Tíminn - 02.06.1917, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.06.1917, Blaðsíða 3
T í MIN N 47 því að lofa athugasemdum frá sér! Smátt og smátt sýna svo sum hin blöðin soramark kaupmenskunnar. t*ví fyr, því betur. Uppi í óbygðum. Eftir Þorgils Gjallanda. Vindurinn þaut napur og nátt- kaldur á tjaldinu. Regnið var ó- venju mikið eftir því, sem hér ger- ist í Suður-Þingeyjarsýslu. Haust- nóttin niðsvört lagðist ömurleg á huga minn. Hestarnir stóðu bundn- ir á streng, seltu hömina í veðrið og báru sig kuldalega; þeir voru nálega búnir með heyið, og dreifin fauk frá þeim. Stormurinn stóð af suðri. Skamt var suður til Vatnajökuls. — Tjald- ið stóð við Svartá suður í óbygðum og gróðurleysi umhverfis, að eins hvannstóðið og hrossanálarskúfar við uppsprettuna. Við lögðumst til svefns eftir að hafa girt hestana með gæruskinnum og gefið þeim deigið. Skömmu síðar sváfu félagar mínir föstum svefni, þeir voru vanir fjallferðum og útilegum; stormur og skúrir breyttu ekki mikið háttum þeirra og svefni. Eg var lika vanur fjallgöngum, en eg var af léttasta skeiði. Hverfleiki lífsins hafði markað dýpri drætti i huga mínnm en fyrrum var. Eg vakti. Uppi á fjöllum á sandauðnum, brunahraunum og meðal blásvartra háfjalla, skamt frá jökulflæminu — verður lítið úr stærrlæti og of- metnaði. Hér fer lítið fyrir mér. Hér segir fátt af einum. Köld ó- sveigjanleg fjallakyrðin brýtur odd af oflæti mínu. Dauðatign óbygða og auðna gerir mig mýkri í skapi, félagslyndari, elskari að mönnum og sveitalífinu heima; fúsari að dæma vægt, aumkva brestina, mis- stigin, sundrungina, tortryggnina og auðnuleysið til góðrar félags- vinnu. Hér er óbyggilegt öllum. Mönnum og dýrum verður hér fátt til nytja, fátt til bjargar. En heima er auðugt veiðivatn og eggver; kjarnmikil afréltarlönd, víðast góð- ir heimahagar og heyfengur farsæll fyrir gangandi fé. Svo er það og miklu betra, fegurra og gagn- auðgara mætti það verða — og verður það. En þá sef eg í svartri mold; svefninum draumlausa og langa. Trú mín á gæðum og kostum þessa lands glæðist þarna í auðn- um og óbygðum; á efri árum og við svefnlausa haustnótt. Það er ekki gull í jörðu, sem eg hugsa um, né dýrir steinar. Það er gras og gróður, aukin tún, bættar engj- ar; blómgun sveita og dala; arð- meira og fegurra gangandi fé. Fjöl- breyttari héruð, hærri hús; bjartari híbýli — ekki eins þröngt um mennina og nú. Víðsýnið meira, hugurinn frjálsari; samvinnan vökn- uð. Þá hljóta niðjar Þorkells í Gervi- dal að hlýða boðum félagsvinnunn- ar. Frændur Atla í Otrardal skríða undan kleggjanum og orna sér við arineld samtakanna; semja sig að háttum góðra manna. Otkell í Kirkjubæ hefir vit og skaplyndi til að lána eða selja hey og mat. Hænsa-Þóris eðlið verður þá brotið á bak aftur — hafið til betri kosta, meiri manndóms. Andi Blund-Ket- ils sigrar um síðir, ris fágaður úr eldbaðinu. En vegurinn er torsóttur, brekk- an brött; forystan ótraust, liðið hverflynt og stopult. »Það skal fram, sem fram horfir, rneðan rétt horfir«. Svo verður hér — fram er þó stefnan. Augu fleiri og fleiri opnast fyrir því, að móðir vor, jörðin, er auðugri en ætlað var — að svo líður mér bezt, að öðrum skreppi ekki kviður að hrygg. Sörli og Hamdir vita þá fyr en í öng- þveiti er komið, að hönd styður hönd og fótur fót. Þeir þiggja fús- lega liðveizlu og brautargengi Erps bróður síns, og það enda þótt