Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 10
10 Er málverkið fætt af formi eða lit? Málarinn Murillo sem var síðasti snillingur spænskra mál- ara á hinni svo nefndu gullöld lést í Sevilla árið 1682 og í ár er minnst dauða hans með yfirlits- sýningu á verkum hans í Prado- safninu í Madrid. í sumar var þar haldin stór sýning á verkum E1 Greco. í tilefni sýninganna voru gefnar út afar veglegar sýningar- skrár sem varpa ekki aðeins Ijósi yfir verk málaranna heldur einnig yfir tímann sem þeir lifðu á. Allir eru börn síns tíma og fortíðarinn- ar, einnig listamennirnir og mál- ararnir, sem franskur listfræðing- ur telur að séu í engu frábrugðnir hellaristumönnum frá bernskuár- um mannkynsins, enda sé vinnu- stofa málarans ævinlega hellir og bráð, bæði því andlega og efna- hagslega. Flestir lávarðar áttu „ósvikinn MurilIo“ en snobbin meyjar af skóla Murillos. Hin Flekklausa hafði gífurleg áhrif á hegðun aðalsins og á bókmenntir Viktoríutímans, því þar voru konurnar gersamlega flekklausar og gæddar þeirri mildi og munn- fríðleik sem ýmsir vilja endur- reisa í listinni, og ekki þá aðeins þeir sem eru af eða nátengdir „mestu prestaættum hverrar þjóðar". Svo eru sumir sem vilja láta hina Flekklausu vera dálítið limlesta, píslarvott með af- skornar hendur til að mynda. Hin Flekklausa er þá dýrlingur sem ótal blóðbunur standa úr. Einnig er vinsæl sú tegund af Flekklausri vandamálin sem blasa við list- málaranum þau sömu og í Alta- mirashellunum: liturinn og form- in. Hins vegar hef ég það eftir Go- ethe að málverkið sé aus der Far- be heraus eða: uppspretta mál- verksins er liturinn. En líklega eru allir tímar annað hvort tímar formrænnar hugsunar eða lit- rænnar og undantekning ef þeir eru sambland af hvorutveggja. Það væri þá helst við upphaf ein- hvers skeiðs eða þegar tíminn hefur lokagöngu sína. Slíkir tímar eru eða hafa yfir sér ein- kenni frjálsræðisins. Murillo hefur verið afar mis- skílinn málari. Það eru einkum hinar flekklausu meyjar sem hafa ausið sandi í augu áhorfandans, annað hvort sandi eða sykursætri tilfinningavellu, hrifningu sem nálgast það að vera glórulaus. Hin Flekklausa (María mey) vek- ur ekki aðeins hrifningu í brjósti kaþólskra heldur líka lúterskra, þótt meyjardýrkunin sé ekki eins áberandi þar og hjá kaþólsku kirkjunni, heldur móðurdýrkun- in eða öllu heldur móðurhlut- vérkið. Einkum dýrkuðu bretar hina Flekklausu, og þegar veldi aðalsins leið undir lok á Bretlandi streymdi á málverkamarkaðinn sægur af málverkum af hinni Flekklausu úr enskum höllum sem höfðu orðið gjaldþrotinu að sem eignast barn en barnið á eng- an pabba. Slík útgáfa af Flekk- lausri er vinsæl hjá mennta- mönnum. Hin Flekklausa á þá barn en heldur áfram að vera eins konar mey engu að síður. Hin Flekklausa svífur yfir hinum kristna heimi í ýmsum myndum og oft furðulegum. En það gildir það sama um hinar lifandi Flekk- lausu og hina Flekklausu hjá Murillo: þótt augunum sé beint upp á við til himna en undir fót- unum sé ský sem englar bera á herðum sér, algerlega kynlausir, þá leikur enginn vafi á því að lík- ami hinnar Flekklausu engist eins og ormur undir kjólnum; og það er