Tíminn - 02.06.1917, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.06.1917, Blaðsíða 2
46 T í M I N N sjálft, að bóndinn stæðist við að gjalda manni hærra kaup fyrir að láta slá með sláttuvél en orfl. Og svo er það hvar sem komið yrði að hentugra tæki eða betri aðferð en áður hefir verið notuð. r a Eftir Pál Zóphóníasson. Á síðustu árum hefir all mikið verið rætt um það, að nauðsyn bæri til þess, að flytja til landsins hrúta af erlendu holdakyni, og nota þá handa nokkru af ánum okkar, til þess eins að fá dilkana, sem slátrað er, fallþyngri og verð- meiri. Eggert Briem, frá Viðey, hreyfði þessu fyrstur í Búnaðarritinu árið 1907 (bl. 32—36). Hann sá, af þeim arfgengisrannsóknum, er þá voru kunnar, að bráður þroski mundi vera andstæða seinláts þroska, og mikill fallþungi hlyti að vera andstæða lítils fallþuga. Hann sá líka að ef þessar tvær eiginleika- andstæður sameinuðust í sama ein- stakling, þá hlaut hann að fá eigin- leika, sem væri mitt á milli for- eldranna eða verða það sem við köllum óhreinkynjaðan miðlung. Af þessu sá hann það, að það hlyti að vera arðvænlegt að nota hrúta af ensku bráðþroska holda- kyni handa ánum okkra, sá að dilkarnir hlutu að verða vænni. En þetta sáu þá fáir, og um málið var lítið rætt. Tveim árum síðar ritar Hall- grímur iPorbergsson í Búnaðarritið, og skýrir frá því hvernig Englend- ingar nota þessa einblendingsrækt til þess að fá arðsamari dilka, fall- þyngri dilka, og hvernig þeir með því margfaldi arðinn af sauðfé sinu. H. I*. vill nú fyrir hvern mun að við reynum þetta hér hjá okkur. Hann vill að við fáum okkur enska hrúta af bráðþroska, fallþungu ensku kyni, og notum þá handa ánum okkar, og hann var og er samfærður um, að það yrði arðvænlegt fyrir okkur. Um þetta leyti, eða nokkru síð- ar, myndast þá líka félag í Þing- eyjarsýslu, er ætlaði sér að gera tilraun með þetta, og var það mest fyrir tilstilli Hallgríms. En tilraun þessi komst aldrei í framkvæmd, því þeir fengu aldrei leyfi til að flytja féð inn. Dýralæknir landsins, Magnús Einarsson lagði á móti því að stjórn- arráðið veitti undanþágu frá lög unum, er banna innflutning búfjár til landsins, og þegar stjórnarráð Islands, sem gjarnan vildi veita leyfið, snexi sér til dýralæknaráðs- ins í Danmörku og leitaði álits þess urn þetta mál, var það M. E. sam- mála og lagði eindregið til að leyfið yrði ekki veitt. Og þegar málinu var svo komið, sá stjórnarráðið sér ekki fært að veita undanþágu frá lögunum, og synjaði um leyfið. Síðan er nú búið að rita all mikið um þetta mál, bæði í Bún- aðarritið, Frey og dagblöðin, en út í það verður ekki farið hér. Fyrir síðasta búnaðarþingi lá xetta mál, og á því var stjórn Búnaðarfélags ísfands falið »að fá fullnaðarvitneskju um þau vand- cvæði, er á því væru, sakir sýk- ingarhættu, að flytja inn kynbóta- xening til takmarkaðrar kynblönd- unar« (Búnaðarritið 1915 bl. 300). í tilefni af þessari samþykkt, skrifaði stjórn Búnaðarfélags Is- lands öllum þrem dýralæknum landsins, og hafa þeir nú allir sent svör sín, og álit um þetta mál, og eru þau prentuð í Búnaðarritinu. (1916 bl. 279—283 og 1917 bl. 180—188.) Og hvað segja þá dýralæknarnir? Sigurður Einarsson, virðist alls ekki mótfallinn því að leyft sé að flytja kynbótafé til landsins, en hann segir að innflutningurinn verði að vera undir síröngu eftirliti dýra- lækna, og hinar innfluttu skepnur verði að vera undir þeirra