Tíminn - 25.03.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.03.1919, Blaðsíða 4
80 TIMINN l Boriaistjörastaian á Atireyri, stofnuð verður sainkvæmt lögum nr. 29 22 nóv. 1918 og 1. nr 65 14. nóv. 1917, er laus til umsóknar frá 1. júlí næstkomandi, til næstu þriggja ára. Árslaun og önnur kjör eftir samningi við bæjarstjórn Akureyrar. Peir, sem kynnu að vilja sækja um stöðnna, eru beðnir að snúa sér sem fyrst til einhvers af undirrituðum nefndarmönnum, er láta i té þær upplýsingar, sem fyrir hendi eru, en endanleg umsókn, með ákveðnum iaunakröfum, sendist bæjarstjórn Akureyrar fyrir lok aprílmánaðar n. k. Akureyri, 18. mars 1919. í nefnd bæjarstjórnar Akureyrar Böðtar J. Bjarkan. fltto Tulinius. Júl. Havsteen. Fréttir. Snjóflóð. Aðfaranótt 16. þ. m. féll snjóllóð á bæinn Strönd i Reyð- arfirði. Ragnheiður dótlir bónd- ans þar, 18 ára að aldri, fórst I flóðinu og hefir lík hennar fund- ist. Bóndinn, Kristján Eyjólfsson, náðist nær dauða en Iffi, hafði brot úr reykháfnum þrengt að honum, komu fram á honum meiðsli og liggur nú rúmfastur. Kona hans, mágur og þrír ungir synir komust heil á húfi úr flóðinu. Eignatjón bóndans metið 7 til 8 þús. kr. — Sama dag féll snjóflóð á Eski- firði, jafnaði við jörðu 1 hlöðu og hjali og steinsteypufjós eign Frið- geirs Hallgrímssonar, 2 kýr fórust, 1 bjargaðist. Hesthús' fór og, og veiðarfæri, matbjöig og steinolía. Enn fremur hljóp flóðið i gegnum hús í siníðum, eign V. Jensens kaupmanns. — Snjóflóð fylti og hús á Hrúteyri í Reyðaifnði. — Enn fór snjóflóð í gegnum hús Halls Pálssonar á Fáskrúðsfirði, sama dag. Sagt er að á Fáskrúðs- firði hafi alls brotnað í flóði 8 róðrarbátar. — Loks hljóp snjóflóð á fjárhús í Firði í Mjóafirði og drap 15 kindur og meiddi margar. Bæjarstjórn samþykti á fundi 20. þ. m. svobljóðandi ályktun: »Bæjarstjórnin vottar þakklæti sitt Lárusi prófessor Bjarnasyni, þeim, sem störluðu með honum i hjúkr- utiarnefnd og öllum þeim, sem hjálpuðu bæjarmönnum með ráð- um og dáð í veikindunumcr. Kriattspyrna. Það mun nú ráð- ið, að danska knattspyrnufélagið »Akademisk Boldklub« kpmur hing- að í sumar og þreytir kappleika. Á að jiæta og prýða íþróttavöllinn, sem er full þörf, og I annan stað munu knattspyrnumenn okkar hafa fullan hug á, að æfa sig vel undir leikinn. Embætti. Fjórir sækja um lög- reglustjóraembætlið á Siglufirði: Guðm. Hannesson, Pall Jónsson, Sigurður Lýðsson og Steindór Gunrilaugsson. PÓHtþjófiiftðnr. Enn hefir orðið uppvíst um póstþjófnað í slórum stýl. Vantaði 10 þús. kr. i póst- poka frá Patreksfirði, sem hingað kom þaðan með Geysi. Hafði verið rist gat á pokabotninn. Ávarp birtir stjórn Landsspítaia- sjóðsins til allra kvenna á landmu um að beitast fyrir fjársöfnun til sjóðsins 19. júní næstkomandi. Pólnr Pórðarson skipstjóri hefir verið skipaður hafnsögumaður i Reykjavik. Tilrnun með Totheysgerjöf. Að tilhlutun Búnaðarfélags Islands gerði Páll búfræðiskand. Jónsson i Einarsnesi, tilraon á kúm með votheysgjöf næstliðinn vetur, í þeim tilgangi að komast að raun um, hve mikið inætti gefa þeim af vot- heyi í hlutfalli við þurhey, án þess að votheysgjöfin skerti nythæð eða beilsufar þeirra. Skýrsla um þessar lilraunir er prentuð í Búnaðariitinu árið sem Ieið (32.