Helgarpósturinn - 27.10.1983, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 27.10.1983, Blaðsíða 14
‘t% I % *í % % \ % %.% * tvriVoy*^v»viií’>^^f'r,f^’í; • 14 Fimmtudagur 20. október 1983 Helgar- 30051 JJOsturinn hielgai------------ pösturinn Ritstjórar: Arni Þórarinsson og Ingólf- ur Margeirsson. Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thor- steinsson. Blaöamenn: Egill Helgason, Kristin Ástgeirsdóttir, Þórhallur Eyþórsson. Útlit: Björn Br. Björnsson, Björgvin Ólafsson. Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finns- dóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson. Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Skrifstofustjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Þóra Nielsen. Lausasöluverð kr. 25 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ár- múla 36, Reykjavik, simi 8-15-11. Af- greiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Simi 8-15-11 Setning og umbrot: Alprent hf Prentun: Blaöaprent hf. Elliheimilin eru gömul Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Öllum aldursskeiöum fylgir óvissa en nú á tímum er óvissan og óöryggiö e.t.v. hvað mest á síð- asta skeiði ævinnar, eftir að venju- legum starfstíma lýkur, Gamalt fólk á íslandi, sem er að Ijúka starfsævi sinni, sér nú fram á lengri lífdaga í ellinni en dæmi eru til um áður. íslendingar ná hæst- um meðalaldri allra þjóða, og ekki er óalgengt að gamalt fólk eigi 15-20 ár ólifað þegar það lætur af störfum. Þetta fólk á rétt á því að lifa eins innihaldsríku og virku lífi á ævi- kvöldinu og frekast er kostur. Tvo síðustu áratugina hefur lítill skiln- ingur virst ríkja á þessu hér á landi. Á þessum 20 árum hefur dans þjóðarinnar kringum gull- kálfinn verið trylltari en nokkru sinni fyrr. Gamla fólkinu hefur ver- ið ýtt til hliöar og litið á vandamál þess sem feimnismál. Sem betur fer hefur þetta breyst á allra síðustu árum, en það er sorglegt til þess að vita, að neyðar- ástand í málefnum aldraðra hafi þurft til að vekja menn upp af þeim vonda svefni, sem stofnana- hugsunarhátturinn hefur verið í þessum efnum. Fyrir rúmum fjórum árum skyggndist Helgarpósturinn á bakvið tjöldin á elliheimilinu Grund í Reykjavík. Ýmsir hnökrar i starfsemi þeirrar stofnunar voru þá dregnir fram f dagsljósið. í HP í dag er aftur litast um á Grund. Sumt hefur þar breyst til batnaðar, þar er nú t.d. rýmra um fólk en fyrir fjórum árum. Elliheimilið Grund og Hrafnista í Reykjavík hafa leyst úr stórkostleg- um vanda aldraöra og aðstand- enda þeirra í áranna rás, en þess- arstofnanireru að úreldast. Kröfur til þjónustu við aldraða hafa breyst. Þarfir fólks í ellinni hafa verið endurmetnar og í Ijós hefur komið að stórar stofnanir einsog elliheimilin svara ekki þessum þörfum til fulls. Stofnununum sjálf- um hefur liðist of lengi að skil- greina þessar þarfir. Hér er ein- staklingum ekki um að kenna,1 heldur þeim hugsunarhætti sem ! stofnanirnar sem slíkar hafa leitt af sér. Ný lög um þjónustu við aldraða stefna ( átt frá stofnanahugsunar- hættinum. Þau viðurkenna góðu heilli þá sjálfsögðu kröfu að gömlu fólki sé gert kleift að búa við eðli- legt heimilislíf sem lengst. Til- hneiging gamals fólks til að koðna niður við þaö aö fara á elliheimili er nú viðurkennd staðreynd. Stofnanirnar lama fólkið. f væntanlegri reglugerð um að- búnað og skipulag dvalarheimila aldraðra verða gerðar auknar kröf- ur til þessara stofnana. Það er óskandi að þær hafi til að bera þann sveigjanleika, sem nægir til að svara þessum kröfum sam- félagsins. Ekki allir eins — en fara vel meö þaö? í síðasta blaði var greint frá væntanlegu kjöri formanns fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ritstjóri blaðsins hefur beðið mig að láta orð falla um þau mál. Mér er þetta ekki alveg ljúft, því niðurstöður blaðsins benda til þess að ég hafi haft rangt fyrir mér um langa hríð. Nú er það svo, að maður getur oftast fundið sér eitthvað skemmtilegra til dund- urs en að viðurkenna opinberlega, að maður hafi hrærst í misskilningi