Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 9
MARKAÐI löggjafinn okkar hefur verið full- seinn á sér í þessu, eins og reyndar mörgu öðru. En það er ekki þar með sagt að þessi fyrirtæki starfi utan laga og réttar. Þau þurfa að hlíta þeim lög- um sem ná yfir starfsemi þeirra í dag, til dæmis gjaldeyrislögum, lög- um um hlutafélög og þeim reglum er fjármála- og viðskiptaráðuneytið hafa sett um þessa starfsemi. Allar erlendar lántökur þessara fyrir- tækja fara síðan í gegnum gjaldeyr- iseftirlit Seðlabankans og við í bankaeftirlitinu teljum að okkur sé heimilt að krefja þau um þær upp- lýsingar sem við teljum nauðsynleg- ar. Þó það sé ekki tekið fram í lögum að okkur beri að hafa eftirlit með þessum fyrirtækjum, þá eru þau öll í eigu banka og verðbréfamiðlara, sem okkur er ætlað að hafa eftirlit með. Við teljum því eftirlitsskyldu okkar ná yfir dótturfyrirtæki þess- ara aðila. En það hefur reyndar ekki enn reynt á þetta,“ sagði Þórður Olafsson. Snemma á síðasta ári sendi fjár- málaráðuneytið frá sér auglýsingu um fjármögnunarleigu. Með henni var söluskattur felldur niður af þessari leigu. Þær reglur sem við- skiptaráðuneytið rýmkaði síðastlið- inn mánudag fjalla hins vegar um þá tollflokka sem heimilt er að kaupa til landsins í gegnum kaup- leigu. OPIN LEIÐ FRAMHJA SKATTINUM? í auglýsingunni frá fjármálaráðu- neytinu kemur fram að kaupleiga á vörum úr ákveðnum tollaflokkum sé ekki söluskattsskyld. Nokkrir af þeim vöruflokkum sem heimilt er að kaupa á kaupleigusamningi, sem fjármagnaður er með erlendum lán- um, standa utan við þessa auglýs- ingu. Af þeim má nefna fiskinet, steypumót, færibönd og húsgögn fyrir læknastofur. Þeir sem kaupa slík tæki á kaupleigusamningi þurfa því að borga 25% söluskatt. Sam- kvæmt heimildum Helgarpóstsins munu þess vera nokkur dæmi að söluskattur af kaupleigu á slíkum tækjum hafi ekki skilað sér. Kaupleigufyrirtækin hafa í aug- lýsingum sínum haldið því fram að kaupleigunni fylgi skattalegar íviln- anir. Samkvæmt þessum auglýsing- um virkar það á þann hátt, að þar sem leigutíminn er í flestum tilfell- um styttri en afskriftartími tækj- anna sem keypt eru hljótist af því skattalegur hagnaður. Tökum dæmi: Fyrirtæki kaupir tæki á kaup- leigusamningi til þriggja ára. Kaup- verð tækisins er 2 milljónir króna og heimilt er að afskrifa það um 20% á ári. Þegar þóknun kaupleigufyrir- tækisins, vextir og annar kostnaður eru lögð ofan á er verð tækisins komið í 2,56 milljónir króna (raun- vextir á kaupleigusamningum nema allt að 28%). Miðað við fast verðlag eru því árlegar leigugreiðsl- ur 853 þúsund krónur. Þá upphæð gjaldfærir fyrirtækið og kemur hún því til frádráttar við álagningu skatta. Að þremur árum liðnum kaupir fyrirtækið síðan tækið á smávægilega upphæð og tekur að afskrifa það. Ef hins vegar annað fyrirtæki keypti samskonar tæki án milli- göngu kaupleigufyrirtækis gjald- færði það ekki nema 400 þúsund krónur vegna afskrifta fyrsta árið. Mismunurinn á gjaldaliðum á skattaskýrslum þessara tveggja fyr- BIG BANG A undartförnum ( tueimur árum hefur fjármálaheimurinn á íslandi tekid stakkaskiptum. Verdbréfa- markaðurinn hefur þanist út og má