Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Blaðsíða 20
Þar ráða fáir miklu og margir litlu Föstudagur 21. janúar 1983 .JpiSsturinn. í veglegu húsi viö Laufásveginn í Reykjavík er til húsa félagsskapur sem alla jafna lætur lítiö yfir sér. Þar eru skrifstofur á hæöinni og í kjallaranum snotur samkomusalur. Þessi félagsskapur er STEF - Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar. Þaö var Jón Leifs sem á sínum tíma, eöa skömmu eftir síöari heimsstyrjöldina, baröist fyrir stofnun STEFs í þeim tilgangi aö tryggja hagsmuni tónskálda og annarra þeirra sem eiga flutningsrétt á tón- verkum. Jóni tókst ætlunarverk sitt, og á þeim árum sem liðin eru frá stofnun STEFs hefur veriö búið svo um hlutina af forsvarsmönnum aö óvíöa í heiminum eru borgaðar hærri upphæöir fyrir opinberan flutning á tónverkum en einmitt hér - miðað viö höföatölu En tónsmiðir eru samt ekki allir jafn ánægöir meö STEF. „Þetta er forstokkað íhaldskerfi fámenningsklíku“ varö t.d. einum höfundi léttrar tónlistar að orði þegar hann var beðinn álits á fyrirtækinu. Og aðrir tóku í svipaðan streng. Er STEF- For- stokkað íhaldskerfi fámennings klíku“ eða heilbrigð hagsmuna- samtök? Eftir Guðjón Arngrímsson Myndir Jim Smart ofl. Lokað félag Ástæðan er sú að STEF er sérlega stétt- skiptur félagsskapur, ef nota má slfkt orða- lag. Þar fara „alvarlegir" höfundar með öll völd. Höfundar léttrar tónlistar ráða nánast engu í þessu hagsmunafélagi, þótt þeir séu bæði miklu fleiri og þótt opinber flutningur á þeirra verkum sé langtum, langtum meiri. Tónskáldafélag íslands, sem er lokaður fé- lagsskapur 27 helstu alvarlegu tónskálda þjóðarinnar, ræður lögum og lofum í STEFi. Inn íTónskáldafélagiðerengum hleypt nema þeim sem félagar ákveða og þeir eru ekki margir, kannski 1 á ári. stundum enginn. FA - sem er Félag alþýðutónskáldá, höfunda léttrar tónlistar ræður engu. í fjórðu grein samþykktar fyrir STEF segir: „Hverjum félagsmanni Tónskáldafé- lags Islands er rétt og skylt að verða félags- maður í STEFi. Svo geta og erfingjar látins félagsmanns í Tónskáldafélagi íslands verið félagi í STEFi ef öll stjórn STEFs samþykkir það“. Aðrir eru í raun ekki í þessunt hagsmuna- samtökum. En aðrir tónsmiðir (þ.e. léttir höfundar) geta gefið STEFi skriflegt umboð til að annast alla innheimtu fyrir sig. I reynd er það samt þannig að STEF innheimtir fyrir alla þá sem semja tónlist á Islandi, hvort sem þeir hafa gefið STEFi umboð eöa ekki. Sérstæð stjórn I stjórn STEFs eiga sæti fimm menn. brír, þ.e. meirihlutinn eru kjörnir af Tónskáldafé- lagi íslands, en tveiraföllum öðrunt tónsmið- um og rétthöfum flutningsréttar tónverka sem hafa gefið STEFi umboð sín. Annar þessara tveggja skal vera fulltrúi nótnafor- leggjara (útgefenda). Formaður stjórnar STEFs kemur úr Tónskáldafélaginu. Stjórn STEFser nú þannig skipuð: For- maður er Skúli Halldórsson, en aðrir í stjórn Jón Nordal, Fjölnir Stefánsson, sem korna allir úr Tónskáldafélaginu, Sigurður Reynir Pétursson, sent erframkvæmdastjóri STEFs, og fulltrúi forleggjara, og Þorbjörg Leifs, sem vinnur á skrifstofu STEFs er fulltrúi utanSTEFsmanna. 1 fjórtándu grein samþykktar STEFs kemur þessi stéttskipting þó hvað skýrast fram. Þar segir um fundi STEFs að utansambandsmenn hafi málfrelsi og tillögu- og atkvæðisrétt. EN: Þrátt fyrir ákvæði þessi um atkvæðisrétt skulu félagsmenn Tónskáldafélags íslands aldrei fara með minna en 3/j atkvæða í STEFi.