þetta sambland af siðavendni og losta sem hefur í raun og veru vakið hrifningu hinna trúuðu og kannski löngunin til að Ieika sér við hugarfarssyndina og hina huglægu ást. í brjósti heilagrar Teresu frá Avila brann slík ást- arþrá að allir karlmenn hefðu ekki getað svalað henni, og þess vegna varð hún að eignast unn- usta á himnum. Hann einn var fær um að svala hinum ásthrjáða huga. Listaverk spænskra dulhyggju- listamanna eru afar margbrotin. i þeim er ekki aðeins kristin dul- hyggja heldur líka dulhyggja af arabískum toga spunnin, líkt og verk Dantes er gegnsýrt af slíkum áhrifum, einkum hyggju súfist- anna. Þess vegna eru það ekkí aðeins formin í list Murillos sem vekja surreöl áhrif eða djúphyggju hjá áhorfandanum, heldur öðru fremur liturinn eða það jafnvægi sem er á milli dulhyggju forin- anna og dulrænu litarins. Slíkt veruleikaskyn tveggja heima mannsins er afar fágætt í lista- verkum. Maðurinn erekki aðeins þáttur í hinu ytra raunsæi eða raunheimi heldur Iíka „vatn“ (svo ég noti hugtak heilagrar Ter- esu) í fljóti hins innra raunveru- leika. Því hvort er meiri raunver- uleiki, hin Flekklausa, hin upp- hafna, eða hin óhreinu börn sem leita sér lúsa eða spila með ten- ingi, hin jarðbundnu? Með trú- armálaranum Murillo kemur jarðneskt barnið inn í málverk vesturlanda, og börnin eru yfir- leitt snauð. En bæði hin Flekklausa og hin flekkuðu börn eru böðuð í Ijósi sem berst ekki frá neinum á- kveðnum stað, öðrum en hinni andlegu hrifningu eða uppljóm- un sem verður í listamanninum og ríkir meðan hann skapar verk sitt. Þegar minnst varir rísa á flet- inum „gullroðin ský“ upplýst af ljósi æðra heims, því andlega í listinni, eins og Kandinsky hefði nefnt það. Skýin sprottin úr undirmeðvitundinni eru gjarnan dálítið leikhúsleg að spænskum hætti, líkt og hjá Ribera og Ri- balta. En leikurinn fer fram í leikhúsi guðs. Slík beiting Ijóssins í málverk- um er orðin heldur fágæt, en Ti- epolo beitti henni og Kandinsky. Við þekkjum hana aðeins í mál- verkum Vilhjálms Bergssonar. Föstudagur 21. En þetta „andlega í listinni“ dvel- ur sem endurómur í lit fjölmargra málara. Murillo var uppi meðan ofur- vald kirkjunnar ríkti á Spáni. Hann málaði nær einvörðungu fyrir kirkjuna og fylgdi vandlega settum reglum hvað form áhrærði og byggingu verkanna, en í litn- um var hann frjáls. Eitt af ein- kennum yfirstjórnar á andlegum sviðum er krafan um að fylgt sé röð og skapaðar raðir. Biðraðir í ríkjum kommúnismans eru ó- meðvitað angi af slíku andlegu á- standi. Murillo varð að mála myndaraðir fyrir kirkjuna, til að mynda myndaröðina um Glataða soninn, líkt og íslenskir málarar og listamenn yfir höfuð verða að starfa að „röð bóka, ljóða eða janúar 1983 irinn mynda“ ef þeir eiga að finna náð fyrir augum „úthlutunarnefnd- anna“ sem skammta atvinnu- styrki. Þessi íkonahugsun er afar rík í hinum kristna heimi, jafn rík og andleg áhrifin frá hinni Flekk- lausu sem er píslarvottur og dýr- lingur meðal karlmanna. Draumurinn um að leika á Jósef, eins og María mey er afar ríkur. Hún var ein af þeim fáu Flekk- lausu sem varð barnshafa án milligöngu karlmanns. Heimur- inn hefur ekki borið sitt barr eftir