Alþýðublaðið - 20.10.1938, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.10.1938, Blaðsíða 3
FIMTÚDAG 20. OKT. 1938. ALÞfÐUBUÐIÐ StSTSTJÓEl: r. K. VÆSjOEMAIíSSON. AFQEEIBSIi&s ALÞfOBHÖSINB (Inngangur Irá Hverfisgötu). SÍMASt; 49*®—4S#6. 4900: Afgreiðsia, auglýsingar. 4001: Ritstjóm (innlenilar fréttir), mZ'. Rilsfjöri. 4903: Viltif. S.ViJhjölmsson(heima) 4904: F. R. Valdemarssoa (freímal 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4SOB: Algreiðsia. ALÞÝÖCPRENTSMÍÐJAN Sambands- þingið. 'tl’IÐ fimtánda þing Álþýðu- sambands íslands hefst í kvöld kl. 6. Eins og á undan- förnum þingum bíða þess mörg og stór verkefni bæði á sviði verkalýðsfélaganna og stjórn- málabarát.unnar. En þau tíðindi, sem alþýðan um land alt bíður eftir með mestri eftirvæntingu, eru þau, hvernig verði útkljáð deilumál þau innan Alþýðnflokksins, sem hóíust upp úr samningaumleit- ununum við Kommúnistaflokk- inn og leiddu til brottvikningar Héðins Valdimarssonar úr Al- þýðuflokknum. H. V. lýsti því yfir, að hann teldi brottvikningu sína mark- leysu eina og að hann áfrýjaði henni til næsta Alþýðusam- bandsþings. Síðan hafa þessi mál verið rædd í öllum verka- lýðsfélögum landsins og full- trúar verið kosnir til sambands- þings. Þar mun hinn lýðræðis- legi meirihluti taka endanlega ákvörðun um brottvikninguna og þar með er þetta mál út- kljáð innan Alþýðuflokksins. En ætlar H. V. og þeir fylg- ismenn hans innan Alþýðu- flokksins, sem fylgt hafa honum undanfarið, að hlíta þeim úr- skurði? Það er bersýnilegt að það ætlar H. V. ekki að gera. Hann hefir fyrir löngu fastá- kveðið að ganga í Kommún- istaflokkinn, enda hefir hann í einu og öllu unnið með komm- únistum síðasta árið gegn Al- þýðuflokknum og ekki sparað sér neitt ómak til þess að vinna sínum gamla flokki tjón. H. V. hefir með öllu framferði sínu sannað, að liann er ekki lengur Alþýðuflokksmaður. Og hann er búinn að sýna það svart á hvítu, að hann skirrist ekki við að gera alt, sem í hans valdi sténdur, til þess að kljúfa og sundra verkalýðssamtökunum og að hann stefnir að því með ráðnum hug með tilstyrk kom- múnista, að leggja Alþýðusam- bandið 1 rústir. Hin dæmalausa tillaga, sem hann lét síðasta Dagsbrúnar- fund samþykkja, sýnir betur en alt annað, að hverju er stefnt. Þar lætur H. V. samþykkja að Dagsbrún skuli neita að greiða skatt — og þar með svifta full- trúa sína atkvæðisrétti á sam- bandsþingi — nema það sam- þykki fyrirfram skilyrðislaust alla fulltrúa félagsins og að itrygt verði í þingbyrjun, að sú lausn fáist á því máli, sem ætla má að verði aðaldeilumál þings- ins, sem H. V. nú telur rétta, enda þótt hann á sínum tíma væri upphafsmaður þess skipu- lags, sem hann nú vill koll- varpa. Það er svo mikil fjar- stæða að láta sér detta í hug að Alþýðusambandsþingið geti gengið að slíkum skilyrðum, að í raun réttri getur þetta fram- ferði ekkert annað þýtt en að H. V. er staðráðinn í að reyna að kljúfa Dagsbrún og önnur verkalýðsfélög út úr alþýðu- samtökunum. Þeir fulltrúar á þingi Al- þýðusambandsins, sem eru Al- þýðuflokksmenn og hingað til hafa fylgt H. V., verða því að gera upp