“ Og þar sem félagar tónskáldafélags- ins eru aðeins 27 er ljóst að á fundum STEFs er aðeins rúm f-yrir í hæsta lagi 6 létta höf- unda. Þessi klausa tryggir auðvitað algjör yfirráð. „Ein af frumskyldum þeirra sem standa fyrir félagsskap af einhverju tagi er að veita upplýsingar um starfsemi félagsins til um- bjóðenda. Það hefur STEF algjörlega van- rækt varðandi höfunda léttrar tónlistar," sagði Haukur Ingibergsson, einn þeirra sem hafa beitt sér í þessum málurn fyrir höfunda léttrar tónlistar. „Eina sambandið sem þetta hagsmunafélag hefur við þessa untbjóðendur sína er að þeir fá eina ávísun í desember árlega fyrir þá tónlist sem leikin hefur verið í útvarpi eftir þá heilu ári á undan. Félagsleg hvatning, fundir, fréttabréf eða annað slíkt fyrirfinnst ekki. Stjórn félagsins og fram- kvæmdastjóri virðast forðast það eins og heitan eldinn að reyna að byggja upp ein- hverja samstöðu meðal höfunda", sagði Haukur Ingibergsson, framkvæmdastjóri, og tónlistarmaður úr röðum danstónlistar- manna. Innheimtu- félagsskapur Jóhann G. Jóhannsson, sem hvað mest hefur barist fyrir auknum réttindum léttu tónsmiðanna, bætti við að urnræður um breytingar á þessum „úreltu" regium hefðu gengið afar treglega. „Eg tei að það sé í raun- inni afskaplega lítill vilji fyrir því hjá stjórn STEFs að breyta þessum reglum, sem hver heilvita maður hlýtur þó að sjá að eru afskap- lega óréttlátar. Þessi félagsskapur er eins ó- lýðræðislegur núna eins og frekast getur, eins og við höfum verið að reyna að benda á nú um nokkurra ára skeið". Atli Heimir Sveinsson, formaður Tón- skáldafélags íslands benti hinsvegar á að STEF væri fyrst og síðast innheimtufélags- skapur. „Aðalatriðið er að greiðslurnar komi til skila, og það gera þær refjalaust. Það getur svosem vel verið að erlendis séu haldnir rabb- fundir í þessum félögum, en mér er ekki kunnugt um það. Ég veit ekki til slíks. Ég álft að STEF hér eigi að reka á sem líkustum grundvelli og á Norðurlöndunum. Og það er gert. Öll þessi svokallaða gagnrýni á STEF er byggð á vanþekkingu. Hún byggir á því að höfundar léttrar tónlistar séu hlunn- farnir, og að aðrir höfundar, félagar í Tón- skáldafélagi íslands, lifi á þeint tekjum sem höfundar léttrar tónlistar afla. En þetta hefur allt verið hrakið. Þetta eru dylgjur sem við engin rök hafa að styðjast", sagði Atli Heimir. „Það segir sína sögu um það hvernig rétt- indum okkar er fyrir komið að það skuli vera Þorbjörg Leifs, ekkja Jóns Leifs og starfs- rnaður skrifstofu STÉFs, sem er í raun okkar fulltrúi í stjórn STEFs. Með fullri virðingu. gefur auga leið, að höfundar léttrar tónlistar hafa ekki kosið hana“, sagði Jóhann G. Þetta heitir klíka f fyrra þegar kosið var í stjórnina bauð Haukur Ingibergsson sig opinberlega fram sem fulltrúi léttra höfunda, en hann féll fyrir Þorbjörgu. „Ég fór í kosningabaráttu þarna Um tvö hundruð krónur þarf að borga til STEF í hvert skipti sem haldin er jarðarför, eða önnur kirkjuleg samkoma þar sem sungið er. Af öMum dansleikjum, hljómleikum og öðrum opinberum hljómlistarflutningi er greitt

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.