Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 12
OFBELDI MEÐAL FER VAXANDI ..Víðtækt vandamál,“ segir Hope Knútsson sem hefur kynnt sér málið og fer í dag á fund þingmanna með tillögur um lausn eftir Ómar Friðriksson myndir Jim Smart ,,Madurinn minn og ég eigum 2 börn, 7 og 10 ára. ímars í fyrra lók- um uid þau úr íslenska skólakerfinu þar sem þau uoru beitt ofbeldi í og í kringum skólann afhendi annarra barna sem þau þekktu ekki. Þetta uar allt aö þuí á daglegum grund- uelli og skólayfiruöldin sögdu uid okkur: „Takiö börnin ykkar úr skól- anum. Þetta er ekki heilsusamlegt umhuerfi fyrir börn." 16 mánuöi horföum uiö á börnin okkar breytast úr hamingjusömum einstaklingum í hrœddar mann- uerur. Þau komu oftar en einu sinni grátandi heim úr skólanum og þau fóru að fá martraöir sem aö mestu snerust um handahófskennt ofbeldi sem þau uoru beitt á skólalóöinni, skólagöngunum og stundum einnig í kennslustofunni. Viö hringdum og heimsóttum skólastjórann og yfir- kennarann á nokkurra daga fresti, eftir huert atuik." Það er Hope Knútsson, formaður Geðhjálpar, sem veitti ofangreinda lýsingu á reynslu fjölskyldu sinnar af ofbeldi í skólum. Hún er menntuð í sálarfræði og iðjuþjálfun og hefur starfað við geðiðjuþjálfun bæði hér á landi og í Bandaríkjunum í 18 ár. Hún hefur varið mikium tíma í að kynna sér þetta vandamál, ofbeldi sem börn verða fyrir af hendi skóla- félaga sinna og 14. jan. sl. flutti hún erindi á fundi Samtaka áhugafólks um uppeldi og menntamál sem hún nefndi Ofbeldi í skólum: Orsakir og lausnir. Þar staðhæfir hún að þetta vandamál sé orðið verulega útbreitt í skólum hér á landi. „í sumum skól- um er þetta ekkert stórt vandamál, en það er því verra í öðrum," sagði hún í erindi sínu. Vaxandi ofbeldi hér á landi Hope Knútsson lýsti áfram þessari sláandi reynslu í erindinu: „Ég fór að standa utan við skólalóðina á hverjum degi til að sjá hvað var að gerast og til þess að fylgjast með hversu víðtækt vandamálið væri. Ég eyddi nokkrum vikum á bóka- safni Kennaraháskólans til að upp- fræða sjálfa mig um vandamálið. Dag eftir dag fletti ég upp öllum þeim heimildum er ég fann um of- beldi í skólum. Ég skrifaði einnig til menntamálaráðuneyta í öðrum löndum og bað um upplýsingar um þetta málefni þaðan, hversu víðtækt það væri og hvaða leiðir hefðu verið farnar til úrbóta." Þá segir Hope að hún og eigin- maður hennar hafi talað við fjölda foreldra um það hvort börn þeirra stæðu andspænis sama vanda. „Að lokum stóðum við uppi með firnin öll af dæmum og sögum eftir þessa óformlegu rannsókn okkar," sagði hún í erindinu. „Mér var í reynd brugðið, og er þá lítið sagt, því ein aðalástæðan fyrir því að ég fluttist frá Bandaríkjunum til íslands var að komast burtu frá ofbeldi í þjóðfélaginu. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu mikil von- brigði það urðu mér að komast að því að ofbeldi er einnig vaxandi vandamál hérlendis," sagði hún við þá foreldra sem fundinn sátu. Það eru starfandi foreldrafélög í flestum skólum hér á landi en eru þau virk? Og hvert beina þau starf- semi sinni? Hope telur að þau hafi ekki beitt sér til að leita leiða til úr- bóta á þessu vandamáli. Hún segir að stjórn hennar foreldrafélags hafi ekki haft áhuga á að fylgja þessu máli eftir þrátt fyrir hvatningu hennar og skólastjórans. Hún segir að það veki hjá sér ugg að heyra að foreldrafélög flestra skóla hér á landi séu lítið annað en „auka- skemmtifélög fyrir skólana sem halda basara og kökukvöld". Síðast- liðið vor skrifaði Hope Knútsson grein í DV og viðbrögðin urðu á einn veg. „Margir höfðu samband við mig og án undantekninga var mér þakkað fyrir þetta framtak mitt. Sá fyrsti sem hafði samband var Helgi Seljan alþingismaður. Fólk sagðist kannast við vandann og ekki einn einasti maður gaf í skyn að hann kannaðist ekki við vanda- málið, heldur fékk ég enn fleiri dæmi um ofbeldi í skólum til að bæta í safnið." Árásir af handahófi Það eru mörg hrikaleg dæmi í því safni um ofbeldi barna. Lítum á nokkur sem Hope lýsti í erindi sínu: „Tveir 14 ára drengir, í nýtísku „punk-klæðnaði, standa rétt utan við skólalóðina er 6 ára drengur fer hjá. Þeir snúast á hæli, samtímis, hrifsa í ökkla hans, lyfta honum upp, svo höfuðið snýr niður og slengja honum í stéttina fjórum sinnum. Þá fleygja þeir honum niður, henda sér yfir hann og slá hann í andlitið. Þeir yfirgefa staðinn hlæjandi, en eftir stendur yfir sig hræddur 6 ára drengur veinandi af kvölum. Tveim mínútum seinna endurtaka stóru strákarnir þetta allt og nú er fórnar- lambið 7 ára stúlka." Annað dæmi úr öðrum skóia: „Þar skríða þrjú 6 ára börn í örvingl- an í drullunni undir lausu kennara- stofunum, skítköld og skjálfandi, til að reyna að fiýja daglega árás 13 og 14 ára stráka í skólanum. 8 ára strák- ur er í fullan klukkutíma að komast heim úr skólanum sem venjulega er 5 mínútna gangur. Hann var eitur og honum ógnað af hópi 13 ára barna sem hann hafði aldrei séð fyrr." Og lengi má halda áfram við að rekja einstök dæmi úr þessari til- veru íslenskra skólabarna þar sem ofbeldi er sagt fara mjög vaxandi. Hversdagslífið einkennist í síaukn- um mæli af hörku og óöryggi: „7 og 8 ára pjakkar vaða um með vasa- hnífana sína og leita að einhverju til að skera. Stundum skera þeir bara hárið af litlu stelpunum sem þeir hitta," segir Hope Knútsson. „Chicago?" spyr hún. „New York? Nei, Reykjavík, Kópavogur og Garðabær eru sögusviðið. Þetta er handahófskennt ofbeldi. Þessi börn þekkja ekki einu sinni hvert annað. Þau eru ekki bekkjarfélagar að hrekkja jafnaldra sína. Áður fyrr þótti skömm að því að ráðast á minni máttar en á íslandi í dag er það talið sport. Hvað er að gerast?" Og hún bað viðstadda að setja sig í spor 6 eða 7 ára barns „sem verður á hverjum degi á leiðinni í skólann að horfast í augu við óttann við að ef til vill verði á það ráðist allt í einu, án tilefnis og það meitt". „Getur barn lært nokkurn skap- aðan hlut ef það er dauðhrætt um líkamlegt öryggi sitt allan skóladag- inn?" spyr hún. „Hvað getum við sagt við börnin okkar þegar þau koma úr skólanum grátandi vegna þess að ráðist hefur verið á þau nokkrum sinnum í vikunni?" heldur hún áfram. „Hvað getum við sagt er þau segja okkur að kennarinn bölvi þeim og brúki við þau ruddaorð- bragð sem hræðir þau? Hvað á að segja við 6 ára barn sem er að hefja skólagöngu er það kvartar undan því að kennarinn beiti ofbeldi, hristi 12 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.