Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 20
eftir Olaf Þ. Harðarson stundum kjaftfor BOKMENNTIR Hress karl — Steindór Steindórsson: Sól ég sá. Sjálfsævisaga Steindórs Steindórs- sonar frá Hlödum II. Örn og Örlygur, 1983, 303 bls. í síðara bindi æviminninga sinna fjallar Steindór Steindórsson um það sem hann kallar tómstundastörf og hliðarhoþp frá hinni troðnu braut embættismanna. í fyrra bindinu, sem kom út fyrir síðustu jól, gerði Steindór grein fyrir bernsku sinni, skólavist hérlendis og í Kaupmannahöfn og kennslu og skólastjórn við Menntaskólann á Akur- eyri. Síðara bindið greinir frá stjórnmálaaf- skiptum Steindórs, gróðurrannsóknaferðum hans um landið þvert og endilangt, ferðalög- um erlendis sem mörg tengdust grasafræð- inni, félagsmálastörfum, heimilishögum og skriftum, sem hann hefur stundað kappsam- lega, ekki síst eftir að hann lét af embætti og var vísað til geymslu í „ruslakompunni", einsog hann orðar það. Steindór hefur kom- ið víða við og afkastað miklu á langri starfs- ævi. Ævisaga Steindórs er fjörlega rituð og hann bregður upp glöggri mynd af sjálfum sér. Sú mynd er af hressum karli, sem talar tæpitungulaust, er stundum kjaftfor, oft skemmtilegur, ævinlega drjúgur með sig — og sjálfsagt stundum ástæða til — en tæplega verður hann talinn víðsýnn né laus við hleypidóma. T.d. dregur hann þessar álykt- anir af fyrstu þingsetu sinni sem varamaður, en hún stóð á aðra viku: „Nægði það til þess, að ég kynntist andrúmslofti og starfsháttum Alþingis, og varð lítt hrifinn af. Sannfærðist ég þá um það, að þingseta væri skóli í iðju- leysi og þarflitlu kjaftæði, og þeir, sem lengi sætu á þingi, yrðu óhæfir til alls annars, ef þeir þá hefðu nokkru sinni verið til einhvers nýtir.“ Margt er fróðlegt í minningum Steindórs. Gaman er t.d. að lýsingum hans á þeim fjöl- mörgu ferðalögum sem hann fór innanlands til gróðurrannsókna, bæði um sveitir lands- ins og hálendið. Frásagnir af svaðilförum um hálendið fyrir bílaöld, ferðafélögum þessa heims og annars og af sveitalífi á fyrri hluta aldarinnar eru minnisstæðar. I kaflanum um stjórnmálaafskipti Stein- dórs er ýmislegt skemmtilegt, en bætir kannski ekki miklu við stjórnmálasöguna. Eitt af því sem miklu skiptir í stjórnmálasögu þessarar aldar er klofningur jafnaðarmanna og kommúnista. Lýsingar Steindórs sýna vel hversu djúpstæður og hatursfullur þessi klofningur var oft. Honum er minnisstæðast um danska kommúnista hversu skítugir, illa tilhafðir og ógeðugir þeir voru og ákvað „að eiga aldrei samneyti við slíkt fólk, því að sennilega væri innrætið ekki útlitinu betra." Og hann skýrir frá áróðri, rógi og undirferli íslenskra kommúnista. Lýsingar af þessu tagi eru gott dæmi um þann hug sem margir fylgismenn þessara fylkinga báru hver til annars, en þær bæta varla miklu við skilning okkar á þeirri stjórnmálaþróun sem varð í landinu. Steindór var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í 12 ár á Akureyri og í framboði við þing- kosningar þar. Arið 1959 var hann kosinn uppbótarmaður á sumarþingið, en þá var hann í framboði á ísafirði. Steindór segir líf- lega frá framboðsfundum, en fundina segist hann ætíð hafa