hann héli Erpur lútandi. Stormurinn kyrrir, regnið þverr- ar; eg spretti tjaldskörinni og horfi út. í suðrinu lyftir upp regnkáp- unni, hrein heiðríkjan blikar yfir jöklinum; hestarnir frísa, þeir hafa veður af mér. Eg fer út og gef þeim sína heytugguna hverjum; svo fer eg inn og leggst fyrir. — Öll él birtir um síðir, hvað þá skúrir af suðri. Höfgi færist yfir mig. Uppi á fjöllum þarf enginn að kvarta um þrengsli, en heima i sveitunum treður hver á öðrum, þar kvartar almenningur um þrengsli. — — Þó er það ósatt. Hagar og afrétti er nóg. Engið kólnar úti árlega, fólkið vinnur ekki upp slæjurnar. Þrengsl- in slafa af umfangi og ráðríki, ein- býlismetnaði, sjálfgirðingsþótta, ein- veldis- og þverlyndisvenjum. Hver sjálfum sér nógur; bóndi fyrir sig; sjálfstætt heimili. En nú krefst tíminn annars. Bændur og alþýða öll, verða að taka saman höndum, byggja bún- aðinn á félagsskap og samvinnu. Þá smálærist það ; mennirnir þrosk- ast og temjast, fræðast og sann- færast um kosti hennar. Bezt að sitja sem næst hvorír öðrum, svo að ylur samúðarinnar streymi frá manni til manns, og um allan þjóð- arlíkamann. Þá skilja menn betur þarfir og réttindi náungans; virða þau og veita þeim holddrjúgan stuðning. — — Mér verður þyngra i höfði, en sofna þó ekki föslum svefni. — — En hvað Htið þokar fram og lítið vinst. Stefnan reikul, eigin- girnin rík; einbýlisþóltinn rótgró- inn. Hjá okkur, sem sjáum, ergam- all vani, gömul hefð, til þess að hamla og gera forgönguna að orða- glamri, framkvæmdarlausu hjali. Okkur vantar þrekið, trúna, traust- ið og framtakssemina til þess að starfa og ganga undir merkið; gefa nauðsynleg fordæmi. Aðra vantar sjón; ýmsa menning, vilja og örlæti. Sundurlyndi og hverf- lyndi, það er bölið okkar. — Þver- úðin og tortryggnin er mein á högum manna. Eg hefi séð rnargt, reynt ýmislegt. Þrek og framkvæmd hefir þorrið. En vonin — hugsjón- in — deyr ekki; hún lifir í djúpi huga míns. Valtnar á fjöllum; fjarri bygðinni; en kemst í doða- kuflinn og dáið heima — þegar eg reyni og horfi á lífsstörfin stefnu og verk manna, bræðranna, félag- anna; mína eigin krafta og fram- tíðardrauma æskumannanna. Merki þau, sem bera vott um markmið þeirra, langanir og húgsýnir. Það er betra að dreyma um fram- förina, en láta skynsemina vega hlutina. Hollara fyrir væran svefn mjúkra náttdrauma. — — Við erum i orðsins beztu merkingu, félagar í þessari fjalla- ferðinni. Vinnum samtaka, styðjum hver annan, ef torsótt reynist og erum vinir hestanna. Iiér erum við bundnir bróðurböndum. í þetta skiftið kemur hið góða eðli í ljós. Það, sem í mönnum býr; þótt djúpt þurfi eftir því að grafa á stundum. Það, sem vonardraumar bjartari tíma styðjast við. — Svo verður það í þessari ferð — en síðar, þegar heim kemur — þá leggur hver á sína götu; bandið er brostið vináttan kólnuð. (Úr »Ré//i«.) Dálítil athngasemi. Líklega af þvi, að Tíminn hefir haldið því fram, að fulltrúar lands- ins erlendis, og þá ekki sízt í Ame- ríku, ættu að gefa sig alla við starfi sínu, en ekki að vera með eigin hagsmuna-pukur samhliða, virðist Vísir vilja vekja eftirtekt vora á þvi að Ó. Johnson sé nú fulltrúi vestra. Ef til vill á þetta að skiljast sem sneið frá Vísi til Ó. J. Þeir um það. Ánægja Johnsons ef til vill ekki sérlega mikil, að þetta sé gert að blaðamáli. Sú saga gengur að Eim- skipafélagsstjórnin hafi beðið land- stjórnina að hafa