjá i framtiðinni, björt mynd i fallegu umhverfi, þar sem yfirstéttarfólkið dundar sér við að drepa hvert annað.... En þrátt fyrir góða kvikmyndun, fallega búninga (og rétta timasetningu sitursmáatvikeftir: Hvaðan kom álpappirinn ? JAE „Dýrlingurinn” á hálum is (The Fiction Makers). Aðalhlutverk: Roger Moore. Þetta er spennandi mynd fyrir unnendur Dýrlingsins, en hann lendir i hinum ótrúlegustu ævin- týrum. Kötturinn og Kanarifuglinn (The Cat and the Canary). Leikstjóri: Radley Metzger. Aðalhlutverk: Edward Fox, Carol Linley, Olivia Hussley og fleiri. Hvernig getur erföaskrá verið hættuleg? Jú.um það fjallar þessi mynd sem er ekki aðeins spenii- andi heldur einnig mjög dularfull. O Sóley. íslensk. Argerð: 1982. Lcikstjóri Róska. Aðalhlutverk: Rúnar Guðbrandsson og Tine Hagedorm. Skömm og hneysa. ^UGARAS i Sími 32075 Snarfari (Fast Walking). Gerð cftir sögunni The Rap, eftir fyrr- verandi fangelsisvörð i San Quentin fangeisinu. Aðalhlut- verk: Jamcs Woods. Tom Macintire, Kay Lenz o.fl. Fjallar um samsæri innan fang- elsismúra. ★ ★ ★ Sími50184 Eldvagninn (Chariots of Fire) Bresk, árgerð 1981. llandrit: Colin Welland. Leikendur: Ben Cross, Ian Charleson Nigel Havers, John Gielgud, Lindsay Anderson. Leikstjóri Hugh Hudson. XXX Þetta er þjóðernisleg hetjusaga, að visu hófstillt og krydduð viss- um skammti af persónudrama, húmor og spennu, en ekki athyglisverð fyrir neitt annað en hreina og klára fagmennsku eins og hún hefur best orðið i breskri kvikmyndagerð, smekkvisi og vandvirkni. _ A-salur ★ ★ ★ Byssurnar frá Navarone, (The Guns of Navarone). Bresk-bandarisk kvikmynd, ár- gerð 1961. Handrit: Carl Fore- man, eftir sögu Alaster Makklin. Leikendur: Gregory Peck, David Niven, Anthony Quinn, Anthony Quale, Irene Papas. Leikstjóri: J. Lee Thompson Þrátt fyrir háan aldur, hefur myndin látið litið á sjá og ’stendur fyllilega fyrir sinu sem spennandi ævintýramynd. Manni leiöist aldrei og er þaö nokkuð óvenjulegt i bió á þessum siðustu og verstu timum. Sýnd kl 4, 7 og 9.45. B-salur: Cat Ballou. Bandrisk kvikmynd, árgerð 1965. Leikendur: Lee Mar- vin, Jane Fonda, Nat King Cole. Leikstjóri: Elliot Silverstein. Stórkostlega skemmtileg og fynd- in kúrekamynd. Tekiö er til þess hve vel Marvin stendur sig, enda fékk hann Óskarinn fyrir frammistöðuna. Mynd, sem kem- ur öllum igott skap. Sýndkl.3, 5, 7,9 og 11. Blow Out. Bandarisk. Leikstjóri: Brian DePalma. Aðalhlutverk: John Travolta, Nancy Allen, John Lithgow og Dennis Franz. Maður nokkur (sem sjálfur Trav- olta leikur) verður vitni að bil- slysi og bjargar stúlku frá dauða, en bílstjórinn lætur lifið. Siðar kemur i ljós að hann var áhrifa- mikill frambjóðandi og margt athyglisvert kemur enn seinna i ljós. Spurningin er þessi: Tekst John Travolta að sýna á sér nýja hlið? ★ ★ ★ Ameriskur varúlfur i London (An American Warewolf in London) Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: David Naugton, Jcnny Agutter, Griffin Dunne. Handritog leikstjórn: John