Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 15.12.1983, Blaðsíða 21
KVIKMYNDIR Brœöurnir Bond eftir Árna Þórarinsson Bíóhöllin: Segdu aldrei aftur aldrei — Neuer Say Never Again Bandarísk: Argerd 1983. Handrit: Lorenzo Semple jr. Leikstjóri: lrvin Kershner. Aðal- hlutverk: Sean Connery, Klaus Maria Brand- auer, Barbara Carrera. Tónabíó: Octopussy. Bandarísk-bresk. Árgerð 1983. Handrit: George MacDonald Fraser, Richard Maiba- um. Leikstjóri: John Glen. Aðalhlutverk: Roger Moore, Louis Jourdan, Maud Adams. Nei, ég segi aldrei aftur að ég ætli aldrei aftur á James Bond-mynd. Þeir sem segja: „Aldrei aftur“ um James Bond vita hrein- lega ekkert hvað þeir eru að segja. Þetta hafa nú bæði Sean Connery og Roger Moore gert sér ljóst. Og framleiðendur jafnt sem áhorfendur eru voða glaðir yfir þessu. Myndirnar um njósnara 007, sem trúlega eru langlífasti samfelldi myndaflokkur sem gerður hefur verið síðustu áratugi, virðast spinnast áfram endalaust og eftirspurn svar- ar framboðinu. Nú vill svo skemmtilega til að í tveimur reykvískum bíóum má skoða tvo Bonda, — þá nýjustu frá Albert Broccoli & Co, sem frá upphafi hafa malað gull, fyrst með Sean Connery í hlutverki hetjunnar, og núna seinni árin með Roger Moore, og svo aðra nýja sem einhverjir framtakssamir peninga- menn nörruðu Sean Connery til að taka þátt í eftir langa hvíld. Connery hefði aldrei átt að segja aldrei. Þessar myndir báðar eru trúar þeim rauða þræði sem Bond hefur alla tíð hangið á: James Bond, njósnari hennar hátignar Bretadrottningar númer 007, er ævintýra - prins, riddari með(til þess að gera) hreinan skjöld í hildarleik stórvélda og alheims- glæpamanna, þar sem hans hlutverk er að koma í veg fyrir heimsyfirráð þessara illu afla með ómótstæðilegri blöndu af sjarma, hnyttni og kvenhylli, hugrekki, slóttugheit- um og tæknilegum uppfinningum, sem hann hefur í farangrinum. í báðum myndunum er það kjarnorkuógnin sem hinum frjálsa vest- ræna heimi stafar hætta af, í höndum annars vegar óðra Sovétmanna og hins vegar gráð- ugra glæpamanna. 1 báðum myndum leyn- ast ótal hættur og ótal konur, — sem yfirleitt er einn og sami hluturinn —, á vegi hetjunn- ar hugumstóru. Og í báðum myndum sigrar okkar maður. Nema hvað. En í samanburði er nokkur blæbrigða- munur á þessum myndum, sem helgast ekki síst af aðalleikurunum tveimur. Bæði Roger Moore og Sean Connery eru agaðir og fágað- ir fagmenn. Connery er hins vegar í eðli sínu alvarlegur leikari sem best nýtur sín í spennumyndum af greindarlegu sortinni. Moore er skelmir sem vandar sig alvarlega við að vera ekki alvarlegur. Never Say Never Again er Bond-mynd eins og þær voru á dögum Connerys, þar sem meiri áhersla er jafnvel lögð á rómantíska hlið hetjunnar en húmoríska . Moore er aftur á móti húmorískur Bond númer 1,2 og 3. Mynd Connerys er prýðileg afþreying, en geldur tiltölulega dauflegs handrits og held- ur þunglamalegrar leikstjórnar lrvin Kershners, sem stundum er hreinlega vond og hallærisleg (t.d. dans Bond og kvenhetj- unnar) og notar illa mun betri leikhóp en Octopussy hefur uppá á bjóða. Octopussy er einhver besta Bondmynd seinni ára, og svo virðist sem tekist hafi að endurlífga formúlu sem var orðin býsna þreytt í höndum aldinna leikstjóra og lot- legra handritshöfunda. Við sáum merki um þetta í næstsíðustu Mooremyndinni, For Your Eyes Only. Eg held að meginástæðan sé leikstjórinn sem þá kom til sögunnar og svo aftur núna, John Glen. Glen þessi var áður klippari og umfram allt er það einkar fimleg og harðskeytt hljóð- og myndklipping sem kýlir ltfi i gamla uppskrift. Hér nýtur ennfremur við uppáfinningasams handrits- höfundar, George MacDonald Fraser, sem kunnastur er fyrir sögurnar um Flashman. Ég held að þrátt fyrir ágætan Connery sé sú ieið sem Mooiemyndirnar hafa valið — siaukinn hraði og æ geggjaðri atburðarás — vænlegri til framhalds en sá tiltölulega ró- legi elegans sem einkennir Never Say Never Again. Eins konar ,,formáli“ að Octopussy er gott dæmi um afbragðs vinnslu á svona efni. Það er farið að slá í þá báða, Sean Connery og Roger Moore, en James Bond bíður þá bara annarra andlita. 