Tíminn - 02.06.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.06.1917, Blaðsíða 4
48 TÍMINN þessa tillögu, sem hann óskaði að fundurinn beindi til búnaðarþings: »Fundurinn lýsir yfir því, að hann sé því mótfallinn, að ákveðið sé hámarksverð á landbúnaðaraf- urðum eins og nú hefir verið gert fyrir framleiðendum sjálfum.« Tillagan var samþj'kkt með 9 atkv. gegn .3. Sami fundarmaður bar upp þessa tillögu: »Fundurinn felur búnaðarþing- inu að ræða málið um styrkveiting til búnaðarfélaga og skora á al- þingi að styrkja félögin framvegis.« Tillagan var samþykt með 9 samhljóða atkv. Loks bar Páll kennari Jónsson frá Hvanneyri upp þessa tillögu: »Fundurinn óslcar að búnaðar- þing taki til athugunar, hvort ekki megi á einhvern hált bæta úr hinum tilfinnanlega skorti lands- manna á hentugum og íljótvirkum jarðyrkjuverkfærum.« Tillagan var samþykt með 9 samhljóða atkv. jtferkileg tillaga. Mönnum hefir eigi verið með öllu ljóst, hvaða mál langsum ætl- aði að hafa, til að lyfta sér upp í valdasessinn í sumar. En nú er það komið fram í dagsbirtuna. Stjórnmálaritstjóri Vísis kallar sig Jón Jónsson. Hér á dögunum stakk hann upp á því, að auka feitmet- isforða landsins með því, að kúga bændur til að láta af höndum smjörbirgðir sínar, sem hann mun hafa haldið, að væru eigi all-litlar. Þótti honum líklegt, að bændur mundu þá fúsir til að fœra frá í sumar til að vera eigi ineð öllu viðbitslausir. Mun hafa verið til ætlast, að landstjórnin hefði bænda- stétt landsins eins og nokkurs konar húsdýrahjörð. Síðar, þegar kolin eru komin í svo hátt verð, að útgerðarmenn, sem hafa nóg lcol, eins og t. d. Elías Stefánsson, láta skip sín liggja aðgerðarlaus, af því að ekki borgar sig að gera út (nema ef vera skyldi vertiðin og nokkrar vikur um há-sumarið) stingur sami Jón Jónsson upp á því, að landið geri út fiskiflota landsins meðan tekjuhalli er á útgerðinni. Mundu þar með teljast bæði togararnir og vélbátar allir. Maður fer nú að skilja til hvers á að hafa stjórnarskifti, og einkum að losna við bóndann. Langsum hefir alt af verið samt við sig, alt frá því að Sveinn Björnsson bar fram sitt Iandskunna dýrtíðar- frumvarp 1915, og til þeirrar stund- ar, þegar Jón Jónsson »stakk« flokksbróður »sinn út« með þeim skarpsýnu tillögum, sem nú hafa verið nefndar. Maður fer nú að skilja hvaða verkefni langsum- menn ætla sér, eflir »byltin.guna« tilvonandi í sumar. Það er að reka sjávarútveginn á landsjóðs kostnað með nokkurra miljóna króna tekju- halla árlega, meðan stríðið stendur. Maður- gæti hugsað sér, að þeir útgerðar-reikningar mundu að 3—4 árum liðnum gleðja Guðmund Hannesson, ef langsum yrði þá svo nærgætið, að fela honum end- urskoðunina. Yfirlit yfir helztu mannvirki á íslandi 1916. Fróðleikur úr Tímariti Verkfræðingafélagsins. Vegir og brýr. Á fjárlögunum 1916 var veitt til vega- og brúargerða 169,400 kr„ en vegna erfiðleika sem stafaði af ófriðnum, um útvegun á efni til brúargerða, var frestað að gera tvær stórbrýr: Yfir Austurkvísl Héraðsvatna út við sjó og yfir Vatnsdalsá lijá Hnausum. Unnið var að lagningu flutninga- brautanna sem enn eru ófullgerðar. Lokið var 34 km. flutningabraut um Borgarfjörð frá Borgarnesi. Sú braut kostaði samtals 145 þús. kr. Helztu akvegarkaflarnir sem lagð- ir voru eru þessir, Húnvetninga- braut 1,5 km. (verð 10200 kr.), Skagafjarðarbraut 2,7 km. (7700 kr.), Grímsnesbraut 3,6 km. (10,000 lcr.), Langadalsvegur i Húnavatnssýslu 2,4 km. (7,500 kr), Hróarstunguvegur 2,4km.