Helgarpósturinn - 14.08.1986, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 14.08.1986, Blaðsíða 15
„ÍSLENDINGAR HELSTI HRIFNIR AF SJÁLFUM SÉR" Mér er hætt að lítast á blikuna. Sandro er sá einkennilegasti ferða- maður sem ég hef hitt. Sök sér að hann er ekki með myndavél framan á maganum en mér finnst að hann ætti að hafa meiri áhuga á að skoða sig um í borginni. Þegar við erum sest niður á Torfunni, spyr ég hann hvers vegna í ósköpunum hann hafi komið til íslands. „Tja, mig langaði ekki til Bandaríkjanna og ítalskir kunningjar mínir sögðu mér að ís- land væri fallegt land.“ Og hvað veistu um þjóðina sem býr hér? spyr ég. „Jú, mér var sagt að íslendingar væru helsti hrifnir af sjálfum sér, að hér ríkti töluvert kvenfrelsi og að Is- lendingar væru bókelsk þjóð sem ætti engan her.“ ,,Nú, þú veist heil- mikið," segi ég. „Veistu annars hvað við erum rnörg?" Nei, og hann rekur upp stór augu þegar ég segi honum að við séum aðeins tæplega 250 þúsund. „Annars gæti ég alveg hugsað mér að setjast hér að, flytja inn spaghettí og selja blóm og tré. Það finnst mér vanta. En það er svo- litið erfitt fyrir mig að hafa strax á fyrsta degi mótaðar skoðanir á landi og þjóð, þú verður að skilja það.“ Og auðvitað skil ég það, en er samt oggulítið vonsvikin yfir að hann skuli ekki ryðja út úr sér lofi og prísi um þessa kröftugu menningarþjóð sem hefur marga hildi háð við óbeislaða náttúru í harðbýlu landi. Og mig óar við þvi að þurfa að fara með honum á einhverja ameríska/- þýska sæens fiksjón mynd sem er merkileg fyrir það eitt að vera ekki tekin á Islandi. En ég má víst ekki mótmæla. Stend mig að vísu að því á Torfunni að spyrja hvort hann hafi alltaf verið svona feiminn og ja... frekar áhuga- laus, og þegar ég var óbeint búin að lýsa vanþóknun minni á myndinni með því að hika við að borga að- gangseyrinn, týni ég honum í þvög- unni við sælgætissöluna. Eg leita skelfingu lostin að honum í báðum myrkvuðum bíósölunum, dauð- hrædd um að hann hafi stungið af, sármóðgaður yfir spurningum mín- um, en sé hann loksins þegar ég er komin aftur fram og þá hafði hann bara brugðið sér á klósettið. Brosir feimnislega til mín og við förum inn í salinn og horfum á tveggja tíma... eitthvað sem ég alla jafna væri ekki æsti að sjá. HEFUR OF LÍTINN ÁHUGA FYRIR MINN SMEKK Myndin er búin og andrúmsloftið gerist enn þrúgaðra. Mér er skapi næst að draga hann á alla þá staði sem hann kærir sig ekki um að sjá. „Hvað viltu annars gera,” spyr ég, en hann skýtur bara feimnislega fram neðri vörinni. „Viltu sjá aðra kvikmynd," spyr ég. „Nei,“ segir hann. Ég dreg hann inn í ullarvöru- búð og spyr'hvort hann langi ekki til að eignast eina lopapeysu. „Þetta er svosum ekkert ljótt og ég geri ekki ráð fyrir að þetta sé svo dýrt,“ segir hann áhugalaus. „Við getum ekki staðið svona úti í rigningunni," segi ég þegar við erum komin aftur út. „Viltu kannski fara og hvíla þig svo- lítið?" spyr ég. Hann yppir öxlum. „Viltu kannski að við sækjum bílinn minn og keyrum um bæinn?" Hann horfir særðum augum á mig. Yppir aftur öxlum. „Viltu það ekki," spyr ég vingjarnlega. „Jú, jú,“ segir hann með semingi. Og af því hann er svo hrifinn af