Haukur - 01.05.1911, Blaðsíða 6

Haukur - 01.05.1911, Blaðsíða 6
H AU KUR. byggðu hjeraði, eins og Dartmoor er að norðan- verðu. Jeg bjóst við því í gær, að fá þá og þegar frjettir um það, að hesturinn væri fund- inn, og að sá, sem hefði tekið hann, hefði einn- ig myrt John Straker. En þegar dagurinn leið svo, og nóttin með, að engin breyting varð, að undanteknu þvi, að þessi Fitsroy Simpson hafði verið tekinn höndum, sá jeg, að nú mátti ekki lengur draga það, að gera eitthvað. Samt held jeg, að dagurinn í gær hafi ekki farið alveg til ónýtis«. »Þjer hafið ef til vill myndað yður einhverja ákveðna skoðun á málinu?« »Jeg hefi að minnsta kosti náð handfestu á mikilvægustu staðreyndunum. Jeg skal nú út- lista þær fyrir yður; því að ekkert glöggvar mann betur á hverju máli sem er, heldur en það, að útlista það fyrir öðrum. Jeg gæti ekki heldur vonazt eítir neinni aðstoð af yðar hálfu, ef jeg segði yður ekld, hvaða grundvelli við ætl- um að byggja á«. Jeg hallaði mjer aftur að bakdýnunni og tottaði vindilinn minn, meðan Sherlock Holmes skýrði fyrir mjer atburði þá, er höfðu orðið til- efni til ferðalags okkar. »Silfur-Blesi er ættaður úr Isonomy-stóð- inu«, mælti hann. »Hann er undan Alexander II., og vinnur í hvert skifti frægan sigur, eins og sá annálaði veðreiðahestur gerði á sinni tið. Hann er nú að eins fimm vetra, og hefir þó hvað eftir annað unnið öll fyrstu verðlaun til handa hinum lánsama eiganda sínum, Ross of- ursta. Hann var allt af, þangað til þetta kom fyrir, talinn langlíklegastur til að vinna Wessex- bikarinn mikla, og það hafði verið veðjað þre- falt meira með honum en móti. Hann hefir líka verið frægastur allra veðreiðahesta við allar veðreiðar síðustu árin, og hefir aldrei til þessa brugðizt þeim, sem veðjað hafa með honum. Og jafnvel þótt veðmálin móti honum hafi af þessari ástæðu verið lægri, þá hefir það þó ver- ið feikna upphæð, sem unnizt hefir á hann. En einmitt af þeirri áslæðu liggur það líka í augum uppi, að það eru til ýmsir menn, sem gætu sjeð sjer hag í að koma í veg fyrir það, að Silfur- Blesi yrði við markstólpann, þegar flaggið verð- ur dregið niður á þriðjudaginn. Þetta hefir mönnum líka auðvitað verið full-ljóst i Kings Pyland, þar sem hesthús o- furstans er, og þess vegna hafa allar hugsanleg- ar varúðarreglur verið settar, til þess að vernda gæðinginn. Þjálfinn, John Straker, hafði áður verið veðreiðasveinn, og riðið lengi í litum Ross ofursta, en varð svo að hætta því, þegar hann var orðinn ofþungur. Hann var veðreiðasveinn ofurstans í fimm ár, og í sjö ár hefir hann haft það starf á hendi, að hirða um hesta ofurstans og þjálfa þá, og hefir hann ætíð reynzt trúr og skyldurækinn. Hann hafði þrjá unglings-drengi sjer til aðstoðar, því að bestabú þetta er mjög umfangslítið, hestarnir að eins fjórir að tölu. Einhver einn drengjanna vakir allt af á hverri nóttu í hesthúsinu, en hinir tveir sofa á hest- húsloftinu. Drengirnir hafa allir fengið ágætis- vitnisburð. John Straker var kvongaður maður, og bjó í litlu húsi í hjer um bil hundrað faðma fjar- lægð frá hesthúsinu. Hann átti engin börn, hafði að eins eina vinnukonu, og var vel efnum búinn. Það er strjálbyggt mjög þar í grennd- inni. Skammt þaðan í norður eru reyndar nokkur smáhýsi, sem húsabrallari einn frá Tavi- stock ljet reisa þar, og voru ætluð sjúkum og veikluðum mönnum, er áttu að hafa eitthvert mikið gagn af hinu góða og heilnæma Dart- moorlofti. Tavistock er hjer um bil hálfa mílu í vestur þaðan, og hins vegar í heiðinni eru í ámóta fjarlægð Capleton-hesthúsin, sem eru eign Backwaters lávarðar, og eru undir stjórn hesta- þjálfa eins, sem heitir Silas Brown. Annars er heiðin óbyggð ein, og þar sjest varla maður, nema þegar Tatarar dvelja þar tíma og tíma á flakki sínu. Þannig var nú ástatt þarna síðast- liðna mánudagsnótt, þegar þessi atburður gerð- ist. Á sunnudagskvöldið höfðu hestarnir verið liðkaðir dálítið, eins og vant var, um leið og þeim var vatnað, og klukkan 9 var hesthúsinu lokað. Tveir drengirnir fóru heim í íbúðarhús- ið, til þess að borða kvöldverð, og borðuðu þeir í eldhúsinu eins og vant var, en einn þeirra, Ned Hunter, var á verði í hesthúsinu. Þegar klukkan var nokkrar mínútur yfir níu, fór vinnukonan, Edith Baxter að nafni, út að hest- húsinu með kvöldmat hans, og var það soðið kindakjöt í karrísósu. Hún hafði engin drykkj- arföng með sjer, því að vatnsdæla var í hest- húsinu, og það var fast ákveðið, að sá, sem á verði var, mátti einskis drykkjar neyta, nenia vatns. Stúlkan hjelt á ljóskeri, því að niða- myrkur var úti, og vegurinn ósljettur. Þegar Eidith Baxter var komin rúmlega miðja vegu milli íbúðarhússins og hesthússins, kom allt í einu maður fram úr myrkrinu, og bauð henni að nema staðar. Þegar hann kom inn i skinið frá Ijóskerinu, sá hún, að þetta var snotur maður í grárri yiirhöfn með áfastri hettu, er bretta mátti upp yfir höfuðið. Hann hafði legghlífar á fótum, og bar staf í hendi með stór- um húni á. Það vakti sjerstaklega athygli henn- ar, hvað maður þessi var æstur að sjá, og hvað hann var fölur og veiklulegur. Hún leit svo eftir, að hann mundi heldur vera yfir en undit’ þrítugsaldri. »Getið þjer sagt mjer, hvar jeg er?« spurði hann. »Jeg var nærri staðráðinn í þvi, að leggj' ast fyrir hjerna úti á heiðinni, en hætti við það, þegar jeg sá Ijósið yðar«. »Þjer eruð rjetl hjá Iíing Pylands hesthús- unum«, svaraði stúlkan. »Nú, jæja, en sú hundaheppni!« mælti hann. »Jeg hefi heyrt, að drengur einn sje látinn vera á verði í hesthúsinu á hverri nóttu. Það er ef til vill kvöldmaturinn hans, sem þjer eruð með þarna. Þjer eruð víst ekki sá asni, að þjer sláið hendinni á móti því, að vinna yður inn spán- — 107 — -■ 108 -

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.