nokkur síðustu misseri. Því hagar þannig til, að um langa hríð hef ég viðrað skoðanir í þá veru, að ágreiningur væri um stjórnmál í Sjálfstæðisflokknum. Ég hef ekki legið á þessum skilningi mínum og hlotið andúð sumra fyrir vondar skoðanir og sjálfsagt enn fleiri fyrir að viðra einkamál á torg- um. Samkvæmt úttekt Helparpósts- ins og fleiru, sem gengið hefur út á prenti um málið, verður næsti for- maður Sjálfstæðisflokksins ekki kosinn pólitískri kosningu. Munur- inn á þekktum frambjóðendum er samkvæmt rituðum heimildum svo lítill, að óhugsandi er að staðsetja þá hvern við annars hlið á hugsaðri línu frá hægri til vinstri. Þeir virð- ast allir liggja í sama punkti, svo ef horft er framan frá sést bara einn. Það þarf hliðarsýn til að sjá alla þrjá í einu. Menn hafa lengi kvartað yfir því, að pólitík sé blandað í alla skapaða hluti hér á íslandi. Svo er ekki í Sjálfstæðisflokknum, þrátt fyrir þann yfirlýsta tilgang flokksins að huga nokkuð að þjóðmálum. Þetta vekur sjálfsagt undrun ein- hverra, sem hafa haft veður af átök- um þarna innanbúðar á umliðnum árum. Ef það reynist rétt, að sjálf- stæðismenn blandi ekki pólitík í leiðtogakjör, verða menn að finna einhverjar ópólitískar ástæður fyrir deilum manna áður. Nema þetta hafi allt saman breyst í skyndingu og það sé nýlega, sem sjálfstæðis- menn gerðust ópólitískir. Nú er það svo, að fráfarandi for- maður flokksins hefur endrum og eins orðið fyrir ámæli úr eigin röð- um þessi síðustu ár. Það svarar hver fyrir sig, en sjálfur hef ég aldrei gagnrýnt Geir fyrir annað en póli- tík. Mer hefur alltaf þótt hann hinn vænsti maður og þrásinnis fengið slíkt staðfest hjá þeim sem þekkja betur til. Þegar svo bregður við, að enginn ágreiningur reynist um stjórnmál í flokknum, verða menn þó að leita að einhverjum skýring- um á þessum Iátum að undanförnu, þó ekki væri nema til að forðast slíkan misskilning á ný. Þá liggur beint við að álykta, að mönnum hafi þótt fráfarandi formaður svo leiðinlegur að uppúr sauð. Eða þá hitt, að Gunnar Thoroddsen hafi verið slíkt fádæma hrekkjusvín að gera síðustu ár þjóðarsögunnar að einum samfelldum misskilningi. Nema að sjálfstæðismenn séu bún- ir að fá nóg af pólitík og vilji fara að huga að einhverju skemmtilegra. Meintur tilgangur flokksins er þó að huga enn um sinn að þessum málum þó leiðinn dapri sýn um stund. Það gæti hugsanlega komið uppúr kafinu, að mennirnir þrír séu ekki allir eins þó þeir fari vel með það. Það má þó telja víst, að allar slíkar hugleiðingar og meiningar verði um stund dæmdar villutrú og vilji til að sundra flokknum og splundra tilverunni. Eitt blaðanna hefur þrásinnis kallað þetta tiltekna starf ofur- mannlegt. Engu að síður virðist helsta skilyrði fyrir ráðningu í það vera skortur á afgerandi skoðun- um. í slíkum goðheimum fá menn hrærst um stund en svo koma aðrar stundir. Það er reynsla fyrir því. Jón Ormur Halldórsson Þögn gegn þungum ásökunum? í síðasta Helgarpósti var grein sem bar yfirskriftina NAUÐGAN- IR. Það er mjög þarft að blaða- maður taki sig til og fjalli um þetta efni og mér þótti greinin að mörgu leyti góð, þótt stutt væri. Ég held að það sé á u.þ.b. tveggja ára fresti að eitthvert blaðanna fjalli um nauðg- anir — ein grein eða svo — þar með er málið afgreitt og hægt að snúa sér að öðru. Þess á milli má sjá ein- staka smáklausu með fyrirsögninni „Ráðist á stúlku“ eða „í gæslu- varðhaldi vegna átta kæra um nauðguní* Þettá skeytingarleysi endurspegl- ar því miður viðhorf almennings til nauðgana. í þeim efnum vaða uppi alls kyns fordómar og oft gengur þetta jafnvel svo langt að menn eru ekki einu sinni að hafa fyrir því að fela þá. Hvað er hann t.d. að fara rannsóknarlögreglumaðurinn sem Kristín Ástgeirsdóttir blaðamaður vitnar í í grein sinni þegar hann seg- ir: „Af þessum 16 málum sem kærð hafa verið á þessu ári, kemur áber- andi ölvun kvenna við sögu í 8 til- fellum?