Land- is. Myndin segir frá tveimur ungum Amerikumönnum sem eru að skoða sig um i heiminum. Þeir ætla að byrja á skosku heiðunum og enda i Róm en komast aldrei svo langt. Dularfullir atburðir gerast og David verður fyrir biti og er þar með dæmdur til að breytast i varúlf við næsta fullt tungl. Hann tekur fréttunum eins og ungur maður mundi gera i dag, litur i spegil og urrar. Þannig heldur sagan áfram og þrátt fyrir allan hryllinginn er léttleiki kimninnar ávallt til staðar. Ég hef aldrei áður hlegið að 1 iki. Pikuskrækir (Pussy Talk). Djörf kvikmynd. Leikendur: Penelope Lamour, Nils Hortzs. Leikstjóri: Frederic Lansac. Ekta porno, segir danskurinn um þessa mynd. Auk þess á hún aö vera þrælfyndin og koma manni á óvart. Tilvalin mynd fyrir þá, sem keyptu sér frakka um dag- inn, áður en þeir fóru i Laugarás- bió. Já, þær gerast ekki betri. ★ ★ ★ Fram i sviðsljósið (Being There) Bandarisk, árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir eigin skáld- sögu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leikstjóri: Hal Ashby. - A föstu (Going Steady). israelsk kvikmynd. Leikendur: Yaftach Katzur, Jonathan Segal, Zachi Noi. Fjörug mynd um unglingaástir og allt það undir hinni fjörugu rokk- tónlist 6. áratugarins. Jarðarbúinn (The Earthling). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1980. Lcikendur: Ricky Schroe- der, William Holden, Jack Thompson. Saga af ungum dreng og fullorön- um manni saman úti i auðninni. Ricky litli er einhver skærasta barnastjarna nútimakvikmynda. Kebab i Maghreb Fyrst fjallað var um lostætu lömbin smáu i siðasta pistli af gefnu tilefni S.Í.S., og noröur- afriskt læri af privat tilefni og persónulegu, er mér ekki fjarri skapi að láta hugann liða enn til Maghreb — með lömbin i fararbroddi, aö sjálf- sögðu. Enn út um heim að blina i imynduðu sum- arleyfi... Þettasinnið er biint á glóðaða kjötbita á teini, i staö heilsteikts læris áður. ó, prisaðir séuð þið útigrills eigendur og sum- arbústaða, en — ó — mér dugar hlóöareldur i öskjuhliðinni. Hvor kosturinn sem fyrir hendi er — eða fyrir valinu verður — fer vel á aö reyna norður-afriskar matarvenjur svona til tilbreyt- ingar (hristið af ykkur klafa vanans!), einkum þar sem sumarsólstöður eru nú afstaðnar og brátt fer sólin að setjast aimennilega á bossann i vestri og gefa fólki betri matar- og svefnfrið á okkarútskeri. Kynnumstnú alltént hvernig keb- ab er borðað i Maghreb! Maghreb Sunnan Miðjaröarhafs sofa menn máske viðar værar en hér um þessar mundir. Oröið Maghreb eftir Jóhönnu Sveinsdóttur merkir nefnilega sólsetur á arabisku og er i þessu tilfelii samnefni fyrir þrjú lönd i Noröur- Afriku: Alsir, MarokkóogTúnis. Þessi lönd hafa átt margt sameiginlegt frá fornu fari: strand- iengju við Miðjarðarhaf, þar sem skiptast á frjó- söm héruð, eyðimerkur og fjalllendi; sömu frumbyggjana: hina baráttuglöðu og siðmennt- uðuBerba; sömu innrásarþjóðirnar: Rómverja, Vandala, Araba og Tyrki; og siðast en ekki sist Múhameðstrúna,sem