við sig, hvort þeir ætla að fylgja honum áfram á ó- heillabrautinni. Hingað til hafa þeir að minsta kosti margir hverjir, fylgt honum af því, að Deir hafa trúað þeirri blekkingu hans, að hann vildi sameina al- pýðuna í landinu. Nú sjá þeir svart á hvítu að hann stefnir að enn víðtækari klofningu al- pýðusamtakanna, ekki aðeins linna pólitísku, heldur einnig 'iinna faglegu. Nú sjá þeir að H. V., enda þótt hann hafi að- eins lítið brot af Alþýðuflokkn- um með sér, ætlar að ganga inn í Kommúnistaflokkinn og taka upp merki byltingarinnar. Vilja óeir skipa sér í slíka sveit? Alþýðuflokknum er engin eftirsjá að þeim mönnum, sem verið hafa dulbúnir kommúnist- ar innan vébanda hans og unn- ið að því undanfarið að kljúfa Alþýðuflokkinn. Það er aðeins gott að þeir snúi heim til föður- húsanna, og Alþýðuflokknum er engin eftirsjá að þeim mönn- um,. sem láta draga sig á móti sannfæringu sinni yfir til kom- múnista. En þeir Alþýðuflokksmenn, sem unnið hafa að sameiningu Alþýðuflokksins og Kommún- istaflokksins í þeirri von að unt væri að sameina þessa flokka óskifta, þeir hljóta að sjá að slíkur möguleiki er ekki til, sameinihg verkalýðsins er engu nær þó nokkrir Alþýðuflokks- menn gengju inn í Kommún- istaflokkinn. Um þetta tvent er því að velja: Vilja þeir áfram vera Alþýðuflokksmenn, eða eru þeir reiðubúnir til þess að gerast kommúnistar? Alþýðublaðið treystir því að enn sem fyr muni yfirgnæfandi meirihluti fulltrúa verkalýðs- og alþýðufélaganna skilja, að þeir eiga heima í röðum þess flokks, sem haldið hefir trúnaði við lýðræðishugsjón sósíalism- ans, Alþýðuflokksins. „Súðin“ austur um land hringferð n.k. þriðjudag kl. 9 sd. Tekið verður á móti flutn- ingi, eftir því sem rúm leyfir, á laugardag (til kl. 3) og til há- degis á mánudag. Athugið að flutningi á Vest- ur- og Norðurlandshafnir verð- ur að skila fyrir helgi, en flutn- ingi á Suðausturlandshafnir þarf ekki að skila fyrr en á mánudag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir degi fyrir burtferð. „Alden“ hleður til Arnarstapa, Sands, Ólafsvíkur, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Hvammsfjarðar, Gilsfjarðar og Flateyjar n.k. föstudag. Flutningur óskast tilkyntur fyrir hádegi á morgun. Kaupum flöskur, flestar teg- undir, soyuglös. dropaglös með skrúfuðu loki, whiskypela og bóndósir. Sækjum heim. Verzl. Hafnarstræti 23 (áður B. S. í.). Sími 5333. ftLÞÝÐUBLAOIO i ar oo Eftlr Jén Bléndal. (Niðurl.) Áhrif innflutningshaftanna á verðlagið. Eins og áður var sagt var meðalinnflutningur áranna 1931—35 ca. 18,5 millj. kr. lægri heldur en meðalinnflutn- ingur áranna 1926—30. En þessi takmörkun á innflutningn um hefir ekki komið jafnt niður öllum vörum, ýmsar nauð- synjavörur svo og framleiðslu- vörur hafa verið fluttar inn svo að segja ótakmarkað, en því meiri hefir auðvitað orðið tak- mörkunin á öðrum vörum, sér- staklega ýmsum neyzluvörum. Sumpart hefir það orðið til þess að framleiðsla þeirra hefir fluzt inn í landið að miklu eða öllu eyti. Áhrif innflutningshaft- anna á verðlagið hafa því verið misjöfn, eftir því um hvaða vörutegundir er að ræða. Þær