“ Skyldi hann taka svona til orða ef 8 af 16 húseigendum sem brotist væri inn hjá hefðu verið •ölvaðir þegar innbrotið var framið? Kannski er maðurinn bara óhepp- inn í orðavali en það er ansi algengt að menn segi „henni var nær“ þegar konu er nauðgað eftir að hún hefur smakkað áfengi. En það er fleira eftirtektarvert í þessari grein og þar koma fram þungar ásakanir á hendur lögreglu og dómsvaldi, svo þungar að ég get ekki séð að þessum aðiljum sé stætt á því að Iáta sem ekkert sé. Tökum dæmi: Eftir Ásdísi Rafnar lögfræð- ingi er haft að „meðferð nauðg- unarmála í íslenska dómskerfinu væri ekki sem skyldi,“ að konur dragi kærur sínar til baka m.a. vegna þess að þær „treystu sér ekki til að ganga í gegnum yfirheyrslur og rannsóknirí1 Eftir Þuríði Jóns- dóttur félagsráðgjafa er haft að meðferð þessara mála sé „hvergi nærri nógu góð“ og einnig talar hún um „þá niðurlægingu sem kon- ur verða fyrir“ þegar mál þeirra eru rannsökuð. Fleira nefna þær í svipuðum dúr, m.a. fullyrða þær að lögreglan láti það viðgangast að nauðgarinn sleppi við kæru með því að borga konunni einhverjar bætur. Ásdís segir þessa málsmeð- ferð ólöglega og það er ekki nægi- legt svar hjá Arnari Guðmundssyni rannsóknarlögreglumanni að segja einfaldlega að þetta sé ekki satt. Svarið er ekki nægilegt vegna þess að ýmsar konur hafa sagt að lögreglan og dómsvaldið sinni þeim seint og illa ef þær þurfi að kæra nauðgun, að þær séu tortryggðar og niðurlægðar, m.a,. með spurn- ing’um sem komi málinu ekkert við. Með grein Kristínar er viðtal við konu sem var nauðgað og lýsing hennar er ekkert einsdæmi, fleiri konur hafa svipaða sögu að segja, jafnvel að þær hafi látið þvæla sér út í að draga kæru til baka eftir að nauðgarinn hafi grátið og sagst eiga konu og börnin mörg og smá. Nú er ég ekki að halda því fram að lörgreglan geri allt illa en það er nauðsynlegt að einhverjir í lög- gæslu- eða dómskerfinu taki sig til og skrifi t.d. nokkrar greinar til að upplýsa fólk um meðferð nauðg- unarmála og réttarstöðu þeirra sem fyrir slíku ofbeldi verða. Slíkt gæti dregið úr fordómum og orðið til þess að fleiri konur treystu sér til að kæra nauðgun. Þar fyrir utan er löngu orðið tímabært að endur- skoða lagaákvæðin um nauðgun, þau eru frá 1940 og endurspegla að ýmsu leyti gamla fordóma. Lög og refsingar eru samt ekki konum endanleg vörn í þessum efn- um, nauðgun er í raun ekki annað en svæsnasta stig þeirrar kvenfyrir- litningar sem svo áberandi er í sam- félaginu. Kannski er samt eitthvað að breytast. í Reykjavík hefur verið opnað athvarf fyrir þær konur sem verða fyrir nauðgun eða öðru ofbeldi (síminn er 21205) og ekki þegja allar konur lengur. Konan sem sagði frá reynslu sinni í síðasta blaði sýndi með því aðdáunarvert hugrekki. Elísabet Gunnarsdóttir Frá blaðamanni. Því er við bréf Elísabetar að bæta að blaðafulltrúi hersins, Bill Clyde, hafði samband við blaðið vegna þeirrar sögu sem sögð er í lok greinarinnar í síðasta blaði. Þar var sagt frá nauðgunarmáli sem upp kom á Vellinum sl. vor. Blaðafull- trúanum fannst mikið fullyrt, ekki hefði tekist að hafa uppi á mönnun- um fjórum sem konan kveður hafa nauðgað sér, og engin kæra hefði komið fram! Það stendur eftir sem áður að konan var flutt á sjúkrahús í Reykjavík, mjög illa á sig komin, og hefur átt við sálræn vandamál að stríða síðan atburðurinn átti sér stað. Rannsóknarlögreglan hefur unnið að rannsókn málsins, kæra liggur fyrir og lögreglan á Kefla- víkurflugvelli vissi um málið, að sögn Arnars Guðmundssonar lög- reglumanns. Ég leyfi mér að full- yrða að konur digta ekki upp svona Framhald. á nœstu síðu FÖSTUDAGSKVÖLD I JISHUSINUl IJI! HUSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 10 í KVÖLD Ný verslun Flatey 2. hæð. • Bækur • Leikföng • Búsáhöld. NYJUNG a JLgrillið jJj*'9*^**' Grillréttir allan daginn Réttur dagsins Husgagnaúrval á tveimur hæðum. Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála OPIÐ LAUGARDAG KL.9-12 Matvörur. Fatnaður. Húsgögn. EUROCARO RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL JIE /A A A A A A % . , □ C E1 Li 2J UMriUUUMUHl llkliTi Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.