árg. bls. 148 —159). Mestur hluli votheysins var háar- laða, en þutheyið var úthey og hrist saman við taða að */* eða rúmlega það. Kýrnar þoldu votheysgjöfina mæta vel, og geltust ekki þó all- mikið væri gefið af votheyinu. Þegar bætt var að auka votheys- gjöfina, fengu kýrnar: Brenna 32,ikgafvoth., 3.i kgaf þurh. Skjaida25,o — - — 2,j--------— Stjarna23,9-----— I.b--------— Átu þær allar volbeyið, þrátt fyrir þessa miklu gjöf, með bestu list, og tóku það fram yfir þur- heyið. — Að meðaltali fengu kýrnar i öðrum flokknum (fiokkarnir voru tveir) 25.5 kg af votheyi og 3,3 kg af þurheyi. — Votheysgjöfin, sem kýrnar í þessum flokki fengu, nem- ur sem svarar 11 kg af þurheyi. Hefur þá volheyið verið rúmlega þrisvar sinnum meira að næring- argildi en þurheyið. Sú kýrin sem lakast þoldi votheyið, fékk 20 kg af því, er samsvarar 8,6 kg af þur- beyi. Af þmheyi var henni gefið 6,8 kg, og hefir hún þá fengið meira en helming gjnfar i votheyi. Af tilraununum virðist þvi mega draga þá ályktun, að flestum kúm megi gefa að minsta kosti helming gjafar votheg, og sé votheyið reglu- lega gott, þá muni sumar kýr þola, að þeim sé gefið það eingöngu. Að öðru leyti virðast tilraun- irnar benda á það — sem menn hafa áður þóst verða varir við — að volheyið só betra til mjólkur en bolda. (»Freyr«). Fórnfús læknir. Peir eru margir fórnfúsu lækn- arnir enda vill oft á það reyna einkum hér á landi, læknafæð og staðhætlir valda. Par eð eg er einn af þeim sem ekki er óskilt málið, þá bið eg menn að virða á belra veg þótt eg segi þessa sögu. Sóttin mikla var komin hingað í Rangárvallasýslu. Heimilin sýktust hvert af öðru og í öllum áttum. Læknirinn, G. G., var á ferðalagi nótt og dag. Ofþreyta hlaut að gera sýkinni hægt um hönd að leggja hann í rúmið. Og þar kom að að iokum. En þá var það að konan Guðbjörg Þor- steinsdóttir í Kumla skyldi fæða barn, kom hún hart niður, og var læknis vitjað. Hafði hann þá tekið sóttina, en fór samt. Var hann yfir konunni um hríð og gaf leið- beiningar, en þar eð hann hugði eigi tima til kominn að grípa til síðustu úrræða hvarf hann aftur heim, enda hafði nú sóttin tekið hann svo að hann mátti nanmast viðnám veita. En ekki var friður lengi. Kl. 3 sömu nótt var hans aftur vitjað til sömu konunnar. Leggur hann enn af stað, fárveik- ur, í myrkri og kulda, um 10 km. veg, annast konuna þar til um miðjan næsta dag og hefir þá borg- ið lífi konu og barns, þótt sjálfur gæti hann vart á fótum staðið nema skamma stund í senn. Fyrir siika fórnfýsi á hver sá sem hana sýnir, almennings þökk. X. Búnaðarmót. Nokkrir helstu búnaðarfrömuðir Dana, hafa bundist samtökum um, að stofna til búnaðarmóts fyrir Norðurlönd í Kaupmannahöfn, þegar svo greiddist úr ófriðar- vandræðum, að það þætti mögu- legt, að koma því á. Slik búnaðarmót hafa þrívegis verið haldin áður, hið fyrsta í Kpmh. árið 1888, jafnframt mikilli sýningu er þá var haldin í Tivoli og margir muna eftir. Seinna var mót eitt f Stokkhólmi og hið sið- asta í Kristjaníu árið 1906. 