Helgarpósturinn - 04.03.1983, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 04.03.1983, Blaðsíða 21
’ípifisturinn ,Föstudagur 4. mars 1983 leiðis í viðtali við Helgarpóstinn að við stæð- um okkur illa í fyrirbyggjandista. finu. „Og þar er ekki um að kenna blankheitum, langt í frá. Samkvæmt öllum skýrslum frá Samein- uðu þjóðunum og alþjóðaheilbrigðisstofnun- inni þá er heilbrigðisástand hér á landi með því besta sem gerist. Ungbarnadauðinn lítill, meðalaldurinn hár, og svo framvegis. En við skerum okkur úr hvað varðar tannskemmdir. Þar stöndum við okkur illa. Og tillögur okkar sem vinnum að þessum málum hafa einfald- Iega ekki verið teknar gildar“, sagði Ólafur Ólafsson (Sjá klausu um flúor). Landlæknir virðist í aðalatriðum sammála Svavari Gestssyni og fleirum sem Helgarpóst- urinn ræddi við um þessi mál, um að erfitt sé að byggja upp gott fyrirbyggjandi starf á með- an tannlæknar starfa jafn mikið hver í sínu horni, og á vissan hátt í samkeppni hver við annan, eins og raun ber vitni. Þannig yrði það t.d. litið hornauga, og jafnvel talin ósmekkleg auglýsingastarfsemi ef einn tannlæknir tæki sig til og kæmi fram í fjölmiðlum og prédikaði tannburstun. Svavar Gestsson, sem oft áður hefur lýst sig óánægðan með stöðu þessara mála var að lok- um spurður hvað hefði verið gert og verið væri að gera í þeim hjá ráðuneytinu - með hliðsjón af þeirri gagnrýni sem m.a. kemur fram í skýrslu Magnúsar. Hvað er að gerast? „Það er í aðalatriðum fernt“, sagði Svavar. „í fyrstalagi hefur í minni ráðherratíð verið unnið að nýjum kjarasamningi við tann- lækna, sem miðar að því að búa til skýrari reglur um fjárreiður þeirra, kvittanir og ann- að slíkt. Þessir samningar hafa gengið seint og illa, en vonandi verður gengið frá þeim alveg á næstunni. í öðru lagi er verið að undirbúa nánari regl- ur um tannverndarsjóð, og það verk er vel á veg komið. í þriðja lagi hefur svo tannlæknir hafið störf við ráðuneytið, og hann mun gera tillög- ur um aðgerðir, og fylgjast vel með því ástandi sem ríkir í þessum málum. Ég vænti mikils af starfi hans. Og í síðasta lagi hefur svo verið unnið að því að tekið verði inn í almannatryggingakerf- ið að fólk fái endurgreidda vissa prósentu af , 21 kostnaði við tannviðgerðir", sagði Svavar Gestsson. Nú um langt skeið hefur verið skortur á tannlæknum á íslandi, og allir sem útskrifast hafa úr tannlæknadeildinni og komið úr námi erlendis hafa fengið atvinnu. Þetta fer vænt- anlega að breytast, og samkvæmt upplýsing- um Magnúsar Gíslasonar ættum við að vera búnir að ná Norðurlöndunum í tannlækna- fjölda miðað við íbúa eftir svona 7 ár. Þegar svo verður komið að tannlæknar eru ekki Iengur öruggir um vinnu, hvað þá þær rífandi tekjur sem þeir hafa núna, þá fyrst eru í rauninni verulegar líkurá að verðá tannlækn- ingum fari lækkandi, hvort sem þær verða þá komnar inn í tryggingakerfið eða ekki. Á meðan er bara að borga. Á ríkið að borga? 