Haukur - 01.05.1911, Blaðsíða 4

Haukur - 01.05.1911, Blaðsíða 4
HAUKUR. ofurharmi. »Enn þá er hún til reynslu, en að fáum dögum liðnum verður hún skilin frá mjer fyrir fullt og allt«. Hann fór að halda, að þetta hlyti að vera einhver grimmúðlegur gamanleikur, og annað ekki, og hann flýtti sjer sem mest hann mátti heim til sín. En það var enginn gamanleikur. Þarna lá brjefið á borðínu, er sagði honum allt eins og var. Hann las það enn einu sinni, — hún var farin, horfin honum að fullu og öllu. Og enn þá rifjuðust upp fyrir honum endur- minningar liðna tímans, endurminningarnar um ástúð hennar og blíðu, ljúflyndi og huglátssemi. Og hann titraði af gremju og sjálfsásökun. Vegna jafn illrar og slægrar konu oggreifa- frú Nischinkin var, hafði hann misst hina góðu, göfuglyndu og tryggu eiginkonu sína, sem hafði elskað hann heitara en sitt eigið líf. Fullur örvæntingar barði hann sjer á brjóst og andvarpaði: »Misst — misst að fullu og öllu!« Hún var lifandi, en þó var hún dauð hon- um — jörðuð innan klausturveggjanna. »Jeg verð að frelsa hana, ná í hana aftur«, stundi hann upp, »ef það er ekki ómögulegt .......of seint!« Umhugsunin um það, að hann fengi aldrei að sjá hana framar, aldrei að njóta ástar henn- ar og blíðu, gerði hann nær því vitstola. Nú skildi hann það fyrst, hversu mikið hann hafði átt konu sinni að þakka, og hve lít- ils hann hafði metið það allt til þessa. »Jeg átti það skilið, að mjer hefndist fyrir hina heimskulegu ástríðu mína«, mælti hann við sjálfan sig. »Nú fyrirlít jeg furstafrúna jafn mikið og jeg elska Elínu, konuna mína!......... Ó, jeg held jeg hljóti að verða alveg sturlaður af harmi og hugarvili.« Hann hafði fullan vilja á því, að gera eitt- livað, en þó sat hann aðgerðalaus. Hann kenndi svo óskiljanlegs magnleysis, að honum fannst sem hann gæti hvorki hreyft legg nje lið. Endur og sinnum leit hann í kringum sig örvilnaður, og stundi: »Misst — misst að fullu og öllu!« Uannig liðu nokkrir mjög ömurlegir dagar. Aribert var eins og í leiðslu, og alveg rænulaus. Hann raknaði fyrst við, er bæjarsendill einn færði honum brjef. Hann tók við því, og reif það upp í snatri. Það var frá príórunni í klaustrinu. Það sk^Tði honum frá því með fáum orðum, að hjónaband hans og Elínar hefði samkvæmt ósk Elínar sjálfrar — verið lýst ónýtt, með því að hann sýndi henni ekki lengur kærleika og alúð, heldur elskaði aðra konu. Elín hefði leit- að athvarfs og fundið það í faðmi hinnar heilögu guðsmóður. Þarna stóð það með fáum en ljósum orðum: Elín var töpuð honum að fullu og öllu. — 103 — Hann rak upp óp, eins og óður maðuiV fleygði sjer á legubekk og huldi andlitið í hönd' um sjer. Keisarinn og Jón Halifax störðu hvor á ann- an. »Talið þjer, talið þjer maður!« endurtók keisarinn ákafur. »Jeg hafði látið þessa konu ginna mig tií þess, að lofa að blekkja yðar hátign. Jeg skildi ekki til fulls, hversu glæpsamlegt það var, sem jeg ætlaði að gera. Gullið freistaði mín. En svo hitti jeg ungan mann, sem kallar sig »Hjarta- ás«, og hann leiddi mjer fyrir sjónir, hvernig jeg ætlaði að verða þess valdandi, að góðri og göfugri konu yrði steypt í ógæfu, sem sje eigin- konu yðar«. »Talið þjer skýrara, maður!« mælti keisai'" inn byrstur. »Jeg skil ekki enn þá, hvað þje1" eigið við«. »Frúin bauð mjer mikla peningaupphæð, ef jeg vildi hjálpa henni til þess að svíkja yðar há- tign og blekkja, ef svo ætti til að vilja, að hún fæddi ekki son. Þrátt fyrir alla kænsku sína og slægð, var hún þó töluvert óhyggin, því að hún ljet mig renna grun í það, hvers konar glæpm' það var, sem hún hafði í hyggju að fremja«. Nú skildi keisarinn það fyrst, hvað Jón átti við. »Frúin vildi láta yður útvega sjer nýfmt* sveinbarn, eða er ekki svo?« spurði hann. »Já, jeg átti að leita uppi sem ílest af því fólki, er væri fúst til þess að láta af hendi að fullu og öllu nýfætt sveinbarn, svo að víst yrði. að það yrði þó til á einhverjum staðnum«. »Og þetta barn? Hvað átti svo að gera við það?« stamaði keisarinn út úr sjer náfölur. »Það átti að bera það fram fyrir yðar há- tign sem ríkiserfingja, ef svo færi, að frúin fæddi dóttur«. Keisarinn hneig niður á stól, lamaður af örvílnun. Jón stóð hreyfingarlaus, og starði forviða á hann. Allt í einu stökk keisarinn á fætur og spurðu »Er þetta satt, sem þjer segið, maður?« »Það sver jeg, yðar hátign«. »Farið þjer þá. Jeg skal síðar láta kalla á yður«. »Fyrirgefið mjer, yðar hátign, að jeg hcfi hryggt yður!« Um leið og Jón mælti þetta, hörfaði hauo aftur á bak út úr herberginu, og hneigði sifi hvað eftir annað fyrir keisaranum. (Framh.). '2/K'PNtS' Skammvinnir eru samferðadagar vorir hjer á jörðun'11, Sjáðu um, að þú beiskir þjer þá ekki sjálfur með reiði og framhleypni. * , Reyndu að sigra óvin þinn með göfuglyndi, með því a° verða hjálpari hans og velgerðamaður, þar sem hann þar* hjálpar við. 'i.1 V vvjNjiy- — 104 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.