(5,800kr.) Brýr voru gerðar á Miðfjarðará, 30 m. bogabrú sem kostaði 9,500 kr., á Árfarið hjá Hnausum 9 m. bitabrú (2100 kr.), á Ljá 9,5 m bita- brú (2200 kr.) og á Breiðumýrará 18 m. bitabrú (7000 kr.). Til flulningabrauia og brúa á þeim var samtals varið 70 þús. kr„ þar af til viðhalds 11 þús. kr. Til þjóðvega og brúa á þeim var varið 35 þús. kr„ þar af í viðhald 12 þús. kr. Til viðgerðar á fjallvegum 3 þús. kr. Til akfærra sýsluvega um 18 þús. kr. gegn helmings tillagi frá hlutaðeigandi sýslufélögum. Yatusvirki. Að mestu var lokið við áveitu á Miklavatnsmýri. Varð greiddur kostnaður á árinu um 17 þús. kr. Vatnið í áveituna er tekið úr Þjórsá, skamt ofan við Mjósund, og er á- veitusvæðið alt að 2000 hektarar (rúmar 6000 dagsláttur). Verður væntanlega veitt þar á i vor. Ritsímar og talsímar. Auk venjulegra viðgerða eftir skemdir vetrarins var aðallega þetta framkvæmt: 1. Lokið við talsimalínu úr tvö- földum koparþræði til Horna- fjarðar, lagður kaflinn Svínhólar í Lóni — HornaQörður, 35 km. 2. Sett upp stauraröð frá Brekku í Núpasveit til Húsavíkur ca. 60 km. og strengd símalína úr ein- földum járnþræði milli Þórs- hafnar og Húsavíkur ca. 115 km. Bygð talsímalína úr tvöföld- um járnþræði frá Brekku í Núpasveit til Raufarhafnar, ca. 29 km. 3. Settir niður staurar í talsíma- línu frá Hafnarfirði til Grinda- víkur ca. 16 km. ný stauraröð og frá Keflavík til Hafna, ca. 13 km. Línur þessar gátu ekki orðið fullgerðar á árinu vegna þess að einangrara vantaði i þær. 4. Lagður tvíþættur sæsími yfir Hvalfjörð, vegna nýrrar talsíma- línu frá Reykjavík að Iíalastað- akoti. 5. Lagður jarðsími fyrir innan- bæjarsímann á Akureyri, á svæð- inu frá simastöðinni út að Torfu- nefi — 1125 metrar með 125 tvöföldum línum. Loftkablarnir, sem voru á þessu svæði, voru teknir niður og lagðir neðan- jarðar eftir Oddeyrinni. Á Siglufirði var sett upp nýtt skiftiborð og innanbæjarsíminn endurbættur. Stöðvarnar Svínhólar í Lóni og Esjuberg voru lagðar niður, en þessar opnaðar: Bygðarholt í Lóni, Hólar i Horna- firði, Gerðar í Þistilfirði, Brekka í Núpasveit, Raufarhöfn, Skógar í Axarfirði og Víkingavatn. (Frh.) Amaryllis. Skáldsaga. Eftir Georgios Drosinls. »Hér er eg á öðru niáli. Hins- vegar skil eg þetta. Sveitin hefir sín dulrænu einkenni, og verður maður að lifa þau inn i sig. Og þegar þér farið að geta það, þá munuð þér skilta skoðun. Við pabbi skulum vera yður hjálpleg í þessum efnum.« »Já, það skulum við gera«, sagði Anastasios og brosti »og við skul- um byrja á þeirri hjálpsemi strax í kvöld, ef það bagar yður ekki. Og fyrsta tilsögnin ætti að fara fram í Gýgjarhelli.