Tíminn - 25.03.1919, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.03.1919, Blaðsíða 3
TÍMINN 79 Jörðin Arngerðareyii í Nauteyrarhreppi i Norður-lsafjarðarsýsltfcer til sölu, ásamt öllum húsum og mannvirkjum, á komandi vori. Jörðin er 24 hndr. f. m. að dýrleika, vel setin og hin mesta framtíðarjörð. Tún vel girt, vatnsleiðsla í íbúðar og peningshús og matjurtagarðar miklir og góðir. Útbeit ágæt og móskurður góður og nálægur. Á Arngerðareyri er bæði bréfhirðing og símastöð og þar er aðal endastöð fyrir Djúpbát Ísíirðinga. Arngerðareyri er löggiltur verzlunarstaður, Leitið upplýsinga til Sigurðar Sigurðssonar frá Vigur, yfirdómslögmanns á ísafirði, sem hefir jarðarsöluna á hendi. Kaupverð ágætt. mig geym.a gimsteinana þina vel — gæta vel ljóssálnanna, er þú baðst mig að geyma, uns þú kall- ar mig heim til nýrra starfa í nýju ríki«. Og nú hetir hann verið kallaður heim tii nýrra starfa, svo »engillinn« situr eftir og gætir »gimsteinanna«, og er hætt við að hann fái ekki varnað því að þeir verði greiptir í ömurleik fátæktar- innar, ef vinir skáldsins eða þjóð- in, sýnir það ekki í verki, hve mikið þessi og komandi kynslóðir eigi honum upp að inna. Það er sagt um heimili þeirra hjónanna, að það hafi verið sann- kallaður sólskinsblettur í heiði, þar sem margur maður hefir eins og teigað í sig andlegt lífsmagn, og margur ungur og óþroskaður hagyrðingur eða skáld fengið vitur- leg ráð og leiðbeiningar. Guðm. skáld var trúmaður mik- ili i orðsins fylsta og besta skiln- ingi. Hann orti mikið af andlegum Ijóðum hin siðari árin og var auð- vitað sami snildarbragurinn á þeim, eins og öllu öðru, sem frá honum kom. Mörg af þeim birtust f Jóla- blaði félagsins »Stjarnan i Austri«, sem hann var fulltrúi fyrir. Ást hans og traust á Kristi var ótak- markað, samfara hinni sólbjörtu austrænu algyðistrú, sem heldur því ríkt fram, að guð sé í öllu og alt lifi og hrærist i honum. Þessi trú hans kemur ef til vili einna greinilegast fram i þessum hend- ingum: Ekki er satt hann deyji, sem drottin fær að sjá Eilift lif er einmitt það i öllu guð að sjá, Þess vegna gat hann verið svo umburðarlyndur i trúarefnum, þótt hann vildi síst að kreddurnar skipuðu sæti kærleikans. Hann áleit að meistarinn eigi »ótal, ótal muna fyrir neytendur, án þess að framleiðendur hafi fengið meira fyrir sina vöru. Spúnn. Stjómarfar þar í landi hefir jafnan verið i allra lakasta lagi. En nú gerast Bolchevickar þar ærið uppivöðslusamir, og þykir stappa nærri fullkomnu stjórnleysi. Bylt- tngarmenn hafa aðsetur sitt í Barcelona, en félagsskapur þeirra nær um alt landið. Sljórnin ræður ekki við neitt. í Barcelona einni saman hafa árið sem leið verið skotnir 60—70 uppreistarandstæð- ingar, og engin hegning komið fram. Venjan er sú, að uppreistar- menn boða þessa andstæðinga sína á fund. Gera kröfu sem ekki er gengið að. Þá skjóta þeii’ manninn tafarlausf. Siðan dreifist múgurinn og enginn kannast við verkið. Sé tnaður tekinn fastur fyrir þess- háttar morð, er hann tafarlaust sýknaður af kviðdómnum. Pví að þar ráða byltingamenn öllu. í Madrid var hafin uppreist. Kent om hungri og dýrtíð. Stjórnin tók þá 1 sínar hendur brauðgerðarhús öll og brauðbúðir og lækkaði leiðir«. Og hann segir því við vin sinn: Og fyrirgef, pótt aðrir samleið eigi sér enn þá kjósi á þínum bratt vegi: þeir koma seinna — og kann-ske hinumegin þeir komast upp á tindinn annan vcginn. Vér érum margir, sem höfum ástæðu til að harma Guðm. skáld Guðmundsson, þar sem ein hin skærasta stjarnan hefir hrapað af bókmentahimninum íslenska. Hið eina, sem getur huggað vini hans og skoðunarbræður er: að hann hefir verið kvaddur »til nýrra starfa í nýju ríki«. & Kr. P. Próf í gnðfræði við háskólann hefir lokið Freysteinn Gunnarsson og hlaut 2. eink. betri, 102 stig. Látinn er hér i bænum 20. þ. m. Guðmundur skáld Guðmundsson. Er minst annarsstnðar f blaðinu. verðið. Komst þá á friður um stund, en búist við uppþotum víðsvegar í landinu. Bandarfkin. Allmikill mótþrói er í efri deild Bandarikjaþings gegn alþjóðabanda- laginu. Kunna andstæðingar Wil- sons því illa, að aðrir en Banda- ríkjamenn geti haft dómsorð um málefni Vesturheimsmanna. Sú móístaða verður til að draga úr áhrifum Wilsons á friðarfundinum, og mátti þó varla við því. Nógu margir samt, sem toga i gagnstæöa átt, og vilja halda mœtti en ekki rétti sem dómara í viðskiftum þjóðanna. Margir bafa nú hug á að vinna ódauðlega frægð með því að fljúga yfir Atlantshaf. Mikill við- búnaður er ineðal fiotaforingja