Tíminn - 26.07.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.07.1930, Blaðsíða 1
^ ©Jaíbfer! 09 afgr«i6sluma6ur (Timans <r Húinnrtið porsteinsöóttir, Sambanösijíistnu. Hryfjauíf. XIV. árg. ^fgte&afa Cimans «r i Sambanbdféstna. (Dftin öagía^a 9— (2 j. ||> - þbaú Reykjavík, 26. júlí 1930. 43. blaff. Klemens Jónsson fyrverandi ráðlierra. Sunnudaginn 20. þ. m. andaðibt Klemens Jónsson fyrverandi ráð- herra að heimili sínu hér í bæn- um. Ilann hafði um nokkurt, skeið þjáðst af hjartasjúkdómi, er dró liann til dauða. Klemens heitinn var einn af mestu atkvæðamönnum íslensku þjóðarinnar, síðasta mannsaldur- inn, sem embættismaður, stjórn- málamaður og rithöfundur, og 1 Eyjafirði naut KJemens sín vel, og var það að mörgu leyti blómatími æfi hans, er hann dvaldi þar. Hann varð vinsæll með afbrigðum, þótti röggsamlegt yfirvald, og það sem mestu skiíti, hann gerðist forvígismaður verk- legra framkvæmda í Eyjafirði og beitti sér af alefli fyrir því að samgöngur væru bættar í hérað- inu. Var hann aðalfrumkvöðull að æfistarf hans var óvenjulega fjölbreytt og þýðingarmikið. Klemens var fæddur á Akureyri 27. ágúst 1862 og foreldrar hans voru, Jón Borgfirðingur rithöf- undur og kona hans Anna Eiríks- dóttir bónda á Vöglum, Sigurðs- sonar. Hann fluttist sem barn til Reykjavíkur með föður sínum. Gekk í lærða skólann, og lauk stúdentsprófi 1883 með I. eink- unn. Sigldi til háskólans í Kaup- mannahöfn og las þar lögfræði. Á Hafnarárunum tók IHemens mikinn þátt í félagslífi stúdenta, enda var hann alla æfi gleðimað- ur, sem vel kunni við sig í sam- kvæmum. Dönum fannst mikið til hans koma, eins og sjá má af því, að hann var kosinn „hringjari“ á Garði. Er það ein hin æðsta virð- ingarstaða, sem stúdenti getur hlotnast við Hafnarháskóla, og hefir aðeins einn annar íslend- ingur hlotið hana allan þann tíma, sem íslenzkii- stúdentar hafa átt vist á Garði. Þann 4. júní 1888 lauk Klemens lögfræðisprófi með fyrstu eink- unn. Var hann síðan um hríð að- stoðarmaður í íslenzku stjórnar- deildinni í Höfn, en jafnframt féklvst hann mikið við rannsóknir um sögu Islands, á ríkisskjala- safni Danmerkur. Fékk hann brátt álit og traust yfirboðara sinna, svo að hann var 13. apríl 1892 skipaður sýslumaður í Eyja- fjarðarsýslu, sem þá var eitt hið bezta embætti hér á landi. vegagerðum og brúarsmíði í Eyjafirði og munu Eyfirðingar lengi minnast hans með þakklæti, fyrir hið mikla og góða starf, er hann vann fyrir héraðið. Hafa margir Eyfirðingar svo sagt, að slíkt yfirvald sem Klemens hafi þeir aldrei haft. En hitt var líka mikilvægt atriði í starfi hans, að hann vann að því að gera Akureyri að landbúnaðarbæ. Hann skildi að útgerðin var stop- ull atviimuvegur fyrir Eyfirðinga, og þess vegna vildi hann láta þá rækta landið. Hann var á þeim árum á þeirri skoðun að bezt væri að ríkið eða héröðin hefðu stjórn á rekstri mikilvægra fyrir- tækja. Þess vegna barðist hann ásarnt Magnúsi sáluga Kristjáns- syni fyrir því, að Akureyrarbær keypti nálægar jarðir, svo bæjar- búar gætu ræktað þær í samein- ingu. Klemens hefir oft sagt við þann er þetta ritar, að embættis- störf hans í Eyjafirði væri sá þáttur í æfistarfi hans, er honum væri kærastur, og að hvergi yndi hann sér betur en í Eyjafirði. En honum voru stærri störf ætluð. Hann var kosinn á þing í Eyja- firði 1893 og sat á þingi til 1903, er hann varð landritari. Var hann svo fastur í sessi, að engum þýddi að keppa við hann um þingsæti. Hann var atkvæðamað- ur á Alþingi, prýðilega máli fav- inn og starfsmaður góður. Varð hann brátt einn af foringjum Heimastjómarflokksins og var forseti neðri deildar 1901—1903. Árin 1907, 1909, 1913 og 1914 var hann umboðsmaður ráðherra á Alþingi. Þegar stjómin var færð inn í landið, var hann í orð- stefi haíður, ásamt Hannesi Haf- stein, sem ráðherraefni. Hannes lilaut embættið sem kunnugt er, eh Klemens var gerður að land- íitara 2. marz 1904. Landritaraembættið