Helgarpósturinn - 14.08.1986, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 14.08.1986, Blaðsíða 12
ómstólar landsins eru nú í réttarhléi eins og alþjóð veit. Færri velta aftur á móti fyrir sér réttmæti þessara réttarhléa sem ná til bæjar- þinga, borgardóms og hæstaréttar. Frí þessi ná til tveggja mánaða og styðjast við áratugagamla hefð. í „kerfinu" hefur enginn gert neinar athugasemdir við þetta en á meðan ærist almenningur yfir seinagangi dómstóla. Því hefur reyndar verið haldið fram að dómarar og aðrir slíkir þurfi flestir sumarfrí og allir sem betur mega sín í dómskerfinu eiga rétt á V/2 mánuði í frí. Á móti kemur sú röksemd að á flestum öðr- um vinnustöðum er mannekla vegna sumarfría leyst með afleys- ingum allskonar sem ætti víst að vera fær leið í landi sem er að fyllast af lögfræðingum. En réttarhléið blívur og vísast er það arfur frá þeim tíma þegar bændur og aðrir höfðingjar í málarekstri þurftu að komast heim til sín í heyannir, og hananú... u ■ ú mun það vera ráðgert að Viðar Víkingsson, kvikmynda- gerðarmaður og starfsmaður sjón- varpsins, festi á filmu eina smásögu Pórarins Eldjárns. Það mun vera sagan Tilbury, saga af meinlegum örlögum á stríðsárunum, og birtist hún í fyrsta smásagnasafni Þórarins, Ofsögum sagt... 11 ■ ll’ greindi í síðustu viku frá umsvifum svokallaðra „hermangs- fyrirtækja" í Keflavík, sem bæði eru stór og umsvifamikil þar í bæ. Hafi eitthvað móti þeim blásið hafa þessi sömu fyrirtæki með Járn og pípulagningaverktaka Keflavík- ur í broddi fylkingar haft málgagn á sínum snærum. Sagt er að JPK greiði vikulegan styrk til Sjálfstæð- isblaðsins Reykjaness að upp- hæð 75 þúsund krónur sem svo aft- ur ver allar þeirra gjörðir og ber til baka vondan fréttaflutning sam- keppnisblaðsins Víkurfrétta. Reykjanes kemur út vikulega, telur 8 síður og er dreift ókeypis. Auglýs- ingar í blaðinu eru sárafáar og er mál manna að það lifi að stórum hluta á styrkveitingum SPK og ann- arra. Eftir að Alþýðuflokkurinn náði völdum í bæði Keflavík og Njarðvík hefur Reykjanes haldið uppi mjög hatrömmu andófi gegn báðum þess- um bæjarfélögum, bæjarstjórum þeirra og öllum framkvæmdum. Við- brögð Keflavíkurbæjar voru að hætta alveg að auglýsa í Reykjanesi. Eitt aðalfréttablað Suðurnesja eru Víkurfréttir sem að eigin sögn er bæði frjálst og óháð. Reykjanes hef- ur aftur á móti svarað auglýsinga- 'banni Keflavíkurbæjar með því að hamra á tengslum Víkurfrétta og kratameirihlutans í Keflavík þar sem Páll Ketilsson ritstjóri og Vil- hjálmur Ketilsson nýskipaður bæjarstjóri eru jú bræður. . . Einsog menn muna varð full- trúi á Pósti og síma á Akureyri uppvís að fjárdrætti og var í upphafi talið að um eina milljón króna væri að ræða. Eftir því sem HP hefur fregnað mun mál þetta vera all- miklu viðameira, og segja heimildir blaðsins að undandrátturinn nemi einhvers staðar á bilinu 7—10 millj- ónum króna. Hann mun ná mörg ár aftur í tímann. Að sögn mun við- komandi embættismaður þegar hafa þurft að láta af hendi húseign sína og bifreið. . . |k| ■ ú liggja fyrir niðurstöður dómnefndar um skrifstofu- og þjón- ustubyggingu Alþingis, sem ætlunin HRAUN ÓTRÚLEG ENDING HRAUN - FÍNT_ hefur mjög góöa viöloöun viö flest byggingarefni og hleypir raka auöveldlega í gegnum sig. Mikið veörunarþol — stórgóö ending. er að reist verði í miðborg Reykja- víkur. Athygli vekur að Manfreð Vilhjálmsson arkitekt, sem hlaut önnur verðlaun í samkeppninni fyrir tillögu sína, hefur um áratuga skeið verið náinn samstarfsmaður eins þeirra sem áttu sæti í dóm- nefndinni, þ.e.a.s. Þorvalds S. Þorvaldssonar skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar. Opinberlega reka þeir Manfreð og Þorvaldur ennþá saman teiknistofu. Hitt er annar handleggur að samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafélags Islands mega starfsmenn þeirra sem sitja í dómnefndum ekki taka þátt í þvílíkum samkeppnum. En svona er þetta. . . Víð samfögnum borgarbúum og landsmönnum öllum á 200 ára afmælí höfuðborgarínnar og lokum frá hádegí á afmælísdegínum 18. ágúst svo að víð getum tekíð þátt í hátíðahöldunum ^ SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA Fjárhagsdeild Fræðsludeild Búnaðardeild Byggingavörusalan Suðurlandsbraut 32 og Krókhálsi 7 Búvörudeild Sjávarafurðadeil Skipadeild Verslunardeild Herraríki Snorrabraut 56 og Glæsibæ Austurstræti 10 ambandsíns og arahlutaverslun Búnaðardeildar Ármúla 3 VINNUM SAMAN! VERUMMEÐ! RAMMA MIÐSTOÐIN SIGTON 20 - 105 REYKJAVlK - Álrammar 15 stærðir Margir litir Smellurammar 20 stærðir Plaköt mikið úrval Innrömmun Opið á laugardag 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.