vörur, sem fluttar hafa verið inn svo að segja ótakmarkað og samkeppni hefir verið um, hafa ekki hækkað í verði, af þeirra völdum a. m. k., ,en þær vörur, sem talcmarkaður hefir verið verulega innflutningur á, hafa hins vegar hlotið að hækka mjög í verði. Kaupgetan hefir vafalaust minkað tiltölulega lít- ið, þó framleiðsla sjávarafurða hafi minkað allverulega, hefir 3ar komið á móti aukning iðn- aðarins og miklar opinberar framkvæmdir. Eftirspurnin eftir erlendum vörum hefir því ekki minkað að sama skapi sem framboðið (innflutningurinn), og því verið skilyrði til verðhækkunar. Þau fyrirtæki, sem fengið hafa inn- flutningsleyfi t. d. af vefnaðar- vöru, hafa í rauninni haft ein- okunaraðstöðu og hafa ekki þurft að miða voruverðið við kostnaðarverð, heldur við það, sem mestan ágóða gaf. Lesend- ur blaðsins hafa undanfarið lesið skýrslur um hærri álagn- ingu á vefnaðarvörum, en þá hefir órað fyrir. í sjálfu sér er það ekkert ó- venjulegt fyrirbæri, að verzlan- irnar miði verð sitt ekki við kostnaðinn, heldur við það, sem gefur mestan hagnað, en mögu- leikarnir til aukinnar álagning- ar eru vitanlega margfalt meiri, þegar innflutningurinn er tak- markaður. Til skýringar því, sem sagt hefir verið hér á undan, skulu settar nokkrar tölur. Innflutningur af kornvöru var t. d. 1929 14,3 millj. kg., en 1936 17,6 millj. kg. Hann hefir sem sagt aukist verulega. Af kaffi var flutt inn að meðaltali 1926—30 667 þús. kg., en 1936 760 þús. kg. Af sykri 1926—30 ca. 4 millj. kg., 1936 5 millj. kg. Sama niðurstaða; allar þess ar vörur hafa lækkað allmikið í verði á erlendum markaði og er því verðmæti þeirra minna 1936 en 1929. En sé aftur á móti tekinn inn- flutningur á vefnaðarvörum, var hann að meðaltali 1926—30 10,4 millj. kr., en 1936 4,2 millj. kr. (þyngdin segir lítið um þennan vöruflokk) og heimilis- munir og munir til persónulegr- ar notkunar voru 1926—30 fluttir ■ inn fyrir að meðaltali 4,7 millj. kr., en 1936 fyrir 2,1 millj. kr. Áhrif tollanma á verðlagið nú sem stendur. Þegar rætt er um þann þátt, sem tollarnir eiga í dýrtíðinni sem stendur, þarf að hafa áð- urgreindar staðreyndir í huga: Hvað snertir þær vöruteg- undir, sem fluttar eru inn nokkurnveginn ótakmarkað og samkeppni er um x verzluninni, má ætla að tollarnir veltist að fullu yfir á neytendurna og íollalækkanir á þeim ættu því að koma fram í lækkuðu vöru- verði. Ef vér t. d. tökum áðurnefnd- ar vörutegundir, kornvörur, kaffi og sykur, má gera ráð fyr- ir að þessi niðurstaða sé á góð- um rökum bygð. Á kornvöru er mjög lítill tollur, enginn þunga- tollur, en verðtollur á sumum tegundum 2.24% og á öðrum 8.96% af fobverði. Sykur og kaffi eru aftur á móti hátollaðar vörur, verðtoll- ur á þeim er 11.20%, en þunga- tollur á kaffi 0.67 kr. kg., en sykri 0.17 kr. pr. kg. Kaffi og sykur er í verzlun- arskýrslum kallað munaðar- vara, og rökstuðningurinn fyrir hinum háa tolli á þessum vöru- tegundum mun vera sá að svo sé. Enda þótt þessar vöruteg- undir séu ekki beinar lífsnauð- synjavörur, er þó langt frá því að rétt sé að telja ær í sama flokki og vín og tóbak. Sykur og kaffi verða að