Arabar innieiddu á 7. öld, ásamt arabiskunni, sem er t.a.m. af öðrum stofni en mál Berba. Þar að auki voru þessi landsvæði gerð að nýlendum eða hálfnýlendum Frakka á siðari hiuta 19. aldar (og tók auðvitað sinn tima að sparka þeim...).Bersýnilega eiga þessi lönd þvi margt sameiginlegt, þótt þau séu jafnframt ólik um margt landfræöi-, efnahags- og stjórnmálalega. En mikiö lambakjöt borðar iiðið i Maghreb, hvað sem ööru liður. Hefðbundnir borðsiðir eru með þeim hætti að fólk situr i hring á teppum eða sessum umhverfis lág borö — allir eta af sama fatinu (eða fötunum) með þvi að nota guðsgaffi- anaeina saman, eða brjóta sér brauðbita til að- stoöar, en það kemur sér einkum vel i viðureign við sósur. Þetta finnst mér vera mjög félagsleg og elskuleg venja. Hreint ótrúlegt hvað umræður undir boröum geta orðið liflegar og nánar, þegar borðbúnaðargiamur er fyrir bi....! Þessi hefð kann einhverjum lúxsápuðum is- lendingnum að þykja sóðaleg, og þvi skal tekið fram að áöur en málliðin hefst gengur húsfreyj- an og aöstoöarstúlka hennar milli manna, önnur með vatnsketil eöa könnu, hin með fat og hand- klæöi, svo allir megi handhreinir setjast tii borðs. Þetta fólk er meö eindæmum gestrisið, snjallt I matargerð og söngglatt, svo fátt eitt sé nefnt, — bindindisfólk Múhameðstrúarinnar vegna, sumt i orði og á boröi, annað aðeins i orði..., svo venjulega eru drykkjr ekki fram- reiddir með mat, en óspart drukkið af ávaxta- safa á undan og myntutei á eftir, en það er bæði ljúffengt á bragöiö og gott fyrir meltinguna. Kynningarorðum sleppt og nú allir i hring: kveikjum eld, kveikjum cld, kátt hann brennur — á kebab! Kebab t Austurlöndum nær og Norður-Afriku eru eld- aðir fjölbreyttir kjötréttir undir nafninu kebab. Sá þekktasti er shish kebab þ.e.a.s. kjötbitar steiktir á teini meö eöa án grænmetis, en þá iðju eru tslendingar farnir að stunda i æ rikari mæli, þótt allir þekki kannski ekki uppruna hennar. Sérlega góöur,vinsæll réttur er útiglóðað keb- ab sem er viða selt á götum úti á litlum trétein- um og eru kjötbitarnir borðaðir beint af þeim. Einnig tiðkast að taka bitana af teinunum og leggja þá inn i óhefuö smábrauð, oft með græn- meti, svo að úr verður nokkurs konar samloka. Kebab fyrir meiriháttar veislur er kallaö don- er kebab, þ.e.a.s. kjöt á teini sem sisnýst. Þá eru stórir velkryddaöir kjötbitar látnir snúast á látréttum teini við kolaeld og ysta lag bitanna er siðan skorið af og hesthúsað af veislugestum jafnóðum og það brúnast. Uppskriftin hér á eftir er eins konar grund- vallar kebabuppskrift sem má laga i hendi sér að vild. i Maghreb krydda menn þennan rétt einna helst með steyttu kúmeni, kóriander eða rauðum pipar. I Austurlöndum nær kjósa menn frekar allrahanda (allspice, pimento), negul, eða múskat. Einnig má nota i bland við kryddin lauk eða hvitlauk (sem éghamra áenn og aftur að sé ailsherjar yndisauki og hvers kyns fjanda- og pestarfæla!).Oft er grænmetisbitum stungiö inn á milli kjötbitanna, s.s. eggaldinum, lauki eða grænni papriku. Þar eð tómatar eru dálitiö súrir er þeim sjaldnast stungið á teinana, heldur eru þeir matreiddir i salat sem fremur er snætt á undan kjötinu en með þvi (með guðsgöfflunum eigi að siður). 