átt, þótt kjörfylgið væri oft lítið. A ísafirði segist hann lítt hafa óttast mótframbjóðendur sína: einn var gamall skólabróðir og prúðmenni, annar lítill karl og Framsókn samboðinn og sá þriðji trúð- leikari. Steindór segir nokkuð frá deilum innan Al- þýðuflokksins og er fróðleg frásögn hans af flokksþinginu 1952 þegar Stefán Jóhann féll fyrir Hannibal. Þá segir hann frá eigin erjum innan flokksins og telur ýmsa flokksmenn sína hafa unnið gegn sér og bolað sér frá framboði, m.a. 1956 þegar Alþýðuflokkur- inn hlaut þingsæti á' Akureyri vegna Hræðslubandalagsins. Segir Steindór, að þá hafi Gylfi Þ. Gíslason komið norður og boðið sér í sárabætur „hvaða embætti eða starf, sem ég kysi og Alþýðuflokkurinn hefði ráð á..." Raunar hafi hann verið svikinn um þetta tvisvar síðar. En sé þetta rétt eftir haft er það eitt margra dæma um að íslenskir stjórnmálamenn hafi litið á embættaveiting- ar sem pólitíska skiptimynt. Þá segir Steindór frá viðhorfum sínum til Laxárdeilunnar og frá afskiptum foringja Alþýðuflokksins af handtöku Magnúsar Kjartanssonar í Danmörku í stríðslok. Steindór Steindórsson hefur vafalítið verið umdeildur maður og sjálfsagt hafa ýmsir sitt- hvað við frásagnir hans og viðhorf í þessum endurminningum að athuga. En það er rétt sem Steindór segir í bókarlok, að „raunar er það mesta lygin, sem nokkur minningahöf- undur fær skráð, ef hann lýsir sér eða við- horfum sinum öðruvísi en hlutirnir komu honum fyrir sjónir.“ Steindór verður varla vændur um lygi af þessu tagi og hann er laus við þá mærð sem einkennir marga ævisögu- ritara. Steindór kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hvað öðrum finnst um hann er svo þeirra mál. * * Verkstæðis- sýning leirlistarhjónanna Gests og Rúnu Hjónin Gestur og Rúna eru með svolitla verkstæðissýningu að heimili sínu að Aust- urgötu 17 í Hafnarfirði þessa dagana, „svona til að sýna fólki hvar við búum og vinnum nú orðið“, eins og Rúna komst að orði. Þau hafa búið í Hafnarfirði síðastliðin tvö ár og eru búin að koma sér þar upp góðri að- stöðu til að vinna í leir: „Þetta eru margskon- ar leirmunir sem við erum með til sýnis hérna, að mestu leyti afrakstur þessa árs“, segir Rúna og heldur áfram: „Hérna eru vasar, skálar og brjóstmyndir eftir Gest, mál- verk á brenndan steinleir eftir mig og líka talsvert af teikningum." Rúna segir það heillandi viðfangsefni að vinna í leir: „Það er svo spennandi að yrkja í hann“, en um það hvernig sé að vera lista- maður í Hafnarfirði, segir hún hinsvegar: „Það er lítil reynsla komin á það ennþá. Það er ákaflega rólegt og gott að vinna hérna, mesti skarkaiinn í fjarri manni. Það er því næði hérna, og það er gott að hafa.“ Verkstæðissýning Rúnu og Gests stendur fram á sunnudag. POPP Gasalega gott Baraflokkurinn—Gas Það varð næstum því stökkbreyting á tón- list Baraflokksins frá fyrstu plötu þeirra til þeirrar næstu, sem var Lizt. Nú hefur aftur orðið mikil breyting frá Lizt til nýju plötunn- ar þeirra, sem heitir Gas. Baraflokkurinn hefur ætíð þótt lofa góðu, en ég var þeirrar skoðunar þegar Lizt kom út að enn vantaði töluvert upp á hjá þeim. Góðar hugmyndir voru fyrir hendi og hljómsveitin var