1 Kostnaður við tannlækningar mundi líklega ekki minnka þó þær færu inní heilbrigðiskerfið og yrðu kostaðar af ríkinu, ef miðað er við reynslu nágranna- þjóðanna. Kostnaðurinn mundi líklega aukast til að byrja með, ef ekki kæmi annað til. í Svíþjóð jókst hann gífurlega þegar breytingin var gerð þar fyrir allmörgum árum. Þá hafði nefni- lega málið verið til umræðu í þinginu í tvö ár og allir sem áttu þess kost frestuðu tannviðgerð- um. Þegar frá leið jafnaði þetta sig, og í fáum löndum er fyrirbyggj- andi starf í jafn góðu horfi og í Svíþjóð. Ekki Samkvæmt upplýsingum Gunnars Þormar, formanns Tannlæknafélags íslands er það stefna félagsins að fullfrískir ein- staklingar frá tuttugu til 67 ára cigi sjálfir að kosta sínar tannvið- gerðir. Félagið telur að ungt fólk, fram að tvítugu jafnvel (nú er miðað viö 16 ára aldur, eða skólaskyld- una) eigi að fá tannviðgerðir að fullu endurgreiddar, og einnig ellilífeyrisþegar, en að þeir sem koma tvítugir með heilar tennur út í lífið eigi auðveldlega að geta séð um sig sjálfir. Það hefur hinsvegar verið yfir- lýst stefna núverandi heilbrigðis- ráðherra að færa tannlækningar inn í heilbrigðiskerfið, eins og al- mennar lækningar, þannig að rík- ið og tannlæknar gerðu með sér fasta samninga. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs eru tvímœlalaust ein arðbærasta og öruggasta fjárfestingin sem völ er á í dag. Athygli er vakin á ejtirfarandi atriðum: VEXTIR: Vextir eru nú 3,5% á ári og jafnir allan lánstímann. ------------------------------•------------------ __/ BINDITIMI. Skírteini í 1. flokki 1983 verða innleysanleg að þremur árum liðnum, þ.e. frá 1. mars 1986. Á binditíma hefur jafnan verið hœgt að selja spariskírteini með skömmum fyrirvara á hinum almenna markaði. Enginn f lúor Mikilvægasta aögerðin til aö fyrirbyggja tannskemmdir er aö mati flestra sérfræöinga að auka flúorneyslu almennings. Allar skýrslur alþjóðastofnana og sérfræðinga í ýmsum löndum gefa til kynna afar jákvæðan ár- angur af því að blanda flúor við vatn eða salt. Hvergi hefur verið hægt að koma auga á slæmar hliðarverkanir. Hér á landi er náttúrulegur flú- or í vatni minni en víðasthvar ann- arsstaðar og þrátt fyrir áskoranir landlæknis og fleiri sérfræðinga hafa ráðamann sveitarfélaga ekki hugleitt þann möguleika í neinni alvöru að flúorblanda vatn eða gefa bömum flúortöflur. „Á- stæðan er meðal annars sú að öfgamenn virðast hafa miklu meiri áhrif hér en annarsstaðar. Skrif þeirra vega því miður þyngra er áralangar rannsóknir stofnaná eins og WHO og verða til þess að tillögur okkar sem vinnum að þessu eru ekki teknar gildar. Við íslendingar höfum sérstöðu að þessu leyti, sem ég er ekki stoftur af’, segir Ölafur Ólafsson, land- læknir. LÍTIL FYRIRHÖFN: Fjárfesting í spariskírteinum er mun fyrirhafnar- og áhyggjuminni en fjárfesting ífasteign og skilar auk þess öruggum arði. ^---------------#----------------- SKA TTFRELSI: Skv. gildandi lögum um tekjuskatt og eignarskatt kemur ekki í neinu tilviki til skattlagningar á vaxta- og verðbótatekjur af spariskírteinum hjá mönnum utan atvinnurekstrar. Full verðtrygging, háir vextir og umfram allt örugg fjárfesting. Kynnið ykkur kjörin á verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs og gerið samanburð við aðra ávöxtunarmöguleika. Utboðsskilmálar liggjaframmi hjá söluaðilum, sem eru bankar, sparisjóðir og nokkrir verðbréfasalar. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.