sjónum, keyrum við niðrá höfn. ÞÝSKIR LANDHELGIS- BRJÓTAR STAÐNIR AÐ VERKI Sjórinn er grænn og úfinn. Við stökkvum út úr bílnum og upp í ein- manalegan vita. Sjórinn skvettist framan í okkur. Hlaupum aftur inn í bíl og hann segir mér frá pólitísku ástandi á Italíu, þar sem spilling, skrifræði og mafíósar eru alls ráð- andi. Ég spyr hvort hann geti í ein- lægni hugsað sér að setjast að á ís- landi og gerast trjáa- og blómasali. „Nei,“ segir hann. „Ítalía væri fín ef það tækist að uppræta þessa agnúa á samfélaginu. Fjölskylda mín er þar og allir vinir mínir og vinnan mín sem ég er ánægður í. En mér virðast Islendingar vera svo frjálsir og Reykjavík hafa alla kosti stór- borgar og líka alla kosti lítillar borg- ar. Og hér er svo mikil litadýrð. Veistu, að ég kann nokkur orð í ís- lensku? Ég las bók um íslenska mál- fræði.“ Nú er ég hissa og bið hann að segja eitthvað. „Noj,“ segir hann vandræðalega. „Nei, sjáðu," segir hann og bendir á tvo menn í regn- galla sem eru að reyna að veiða fisk á stöng á hafnarbakkanum. „Ég er hrædd um að þetta þýði lítið," kalla ég á ensku til mannanna þegar við erum komin út. „Af hverju," spyr annar þeirra með þýskum hreim, „þetta gekk ágætlega á Húsavík og Akureyri." Ég næ í myndavélina en Þjóðverjarnir setja veiðistöngina í hendurnar á Sandro og færa sig glottandi nokkur skref í burtu en Sandro horfir vandræðalega um öxl á mig þegar ég smelli af. Að því búnu rífur annar þeirra stöngina til- baka og kastar aftur út. „Hér er skít- kalt og allt hræðilega dýrt en annars ágætt," segir Edgar sem segist vera frá Bremen. Við Sandro brosum. „Það borgar sig nú samt fyrir ykkur að fara frekar í fiskbúð en að dorga hérna, þvi þótt allt sé dýrt er fiskur ekki svo dýr,“ segir ég. „Hann er víst dýr,“ segir Edgar. Við þráttum um fiskverðið svolitla stund þangað til Sandro spyr á bjagaðri þýsku hvort þeir séu í heimsókn. „Hvað er hann að segja,“ spyr Edgar mig, hvass. „Hann fékk nú ekki að klára setn- inguna," segi ég, „en hann var að spyrja að því hvort þið væruð ferða- langar og ég hugsa að hann hafi ætl- að að spyrja hvað þið hafið verið lengi á landinu." Sandro kinkar kolli. Þjóðverjinn segir að þeir hafi verið á landinu í hálfan mánuð og þetta sé í annað sinn sem þeir komi til landsins. Þetta sé ágætis land þótt ekki sé mikið um að vera í Reykja- vík. „Hvað haldiði að maður hafi gaman af því að skoða endalaust einhver söfn.“ Við Sandro lítum hvort á annað og hlæjum. „Hvar bú- iði?“ spyr ég. Edgar segist búa í tjaldi inni i Laugardal en Bernd vin- ur hans búi á farfuglaheimilinu við hliðina á. Ég spyr hvort ég eigi ekki að skutla þeim inneftir, þeir geti ekki hangið svona í kuldanum og rigningunni við þessa vonlausu iðju. Þá brosa Þjóðverjarnir og þakka innilega fyrir en segjast ætla að reyna örlítið lengur. PULSUR OG LIGHT NIGHTS Sandro er svangur þegar við er- um búin að aka svolítið um miðbæ- inn, Síðumúlann, nýja miðbæinn og komin alla leið upp í Breiðholt. „Hvað viltu borða, viltu fara á mat- sölustað," spyr ég. Nei, hann vill smakka ,,fast-food“ eða það sem við köllum sjoppufæði. Ég segi honum Sandro langaði ekki mikið í lopapeysu. frá puisum og honum líst