Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 3
 Askja í Öskjuhlíð ★ Brautirnar eru að verða klárar í nýja keiluspilasalnum í Öskju- hlíð, sem væntanlega verður opnaður um mánaðamótin. Það eina sem ekki virðist vera orðið klárt við þessa starfsemi er nafnið á henni. Þegar þessar myndir voru teknar um síðustu helgi stóð orðskrípið „bóling" enn stórum logandi Ijósum ofaná byggingunni. Tillaga um nafn á húsið og íþróttina: Askja. Það er þýðing á „bowl" og húsið stendur jú í Öskju- hlíð.TÍr ■ »> Fannhvítt frá FONN Ertu spenntur að komast á skjáinn? Einar Örn Stefánsson „Nei, ekkert sérstaklega. Þetta er annars dálítið skrítinn en þó nokkuð útbreiddur misskilningur, að maður sæki um starf sem fréttamaður sjónvarps til þess eins að fá að koma fram og sjást á skjánum. Ég er að minnsta kosti örugglega kominn yfir það, hafi ég einhvern tímann verið spenntur fyrir því." — En hvað réði því þá að þú vilt starfa þarna? „Ég er fyrst og fremst að hugsa um tilbreytingu. Ég hef þá kenningu að menn eigi að breyta um starf á svona fjögurra til fimm ára fresti, a.m.k. um vinnustað, ég held að það sé mjög endurnærandi fyrir menn." — Þú hefur komið vfða við á þfnum starfsferli, eða hvað? „Nei, ekki svo mjög víða. Ég var kennari í tvö ár eftir há- skólapróf í þjóðfélagsfræði. Svo fór ég á Þjóðviljann og var þar í fjögur og hálft ár, byrjaði í fararstjórn á sumrin síðasta árið mitt þar. Um svipað leyti var ég byrjaður að vera með þætti í útvarp- inu, frá 1974 reyndar. Síðan gerðist ég afleysingaþulur hjá út- varpinu 1979, byrjaði svo á fréttastofu útvarps í janúar 1981 og hef verið þar í akkúrat fjögur ár." — Þú talar um tilbreytingu, en eru þetta ekki svipuð störf, fréttamennska hjá útvarpi og sjónvarpi? „Jú, ætli það ekki. Að vísu kemst maður hjá sjónvarpinu aft- ur nær blaðamennskunni að vissu leyti, myndin er náttúrulega stór hluti, kannski stærsti hlutinn af því sem er gert í sjónvarpi. Það er einmitt þetta sem maður hefur oft saknað í útvarpinu, að fréttir og ýmsir skemmtilegir hlutir detta niður dauðir vegna þess að maður getur ekki sýnt þá." — Það virðist samt sem áður vera nokkuð útbreidd skoðun, að útvarpið standi sig betur í fréttum heldur en sjónvarpið. Hvað finnst þér? „Það má vel vera. En ég er nú kannski ekki rétti maðurinn til að dæma um það. Þetta er svolítið upp og ofan. Það spilar kannski inn í þetta að útvarpið hefur endurnýjast meira og svo hefur útvarpið, með sína níu fréttatíma á dag, miklu meiri möguleika en sjónvarpið á því að vera á undan með fréttirnar. En kannski má segja að stöðnunar hafi gætt í sjónvarpsfrétt- unum að vissu leyti undanfarin ár. Þær hafa verið með sama formi meira og minna og verið allt of lítill mannskapur, þannig að þær hafa ekki breyst jafn mikið og útvarpsfréttirnar." — Ætlar þú að reyna að breyta einhverju í sjónvarps- fréttunum? „Ég mundi gjarnan vilja breyta ýmsu ef vindar blása þannig, en ég geri það náttúrulega ekki einn." — Nú hefur þú bæði verið í innlendum fréttum og er- lendum hjá útvarpinu. ( hvorn flokkinn ferðu hjá sjón- varpinu? „Ég bara veit það ekki ennþá, en ég býst frekar við því að fara í innlendar fréttir. Annars hef ég gaman af hvoru tveggja, og ég held líka — svo maður komi aftur inn á tilbreytinguna — að allt of lítið sé gert af því að menn séu til skiptis í erlendum og inn- lendum fréttum. Þetta er eins og hvorar um sig séu einhver heil- ög vé. Menn eru annað hvort „erlendir" eða „innlendir" frétta- menn og það er oft eins og þarna sé einhver heilmikill múr- veggur á milli, sem enginn má komast yfir nema fuglinn fljúg- andi." — Ertu ekkert farinn að þreytast á fréttamennskunni sem slíkri? „Eftir öll þessi ár? Nei, ég held ekki. Ef svo væri þá mundi ég hætta þessu." Einar örn Stefánsson fréttamaður tekur við starfi fréttamanns hjá fréttastofu sjónvarps nú um mánaðamótin. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.