það heldur eilífar syndir og jag og nagg. Þau urðu endalok Murillos að hann féll ofan af vinnupalli þegar hann var að mála eina Flekklausa á kirkjuloft. Hann vildi ekki leyfa lækni að líta á sig, Murillo gat ekki hugsað sér að nokkur karl- maður sæi sig beran og fengi að þreifa á sér, ekki einu sinni lækn- ir. Heldur vildi hann deyja. Og Murillo dó af fremur auðlæknuðum sárum sínum í Se- villa árið 1682, heilbrigður í hugs- un og „sökum síns heiðarleika" eins og Palomino segir. Enginn hafði nokkru sinni séð hann ber- an. Slík siðferðiskennd ríkir líka í málverkunum. Fáir sjá þau nak- in. Með gerð þeirra virðist hann segja að sérhvert listaverk spretti af þeirri siðferðiskennd sem vaknar í huga listamannsins sem fæðir það: „Ég mála svona af því að siðferðiskennd mín segir mér að ég eigi ekki að mála með öðr- um hætti.“ Það er því hugarfars- synd hjá listamanninum þegar hann segist hefði getað unnið verkið sitt öðruvísi en raun ber vitni. Slíkt er einnig flaður. Brögð og breiiur fyrir grúskara Arthur Good: 100 brögð og brellur. Þýðandi Hrólfur Kjartansson 127 bls. Bjallan 1982. Manstu eftir grúskaldrinum? Það var þegar ekkert var skemmtilegra en að blanda saman einhverju sulli og sjá hvað kæmi út, kannski yrði sprenging. Eða að notað var vatn, kerti, flöskur, glös, diskar, tappar o.s.frv. til þess að búa til allskyns þrautir og töfrabrögð. Og nú er komin út bók fyrir grúskara af þessu tagi. Því miður er það einum of seint fyrir mig og kanr.ski þig líka, en kannski get- um við fengið útrás fyrir laumu- grúskarann í okkur með því að látast vera að hjálpa börnunum okkar við þessar brellur. Það er aldrei að vita, þó að við virðulegir borgarar látum slíkt ekki uppi. I formála fyrir bókinni segir þýðandinn: „I þessari bók eru ýmis grundvallarlögmál eðlis- og efnafræði kynnt með leikjum, þrautum og einföldum til- raunum. Bókin er jafnt við hæfi barna, unglinga og fullorðinna og ætluð til notkunar í heimahúsum. Verkefnin þarfnast ekki sér- stakra tækja eða efna umfram venjuleg áhöld sem til eru á hverju heimili“. í bókinni er að finna verulega mörg viðfangsefni sem eru allt frá einföldum leikjum upp í „viða- meiri“ tilraunir. Bókin skiptist í átta kafla sem eru t.d. um þyngdarlögmálið, lofttegundir, vökva, varma, rafmagn, ljós og hljóð o.fl. Bókin er í stóru broti og er sér- staklega skemmtilega mynd- skreytt af einhverjum Poyet sem ég veit ekkert um, en myndirnar eru í „gamaldags stíl“ og bera svip af bókaskreytingum frá öld- inni sem leið. Þær eru einnig mjög skýrar þannig að vel sést allt sem þarf að sjást til skýringar á þessum myndum. Þetta er alveg rakin bók fyrir grúskara á öllum aldri og ég er ekki frá þvf að skólar geti nýtt sér hana líka, því ekki veitir af að lífga svolítið uppá kennsluna í raungreinum. G.Asi. rMóA'rrienn/Íi eftir Gunnlaug Astgeirsson IITVAKP Föstudagur 21. janúar 7.10 Gull i mund. Stefán, Sigriöur og Hildur bjóöa ykkur góöan daginn og bjóöa ykkur aö leggja vandamálin á þjóöarboröið. Rosa gaman aö tala vitleysu í útvarpið. Ó, þjóö mín. 10.30 Það er svo margt aö minnast á. Torfi Jónsson fyrrum korna- barn og núverandi fulltiöa maöur segir okkur varöeldasögur viö arininn. 