vel á það. Fær sér eina með öllu í Nesti á Ár- túnshöfða. Spyr mig síðan hvort ég sé ekki til í að koma með á þessa leiksýningu sem ég hafi verið að tala um, hann geti svosem alveg hugsað sér að sjá hana. Og við á Light Nights i Tjarnarbí- ói. Um 60 útlendingar horfa á slæds- myndasýningu og leik á sviðinu. Sandro segir ekkert í hléinu, bregð- ur sér strax á klósettið. Eftir á segir hann að fyrri hlutinn hafi verið ágætur en seinni hlutinn ekki eins góður. Spyr mig hvort víkingarnir hafi virkilega verið klæddir í svona litrík föt á landnámsöld. Nú yppi ég öxlum og brosi vandræðalega. SANDRO LÍST VEL Á NÆTURLÍFIÐ En Sandro verður að sjá næturlíf- ið og það finnst honum líka spenn- andi. Hafði heyrt að íslendingar drykkju mikið og yrðu haugafullir. Hafði samt aldrei heyrt að hér væri enginn bjór og er steinhissa. Smakk- ar bjórlíki á Gauknum og kann ekki við „lúmskt" vískýbragðið. En sér engan fullan íslending. „Klukkan er ekki orðin verulega margt," útskýri ég. „En hér er samt troðfullt," segir hann hissa. „Já, það er nú oftast þannig," og uppgötva um leið að þótt allir stólar séu setnir, finnst mér ekki fullt, því við erum þau einu sem stöndum á miðju gólfi. Sandro líst vel á staðinn og brosir mikið. Við ferum okkur yfir á Fó- getann, þar sem íslensk kona syng- ur fyrir hann ítalska aríu. Það finnst honum mjög fyndið. Kemur hins vegar ekkert á óvart þótt allir haldi að hann sé íslendingur. En ég er þreytt og langar heim til mín að sofa. Hann hvolfir þá í sig pilsnern- um og spyr svolítið skelkaður hvort ég geti ekki skutlað sér upp á Bræðraborgarstíg. „HVA, ÓSKÖP ER BORGIN UNG!" „Mér finnst Islendingar vera svo- lítið eins og ítalir,“ segir hann bros- andi í bílnum, „troðfylla knæpur og tala hátt." Þakkar síðan pent fyrir sig og segist bara ætla í sund daginn eftir. „En ertu að segja satt, er Reykjavík bara að verða 200 ára gömul? Ósköp er hún ung,“ segir hann og vippar sér út úr bílnum. Og ég kinka kolli til sjálfrar mín í bak- sýnisspeglinum og brosi. Og þótt ég sé dauðþreytt og örlítið niðurdregin er ég samt spennt að vita hver hafi hæst í afmælinu. Og hlakka mátu- lega til... Á timabillnu 1. maí tll 30. sept.Á timabillnu 1, júnl tll 31. ýgiist Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brottför rútu til Rvk. Fimmtudaga: Samatimataflaog mánudaga. Föstudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00, eftirkomu rútu. Priðjudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00 eftir komu rútu. Frá Brjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar. Frá Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00 Viðkoma I inneyjum. Á tlmablllnu 1. iulf tll 31. áqúst Frá Brjánslæk kl. 19.30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Miðvikudaga: Frá Stykkishófmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00, fyrir brottför rútu. Viökoma er ávallt i Flatey á báðum leiðum. Bilaflutnlnga er nauðsynlegt að panta mei fyrlrvara. Frá Stykkishólmi: Frá Brjánslæk: Hjá afgreiislu Baldurs Hjá Ragnarl Guimundssynl Stykklshólmi, s.: 93-8120 Brjánslæk, s.: 94-2020. OPIÐ ALLA LAUGARDAGA MILLI 10-14 HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.