höndum svo lengi sem þörf krefur. Magnús Einarsson, er algerlega móti því að innflutningur sé leyfð- ur og er það af þrem ástæðum. Fyrst og fremst af því að nýir sjúkdómar geti fluzt inn með fénu, í öðru lagi af því að innlenda kyn- ið kynni að veiklast og í þriðja lagi af því að hálfblóðsskepnurnar verði notaðar til undaneldis. Telur hann upp ýmsa sjúkdóma, sem inn geti fluzt, og eru sumir þeirra til hér eins og t. d. berkla- veikin, en aðrir þeirra auðþekktir hverjum dýralæknir eins og »snívi«, og enn aðrir sem alls ekki sjást þó þeir búi í skepnunni, fyr en seint og síðar meir, og kanske aldrei. Hannes Jónsson er bæði búfræð- iskandidat og dýralæknir, enda finst mér hann sjá og skilja þetta mál langbezt af dýralæknunum. Hann bendir fyrst á það, að sýkishættan sé mismikil eftir því frá hvaða landi skepnurnar séu fluttar, og nefnir dæmi því til sönn- unar. Síðan talar hann um, hvað önnur lönd geri, og segir þau leyfa innflutning, en takmarka hann, og setja reglur þar að lútandi. Hér býst hann við að, að inn- flutningur verði einungis leyfður frá Bretlandi og Norðurlöndum, og talar síðan um sýkingahættu þá er stafað geti af innflutningi þaðan. Hann talar um tvennskonar sýk- ingarhættu, eins og Magnús, sem sé: 1. Veiklun í hinum innílutta blandaða kynstofni og 2. Innílutning nýrra sjúkdóma, sem ílestir munu orsakast af þekkt- um eða óþekktum snýkjuverum. Við 1. er hann ekki liræddur, ef eingöngu á að nota hinar innlluttu skepnur til að fá hálfablóðsfé til sláturframleiðslu, en hann veit varla, sem heldur ekki er von, hvað skilja beri með »takmarkaðri kynblöndun«, því hvergi er sagt hvar takmarkið sé. Og eg fæ held- ur ekki séð að hættan sé nokkur, þó aðeins væri fengnir hrútar og notaðir til að fá vænni dilka. sem allir væru drepnir að haustinu. Og annað viljum við ekki sem viljum leyfa innflutninginn. Sjúkdómum sem inn geta fluzt skiftir hann í þrent. 1. Sjúkdóma, sem svo vel eru þektir að hægt er með vissu að ganga úr skugga um hvort skepn- an hefir þá, eða ekki. 2. Sjúkdóma, þar sem dvalar- tími sýkiverunnar í dýrinu er ekki lengri en svo, að sjúkdómurinn brýst út rétt eftir að skepnan kem- ur hingað, eða á meðan á ferðinni stendur. 3. Sjúkdóma sem hafa svo lang- an dvalartíma, og eru svo hægfara, að þeir sýna sig kanske aldrei með glöggum einkennum í sjálfri skepn- unni, þó hún hafi þá, og sýki aðra sem sjúkdómseinkennin þá oft sjást á. Það eru þessir tiltölulega fáu sjúkdómar, sem eru í 3. ílokki, sem hættan stafar frá, og nefnir H. J. þar lifrarflyðruveikina. En lifrar- flyðrutegundirnar séu tvær, sem orsaka veikina, lifa til skiftis í kúm eða kindum og snigiltegund einni, sem enginn veit enn með vissu, hvort til er hér á landi. Aðra sjúk- dóma nefnir Hannes ekki, sem hætta stafar af, hvað sauðfé sneit- ir, en telur nokkra sem eru í hrossum kúm og svínum og því ekki við koma sauðfénu. Hannes segir að það sé með öllu ómögu- legt að búa svo um hnútana, að nýir sjúkdómar geti ekki borist til landsins, ef innflutningur búfjár sé leyfður, en allan fjöldan megi forðast. En svo spyr H. J. hvort við nú höfum trygging gegn því að nýir sjúkdómar berist til landsins, ef við forðumst innflutning búpen- ings? Og hann svarar spurningu þessari með ákveðinni neitun. Hann bendi á að sýkikveikjurn- ar geti hæglega borist til landsins með hálmi, heyi, mörgum búfjár- afurðum og ýmsum umbúðum, sem auðveldlega hafi getað