í Bandarikjunum. Gert ráð fyrir að tilraunir verði gerðar f júní næst- komandi. Helst talað um að nota risavaxna »sæflugu«, sem borið gæti 50 menn. í það skifti yrði þó skipshöfnin ekki nema íimm menn Burðarmagnið annars notað til að koma sem mestu eldsneyti. Híí uppbót. I*rátt fyrir tilraunir ýmsra mætra manna með ræðum og rituin, að fá kotnið islensku bestunum í við- unandi hátt verð við sölu á þeira til útlanda og þrátt fyrir það þótt hross hafi verið seld úr landinu um tugi ára, þá má samt segja að þessu máli, — eins og svq mörg- um öðrum máluin landbúnaðarins —=, hafi þokað hægan áfram. Þeg- ar striðsáhrifin lömuðu útflutnings- tækin, jafnhliða því sem þau fyrir- bygðu frjálsa verslun þjóðanna, þá tók um tima að heila mátti, al- gerlega fyrir útfiutning og sölu á hrossum héðan, til stórtjóns hrossa- hérööum landsins og þjóðinni i heild. Það var því hrossaeigendum og öllum, mikil gleðitíðindi, er erindi útfiutningsnefndar i sumar siðastl, var birt í héröðum lands- ins. Margur var í fullri þörf fyrir hrossvcrð og gat líka sér meina- lítið látið hross fyrir verð. Hross- in böfðu og fjölgað að miklum mun i laudinu síðustu árin, fyrir teppu á útflutningi og sðlu, og var þvl öllum hugsandi mönnum opin sjón, að miklum örðugleilum hlaut það að vera bundið, að sjá hrossunum fyrir því fóðurmagni sem harður vetur heimtar. En hinsvegar þótti lfka mórgum hér vera um svo takmarkaðan út- fluining að ræða, að til litilla hags- muna gæti oröið hrossaeigendum f heild. Lika bryddi á óánægju út af þvi hvað krafist var vænna hrossa, en sem sjálfsagt var, þar sera útflulniugurinn var svo tak- markaður. -— Enda hvort sera var. Því, það cr öllum vitanlegt að lé- legu hrossin hafa undanfarið átt öflugan þátt i að halda heildar- verðinu lágu. Hrossin voru borguð vel á mörkuðum, frá 300 kr. til 450 kr. og auk þessa var gefið fyrirheit um ríflega uppbót, enda kom hún ríf, 160 króna uppbót á hvert hross. — Bændakörlunum hefði einhverntíma þótt 180 kr. laglegur uppbótarskildingur á 1000 kr. árs- innlegg við kaupmanna verslun, Sumarið 1915 seldi eg á markaði dáfallegan fola þriggja vetra fyrir hátt verð, 180 kr., og var talið sæmilegt. Meðaltal söluverðsins í sutnar, nettó, hefir orðið fult hálft sjötta hundrað krónur, haíi vænni hoss- in ekki verið færir en hin lakari. Þelta verður að telja góða sölu.. Já, ágæta, þá litið er til þess, hvað kostnaðurinn hlýtur að haía orðið mikill og átti geymsla hross- anna hér á landi — þar til þau komust í skip, — sinn ríflega þátt í honum. Já. Þrátt fyrir fyrir alt var verðið sæmilegl og yfir það, miðað við hrossasölu fyrri ára. En nú má verðið ekki lækka. Það þarf meira að segja að hækka enn úr þessu sem náðist i sumar. Hækka fyrir hyggilegri aðferð en áður við sölu á hrossunum, bælt kyn og bætta meðferð. En það næst því að eins, að hrossasalan færist ekki aftur út á margar hendur. Landsstjórnin þarf þvf hér sem vfðar að vera vakandi. Hún þarf að vaka yfir hrossasölumálinu og fá stefnt því inn á þær brautir, aft hrossasalan megi í framtíðinni verða til sem allra mestra bags- nnina fyrir þetta land og niðja þess. Það, sein mér því virðist aö aðallega þurfi að bafa fyrir aug- um í sambandi við sölu og út- flutning hrossa í framtíðinni er: 1. Að skipuð nefnd manna hafi ineð höndum alla hrossasölu út úr landinu. 2. Að ekki verði leyft að flytja út nema fremur þroskuð og góð hross. 3. Að hrossin verði ekki flutl út fyr á ári hverju en það, að náð hafi að ganga úr hárura og safna sæmilegum holdum. 4. Að hrossin verði ætíð sem fyrst að markaðshaldi afstöðnu fiutt á skip, er svo flytji þau á sem allra stystum tima að mögulegt er til sölustaðarins f útlöndum, og að skipið hafi ekki vöruaf- greiðslu hér við landið með höndum eftir aö hrossin eru komin í það og tefjist þar Tyrir svo og svo lengi og auki þaunig án takmörkunar rýrnun- ar og kvalatima hrossanna. Skrifað á öskudaginn 1919. B. F. Magnússon Spákonufelli. Flug. Flugfélag var stofnað liér í bænum siðastliðinn laugardag og kosnir í bráðabirgðastjórn: Axel Tuliníus forstjóri, Pétur Halldórs- son bóksali og Sveinn Björnsson lögmaður. — Franskur flugmaður, sem frægur er orðinn, meðal ann- ars af því afreksverki, að þá er stríðið hætli flaug hann til Paiísar og settist á húsþak, hefir í hyggju að fljúga i allar heimsálfurnar i sumar og mun ætla að koma við á Isiandi í þeirri för. — Þá er og sagt, að enskt félag hafi i hyggju, að setja hér upp flugstöð á næstunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.