teljast nauð- synleg vara, jafnvel fyrir hið fá- tækasta heimili á íslandi, enda er neyzla þeirra mjög mikil, eða af kaffi 6.6 kg. á mann árið 1936, en af sykri 42,9 kg. Væri tollinum af þessum vörutegund- um létt af með öllu, myndi neyzlan hinsvegar aukast veru- lega, þó hvergi væri í hlutfalli við verðlækkunina, og má því ,segja, að slíkt sé ekki fært, eins og gjaldeyrisástæður okkar eru sem stendur. Hvað þær vörur snertir, sem takmarkaður er verulega inn- flutningur á, er hinsvegar mjög litlar líkur til að tollalækkanir á þeim hefðu nokkur teljandi áhrif til lækkunar á verðinu. Um vefnaðarvöruverðið hefir það t. d. verið upplýst um ýms- ar vörutegundir, að álagningin er ca. 10 sinnum hærri en toll- arnir, ef hvorutveggja er miðað við innkaupsverðið. Það er þvi varla nokkur ástæða til að ætla að verðið á slíkum vörutegund' um myndi lælcka sem nokkru næmi, þótt tollarnir væru lækk- aðir, þar sem verðið er alls ekki ákveðið nema að litlu leyti með hliðsjón af kostnaðarverði. Tollalækkun myndi því aðeins auka gróða milliliðanna. Það verður því ekki með neinum sanni sagt, að dýrtíðin, hvað slíkar vörutegundir snertir, — stafi af tollunum eða tolla hækkunum síðustu ára. Nú hefir að vísu verið skipuð verðlagsnefnd og munu ýmsir sjálfsagt vænta sér mikils af starfsemi hennar. En þó nún eflaust geti látið til sín taka um ýmsar vörutegundir, þá kemur varla til mála að hún geti hindr að óhóflega álagningu á mörg um vörutegundum. T. d. eru af vefnaðarvöru til ótal tegundir með mismunandi innkaups- og útsöluverði. Ef hafa ætti ná- kvæmt eftirlit með álagningu á þeim öllum eða með því að ♦ almenn ákvæði um verðlag væru ekki brotin, yrði að hafa afar umsvifamikið og nákvæmt eftirlit. Sama máli gegnir um ýmsar aðrar vörur, sem há á- lagning er á. Hlutverk verðlags- nefndar hlýtur því fyrst og fremst að verða að fylgjast með álagningu nokkurra stærstu vörutegundanna og ennfremur er mikil nauðsyn á að hún hafi eftirlit með stærstu iðnaðarfyr- irtækjunum, sem eru tiltölu- lega fá og njóta sum hver nærri ótakmarkaðrar einokunarað- stöðu í skjóli innflutningshaft- anna. Niðurstaðan af þessum hug- leiðingum verður þá sú, hvað tollana snertir, að þeir eigi lít- inn þátt í hinu háa verði á þelm vörum, sem innflutningur er takmarkaður mikið á miðað við innflutningsþörfína, og að til- gangslaust myndi að lækka toll- ana á slíkum vörum í því skymi að draga úr dýrtíðinni. Ef ein- hverjar breytingar ætti að gera á tollunum til lækkunar, ætti það að vera á þeim neyzluvör- um, sem fluttar eru inn svo að segja ótakmarkaðar, t. d. korn- vöru, kaffi og sykri og þeim vörum, sem fara beint til fram- leiðslunnar. Ettskur Istandsvin- ur látinn. May Morris, dóttir stðrskálds- ins WilEiam Morrís. . UNGFRO MAY MQRRIS asnd- iaðist síiðast Uðmn surraudag á heimili síwu1 Reimscott Mamor á Bnigliandi, og mun hafa verið komiin mokkiuð yfi:r sjötugt. Fiaðjr hiennar var sttekáidið Willfam. Morxis, maður, sem mjög kynti nafn íslamds á imeðai eriiendm1 Bilfurafélag íslands fnr msnarlega gjðf DANSK Ligbrændingsforen- ing hefir gefið Bálfarafé- lagi íslands fimm þúsund