Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 11
A gaman að heyra fréttir af stórum frama íslendinga í útlönd- um, ekki satt? Þær glænýjustu eru af Sigurjóni Sighvatssyni, kvik- myndagerðarmanni og forðum poppara. Sigurjón hefur lengi verið með annan fótinn í Kaliforníu og samkvæmt bestu heimildum Helg- arpóstsins virðist hann hafa komið sér býsna vel fyrir þar í sólinni. Nú starfar Sigurjón aðallega við að gera skonrokksmyndbönd, og engir smá- karlar sem koma þar við sögu. Með- al þeirra rokkkúnstnera sem Sigur- jón hefur aðstoðað við að gera vídeóklippur eru Kenny Loggins, hljómsveitin Tears for Fears og Bob Seager. Allt nöfn sem unga fólkið þekkir mæta vel. Reyndar fylgir það sögunni að vídeóið sem Sigurjón gerði fyrir Bob Seager hafi kostað heila 150 þúsund dollara — sem færi víst langleiðina með að gera heila íslenska bíómynd. Af Sig- urjóni er það ennfremur að segja að nú í sumar hyggst Polygram-hljóm- plötufyrirtækið, einn af risunum á þeim markaði, ráðast í gerð sinnar fyrstu kvikmyndar. Það kvað eiga að verða hasarmynd og pródúsent- inn — hann heitir Sigurjón Sighvats- son. . . Þ essa dagana er verið að ganga frá ráðningu nýs fram- kvæmdastjóra Jafnréttisráðs, en Elín Pálsdóttir Flygenring lög- fræðingur hefur gegnt því starfi síð- astliðin þrjú ár. Hún hyggst nú taka sér launalaust leyfi í eitt ár og virðist allt benda til þess að Elsa Þorkels- dóttir gegni starfinu í fjarveru Elín- ar. Elsa hefur að undanförnu unnið sem lögfræðingur Barnaverndar- ráðs... að var ekki bara Óskar Guð- mundsson, ritstjórnarfulltrúi Þjóð- viljans, sem hætti störfum á blaðinu í kjölfarið á ritstjóraþrasinu um dag- inn. Það gerði einnig Þröstur Har- aldsson blaðamaður og segja heimildir Helgarpóstsins, að hann hafi nánast verið hrakinn af blað- inu, þótt þess sé skylt að geta, að hann mun hafa verið orðinn hálf- þreyttur á ástandinu og fiokksaf- skiptunum reglulegu. Hið alvarlega í málinu er það, að Þröstur var trún- aðarmaður blaðamanna gagnvart Blaðamannafélagi íslands. Sagan segir að Guðrún Guðmundsdótt- ir, framkvæmdastjóri Þjóðviljans, hafi staðið á bak við þetta, en hún er eiginkona verkalýðsleiðtogans Ásmundar Stefánssonar. Útslag- ið gerði afstaða Sigríðar Hönnu Sigurbjörnsdóttur auglýsinga- stjóra, sem hótaði ugpsögn ef Þröst- ur hætti ekki. Ossur ritstjóri Skarphéðinsson reyndi að bera klæði á vopnin en án árangurs. .. D ■ ■keykvíkingar munu ef til vill fá nýja útvarpsrás í afmælisgjöf þann 18. ágúst næstkomandi. Is- lenska útvarpsfélagið mun nefni- lega stefna að því að hefja útsend- ingar þann dag, ef allt fer að óskum og þeir verða ekki fyrir neinum töf- um af óviðráðanlegum orsökum... BJARTUR er bónaóur bíll ■ Komdu með bílinn eða láttu okkur sækja hann og þú færð nýbónaðan bílinn kláraðan samdægurs, fyrir sölu eða eigin ánægju. Við bjóðum uppá eftirfarandi þjónustu: • Tjöruhreinsun • Bón . Djúphreinsun (sæti og teppi) . Sprautun á felgum . Vélarhreinsun Opið alla virka daga frá kl. 8—19. Laugardaga frá kl. 9-18. VERIÐ VELKOMIN! MENU Forréttir Rjómalöguð skelfisksúpa. Cream of shellfish soup Kr. 340,- Fiskréttir Steikt lúðukótiletta með skelfiski og bakaðri kartöflu Coated halibut steaks with shellfish and baked potatoes Kr. 570,- Kjötréttir Nautalundir meö brie osti, rósapipar og kartöflum Tenderloin steak with brie cheese and potatoes Kr. 910,- Eftirréttir Eplaundur með heitri ávaxtasósu Apples with hot fruit sauce Kr. 210,- Sýnishorn af matseðli Njótiö góðra veitinga Opid allan daginn frá kl. 11.30 í sögulegu umhverfi Vesturgötu 4 - HafnarfirSi Simar 651130 - 651693 HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.