verið notað- ar áður í útlöndum. Lögin um bann gegn innflutningi tryggi okkur því alls ekki gegn innflatningi nýrra sjúkdóma, á með- an við leyfum óhindraðan innflutn- ing á vörum sem eru eins hættuleg- ar, og jafnvel hœttulegri, þegar þœr koma frá löndum, þar sem fleiri ill- kynjaðir sjúkdómar eru til. en raun er á i Englandi og á Norðurlöndum. Því sé ekki um annað að ræða en: Annaðhvort að banna allan inn- flutning búfjár og allrar þeirrar vöru, sem sýkingu geta valdið, þannig að trygging fáist fyrir því að við framvegis getum bægt frá oss nýjum aðflutlum búfjársjúk- dómum eða leyfa takmarkaðan innílutn- ing á hvorutveggja, Ieitast þó við að búa svo um hnútana að sýki- hættan verði sem minst. Erlendis segir H. J. síðari leið- ina farna, en sjálfur leggur hann engan dóm á hvort sé betra; þó finst mér eg íinna að hann sé með síðari leiðinni, enda fæ eg ekki skilið annað af jafn skynsömum og framsæknum manni og H. J. er. Af þessu er augljóst að þingið hefir ekki vitað, hvað það var að gera, þegar það samþykti bannlögin. (ekki vínbannlögin heldur búfjár- aðflutningslögin.) Það ætlar sér að útiloka það að nýir sjúkdómar flytjist til landsins, en gerir það alls ekki. Og þegar nýir sjúkdóm- ar hafa ekki fluzt til landsins er það ekki þingmönnunum og bann- lögunum að þakka heldur eingöngu tilviljun. Og vilji þeir útiloka að nýir búfjársjúkdómar flytjist til landsins, verða þeir líka með búfénu að banna innflutning ýmsra vöruteg- unda, og það sumra vara, sem eng- inn vill missa. En þegar málið nú horfir svona við, en fullvissa er á hinn bóginn fyrir því að dilkar undan bráðþroska hrút af fallþungu ensku kyni, og ánum okkar yrðu mun vænni en dilkar okkar eru nú, þá fæ eg ekki séð, hver ástæða er til að halda fast við þau lög, sem nú eru. Mér finst þó réttara að leyfa innflutning á hvorutveggja en hafa eftirlitið nógu strangt. (Frh. jjlððin 09 samvinnan. Því hefir verið haldið fram af einstöku mönnum, að íslenzku blöðin flest væru fremur hliðholl kaupmensku, en andstæð sam- vinnuhreyfingunni. Þykir þess nú kenna glögglega upp á síðkastið. »Norðurland« hefir gengið lengst í því efni. Næst kom »Landið« á dögunum með hina stórfrægu grein eftir P. þar sem komist var að þeirri niðurstöðu, að verzlnnin vœri þvi betri, sem arðurinn lenti á fœrri höndum. Verður það ekki skilið öðru- vísi en svo, að verzlunin sé því betri, sem kaupmönnum tekst full- komlegar að rýja almenning. Loks kemur svo »ísafold«. Hún flutti með velþóknun árásargreinar Garð- ars Gíslasonar á kaupfélögin og Sláturfélag Suðurlands. Þó að þær væru bæði langar og ekki aðdáan- legar að frágangi, en blaðið hins- vegar sífelt að kvarta um rúm- leysi, var nóg rúm fyrir þœr, og ekki þörf athugasemda. Ef blaðið væri hlutlaust í þessum deilumál- um, mundi það hafa leyft sam- vinnuinönnum að bera hönd fyrir liöfuð sér. A. m. k. var ekki síður ástæða til þess, heldur en við for- stjóra hins illræmda steinolíufélags. En svo hefir ekki reynst. Grein til varnar Sláturfélagi Suðurlands eftir einn af stjórnendum þess, hefir ekki enn birst þar, en kunnugt er þeim sem þetta ritar, að hún var send ísafold. Og svargrein Jóns Gaula kom seint og síðarmeir, stykkjuð sundur í tvent, síðari hlutinn geymdur, eins og væri til- gangurinn sá, að slíta samhengið og reyna að draga úr áhrifunum. Og síðast klykkir blaðið út með

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.