Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 25
Roeg (með sumarhatt og fráflakandi skyrtu) stjórnar hér Oliver Reed og Amöndu Donohoe í nýjustu kvikmynd sinni Castaway. þar engin undantekning. Það verð- ur því ekki sagt um Nicholas Roeg að með þessari nýjustu mynd sinni reyni hann að selja sig markaðinum. Hann heldur sig við sín hugðarefni og lætur væntingar áhorfenda ekki hlaupa með sig í gönur. Því eins og hann sjálfur segir: „Auðvitað gœti ég gert raunsæja mynd fyrir al- menning. En það væri ekki mín mynd og fólk myndi sjá í gegnum það.“ Það er því ljóst að Roeg verður sjálfum sér samkvæmur á meðan hann gerir kvikmyndir. Eða er til nokkur breskur kvikmyndaleik- stjóri sem gerir eins auðþekkjanleg- ar og jafn tæknilega hrífandi myndir og einmitt Nicholas Roeg? -Þ.Ó. Nicholas Roeg meistari á skjön við markaðinn Nicholas Roeg er án efa einn af merkari kvikmyndagerdarmönnum samtímans. Sem kvikmyndaleik- stjóri hefur þessi einstaki Breti sent frá sér 8 myndir á sídustu 17 árum og var hans nýjasta afurd Cast- away frumsýnd í Ertglandi ná í vetur. Roeg hafði starfað við kvik- myndagerð um langt skeið áður en hann fór að leikstýra sjálfur og er hann einn fárra tæknimanna sem hafa náð góðum árangri sem leik- stjórar. Hann heillaðist snemma af kvikmyndinni og gerð hennar, en þar sem kvikmyndaskólar voru ekki til á hans yngri árum hlaut hann nám sitt í gegnum hinn erfiða skóla reynslunnar. Hann gerðist að- stoðarmaður tækniliðsins í mynd- inni The Miniver Story árið 1950, þá 22 ára að aldri, og á seinni hluta sjötta áratugarins var Roeg orðinn kvikmyndatökumaður í hinum ýmsu B-myndum. Upp úr 1960 fór vegur hans mjög vaxandi og hæfi- leikar hans við kvikmyndatöku komu sterklega í ljós. Meðal kvik- mynda sem Roeg filmaði svo snilld- arlega á þessum árum ná nefna hluta stórmyndar David Leans, Lawrence ofArabia, hið litskrúðuga verk Francois Truffauts, Fahrenheit 451, Far From the Madding Crowd eftir John Schlesinger, með ægifögr- um landslagssenum, ásamt hinni ágætu Petulia eftir Richard Lester. Nú var komið að því að Nic Roeg tæki sjálfur í leikstjórnartaumana og það gerði hann með myndlistar- manninum David Cammell í mynd- inni Performance (1970), en Roeg var einnig kvikmyndatökumaður. Myndin fékk góða dóma gagnrýn- enda, en áhorfendur kunnu ekki að meta þessa frumraun Roegs sem var langt á undan samtímanum í öllu tilliti. Sömu sögu er að segja um næstu mynd meistarans, Walk- about, nema hvað hún hlaut jafnvel enn meiri hylli gagnrýnenda. í næstu mynd sinni, Don't Look Now, var Roeg í fyrsta sinni einungis leik- stjóri og myndin, sem skartaði Julie Christie og Donald Sutherland í að- alhlutverkum, náði miklum vin- sældum meðal almennings. Nefnd mynd er reyndar eina mynd Roegs sem náð hefur einhverjum vinsæld- um. Næstu myndir hans, The Man Who Fell to Earth, með rokkgoðinu David Bowie, og Bad Timing, með Art Garfunkel og Theresu Russell, þóttu of ruglingslegar fyrir áhorf- endur en bíóskríbentar og menn- ingarvitar lofuðu þær í hástert, sér- staklega þá fyrrnefndu. Árið 1982 gerði Nic Roeg hina lítt umtöluðu Eureka með Gene Hackman í aðalrullu. Eitthvað gekk honum illa að fá dreifingaraðila að myndinni svo hún hlaut á endanum litla athygli og kom t.a.m. aldrei hingað á klakann. Insignificance var einnig hafnað af íslenskum bíó- húsum, sem virðast ekki sjá neitt annað en kommersíal iðnaðar- prodúkt úr vestri, en myndin var hins vegar fáanleg á myndbanda- leigum í vetur áður en myndbanda- hreinsunin mikla var gerð. Nicholas Roeg var farinn að leiða hugann að næstu mynd sinni, Castaway, áður en Insignificance var komin á markað. Erfiðlega gekk að ráða leikkonu í aðalkvenhlut- verkið, en Roeg er jafnan mjög kröfuharður þegar val á leikurum er annars vegar. Tafðist vinnsla myndarinnar nokkuð vegna þessa en að lokum var ráðinn nýliði í kvik- myndaleik, Amanda Donohoe að nafni. Mótleikari hennar í myndinni er enginn annar en gamla brýnið Oliver Reed og eru samleikur þeirra og persónusköpun hreint yndisleg. Myndin er gerð eftir sögu Lucy Irvine og segir frá miðaldra manni, Gerald Kingsland, sem auglýsir eftir ungum kvenmanni til að eyða með sér heilu ári á eyðieyju. Hin liðlega tvítuga Lucy Irvine fer með honum, en ævintýrið mikla á eftir að breyt- ast í martröð. Enda þótt þessi saga sé byggð á áðurnefndri metsölubók er margt sem skilur þær að og Roeg er alls ekki að filma bókina eins og lesend- ur muna hana. Einnig má geta þess að Castaway er ekki Blue Lagoon fyrir fullorðna. Myndin hefur hrein- lega öll einkenni mynda Roegs, og ætti því ekki að koma aðdáendum hans á óvart, þ.e. ef hún kemur þá til íslands. Roeg er t.d. ekki mikið að velta fyrir sér líkamlegri afkomu Geralds og Lucyar, líkt og í Robin- son Crusoe. Það sem skiptir máli er að þau fá nýja menningu að kljást við og þurfa að aðlaga sig henni eins og von er með aðkomufólk. Roeg hefur einmitt fjallað meira og minna um aðkomufólk og utangarðsmenn í myndum sínum og er Castaway ’-x i Mj Hi i < FONN býður viðskiptavinum sínum uppá nýja og fullkomna þjónustu við hreinsun og frágang á gluggatjöldum. Hreinsaðermeð nýjum efnum þannig að engin lykt er að hreinsun lokinni. Gluggatjöldin eru gufustrekkt og jöfnuð á földum. Jaðrar verða beinir og efnið kemst ekki í snertingu við heitt járn þannig að það heldur upprunalegri mýkt sinni og léttleika. Með þessari tækni er möguleiki á nákvæmri sídd. Gluggatjöldin eru felld og jöfnuð í eðlilegar gardínufollur svo engin aukabrot myndast. Að loknum frágangi eru gluggatjöldin inn- pökkuð í plastslöngu og hengd upp á lengd- ina þannig að ekki er hætta á að efnið óhreinkist eða aflagist í geymslu eða flutningi. Nýjung! Sótt og sent. Tekið niður og sett aftur upp ef óskað er. Skeifunni 11 Símar: 82220, 82221 og 34045 Fannhvítt frá FÖNN HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.