1 þessum efnum farið þið aö sjálf- sögðu eftir eigin bragði, smekk og tilfinningu — en hér kemur grundvallaruppskrift að kebab handa fjórum: 1 kg meyrt lambakjöt, t.d. lærvöövi, skoriö I u.þ.b. 3-4 cm þykka bita 3 msk ferskur sitrónusafi 3 msk ólífuolia salt og pipar eftir smekk ferskar eöa þurrkaöar jurtir eöa krydd eftir smekk, sbr. t.d. framangreindan smekk þjóð- anna hér að ofan grænmeti að löngun hvers og eins, skoriö i bita eöa sneiöar. 1. Setjið lambakjötsbitana i stóra skál. Blandið saman sitrónusafa, ólifuoliu, (salti), pipar og jurtum eöa kryddi og samlagiö blöndu þessa kjötbitunum. Látið þá nú kryddlagast („marinerast”...) i 1-2 tima. 2. Þræðið þá bitana á steikarteinana og græn- meti inn á milli, ef þiö óskið þess. Glóðar- steikið i nokkrar minútur, eftir þvi hvort þið viljiö hafa kjötið litið eða mikiö steikt. P.S. Égmæli sem endranær með þvi aö hver og einn salti sina kjötbita aö vild eftir á. Hrá- salatið takiö þið úr eigin hugmyndabanka, en hann er nú yfirleitt rikur hjá glóöunarmeyj- um og sveinum... Shish kebab með jógúrtsósu Þessi réttur er óvenjulegur en einfaldur, og hentugri þeim sem treysta sér illa til að krydda kjötbitana „að vild”, einsog gert er ráð fyrir i grundvallar kebabuppskriftinni hér aö ofan. I hann þarf eftirtalin hráefni handa sex: 1/3 bolli ólífuolía 3 msk marinn eöa rifinn laukur (þ.e.a.s. lauk- mauk...) I 1/2 tsk timjan nýmalaöur pipar eftir smekk 1 1/2 kg meyrt lambakjöt, skoriö i u.þ.b. 4 cm þykka bita (eöa eftir þvi sem verkast vill) 6 stórar ristaöar franskbrauðsneiöar (eöa heil- hveitis) 1 1/2 bolli hrein jógúrt, viö stofuhita 3 msk brætt smjör * 3 msk cayennepipar eöa paprikuduft 1. Blandið saman oliu, laukmauki, timjan og pipar i stórri skál. Setjið kjötbitana saman við og veltiö þeim vendiiega upp úr sósunni. Látið bitana svo liggja i kryddleginum i 1-2 tima. 2. Þræðið nú bitana á steikarteinana, ásamt grænmeti, ef vill, og glóöiö i u.þ.b. 10 mín. (eftir aðstæðum, óskum og kjötbitastærð). 3. A meðan kjötið glóðast setjið þið ristuðu brauðsneiöarnar á sex diska. Hræriö jógúrt- ina vel og velgiö hana i potti viö vægan hita. 4. Þegar kjötbitarnir eru hæfilega gióðaðir aö ykkar mati, takið þiö þá af teinunum meö gaffli og raðiö þeim á brauösneiöarnar. Hell- ið volgri jógúrtinni yfir kjötið. Hrærið að lok- um cayennepiparnum (eða paprikuduftinu) saman við bráöið smjörið (3 msk) og hellið yfir jógúrtþakta kjötbitana. Og ég endurtek: saltiö eftir á, EF vili! P.S. Myntute eöa annaö, hrásalat eða ekki, látið ykkar eigin hugmyndabanka og reynsluheim um það. En nú er veöur tii aö skapa, eins og Tómas Guðmundsson sagði eitt sinn, og veð- ur til aö glóða á hlóöum, bæti ég við.... Alatkrakmi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.