Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 36
C^iRb^ IrPUrf* COvO v^c\ 0 c c\ ve^ 4'n<^''rsvorii'C f /■” U.f 8BSS5R 1 - - 1 e «3C;5 8&:®4é| jí ft IÆ 837983 KSskj SÞ3 33E I s, 1 r! : i ) !^í I ;öc£;»i;io úMI ?\ / > Graffiti hefur hlotið nafnið veggjakrot á ritskoðaðri íslensku. Veggjakrot er íslendingum að mestu framandi. Hér tíðkast það í sáralitlum mæli og alls ekki þar sem algengast er erlendis, á kló- settum. Hér er veggjakrot að mestu fordæmt sem subbuskap- ur unglinga á strætóskýlum, í fá- förnum hliðargötum og í reykinga- hornum grunnskóla. Alls kyns ástarjátningar og klám er yfir- gnæfandi með tilheyrandi mynd- skreytingu, en spakmæli og heim- spekivangaveltur sjaldgæfari. En svo eru gullkorn inn á milli. Veggjakrotsmenning á sér langa sögu og til er varðveitt veggjakrot í Pompei frá árinu 79 eftir Krist. Miklu eldri eru veiði- mannamyndirnar á hellaveggjum Suður-Frakklands, sem í dag eru nær eina heimildin um menningu frumbyggja Evrópu. Erlendis eru þeir sem krota á veggi eldri en hér og krotið oftast þroskaðra og ann- ars eðlis. Heimspekilegar tilvitn- anir og tilvistarvangaveltur eru áberandi, að ónefndum pólitísk- um gífuryrðum, „cannibalisma" og gagnrýni á tíðaranda samtím- ans. Hér eru veggjakrotarar yngri og kúk- og piss-brandarar meira áberandi auk klámsins. Það er eitt- hvað sem veldur því að íslend- ingar tvítugir og eldri leggja veggjakrot alfarið niður, en erlend- is halda menn því áfram fullorð- insárin, a.m.k. á meðan þeir eru ekki komnir í ábyrgðarstöður hjá því opinbera. Annað er eftirtektar- vert að karlar stunda veggjakrot miklu meira en konur. truÁu/t’rrrwd srtwm/rrb- Veggjakrot er gróinn þáttur í vestrænni menningu, þó erfitt og kannski óþarft sé að skilgreina það eitthvað nánar. Er það uppreisn, útrás óánægju, óhamingju og vanlíðunar, ófullnægð tjáningar- þörf eða bara óeðli þurfandi kló- settgesta og sóðaskapur illa al- inna unglinga á gelgjuskeiði? Veggjakrotið er hvað sem líður staðreynd. Það er tjáningarmáti allra mögulegra hugsana og til- finninga, umhverfisskreyting sem ekki nokkur hreinsunardeild fær afmáð með ajaxi, skrúbb eða málningu. Það vex jafnharðan út úrsteinsteyptum veggjunum eins og marglitur villigróður á götum mannlausrar borgar. Til að einfalda hluti mjög mikið er íslenskt veggjakrot að mestu þrenns konar; Kynlífstextar, klám- teikningar og ástarjátningar, blótsyrði og upphrópanir á enska tungu og að síðustu hljómsveitar- nöfn. Svo skarast þetta allt út og suður. Svona einfalt er íslenskt veggjakrot. Einstaka krotari gerir tilraun til að víkka út formið og yrkisefnið, en oft er þá um þýð- ingu á erlendum frösum að ræða eða staðfærða eftiröpun. Af M WhHÍI vh 1 | NgBwWVtl Athygliverðasta fyrirbærið í ís- lenskri veggjakrotsmenningu er dularfullir heimspekifrasar merkt- ir hálfmána og bókstafnum X sem sést hafa víðs vegar um Reykjavík og enginn veit fyrir hvað standa, hvort þar einn maður að verki eða heill skátaflokkur. Undir hálfmán- anum má lesa: Sæstu fyrst við þögla vininn og Konur hafa lítinn