krón- ur til byggingar bálstofu í Reykjavík og er tilkynning um þessa i-ausnarlegu gjöf komin frá próf. Dr. Knud Secher, sem er formaður félagsins. Dansk Ligbrændingsforen- ing hefir frá öndverðu liðsinnt íslenzka félaginu með ýmsu móti. Þessi kærkomna gjöf er snotur vottur um vinarþel ýmsra danskra manna í okkar garð. (Tilk. frá Bálfarafélagi ís- lands. — FB.) Ást bans til íslamds tók dótti'r haiTSi í arf. Hún urnni mjög í s~ tondi og reyridi'St ágætlega þieitn ísliendinjgum, sem í eiwlivierjum efnium liehuðiu liiðsiamis hönn.ar. Hún anam íisJienzku til þeiírar hlítar, aÚ hún la® ísienzkair bæk- !U‘r, en ekki miun haía anátt siegja, 'að hún talaði máliið. Húai fiehðiáð- ist tviiswr hér á landi 'Og loiiaði þá einílcum til þeirxia staða, siem faðir bennar hafði heimsótt. Á þessinn feröialögum var með heimi áldavinkona hen'nar, uitrg- frú Loibb. Ungfrú Morris hlaut ágæta mientun, að nokk'm leyti hjá föð- lur 'sínlum. Með htonlum IiagÖi hún is'twnd á listiöaiia'ð og fyrir hug- sj'ónir hiains lifði hún æfina á enldia. Bæ>ð.i í ‘Englaauli og í Amierikíu fliutti hún fjöltía fyrirlestra. um listiinia í þágiu alinennrar anemn- ingar, og eifmiig «m fööiur sicm, og rit hian:S' galf hún út af milkiili prýði niokkriu fyrir ófriíðíam mikla. |Er útgáfan í 24 ibintíium, stónum, með Sorspjallsritgerðium eftiir lung frú Morrils. Tvö viöaiuikaibintíi siamlstæð gaf hún S'vo út fyrir tvermiur ánuim, og er þair í með- ai annars þýðing Morris á Egife sögú, sem ekki hafði áðlur b'irzt og ekki var fuillgeríð þfögar þýðarinn lézt (3. ökt. 1896). FO. Súiðjhun too m hSnjgað í ínosrguin. SiefnibrejrtiiQ í uíamílds- Bandarikjanna? Einangrunarstefnan tapar stöðugt fylgi F KALUNDBORG í gærkv. FÚ. RÉTTARITARI Reuters í Washington skýrir frá því í dag, að ýmislegt bendi til þess, að fyrir dyrum standi gagngerð breyting á utanríkismálastefnu Banda- rík j astj órnarinnar. Eru öll hlöð sammála um, og ekki sízt þau, sem stjórnixmi standa næst, að kenningin um það, að Bandaríkjunum beri að einangra sig og ekki hlutast til um deilur í öðrum heimsálfum, sé að missa fótfestuna meðal ráðandi manna. Öryggi Banda- ríkjanna sé þvert á móti undir því komið, að þau láti hispurs- laust til sín taka alvarleg á- greiningsmál, hvar sem þau rísa. Hvað eftir annað koma nú fram raddir um það, að Banda- ríkjamenn þurfi að auka víg- búnað sinn stórkostlega, og þá einkum flota sinn. Fréttaritari Reuters sej|ir, að á bak við þessar raddir standi sá skilningur, að brezki flotinn sé ekki lengur önnur eins höf- uðvörn Bandaríkjanna á sjó eins og verið hefir. Bfzkir njésnarar fyr ir rétti í Amerikn. R LONDON í gærkveldi. FÚ. ÉTTARHÖLD í máli þxiggja njósnara, sem sakaðir eru um njósnir fyrir Þjóðverja, hófust afur í dag, segir í fregn frá New York. Þeim er gefið að sök, að hafa falsað nafn Roosevelts forseta til þess að komast yfir upp- drætti af tveimur flugvéla- stöðvarskipum, fyrir að hafa náð í og komið í hendur Þjóð- verja upplýsingum um fall- byssuvirki Bandaríkjanna við Panamaskurðinn og styrkleika Kyrrahafsflota Bandarikjanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.