Haukur - 01.05.1911, Blaðsíða 5

Haukur - 01.05.1911, Blaðsíða 5
S i 1 f u r-B 1 e s i. »Jeg held jeg megi til að leggja af stað, Watson«, mælti Sherlock Holmes eitt sinn, er við vornm að setjast að morgunverði. »Af stað? Hvert?« »Til Dartmoor — til Kings Pyland«. Jeg varð alls ekki forviða á þessu — jeg hafði meira að segja furðað mig stórlega á því, hann skyldi ekki þegar fyrir löngu vera orð- Jnn flæktur við þetta merkilega mál, sem um tíma hafði verið aðal-umræðuefni alstaðar á Englandi. Siðastliðinn dag hatði hann gengið um gólf í dagstofunni okkar frá morgni til kvölds með hökuna niður á bringu og hnyklaðar nugnabrúnir, og reykt í striklotu hverja pípuna eftir aðra af svartasta og sterkasta reyktóbakinu sinu, og verið algerlega heyrnarlaus, er jeg spurði hann einhvers eða yrti á hann. Frjettasnati okkar sendi okkur hvert einasta frjettablað jafn- óðumogþau komu út; en hann renndi augunum i snatri yfir dálka þeirra, og fleygi þeim svo á gólfið, sínu í hverja áttina. En þótt hann væri svona þögull, þá vissi Jeg þó vel, hvað það var, sem hann var að hrjóta heilann um. Það var ekki nema að eins eitt úrlausnarefni, sem hægt var að hugsa sjer, uð hann gæti verið að glíma við allan þennan hma, og það var hið dularfulla hvarf Silfur- Elesa — veðreiðahestsins heimsfræga, og hin •'aunalegu afdrif hestaþjálfans, er hafði haft hann undir höndum. Það var þess vegna ekki ann- að en það, sem jeg hafði bæði búizt við og von- azt eftir, er hann nú allt i einu skýrði mjer frá Því, að hann væri að hugsa um að fara þangað, Sem þessi hörmulegi atburður hafði gerzt. »Jeg vildi gjarnan fara með yðurþangað, el það væri ekki á móti skapi yðar«, mælti jeg. »Þjer gerið mjer einmitt mikinn greiða, ef Þjer komið með mjer, kæri Watson«, mælti hann. »Og jeg hygg, að yður þyki þeim tíma ekki illa varið, þvi að það eru ýms atvik, sem henda til þess, að mál þetta sje alveg sjerstaks eðlis. Ef við förum nú þegar af stað, þá náum við víst í eimlestina frá Paddington, og á leið- luni get eg farið lengra út í málið. Þjer gerðuð ^ujer mikinn greiða, ef þjer vilduð hafa ferða- kílcinn yðar með yðu'r«. Þannig atvikaðist það, að jeg sat klulcku- shindu síðar í klefahorninu á fyrsta ílokks vagni, er brunaði með feikna hraða áleiðis til Exeter. ^udspænis mjer sat Sherlock Holmes með lerða- huluna niður um eyru og áhvggjusvip á andlit- lnu. Hann var niðursokkinn að lesa i frjetta- — 105 — blöðum nokkrum, sem hann hafði keypt í Padd- ington. Yið vorum fyrir löngu farnir tram hjá Rea- ding, þegar hann íleygði síðasta blaðinu undir beklcinn, og bauð mjer vindil úr vindlahylki sínu. Hann gaut augunum út um gluggann, leit síðan á úrið sitt og mælti: »Nú, það gengur býsna vel. Við förum fimmtíu og þrjár og hálfa mílu á klukkustund hverri«. »Jeg hefi eklcert tekið eftir milufjórðungs- steinunum«, svaraði jeg. »Það hefi jeg elcki gert hcldur. En það eru 50 álnir á milli ritsímastauranna alstaðar á þess- ari leið, og þá er auðvelt að reikna hraðann. Jeg geri ráð fyrir, að þjer hafið þegar lcynnt yður þetta mál — jeg á við morð John Strak- ers og hvarf veðreiðahestsins?« »Já, jeg hefi lesið það, sem skriíað er um það í »Telegraph« og Chronicle«, »Það er eitt af þessum málum, þar sem meiri nauðsyn er á rökleiðslulcunnáttu, til þess að geta rannsakað og reynt öll einstök atvik, heldur en á því, að bæta við nýjum gögnum. Viðburður þessi er svo óvenjulegur, og snertir svo mjög hag margra einstakra manna, að við höfum meira að segja íengið helzt til mikið af ágizkunum, ályktunum, getgátum og grunsemd- um. Erfiðleikinn er fólginn í því, að klæða beinagrind sannreyndanna — hinna reglulegu, óhrekjandi sannreynda — úr öllu því, sem til- gátumenn og frjettasnatar hafa hengt utan á hana og skreytt hana með. Þegar því er öllu sópað burt, og við höfum fengið lastan grund- völl til að byggja á, þá er það hlutverk okkar, að sjá, hvaða ályktanir hægl er að draga af því eina, sem maður veit að slceð hefir, og hver þau einstöku atriði eru, sem allt leyndarmálið byggist á. Á þriðjudagskvöldið tjekk jeg sím- skeyti frá Ross ofursta, eiganda hestsins, og Gregory leynilögreglu-umsjónarmanni, sem hefir telcið málið að sjer. Þeir báðu mig báðir að koma og lijálpa sjer«. »A þriðjudagskvöldið«, mælti jeg, »og nú er kominn fimmtudagur. Hvers vegna fóruð þjer elcki í gær?« »Vegna þess að jeg gerði vitleysu, Watson minn góður, — sem, okkar á milli sagt, kemur oftar fyrir, heldur en þeir halda, sem elclci þekkja mig af öðru en þvi, sem komið er út eftir yður af »Rauðu rúnunum«. Vitleysan lá í því, að jeg gat alls elcki hugsað mjer að hægt yrði að halda þessum merkilegasta og alþekktasta hesti á Englandi leyndum til lengdar, sízt í jafn strjál- — 106 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.