heila. Undir þann síðari hafði ein- hver bætt við:... segja karlar með lítil tippi. Algengt veggjakrot er umsögnin Pylsan er ónýt, oft skrifað með einföldu /-i. Stafsetn- ingarvillur eru reyndar mjög al- gengar í veggjakroti og meðvitað- ar að auki. Þær verða því að skoð- ast sem hluti af uppreisn krotar- ans. Enska er afar áberandi í ís- lensku veggjakroti og sýnir glöggt engilsaxnesk menningaráhrif auk þess sem veggjakrotsmenningin er innflutt. Önnur dæmi af ís- lensku og innfluttu veggjakroti eru eftirfarandi: — Lífið er sjúk- dómur sem smitast við kynmök — Rauðhetta er rússnesk getn- aðarvörn — Kona án karlmanns er eins og fiskur án reiðhjóls og ein- hver hefur bætt við já eins og óupptrekktur þorskur — Ef klám er útrás fyrir kynsoltið fólk, hvers vegna eru hungruðum ekki gefnar matreiðslubækur? — Þegar guð skapaði manninn var hún á túr — Ríkisútvarpið hefur alltaf veríð hálfrar aldar gamalt (upphaflega sagt um BBC) — Hjálpaðu lögg- unni, lemdu þig sjálfur (einhver hefur nýlega bætt við) það nægir að fara úrjakkanum — Efþú drífur hingað ættir þú að gerast slökkvi- liðsmaður (skrifað uppi við loft á pissuskýli) — Mikki mús er rotta — Að kyssa reykingamann er eins og að sleikja öskubakka — Lennon er dauður, Elvis er dauður og mér líður ekkert mjög vel sjálfum. í erlendri veggjakrotsmenningu erfræg sagan af Kilroy. Kilroy kom fyrst fram í seinni heimsstyrjöld- inni og skilaboð hans voru einföld: Kilroy varhér. Hann náði hins veg- argífurlegri útbreiðslu líkt og hann gerði ekki annað en að ferðast um heiminn og skilja eftir sig slóð á klósettum, veggjum og neðan- jarðarlestum. Vöruskorturinn sem stríðinu fylgdi varð Kilroy líka að umtalsefni: Hva' enginn bjór? eða Hva' ekkert kex? voru algengir fylgifiskar Kilroys. Hann hefur lifað síðan og er fyrir löngu orðinn áberandi hvarvetna þar sem eitt- hvað er krotað. Tákn hans er karl að kíkja upp fyrir múrvegg. Slóð hans liggur frá suðurskautinu til Jan Mayen, frá New York og hringinn. Eftir stríð var auglýst eft- ir Kilroy og uppgjafahermaður frá miðríkjunum gaf sig fram. Hann hafði það verkefni í stríðinu að deila sprengjum og öðrum stríðs- búnaði til hinna ýmsu herstöðva bandamanna, úr vöruhúsum hers- ins í Bandaríkjunum og síðar í Bretlandi. Hann hóf merkja sér kassana með Kilroy var hér og boltinn tók að rúlla. Ensk útgáfa sögunnar er töluvert öðruvísi og þar hefur Kilroy oft hlotið annað nafn, Chad eða Clem. Stundum birtast þeir sem tvær persónur og skrifast þá á: Hva' enginn Kilroy? FUOTT (xOQOT Veggjakrot í Bretlandi og Bandaríkjunum sýnir miklu lengri þróun og ríkari krothefð en hér- lendis og víðast annars staðar, auk þess sem teikningarnar og mál- verk sem orðunum fylgja eru oft ekkert minna en glæsileg lista- verk, gerð af langskólagengnum listamönnum. Þá skilja veggja- krotarar oft eftir sig tákn sem aðrir skilja og þannig geta iðnir krotarar þekkt hver annan af verkum sín- um og skrifast á til dæmis í neðan- jarðarlestum New York-borgar. 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.