« »Nei, nei«, sagði ungfrúin, »það er of strembið banda nýbyrjend- um, í kvöld förum við til Vrísúlu«. »Með því að hafa svona góða kennara, hlýt eg að koma fljótt til.« »Já, ef þér verðið ekki altof hylskinn, en þá slcal heldur ekki spöruð hegningin«, sagði hún hótandi. Þú getur nú skilið hvernig eg hlaut að verða fyrir áhrifum, ekki aðeins af fegurð hennar, heldur einnig af framkomunni, óbrotna lítillætinu, góðvildinni og vina- hótunum. Það var eins og við hefðum þekst frá barnæsku. Amaryllis fór nú að taka til mjólkina, og eg varð nú einn með föður hennar. Það var eins og mér hyrfi of- birta af augum, og nú fyrst átti eg hægt með að virða fyrir mér andlit og svip nágranna míns, sem bar það með sér að hér var heiðarlegur maður, sem orðið hafði fyrir sorgum og mótlæti um dagana, en ró og hóglát hamingja síðan gert sitt til að bæta honum það upp. Háttprýðin bar vott um menningu. Smám saman með viðræðunum fékk eg að vila að hann hefði verið kaupmaður í Marseille, að hann hefði komið aftur til Grikklands fyrir tiu ár- um með þeim ásetningi að setj- ast þar að fyrir fult og alt, að hann hefði þá meðal annars keypt þessa jörð — þvi að hann elskaði sveitina, — að hann þrem árum síðar hefði mist konuna og skömmu síðar yngri dótturina, og að nú ætti hann að eins eina manneslcju að, er tæki þátt í lifs- kjörum hans — í einu orði sagt, Amaryllis, sem hann dásamaði, en þó ekki með sama hætti og margir heimskir feður, sem ekki sjá sólina fyrir afkvæminu og láta blindast af ástinni, heldur með föðurlegri velvild og skarp- leika. »Eg get íullvissað þig um að eg tók þátt í tilfinningum hans og gladdist yfir því að fá staðfest- ingu fyrir fyrstu hugmyndunum, sem eg hafði gert mér um stúlk- una. Og þú sérð það líka: Hún yfirgefur heiminn sex mánuði ársins og fer upp í afskekta, ein- angraða sveit, að eins til þess að þóknast föður sínum, og eklci er svo sem að hún sjái eftir þessu, — svo mikil nautn er henni að því að fórna. Þetta ber vott um göfga sál«. Þegar hún kom aftur með vika- drengnum, sem bar mjólkina, virti eg hana fyrir niér með enn meiri aðdáum. Hún settist hjá mér. Það var þögn meðan við drukk- um spehvolga sauðamjólkina. Al- drei á æfi minni hefir mér þótt mjóllc eins góð. Amaryllis sneri sér alt í einu við og leit á mig: »Verðið þér hér i alt sumar?« »Því miður, að eins átta daga.« »Það verður ekkert af því að þér farið svo fljótt«, sagði hún með sínum yndislega hætti. Ef nokkur hefði vogað sér að segja þetta við mig deginum áður, þá hefði eg lamið hann, og þrátt fyrir það lilýddi eg nú ánægður á setninguna og svaraði: »Mig langar nú voðamikið að vera lengurl« Eg beindi nú samræðunum að ástandinu í Athenu og að síðustu að stjórnmálum. Það umræðuefni var þó ekki hugnæmt, því þar gat Amaryllis ekki tekið þátt í samræðunni og mér gafst því ekki kostur á að njóta fegurðarinnar í hinni lágu og ómþýðu rödd hennar. Ritstjóri: Gnðbrandnr Mngrnússon. Hótel ísland 27. Sírai 367. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.