Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 22
SKAK Grimm keppni í Gausdal Skákmótið í Gausdal hefur naumast farið framhjá neinum sem fylgist eitthvað með fréttum, svo tvísýn sem keppnin var þar. Margeir Pétursson hleypti sér í ham og tókst að ná efsta sætinu ásamt hinum unga skáksnillingi Norðmanna, Simun Agdestein. Þarna voru samankomnir flestir snjöllustu skákmenn Norður- landa, tveir frá hverju landi nema þrír frá Noregi og íslandi. Við sendum þrjá af fjórum okkar bestu skákmanna: Helga Olafsson, Jó- hann Hjartarson og Margeir Pét- ursson; Danir gátu heldur ekki sent öflugri menn en sjálfan Bent Larsen og nýbakaðan heimsmeist- ara ungra manna, Curt Hansen. Svipað má segja um finnsku full- trúana, en Svíar eiga fleiri jafnoka þeirra Ernsts og Schússlers, þótt báðir séu í allra fremstu röð sænskra skákmanna. Og ekki hefðu Norðmenn getað valið sína fulltrúa betur þótt ungir séu. Agdestein er á 18. ári, hefur um skeið verið talinn einhver efnileg- asti skákmaður á Norðurlöndum og náði stórmeistaraáfanga á Ólympiuleikjum skákarinnar í Þessaloníku í haust. Berge Östen- stad varð unglingameistari Norð- manna í fyrra en skákkóngur þeirra í ár, og hafa ekki aðrir leikið það eftir. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, að Bent Larsen tækist ekki að vinna sigur á svæðismóti, en hann hefur löng- um verið mistækur og snerpan er farin að minnka. Hann tapaði fyrir Margeiri í fyrstu umferð, afar flók- inni og spennandi skák. I næstu umferð tapaði hann fyr- ir landa sínum, og góður enda- sprettur nægði ekki til að vinna það forskot upp. Agdestein byrjaði líka illa, tapaði meira að segja þremur skákum, en barðist af ótrúlegri hörku og tókst að vinna sjö skákir, fleiri en nokkur annar á mótinu. Mótið var haldið á fjallahóteli í Gausdal í Noregi og var því lítið um áhorfendur. Norðmenn eiga sinn Jóhann Þóri, mann sem hefur sýnt feikna dugnað við að koma skákmótum í gang og efla þannig skáklíf í Noregi. Sá heitir Arnold Eikrem og var einnig frumkvöðull þessa móts. Eikrem hefur boðið ís- ienskum skákmönnum á mót sín í Noregi og nú hefur Skáksamband Islands boðið honum á skákmótið sem hér á að fara fram í febrúar til þess að halda hátíðlegt sextíu ára afmæli Skáksambandsins. Nú kann einhver að spyrja af hverju mótið heiti svæðismót. Al- þjóða skáksambandið FIDE hefur skipt heiminum í skáksvæði. Þar eru haldin svæðismót þar sem bestu skákmenn svæðisins eiga þátttökurétt. Efstu menn á þeim komst aftur áfram í áskorendaein- vtgi. Sá sem sigrar þar að lokum er þarmeð orðinn áskorandi heims- meistarans. Svæðismót er því fyrsti áfangi í keppninni um heimsmeistaratitilinn. Hver lota í þeirri keppni hefur tekið þrjú ár, en eftirleiðis á hún ekki að táka nema tvö ár, þannig að teflt verði um titilinn annaðhvort ár. Þá er betra að einvígin verði ekki aðrir eins miðgarðsormar og það sem nú stendur, enda virðist sjálfsagt að breyta einvígisreglunum, en sú saga verður að bíða annars þáttar. Hér kemur skák úr miðju mót- inu, viðureign Margeirs við Yrjola sem er stigahæsti skákmeistari Finna nú. Margeir teflir drekann, vinsælt afbrigði Sikileyjarleiks, gegn kóngspeðsbyrjun Yrjola, og fær öllu betra tafl, en