14.30 Tunglskin ítrjánum. Og fiskur i ánum. Tiplar á tánum hann Sig- valdi á Indlandi. 15.00 Miðdegistónleikar. Ýmislegt á könnunni alþýðukonunnar. Ekki vill hún þetta, ekki vill hún hitt. Hún vill bara þaö, sem hún fær aldrei á meðan land byggist: Betri lifskjör. 16.20 Aladdín og töfralampinn. Sérhvert barn ætti aö leggja við hlustirnar og heyra fallegt mál á skemmtilegri sögu. Hvernig væri að fuliorðnir legðu líka viö hiö sama. 17.00 Meðánótunum.Tónlistarþátt- ur þeirra, sem vilja fylgjast meö og vera með í umræöunni. í um- feröínni. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra vin- kona okkar segir okkur frá hug- arástandi unga fólksins. Það er ekki gott. Ekkert nema svartsýni. Sprengjan og allt það. 01.10 Á næturvaktinni. Sigmar er humar og B. er fé. Ekki er þao efnilegt. Laugardagur 22. janúar 9.30 Óskalög sjúklinga. Ég er ung- ur. óg er frískur. Lóa Guðjóns- dóttir stjórnar þessu af alkunnri röggsemi. 11.20 Hrímgrund. Barnaútvarp full- orðna fólksins. Venni vinur er þar á meöal. 15.10 í dægurlandi. Viö erum fyrir of- an hann og aldrei heyrist í hon- um. Mikið prúömenni og góö- menni og skemmtimenni. Sem- sagt: prýöisnáungi. Svavar Gests. 16.20 Þá, nú og á næstunni. Fortíö, nútiö og framtiö. Allt i einni sjón- hendingu. Ég hendi sko ekki sjóninni fyrir þaö, 16.40 Islensktmál. Jón Hilmar Jóns- son skemmtir okkur með skemmtisögum. Meö hverju ööru sosum? 17.00 Síðdegistónleikar. íslending- ar leikar erlenda tónlist frá því fyrir langa löngu. Ekki beisiö. 18.00 Um stundarsakir. Ungi maö- urinn meö upplýstu augun les úr óprenthæfum Ijóöum. Svona hálft i hvoru. A.A.S. 19.35 Á tali. Ég er hættur aö svekkja mig á þessum kvensum. Tek bara undir þaö, sem maðurinn sagöi: Eruö þiö mæður? Guö hjálpi ykkur! 23.00 Laugardagssyrpa. Skemmti- legir strákar. Leiöinlegir strákar. Ykkar aö velja og hafna hlust- gndur góöir. Eg hafna. Hef betra viö tima minn aö gera. T.d. aö horfa Sunnudagur 23. janúar 8.35 Morguntónleikar. Margir andans jöfrar eiga þarna verk, en ég verð því miður sofandi. Æm sorrí. 10.25 Út og suður. Friörik Páll Jóns- son meö þátt um uppheima og aöra góöa geima. 11.00 Messa. Mælskupresturinn og skemmtilegheitafýrinn og Hafn- firöingapresturinn séra Gunnþór Ingason lætur nokkra góöa fjúka. 13.10 Frá liðinni viku. Páll Heiöar leiöir saman gáfnahesta og leikin er klassísk harðlífistónlist í milli spakviturra setningabrota og ræskinga. 14.00 Eldgosið i Heimaey tyrir 10 árum. Eyjapistilsbræður setja saman þátt meö viötölum, kann- ski bæði gömlum og nýjum. Visnaskáldið aöstoöar. 16.20 Gamanið i guðspjöllunum. Ósköp eölilegt. Jesú hefur varla veriö sá durtur aö hafa ekki smá húmor fyrir sjálfum sér. Annars veit Dr. Jakob Jónsson manna mest um þetta, Enda doktor í guösfyndni. 19.25 Veistu svarið? Hahahahaha- hahahahaha!!! 