Ó. J. í sinni þjónustu fyrir vestan. Nú er Ó. J. í stjórn Eimskipafélagsins, ogjafn- gildir þetta þá því, að hann hafi sjálfur beðist eftir þessari vegtyllu, þvi varla mundi beiðnin framkom- in móti hans vilja. Með því að Kaaber félagi Ó. J. álítur að land- ið standi í þakklætisskuld við Ó. J. síðan hann fór vestur með Hermóði á árunum, mætti nú ef til vill líta svo á, að fult sé skarð í vör Skíða, með þessari huggnun, nokkurra vikna umboði til að flýta fyrir afgreiðslu skipanna. Hvort Ó. J. hefir ætlast til, að þetta umboð yrði svo takmarkað, skal látið ó- sagt. — Aðal-atriðið er að fá nú í þingbyrjun tvö fulltrúa veslra, til frambúðar, menn sem þjóðin treystir. Út af Jeppa-greinum sínum á- lyktar »Vísir«, að landsstjórnin skaðist á kolunum, sem hún seldi bænum á 150 kr. sinálestina. í frásögn Tírnans kom það berlega fram, að á þeim tírna sem J. H. stórkaupmaður vildi fá Ceres, nl. þessa ferð sem yfir stendur, er farmgjaldið alt að 150 kr, á smá- lest. Og lil þess að geta selt kolin, sem um var að ræða á 125 kr. hér, hlaut hann að ætla að gefa frumverð kolanna og 25 kr. í ofan á lag. Sameinaða félagið hefir nefni- lega hœkkað leiguna á skipinu frá því sem var. Það er þetta sem stórkaupmanninum helir gleymst að kynna sér, um leið og hann heimtaði skipið. Og svo finst Vísi skjdda sín að heimska sig líka á þessu ofur-auðvelda atriði. frá gúnaðarjélaginn. (Nl.) Javðyrkjubók II. Enn er ekki komið handritið af henni, enda hefði varla verið ráðlegt að gefa hana út nú sem stendur, með því afarverði sem er á pappír, þó að ekki hefði staðið á handriti. Þeim 600 krónum sem verja inátti til að styrkja útgáfuna, var varið til nýrrar útgáfu af skýrslum um fóður og mjólk, sem Ingimundur Guð- mundsson samdi, en voru nú upp gengnar og lá á að gefa út aftur. — Geta má þess, að i vetur gaf félagið út ritling um matjurtarœkt eftir Einar Helgason í þvi skyni, að hvetja menn til að auka hjá sér garðræktina í vor. Var ritlingn- um útbýtt ókeypis, 8000 eintökum, og var ætlast til að hann kæmi á hvert býli og auk þess allmikið í kaupstaðina og sjóþorpin. Félagatal. Nýir félagar árið sem leið voru 120. Það sem af er þessu ári hafa bæst við 102. Er nú fé- lagatalan hátt á 15. hundraði. Þá fóru fram kosningar. Úti var kjörtími fulltrúanna Eggerts Briems, bónda í Viðey, og Guðmundar Helgasonar búnaðarfélagsforseta, varafulltrúans Halldórs Vilhjálms- sonar skólastjóra, yfirskoðunar- manna Bjarnar Bjarnarsonar hrepp- stjóra og Magnúsar Einarssonar dýralæknis og úrskurðarmannanna Eiríks Briems prófessors og Krist-. jáus Jónssonar háyfirdómara. Voru þeir allir endurkosnir til 4 ára. Fulltrúi til 2 ára, í stað Þórhalls biskups Bjarnarsonar, var kosinn Jón H. Þorbergsson fjárræktar- maður. Þá var rætt um búnaðarmál. Jón H. Þorbergsson flutti inngangs- ræðu um innflutning sauðfjár til kynblöndunar, og bar upp þessa tillögu: »Fundurinn óskar að búnaðar- þingið mæli með því við lands- stjórnina, að leyft verði að flylja inn Border-Leicester-fé til þess að tilraunir verði gerðar með það bæði til blöndunar sláturfjár og til viðhalds því hér í landi.« Um tillöguna urðu langar um- ræður, milli Magnúsar dýralæknis Einarsson annarsvegar og frum- mælauda og Páls kennara Zóphon- íassonar hins vegar. Tillagan var samþykt með 13 atkv. gegn 7. Vigfús bóndi Guðmundsson flutti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.