orðin nokkuð vel samæfð. Það vantaði samt að vinna betur úr þessu. A Gas hefur flestum hlutum sem mér þóttu miður fara á Lizt verið kippt í liðinn. Gítarinn er t.d. kraftmeiri og meira áberandi en áður. Hljómborðsleikurinn er nú fjölbreyttari, þótt vissrar fábreytni gæti þar enn. Mestar fram- farir finnast mér hafa orðið í trommuleikn- um, sem nú er mun þéttari en hann var áður og það eitt getur strax tónlistinni þéttara heildaryfirbragð. Þá er söngurinn og miklu betri en ég hef áður orðið var við og nú loks get ég fallist á að Ásgeir sé góður söngvari. Sum þeirra atriða sem ég hef hér talið upp eru betri vegna framfara meðlima Bara- flokksins en annað vegna þess að Gas er tek- in upp í alvöru stúdíói og hljómurinn því all- ur annar en hægt var að ná fram í Grettis- gati, þar sem Lizt var tekin upp. Eitt atriði enn sem þessi plata hefur fram yfir hinar, og kannski það veigamesta, er það að lögin eru flest einfaldlega miklu betri. Heildarmyndin er sterk en mín uppáhalds- lög eru þó A Matter Of Time, In The Quiet Of The Night, So Long og Leafless Trees. Að mínu mati er Gas tvímælalaust besta ís- lenska platan sem út hefur komið á þessu ári. Duran Duran—Seven And The Ragged Tiger Duran Duran slógu strax í gegn í Bretlandi þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu og í fyrra má svo segja að þeir hafi bætt afganginum af veröldinni á aðdáendaskrá sína þegar þeir sendu frá sér plötuna Rio. Þeir hafa sent frá sér lög eins og Girls On Film, In My Own Way, Hungry Like A Wolf, Save A Prayer og Rio, sem öll hafa náð feikilegum vinsældum. Þeir voru t.d. einna fyrstir í hópi nýrra breskra hljómsveita til þess að ná vinsæld- um í Bandaríkjunum og nú um þessar mund- ir er nýjasta lagið þeirra, Union Of The . Snake, á hraðri leið upp þarlenda vinsælda- listann. Ný stór plata, Seven And The Ragged Tig- er, er nú nýútkomin og heyrist mér þar á ferðinni plata sem á eftir að útvega lög á vin- sældalista næsta árið. Hver þau verða er frekar erfitt að segja til um en mér virðist af nógu að taka til útgáfu á litlum plötum. Ég veðja þó einna helst á Shadows On Your Side, The Reflex og Of Crime And Passion. Tónlistin á plötu þessari er í sama dúr og Duran Duran hafa áður verið að senda frá sér, þ.e. auðgripin popptónlist með sterkum danstakti. Hljóðblöndunin er þannig að hún ætti ekki að særa neinn en viss kraftur er þó í tónlistinni. Ekki get ég nú sagt að Duran Duran hafi verið ofarlega á persónulegum vinsældalista mínum til þessa en ég get þó vel skilið þær vinsældir sem þeir njóta og ég get vissulega hugsað mér verri partý- og danstónlist. Það er nú líka svo sem sama hvað ég segi, tónlist Duran Duran á eftir að heyrast mikið á næst- unni, bæði hér og annars staðar. Clarence Clemons And The Red Bank Rockers — Rescue Ég hef lengi vitað að Clarence Clemons væri skemmtilegur saxófónleikari, sem skip- ar stóran sess í E Street bandinu hans Bruce Springsteen. Þegar ég hins vegar frétti að hann hygðist gefa út sólóplötu fylltist ég satt að segja efa- semdum. Yrði þetta ekki eins og oft vill verða, plata frá manni sem fyndist hann of lengi hafa staðið í skugga annarrar stjörnu og þætti nú tími