1 ráði er að halda búnaðarsýn- ingu jafnframt mótinu. — Vitaskuld verður okkur gefinn kostur á, að taka þátt í þessu móti, og væri æskilegt að hægt yrði sem fyrst að koma sér saman um hverm'g hugsa bæri til þátttöku frá vorri hendi. Enn sem komið er, er þó ekki hægt að gera neitt út um slíkt, þar eð eigi er ákveðið með hvaða sniði mótið verður. En hvað um það, við ættum að grípa tækifærið til þess að láta nágranna vora fá sem skýrasta og besta hugmynd um búnað vorn, möguleika hans og framtíð, risa sem öflugast gegn óheiila nafninu, sem land vort ber, er leiðir þá tiú ut um heiminn, aðhérséaliur landbúnaður útilokaður og hér búi örvasa þjóð i íshafsins náköldum klakadróma. Enn nm „fáfnismensku44. ísa~ fold reynir, 8. mars þ. á., að þvo hendur sinar af þvi, að hafa komið illu til leiðar með framkomu sinni gagnvart Vestur-íslendingum. Samt hefir biaðið flutt illgirnis- lega grein um Vestmenn. Ef til vill aðsenda, en athugasemdalaust, og er hún þá siðferðislega á ábyrgð blaðsins. En ísafold þarf að vita það, að Vestur-ísl. og fleiri hafa verið mjög spentir fyrir því, að sjá hvaða af- stöðu ísafold tæki til Fáfnismála. Þeir vissu að blaðið hafði fyr talið sig vinveitt Vestmönnum. En það gat verið breytt (sbr. bannlögin, og orðtakið »Bændur á þing«). Nú er það alkunnugt, ekki síst mönnum, sem nýlega hafa verið vestra, að fiændur okkar telja eitur- blástur Fáfnis gífurlegustu móðguu, sem þeim hafi verið sýnd. Þeir vita, að þeir eru sannir að sök, tveir menn úr stjórn Eimskipa- félagsins, hægrimanna-forkólfarnir, Jón Þorl. og E Claessen. Vestra leikur grunur á, að tár ormsins hafi fallið á götu formannsins hr. Sv. B. En menn hafa vonað, að það væri ósatt. Vonað, að hann myndi opin- berlega áfella hina seku. Vonað, að ísafold myndi fordæma hlífðar- laust athæfi Fáfnismanna. En hún hefir ekki gert það. fsafold befir þagað, og formaður Eimsk.fél. ísl. hefir líka þagað, Og meðan svo er, ætti aðstand- endum ísafoldar að skiljast, að velvild þeirra til Vestmanna þykir meiri í orðj en á borði. V. Loffcferðir. Norskur flugmaður Sundstedt að nafni býr sig nú sem óðast til þess, að fljúga yfir Atlantshafið. — Hann ætlar sér víst einn sólar- hring frá New-York til London. Loftfar stórt er í smíðum til ferðar- innar og leggur landi hans einn auðugur það til. Hann ætlar að lyfta sér yfir um einhverntima í næsta mánuði. Piano-verksmiðja ein í Höfn býst við að koma á ioftferðum til London með »pianó« í sumar komandi. Ritstjóri: Tryggrl Þórhallsson Laufósi. Simi 91. Preotsniiöjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.