Helgarpósturinn - 14.08.1986, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 14.08.1986, Blaðsíða 13
ÍEikki fækkar forlögunum. Hríifn Jökulsson, sem er einn helstur hvatamaður félagsskaparins Besti vinur ljóðsins, er nú sagður vera að stofna bókaútgáfu og mun vera von á tveimur fyrstu bókunum frá fyrirtæki hans í lok þessa mán- aðar. Um er að ræða gamla ljóða- bók og nýja. Sú gamla heitir Flugur, og er eftir Jón Thoroddsen; hún kom fyrst út árið 1922, en hefur ekki verið endurútgefin þar til nú. Vert er að minna á að á ljóðakvöldi á Hótel Borg 28. maí síðastliðinn var lesið upp úr þessari gömlu ljóðabók, og er óhætt að segja að þar hafi Jón Thoroddsen fengið uppreisn æru, einum sextíu árum eftir harmsögu- legt og ótímabært andlát sitt. Nýja ljóðabókin sem Hrafn mun ætla að gefa út heitir Náttvirkið, eftir Marg- réti Lóu Jónsdóttur, sem áður hefur sent frá sér ljóðakverið Glerúlfa. Heyrst hefur því fleygt að nýja bóka- forlagið verði látið heita í höfuðið á ritverki hins upprisna Jóns Thor- oddsen: Flugur... U I lún birtist í ýmsum myndum misklíðin á stjórnarheimilinu. Nýj- asta dæmið er frá Selfossi. Fyrir löngu síðan var þár auglýst eftir starfskrafti sem ætti að annast út- keýrslu pósts í nágrannasveitunum. Starfið virðist vera mjög eftirsókn- arvert því alls sóttu 46 einstaklingar um starfið. Bæði karlar og konur. En eitthvað virðist vefjast fyrir mönn- um að úthluta starfinu því viðkom- andi átti að hefja störf 1. ágúst en ekki er enn búið að gera upp á milli hinna 46 umsækjenda. Við heyrð- um það hér á HP að ástæðan sé sú að Steingrímur Hermannsson, Þorsteinn Pálsson, Eggert Hauk- dal og jafnvel fleiri eigi sinn upp- áhaldsumsækjenda og að þeir séu enn að bítast um það hver hreppi hrossið. Engin von virðist til þess að það verði kona þar sem kvenkyns- umsækjendur virðast ekki þekkja til ráðherra eða þingmanna eftir því sem okkur er sagt... l síðasta Lögbirtingablaði eru til- kynningar um afstaðna aðalfundi Flugféiags íslands hf. og Loft- leiða hf. og er þar birtur listi yfir stjórnarmenn, varamenn í stjórn og endurskoðendur. Báðir aðalfundirn- ir voru haldnir 6. júní sl. og er nafna- listinn nákvæmlega hinn sami í báð- um tilvikum. Ekki nóg með það, heldur eru þetta þar að auki sömu nöfnin og finna má í stjórn enn ann- ars félags, Flugleiða hf. Þegar leit- að var skýringa á því að sömu aðilar sætu í stjórn þessara aflögðu flugfé- laga, kunni kynningardeild Flug- leiða ekki svör við því. Ástæðan fyr- ir því að stjórn Flugleiða endur- speglast á þennan hátt á tveimur öðrum stöðum mun hins vegar vera sú, að aðstandendur gömlu félag- anna vilja ekki missa heiti þeirra. Svo einfalt er það. Ef þeir viðhéldu ekki fyrirbærunum á pappírnum, misstu þeir nefnilega tilkall til nafn- anna, Flugfélag íslands og Loftleið- ir. Svo er auðvitað gott að eiga þessi nöfn í bakhöndinni ef leiðir skil- ur... mM ■ ú verður líklega forvitni- legt að sjá hvernig nýjar útvarps- og sjónvarpsstöðvar ætla að haga dag- skrá sinni. Við höfum frétt að Bylgj- an, ekki hárgreiðslustofan heldur útvarpsstöð Islenska útvarpsfé- lagsins, ætli að hafa fréttir og fréttatengt efni á dagskránni milli 5 og 7. Yfirumsjónarmaður þessa dagskrárliðar er ekki af slorlegri sortinni — nei, það er sjálfur Hall- grímur Thorsteinsson, gamal- reyndur Ríkisútvarpsmaður og reyndar Helgarpóstsmaður líka. . . leira af útvarpsmálum. Þar hugsa ýmsir sér til hreyfings, þar á meðal kristilegir sem kváðu ætla að setja á stofn útvarpsstöð í nafni Frjálsrar kristilegrar fjöl- miðlunar. Þessi starfsemi mun tengjast Fíladelfíusöfnuðinum og er ráðgert að hefja útsendingar í september. Forráðamaður stöðvar- innar heitir Eiríkur Sigurbjörns- son, en fjármagnið — það kemur víst að hluta til erlendis frá.. . v W ið skýrðum fra þvi í siðasta Helgarpósti að Sigurður G. Tóm- asson, áður umsjónarmaður þátt- anna um Daglegt mál, væri orðinn blaðafulltrúi afmælishátíðar Reykja- víkur. Þetta er víst ekki alls kostar rétt, því Sigurður er eingöngu blaðafulltrúi Sögusýningarinnar sem haldin er á Kjarvalsstöðum. Annar blaðafulltrúi mun vera Sig- urður Valgeirsson, meðritstjóri Heimsmyndar, sem sér um að kynna tæknisýninguna í Borgar- leikhúsinu. . . að getur margt skondið leynst í smáauglýsingadálkum dag- blaðanna. Um helgina rákumst við til dæmis á klausu í Morgunblaðinu þar sem auglýst var til sölu safn hljóðfæra. Og það eru engin venju- leg hljóðfæri. Hörpur, þrjár gerðir af austurlenskum síturum, sekkjapípa, tónatromma frá Trínidad — eða 25—30 hljóðfæri í allt. Eigandi þess- ara framandlegu hljóðfæra heitir - Hallgrímur Ingvaldsson og rak áður hljóðfæraverslunina Fossbæ á Selfossi. Nú er Hallgrímur að flytja sig um set í atvinnulífinu og hefur því afráðið að selja hljóðfærin — en vill að sögn helst selja þau öll í einu frekar en í stykkjavís... jEinn eina ferðina auglýsir Rík- isútvarpið-sjónvarp eftir tækni- mönnum til starfa, í þetta sinn eft- ir tæknistjóra, myndatökumanni, klippara, myndveljara og hljóð- manni. Nú ber hinsvegar svo við að þetta stafar ekki af margumtöluðum fólksflótta af tæknideild sjónvarps- ins, heldur af því að deildin er að bæta við sig starfskröftum. Það er gert til að hægt verði að halda úti nýja upptökubílnum á sómasam- legan hátt, en vegna hans verður vöktum á tæknideild fjölgað úr tveimur í þrjár. Upptökubílsins bíð- ur einmitt stórverkefni, að sögn verður það viðamesta beina útsend- ingin sem sjónvarpið hefur lagt í — það er auðvitað Reykjavíkurhá- tíðin 18da ágúst. . . HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.