œtla að velta hans á þessu ári verði 6- 7 milljarðar krána. Eign þeirra ell- efu verðbréfasjóða. sem nú þegar hafa verið stofnaðir, er um 1,6-1,8 miUjarðar króna. Innlend fjár- mögnunarleiga hefur á einu ári vaxið úr nœr engu í um tveggja milljarða króna veltu á ári. Fyrirtœki á fjármagnsmarkaöin- um eru þegar farin að undirbúa nœstu skref. Búist er við að reglur um erlenda fjárfestingu verði rýmk- aðar. Einnig að skattalögunum verði breitt svo fjárfesting í híuta- bréfum hlíti sömu reglum og verð- bréfaeign. Með því rynnu stoðir undir hlutabréfamarkað. Á kom- andi árum er þuí von á enn frekari breytingum í fjármálaheiminum. Af atburðum síðasta árs má sjá hvert stefnir á þessum markaði. Ýmiss konar samstarf og samruni fyrirtækja í fjármálaheiminum hafa átt sér stað. Þetta samstarf takmark- ast ekki við íslensk fyrirtæki, heldur hafa ný fyrirtæki verið sett á lagg- irnar í samstarfi við erlend fjármála- fyrirtæki. Þessi þróun er um margt lík þeirri sem hefur orðið víðar á Vesturlönd- um. Fyrirtæki á fjármagnsmarkaði hafa, hvert fyrir sig, verið að leita inn á fleiri svið markaðarins. Þessu hefur fylgt uppstokkun á markaðin- um, yfirtökur, samruni og samstarf. UPPSTOKKUN Á TRYGGINGA- MARKAÐINUM Lítum á hvert þessi þróun er kom- in hérlendis. , ' Skýrastur hefur þessi samruni ef til vill verið á tryggingamarkaðin- um. Þar hafa fjögur tryggingaféiög verið stærst; Samvinnutryggingar, Sjóvá, Brunabótqfélagiö og Trygg- ingamiðstöðin. Á skömmum tíma gleypti Sjóvá Hagtryggingu, Trygg- ingamiðstöðin keypti Reykvíska endurtryggingu og Líftryggingafé- lag Sjóvá og Líftryggingamiðstöðin, dótturfyrirtæki Tryggingamið- stöðvarinnar, sameinuðust. Með þessum samruna hafa fyrirtækin náð hagkvæmari rekstrareiningum og aukið við starfsemi sína. Trygg- ingafélögin hafa einnig komið við sögu í öðrum geirum fjármála- heimsins. Fjármögnunarleigumarkaðurinn, sem varla getur talist eldri en eins árs, hefur líka getið af sér ný tengsl. Þar eru nú starfandi fjögur fyrir- tæki. Glitnir hf. var stofnað fyrir rúmu ári og nýtur enn forskots á markað- inum. Glitnir er í eigu norska fjár- málafyrirtækisins Nevi a.s. (49%), lönaðarbankans (35%) og Sleipner Itd. (16%), fjármálafyrirtækis í Lond- on í eigu fyrrverandi starfsmanna Citibank. Meðal eigendaSleipner er Edda Hetgason, dóttir Siguröar Helgasonar, fyrrverandi Flugleiða- forstjóra. í þessu samstarfi nýtur Iðnaðarbankinn reynslu hinna er- lendu fyrirtækja af fjármögnunar- leigu, auk þess sem Glitnir fær tryggan aðgang að erlendu lánsfé. BLOKKIR AÐ MYNDAST Lýsing hf. er næststærst af fjár- mögnunarieigufyrirtækjunum. Það var stofnað snemma á síðasta ári, en hóf ekki starfsemi fyrr en í byrjun þessa árs. Eigendur þess eru Lands- bankinn (40%), Búnaöarbankinn (40%), Brunabótafélagið (10%) og Sjóvá (10%). Þetta fyrirtæki hefur alla burði til að vaxa öðrum á mark- aðinum yfir höfbð. Að baki því standa báðir ríkisbankarnir, sem eru rúm 60% af viðskiptabankakerf- inu, auk tveggja af stærstu trygg- ingafélögunum. Auk samstarfs í Lýsingu hafa Bún- aðarbankinn og Brunabótafélagið boðið sameiginiega upp á skulda- vátryggingu. Féfang hf. er þriðja fyrirtækið á