missir aðeins eftir Guðmund Arnlaugsson tök og hallar heldur á hann um skeið, en undir lokin tekst Mar- geiri að snúa taflinu sér í vil. Yrjola — Margeir Pétursson 01 e4 c5 03 d4 cd4 05 Rc3 g6 07 0-0 Rc6 09 Be3 Be6 11 Bf3 Ra5 13 Rd5 Bxd5 02 Rf3 d6 04 Rxd4 Rf6 06 Be2 Bg7 08 Rb3 0-0 10 f4 Hc8 12 Rxa5 Dxa5 14 ed5 Db4! Margeir nær undirtökunum. Nú mundi 15. b3 opna allar gáttir (15. — Re4). Yrjola hugsaði sig mjög lengi um áður en hann lék: 15 Hbl Dc4 16 Bxa7 Dxf4 17 Hel Hfe8 Betra var að leika fyrst Da4, því að nú á drottningin ekki aftur- kvæmt á drottningarvænginn. 18 c3 h5 19 Bf2 Rd7 20 He4 Df5 21 Hb4 Hc7 Hvítur hefur náð frumkvæðinu aftur. 22 Be4 Dg5 23 Dcl Dxcl 24 Hxcl Be5 26 c4 Ha8 28 Be4 Rc5 30 g3 Ra4 25 Bf3 Kg7 27 a3 g5 29 Bf5 Ha6 31 b3 Nú kemst riddarinn inn fyrir víg- línurnar. Reyna mátti 31. Hc2, svartur lætur þá líklega tvo menn fyrir hrók og tvö peð: 31. Hc2 Rxb2 32. Hxb2 Bxb2 33. Hxb2 Hxa3 með tvísýnu tafli. 31 ... Rc3 32 Hc2 Kf6! 33 Bd3 Hxa3 Nú er svartur aftur ofan á. 34 Bb6 Hc8 35 Be3 Rdl! 36 Bcl Hal 37 Kg2 Hca8 38 Hxb7 H8a2 Síðustu leikirnir fyrir tímamörk- in hafa löngum verið varasamir. Hér leikur hvítur af sér manni, en það breytir ekki miklu, hann er greinilega orðinn undir í barátt- unni. 39 Bd2 Hxc2 40 Bxc2 Ha2 og hvítur gafst upp. VEÐRIÐ Þetta hafa þeir á Veðurstof- unni að segja um helgarveðrið: Norðan- og norðaustan átt verður ríkjandi enn um sinn með éljagangi norðan- og aust- anlands en búast má við því að úrkomulaust verði annarstaðar á landinu. Frost verður á bilinu 4—10 stig. SPILAÞRAUT S Á-K-G-10 Vestur spilar sex grönd. Norður H Á-K lætur út hjartadrottningu, sem T G-7-3-2 vestur tekur með kóngi. Lætur svo L Á-K-2 laufakóng. Báðir andstæðingar S D-2 fyigja lit. Hvernig vinnur þú spilið? H T L 6-5 Á-D-5-4 D-10-6-5-4 Lausn á bls. 10 LAUSN A KROSSGÁTU £ R 'fí H Ö S • i< E m U R 5 E / N T 'fí s T 'o R i m L fí R 5 K 'fí N fí £> S K / P B Pt R N U N G fí R 0 T fí D 5 fí T 7 N P Ú T P N R / <9 N / N 6 D fí e N £ /V N fí P ) L T / N N f) L fí 5 / R £ N fí F fí U K N fi R R P) e G L U /< T - m / Ð r /y S T P\ N 5 R fí R fí 5 * r fí m £ N T u K r fí V S ■ p) F r fí N m 'o 3 ■ R fí m / S R. F) U 5 ■ 'R L F fí R G fí T fí fí N N 'Ö • L 'fí Ð m • Æ r L R V / £ R / L L K r 'fí ö R B 7 V p L £ N G 1 £ / D '0 U / L m fí 5 K £ R P) u L L G £ / V u R L ~Ð 0 R aÍSÆE GÖM6U JTAFJR LB/r KvflfíTA UNV/R E/NS imi/HS M/Vjfl KYKRT jflYNT GEFUJfl SK.ST f<oNU GKjÓT HLjot) f/ÍR/t) NfíGLP fíÓ/nULL ÚT' Lim SÚPU SKÉU- HV/lÚd T KRfírmp 5/Ð/ ^ miZLTIR C-OR.SL 5Ö GP „ lé/kUR M'OTflR TOQ PRfl rlfl VÝPI FoRSK. KtyTiR SNjÓ^ DY/JGJR HflUNGf) SÉKHL- ENV. T/a/AR GflLflD fflHG > LflS' LE/Kfl lið/hK VA6UR ERF/UI R/r/t) TflLfí f LjOKfl upp TóN' SKflLV - OfNfíR K/Z/D EFLfí Wflp/uv LU? FflRHA Hr'oS SBLjfl DYRT SK.ST RUGL ! sL LoKKfí SÝL/ * HofíF/R H'RTT LflTfl FflRfí POKF) \ L KUttPRP 'OT/FjflN Vfl R „ nSKúfí //vv /3/W.Tís END. SomTfl ekkl FKÍSKfí Tóm r~ GlNHTfl OSfít)! MIKIt) 5 v/)/7<3 UR TflLfí Glu um RolT BoRG KYrr'l) ÚT' 5 KflGi MflLfR. SK-ST. Uf/L't GT möLBfí OTlHH 'PTT tónn ■) £N~D. 3 s'erhl * KfíUP LfíUST ULLfíR ORG. flFUI?t> IR BRfíGÐ 'fí ^ SUÐP, 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.