til kominn að hann fengi svolítið stærri skammt af sviðsljósinu sjálfur. En Clarence Clemons og hljómsveitin hans, The Red Bank Rockers, komu mér svo sann- arlega á óvart með plötu sinni, Rescue. Clemons er nefnilega ekki í neinum stjörnuleik, heldur er hann hér aðeins einn af sterkri heild. Hans nafn er að vísu þekkt- ara en annarra í hljómsveitinni og því kannski ekki vitlaust að reyna að nota það í auglýsingaskyni. Að minnsta kosti freistað- ist ég til þess að líta þannig á útgáfu þessa. Tónlistin sem þeir eru að leika er nú raun- ar ekki neitt sérlega frumleg, þar sem hún er einskonar blanda af rokki og souli. Minnir hún nokkuð á soul-tónlist sjöunda áratugar- ins og þá sérstaklega hið svokallaða Stax soul. SöngvarinnJohn„JT“ Bowen er stjarna plötunnar. Hann er geysilega kraftmikill söngvari með nokkuð ráma og sterka rödd, sem minnir mann einna helst á Otis Redding og þó kannski miklu fremur á Wilson Pick- ett. Undirleikur er allur mjög kraftmikill og er þar einfaldleikinn fyrst og fremst látinn njóta sín. Allan þann kraft sem maður hefur orðið aðnjótandi að heyra úr saxófón Clem- ons á Springsteen plötum, er einnig að finna í ríkum mæli á Rescue. Lögin á plötunni eru sitt úr hverri áttinni, Baraflokkurinn — Gas tvlmælalaust besta Islenska platan á árinu, segir Gunnlaugur m.a. I umsögn sinni. eftir Gunnlaug Sigfússon| bæði ný og gömul, og verð ég ekki var við veikan hlekk í lagavalinu, þó sum lögin eins og Jump Start My Heart, Rock & Roll DJ, A Man In Love og Money To The Rescue, hafi hrifið mann fyrr en önnur. Rescue er svo sannarlega plata sem hefur komið mér á óvart og ég skemmti mér í botn við að hlusta á hana. John Hall & Daryl Oates— Rock'n Soul Part One Samstarf John Hall og Daryl Oates má rekja allt aftur til ársins 1967 en það var þó ekki fyrr en 1972 að fyrsta stóra platan undir Hall & Oates nafninu kom út. Ári seinna slógu þeir svo í gegn með She’s Gone en fyrsta lag þeirra til að komast inn á topp tíu í Bandaríkjunum var Sara Smile. Síðan hafa plöturnar og hítt-lögin streymt frá þeim jafnt og þétt. Nú hefur verið gefin út plata með nokkrum þessara laga sem heit- ir Rock’n SoulPart 1. Á henni er að finna átta lög þeirra er náð hafa vinsældum, auk þess sem þar eru einnig tvö ný lög, sem heita Ad- ult Education og Say It Isn’t So. Raunar segir nafn plötunnar nær allt um það hvers lags tónlist það er sem Hall & Oat- es flytja, þ.e. einskonar blanda rokk- og soul- tónlistar. Þeir semja ágæt lög, sem eru ósköp slétt og felld og hafa þó til að bera vissan sjarma, en fyrst og fremst eru þau ósköp þægileg. Þau renna mjög áreynslulaust í gegn og er þetta plata þeirrar tegundar sem ágætt er að skella á fóninn ef maður vill hafa þar eitt- hvað sem ekki truflar mann. Þar sem lögin á plötu þessari spanna tíu ára tímabil, finnst mér athyglisvert hversu góða heild þau mynda, enda hefur tónlist Hall & Oates ekki tekið neinum stökkbreyt- ingum á þessum tíma, þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á í poppheiminum. Ég held að ó- hætt sé að mæla með piötu þessari sem full- orðinsrokkplötu í nokkuð háum gæðaflokki. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.