fjármögnunarmarkaðinum. Það var stofnað seint á síðasta ári og tók yfir fjármögnunarleigu Fjárfestingarfé- lags Islands. Miklar breytingar hafa orðið á eignaraðild Fjárfestingarfé- lagsins að undanförnu. Stærstu eig- endur þess eru nú Verslunarbank- inn (23%), Eimskip (18%), Lífeyris- sjóöur verslunarmanna (10%) og Tryggingamiðstöðin (7,5%). Fjár- festingarfélagið er stærst á verð- bréfamarkaðinum, en eign sjóða þess nemur nú lítillega á annan millj- arð króna. Eigendur Féfangs eru Fjárfestingarfélagið og stærstu eign- araðilar þess, utan Eimskips, sem keypti sig inn í Fjárfestingarfélagið eftir stofnun Féfangs. Vöxtur Eim- skips í flutningum hefur nú náð mettun, eftir að félagið yfirtók markaðshlutdeild Hafskips. Það hefur að undanförnu haslað sér völl í öðrum atvinnugreinum og það, ásamt öðrum stórum fyrirtækjum, mun sjálfsagt leita eftir áhrifum á fjármagnsmarkaðinum í ríkari mæli á næstu árum. Erlendi aðilinn að baki Féfangi er sænski bankinn PK bank og dótturfyrirtæki hans, PK finans. ÚTVEGSBANKINN MISSTI AF LESTINNI Lind hf. er fjórða fyrirtækið á fjár- mögnunarmarkaðinum. Það var stofnað fyrir ári, en hefur vart tekið til starfa enn. Það er í eigu Banque Indosuez, eins stærsta banka Frakk- lands (40%), Samvinnubankans (30%) og Samvinnusjóðs íslands (30%). Samvinnusjóðurinn var iagð- ur niður við stofnun Lindar og mun hið nýja fyrirtæki taka yfir hlutverk hans. Þegar Lind kemst á skrið mun fyrirtækið sjálfsagt vaxa hratt, enda með Sambandsveldið sem bakhjarl hér heima og öflugan banka erlend- is sem uppsprettu fjármagns. Ný- lega var stofnuð veðdeild við Sam- vinnubankann, svo ætia má að hann sjái um næsta veðskuldabréfa- útboð Sambandsins. Áður en veð- deildin var stofnuð sáu Kaupþing og Landsbankinn ’um útboðin fyrir Sambandið. í kringum þessi fjögur fjármögn- unarleigufyrirtæki hafa risið fjórar blokkir er samanstanda af bönitum, tryggingafélögum, erlendum sam- starfsaðiium og ísienskum fyrir- tækjum sem ery að brjóta sér leið inn á fjármagnsmarkaðinn. Sam- setning þeirra þarf engum að koma á óvart. Þar er ríkisbankablokk, Sambandsblokk og þar eru tvær einkaframtaksblokkir, þar sem menn skipa sér tii sætis eftir sögu- legum hefðum. En hverjir standa fyrir utan? Útvegsbanki íslands var ekki til stórræða þegar þessar hræringar áttu sér stað í miðju Hafskips- hneykslinu. Útvegsbanki fslands hf. bíður nú þess að viðskiptaráðherra riti undir heimild til hans að stunda verðbréfaviðskipti. Ef honum er ætlað að spjara sig í samkeppninni mun sjálfsagt ekki líða á löngu áður en hann fer út í fjölbreyttari fjár- magnsviðskipti, þar með talda fjár- mögnunarleigu. Þeir aðilar innan sjávarútvegsins sem hafa sýnt því áhuga að kaupa sig inn í bankann halda enn að sér höndum. Það mun _ kosta þá sem ætla sér áhrif innan bankans um 500 milljónir króna að gera hlut ríkisins óvirkan. AÐEINS FYRSTA SKREFIÐ Sparisjóðirnir hafa starfað saman til að ná auknum áhrifum á markað- inum. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóöur Hafnarfjarð- ar, Sparisjóöur Kópavogs og Spari- sjóöur Kéflavíkur keyptu í samein- ingu 49% í Kaupþingi á móti Pétri H. Blöndal síðastliðið haust. Kaupþing er öflugt á verðbréfamarkaðinum, en verðbréfasjóðir þess saman- standa nú af hátt í 600 miiljónum króna. Kaupþing er einnig stórt í kröfukaupum og er nú þessa dag- ana að ganga í Norfactor, sem er samtök kröfukaupenda á Norður- löndum. Einnig stendur fyrir dyrum að ganga til samstarfs við Interfact- or, alþjóðleg samtök kröfukaup- enda. Alþýðubankinn hefur veðdeild, en lætur annars lítið yfir sér á fjár- magnsmarkaðinum. Nýlega var gerð hallarbylting þar, skipt um stjórn og bankastjórinn sendur í frí. Það kann því eitthvað að standa fyr- ir dyrum hjá bankanum. Eins og sjá má af þeim hræringum sem greint hefur verið frá hafa mikl- ar breytingar gengið yfir fjármála- heiminn á undanförnu ári. Þetta er varla nema fyrsta skrefið, sem gefur þó til kynna hvað kann að vera framundan. irtækja er 453 þúsund krónur. Ef bæði fyrirtækin skiluðu hagnaði á þessu ári þyrfti fyrirtækið sem keypti sjálft sitt tæki að greiða 231 þúsund krónum meira í skatt. ÚRSKURÐAR SKATTSTJÓRA AÐ VÆNTA Það eru ekki allir sáttir við þessa mismunun. Hjá ríkisskattstjóra hef- ur fyrirspurn um þetta atriði verið til meðferðar frá því síðastliðið haust. Helgarpósturinn innti Ævar H. Is- berg, vararíkisskattstjóra, eftir af- greiðslu þessa máls. „Úrskurður ríkisskattstjóra liggur enn ekki fyrir,“ sagði Ævar. „Embættið hefur viðað að sér gögn- um frá nágrannalöndum okkar og það má búast við úrskurði innan tíðar." Ævar vildi ekkert tjá sig um hvers eðlis sá úrskurður kynni að verða. „Mín persónulega skoðun er þó sú að þessi mismunun sé óeðlileg. Ég tel að það sé erfitt að réttlæta eign- arhald kaupleigufyrirtækjanna á þeim tækjum sem þau lána fjár- magn til kaupa á. Þau sýna engan rekstrarkostnað af þessum tækjum. Ég lít svo á, að þessi fyrirtæki séu að leigja fjármagn til kaupa á tækjum, en ekki tækin sjálf," sagði Ævar H. 'ísberg. Ef niðurstaða ríkisskattstjóra fell- ur á þá lund sem Ævar sagði vera sína persónulegu skoðun geta þau fyrirtæki sem keypt hafa tæki í gegnum kaupleigufyrirtækin gjald- fært vaxtakostnað vegna kaup- anna, en ekki leiguna sjálfa. Þó vaxtakostnaður og þóknun kaup- leigufyrirtækjana séu umtalsverð nægir það ekki til að dæmið komi eins vel út skattalega og sam- kvæmt auglýsingum kaupleigufyr- irtækjanna. Hér hafa verið tilgreind dæmi um þá árekstra er hafa orðið vegna þessa nýja viðskiptamáta á fjár- magnsmarkaðinum. Þau eru þó fleiri. Til dæmis hafa sérleyfisbif- reiðaeigendur og leigubílstjórar lent í vandræðum eftir að hafa keypt rútur í gegnum kaupleigufyr- irtæki. Samkvæmt lögum um þenn- an atvinnurekstur er þeim er hann stunda skylt að eiga sín atvinnutæki sjálfir. Þessir aðilar hafa því lent í vandræðum með að endurnýja starfsleyfi sín. Fjármögnunar- og kaupleiga eru dæmi um þær breytingar sem orðið hafa í íslensku fjármálalífi. Þessi við- skipti eru einnig dæmigerð fyrir af- skipti löggjafans af því. Ekki er enn farið að huga að lagasetningu um þennan viðskiptamáta, jafnvel þó það sé yfirlýst stefna Seðlabankans að fjármögnunarleigu sé ætlað um- talsvert hlutverk í framtíðinni. (Sjá „Minnkandi miðstýring" grein hér á opnunni.) HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.