21.30 Kynni mín af Kína. Þvi fína. Hahahaha? Raggi segir frá. 20.45 Nútímatónlist. Nú ætlar Þor- kell Sigurbjörnsson aö æra pakkið, eins og þaö leggur sig. Góöur maöur Keli. sjoroitp Föstudagur 21. janúar 20.40 Ádöfinni. Samagamlasagan, syngur Sigga Skagan, einn og tveir og þrir og einn og tveir og þrír... 20.50 Prúðuleikararnir. Hallur undir linditréö segir froskpöddum og öörum svinhöfðum lifsreynslu- sögur úr annarri tilvist. Betra getur þaö vart veriö. Nægur tími til aö sofa og slappa af. 21.15 Kastljós. Þeir eru komnir meö ofbirtu í augun þessir veslings fréttamenn. Skyldu þeir ekki fá ókeypis gleraugu? Alla vega er Ömmi orðinn slappur. Gaui stendur sig eins og hetja. 22.15 Eitt er ríkið (United Kingdom) Ný bresk sjónvarpsmynd. Leikendur: Colin Welland, Val McLane, Bill Paterson, Rose- mary Martin. Leikstjóri: Ronald Joffé. Borgarstjórinn gerir upp- reisn gegn ríkisvaldinu. Borgar- stjórn gerir uppreisn gegr. lög- reglunni. Ég geri uppreisn gegn lágkúrunni í kringum mig. En enginn má viö margnum. Hvar er Davíö? Hvar keypti hann öliö? Laugardagur 22. janúar 16.00 íþróttir. Bjarni Felixson er óvenju snemma á feröinni núna, enda ekki ráö nema í tíma sé tekið. 18.00 Hildur. Islensk ungfrú heldur til Danmerkur og af ævintýrum hennar skulum viö nema danska tungu. Gott svo langt sem þaö nær. Fyrir danafíla. 18.25 Steini og Olli. Vinir okkar lenda í miklum grafarræningja- háska. Hvort eru þeir glæpa- menn eöa góðir menn? Góö spurning. Glæpsamlega góö. 18.50 Enska knattspyrnan. Spenn- andi efni. Spennandi efnisþætt- ir. 20.30 Löður. Sáþustykkin fljúga um. Allir neita aö fara i baö. Meira aö segja ég. og er þá mikið sagt. Enda er þetta heilabað af verstu tegund. 20.55 Tigur í veiðihug (The Tiger makes out) Bandarisk bíó- mynd, árgerð 1967. Leikendur: Eli Wallach, Ann Jackson. Leik- stjóri: Arthur Hiller. Ben Harris er heldur óhress meö tilveruna og þess vegna ákveður hann aö ræna sér kvenmanni. Skemmti- leg mynd, þar sem Dustin Hoff- man sést bregöa fyrir í litlu hlut- verki. 22.30 Tvöfaldar bætur (Double Inderrmity) Bandarísk bíómynd, árgerö 1944. Leikendur: Fred McMurrey, Barbara Stanwyck, Edward G. Robinson. Leikstjóri: Billy Wilder. Stórvel gerö og spennandi mynd um vel skipu- lagt morö. Hvar er siðgæðiseftir- litið? Sunnudagur 23. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja. Þáttur þjóökirkjunnar i landsmálunum. Skemmtiefni fyrir alla fjöl- skylduna. 16.10 Hundurinn og heiðinginn. Bandarisk mynd um sama manninn, sem er i rauninni tveir menn. Innan filmu og utan, eöa öfugt? Alla vega bráðskemmti- leg stúdía á tvöfeldni mannssál- arinnar. 16.55 Listbyltingin mikla. Valdatafl i listaheiminum. Hvor er betri ég eða þú? Auðvitað ég. Ég skrifa þetta. Breskur listaflokkur. Enda kosningar í nánd. 18.00 Stundin okkar. Tvímenning- arnir og þríbrúöurnar stjórna heilum barna okkar. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Alltaf ertu eins, gamli minn. Alltaf jafn skemmtilegur. 20.50 Glugginn. Listirog menningar- mál. Svei mér þá og ussususs. S.I.B. 21.30 Ár elds og ösku (A Year of Fire and Ashes) íslensk sjón- varpsheimildarmynd um eldgos- ið í Vestmannaeyjum. Nú eru liðintiu ár. Aö hugsasér. Myndin hefur veriö sýnd víöa um heim en aldrei hér. Fallega hrikaleg mynd. 22.05 Kvöldstund með Agötu Kristí. Blái vasinn heitir dans- inn i þetta sinn og honum stjórn- ar Ceryl Coke. Reyndar er þaö vasavals um golfleikara. Hvar er Evans?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.