007 segir aldrei aldrei. JAZZ Heitt og svalt eftir Vernharð Linnet Nýlega bættust tvær skífur í skífuröðina: 1 Love Jazz, sem CBS gefur út. Báðar eru þær í hópi hinna klassísku djassverka og hafa verið ófáanlegar lengi. Þetta eru Satch Plays Fats með Louis Armstrong og My Funny Val- entine með Gerry Mulligan. Skífa Armstrongs er með þeim betri er hann hljóðritaði eftir 1950 (upptekin 1956) og þarna má finna níu Waller-ópusa: Honey- suckle Rose.Blue Turning Grey Over You, l’m Crasy ’Bout My Baby, Squeeze Me, Keep- in’Out of Mischief Now, All That Meat And No Potatoes, I’ve Got A Feeling I’m Falling, Black And Blue og Ain’t Misbehavin. Að vísu má finna þrjú laganna á fyrstu skífunni í I Love Jazz seríunni: Louis Armstrong’s Greatest Hits, en sérhver Louis aðdáandi verður að krækja í þessa skífu. Þarna er margt vel gert, en bestur er Arm- strong í hinum hægari ópusum einsog Black And Blue og Blue Turning Grey over You. Þessi skífa var upphaflega gefin út á Col- umbiu (CS 8116) og kom snemma á Amer- íska bókasafnið við Laugaveg og þar fékk undirritaður hana lánaða fyrir rúmum tveimur áratugum og hlustaði sem berg- numinn. Ég var því dálítið eftirvæntingar- fullur er ég brá henni aftur á fóninn eftir öll þessi ár — því fjarlægðin gerir fjöllin blá og oft blikna þau listaverk er maður nam ungur við seinni kynni. En tímans tönn hefur ekki unnið á Mulligankvartettinum frá ’58. Enn er hann jafn Ijúfur, svalur, mjúkur og léttur sem fyrr. Það var árið 1952 að Gerry Mulligan setti á stofn píanólausan djasskvartett. Þar blés hann í barrytoninn, Chet Baker á trompet, Bob Whitlock á bassa (fljótlega leystur af hólmi af Carson Smith) og Chico Hamilton á Mulligan - Ijúfur, svalur, mjúkur og léttur sem fyrr. trommur. Þeir hljóðrituðu nokkrar skífur fyrir Prestige og slógu í gegn. Tónlistin var svöl og leikandi og djassunnendur ekki vanir að heyra í hljómsveit þarsem píanó fyrir- fannst ekkert. 1954 var hann enn með píanólausan kvartett þarsem Bob Brook- meyer blés í básúnu, Red Mitchell sló bass- ann og Frank Isola trommurnar. Þessi kvart- ett hljóðritaði stórkostlega tónlist á nokkr- um konsertum í París i júní 1954. Þriðji píanólausi kvartett Mulligans leikur á þess- ari skífu. Art Farmer blés í trompetinn, Bill Crow lék á bassa og Dave Bailey á trommur. Átta ópusar voru hljóðritaðir í desember .1958 og janúar 1959 og eru allir á skífunni. Þarna er My Funny Valentine og er það eini ópusinn er Mulligan hefur hljóðritað með píanólausu kvartettunum þremur. Art Farm- er gefur Baker og Brookmeyer ekkert eftir nema síður sé og flauelsmjúkur tónninn nýt- ur sín til fullnustu í undrafegurð laglínunnar, Mulligan raddar undir og blæs síðan snilld- arlega gegnsæjan sóló þarsem þetta þunga hljóðfæri svífur einsog fugl um loftin blá. Tveir aðrir standardar eru á skífunni: What Is There To Say og Just In Time. Art Farmer skrifaði einn blús fyrir sessjóninn fyrri: Blue- port,og Bill Crow tók upp þráðinn þar sem Farmer sleppti honum og skrifaði framhald fyrir seinni sessjóninn: News From Blueport. Mulligan á þrjá ópusa á skífunni: gamla þemalagið Utter Chaos, As Catch Can og yndislegt barroklag: Festive Minor. Við erum alltaf að bíða þess að Gerry Mull- igan heimsæki ísland. Ég ætla bara að vona að hann komi með eins stórkostlegan píanó- lausan kvartett og þennan sem hljóðritaði My Funny Valentine í kringum áramótin 58/9. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.