Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 19
dettur ekki í hug að koma til lífeyris- sjóðsins og krefjast þess að hann láni sér fyrir afborgunum og vöxt- um. Þetta er að mínu mati mjög hættuleg miðstýring á fjármagni," sagði dr. Pétur Blöndal. Jóhann Einvarðsson: „Lögin eru spor í rétta ótt" „Það var gert samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins með vel- vilja ríkisstjórnarinnar í vetur og þar voru þessi húsnæðismál stórt atriði," sagði Jóhann Einuardsson, aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra. ,,Sú lagabreyting, sem gerð var á lögunum um Húsnæðisstofn- un rikisins, var unnin af sérstakri nefnd sem forsætisráðherra skipaði. Nefndin fékk það verkefni að breyta lögunum með tilliti til þess sam- komulags sem gert hafði verið. Þannig að það ákvæði — sem þú spyrð sérstaklega um — þess efnis að menn fái lán í hlutfalli við það sem lífeyrissjóðirnir samþykkja að kaupa, er bein afleiðing af samning- unum í vetur. Það sem er nýtt í þessu er að menn fá ekki hámarkslán nema lífeyrissjóður viðkomandi kaupi fyrir a.m.k. 55% af ráðstöfun- arfé sínu og lágmarkslán, sé keypt fyrir 20%. Síðan kemur upp sú staða sem nokkuð hefur verið gagnrýnd, og það er það að ef lífeyrissjóðurinn kaupir ekkert fá sjóðfélagarnir ekk- ert lán. Til mín hafa hringt ýmsir aðilar, svo sem litlir sjálfstæðir atvinnurek- endur, listamenn, námsmenn o.fl. sem segjast ekki vera í neinum líf- eyrissjóði og fái þar af leiðandi ekki lán. En síðan 1980 hefur það verið lagaskylda að vera í lífeyrissjóði og allir hafa haft möguleika á að vera í lífeyrissjóði. Ég held nú ekki að lög- in séu ámælisverð að þessu leyti heldur geri þau það að verkum að menn gangi frekar í lífeyrissjóð en ella og tryggi þannig sína framtíð. Því tilgangurinn með lífeyrissjóðun- um er ekki bara sá að veita lán, heldur er fyrst og fremst verið að hugsa til elliáranna eða veikinda. Lögin eru spor í rétta átt Ég held að það fari ekkert á milli mála að það verður ekki ríkisvaldið sem þrýstir á lífeyrissjóðina um að kaupa skuldabréf af íbúðalánasjóð- unum, heldur verði það meðlimir lífeyrissjóðanna. Þess vegna held ég að niðurstaðan verði sú að allir líf- eyrissjóðirnir kaupi fyrir 55% af sínu ráðstöfunarfé. Þessi lög eru spor í þá átt að fólk fái lán á einum stað til að byggja eða kaupa, í staðinn fyrir að fara til líf- eyrissjóðs, Húsnæðisstofnunar og svo til bankanna. Þetta dæmi lítur vel út fyrir þá sem eru að byggja í fyrsta sinn. Viðkomandi fær 2.100.000,- króna lán og fyrir það má fá mjög frambærilega íbúð fyrir fólk sem er að byrja að búa." VERKFRÆÐISTOFUR, PRENTSMBJUR, AUGLÝSINGASTOFUR, BNSKÓLAR, TÆKNISKÓLAR, MYNDLISTARSKÓLAR 0G HEMU. Á ÖLLUM ÞESSUM STÖÐUM ERU NE0LT TEKNIB0RÐ 0G FYLGIHLUTIR ÞEIRRA ÓMISSANDI. Hjoiagfm lur fyrir ALLT í EINNI FERÐ KL teikm 'él Það er gott að eiga annað borð heima fyrst maður vinnur á annað borð heima Hjólaskáp ii NEOLT vörumar eru framleiddar af einum stærsta teiknivöruframleiðanda í heimi. Þær eru vandaðar og á hagstæðu verði. NEOLT teikniborð em nú í vaxandi mæli einnig notuð við teiknivinnu í heimahúsum. Þau em óneitanlega þægilegri en eldhúsborðið eða borðstofuborðið. Við NEOLT teikniborðið ertu alltaf í réttum stellingum og reynir ekki um of á bakið. Að lokinni notkun má leggja það saman. Þannig geymist það auðveldlega til dæmis á bakvið hurð. Það ber mörgum saman um að gott sé að eiga annað borð. Nú er nýkomið frá NEOLT: Teikniborð, margar gerðir og stærðir með stiUanlegri hæð og halla. KL teiknivélar, sem em arftakar JOKER teiknivélanna. Hirslur fyrir teikningar, bæði skápar til að geyma hangandi teikningar, skúffuskápar og grindur fyrir teikningar. Ljósaborð í þremur stærðum með fjórum útfærslum. Hæð og halli stillanlegt. Hjólaskápar fyrir ýmsa smáhluti og skjöl. Lampar og aðrir fylgihlutir, svo sem pennabakkar og rennur. cnm>- Hallamnúla 2 Sími 83211 ST0R4R SUÐR€N4R POTTK PLONTUR EINNIG FALLEGIR KERAMIKPOTTAR ORGARBLOMÍÐ SKÍPHOLTÍ 35 SÍMÍ: 3ZZI3 HELGARPÖSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.