var undar- leg stofnun. Það var hvorki fugl né fiskur. Landritarinn átti að vera einskonar ábyrgðarlaus milliliður milli þings og stjórnar, og átti að hafa hina æðstu fag- þekkingu. Ráðherrar komu og fóru, en landritarinn sat, en ekki mátti hann eiga þingsæti og mun Klemensi hafa fallið það miður. Vafalaust hefir Klemens Jóns- son ráðið miklu um stjórn lands- ins, þau ár, er hann var landrit- ari, enda hafði hann fengið meiri þekkingu á högum landsmanna en nokkur annar maður. Embætt- isrekstri hans var við brugðið um reglusemi og fljóta afgreiðslu. Árið 1917 var landritaraem- bættið lagt niður, er ráðherrum var fjölgað. Var Klemens þá um hríð embættislaus og fékkst eink- um við ritstörf og vísindalegar rannsóknir. Auk embættisstarfa voru Klem- ensi falin mörg trúnaðarstörf. Hann sat nokkur ár í bæjarstjórn Reykjavíkur. Á ófriðarárum var hann skipaður í ýmiskonar nefnd- ir og 1918 var hann sendur til Englands til þess að semja við Bretastjórn um verzlunarmál. I yfirskattanefnd Reykjavíkur átti hann sæti síðustu árin og í orðunefndinni. Árið 1907 var hann skipaður for- maður í milliþinganefnd í skatta- málum, og 1911 formaður í sams- konar nefnd í fjármálum. Þá kom hann og Hannes Hafstein fram með tillögurnar um einkasölu á kolum og olíu, og þá var fyrst fyrir alvöru farið að tala um ríkisrekstur á atvinnufyrirtækj- um, og einkasölu ríkisins. Þegar landritaraembættið var lagt niður, var lokið aðalþættin- um í embættis- og stjórnmála- starfsemi Klemensar. Þó kom hann aftur fram á vígvöllinn. Hann var skipaður atvinnumála- ráðherra í ráðuneyti Sigurðar Eggerz 1922—1924, og gegndi einnig um hríð embætti fjármála- ráðherrans. Hann vann þar mikið og vanþakklátt starf á erfiðum tímum. En annars liggja þau mál svo nærri, að hér skal ekki minnst á þau frekar. Klemens gekk í Framsóknar- flokkinn og var kosinn á þing 1923 í Rangárvallasýslu, er kjör- tímabil hans var úti, hvarf hann frá stjórnmálunum og fékkst við sagnfræðisrannsóknir, það sem eftir var æfinnar. Klemens Jónsson var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Þor- björg Stefánsdóttir, sýslumanns Bjarnarsonar. Hún dó 1902, eitt barna þeirra lifir, Anna, kona Tryggva Þórhallssonar forsætis- ráðh. Síðari kona hans var Anna María Schiöth, dóttir Schiöth bankagjaldkera á Akureyri. Áttu þau einn son, Agnar, er les lög- fræði við háskólann í Reykjavík. Klemens var mikill vexti, rammur að afli og hinn höfðing- legasti ásýndum. Er það í frá- sögur fært, að þýskir ferðamenn töldu hann mest líkjast prúss- neskum herforingja. Hann var um langt skeið æðsti maður Odd- feilowreglumiar hér á landi. Þó Klemens Jónsson kæmist til hárra metorða, sem sýslumaðui*, þingmaður, landritari og ráð- herra, þá er það víst, að það sem honum var kærast, var starf hans í þágu íslenzkra sagnfræðisrann- sókna. Fróðleikslöngun hans var óviðjafnanleg og eins löngun hans til þess að fræða aðra. En því miður var æfidegi hans tekið að halla, er hann gat helgað vísind- unum allan tíma sinn og því varð árangurinn ekki eins og hann mundi hafa óskað. Líklega mundi hann hafa notið sín bezt sem há- skólakennari 1 sögu Islands. Klemens Jónsson var í stjói'n Söguíjelagsins frá 1906 til dauða- dags. Lengst af sem gjaldkeri. Á það félag á honum mikið að þakka Hann gaf út Landsyfirréttardóm- ana, Lögfræðingatal og æfisögu Þórðar Sveinbj örnssouai. Auk þess skrifaði hajr margar grein- ar í Blöndu og samdi sögu Grund- ar í Eyjafirði. I tímarit vor og blöð skrifaði hann fjölda ritgerða um sögu íslands, einkum í Skími og Andvara. I Lögfræðing skrif- aði hann „Handbók fyrir hrepps- nefndarmenn“ og „Dómstólar og réttarfar“. I „Tilskueren“ 1902 „Islands Forfatning og Fremtid“ og í Landshagsskýrslur 1910, „Embættismannatal á íslandi". Auk þessa eru höfuðritverk hans: Saga Reykjavíkur, 1929. Saga Akureyrar, í prentun. Saga prentlistar á Islandi, í prentun. Um fógetagjörðir, 1913. Æfisaga Jóns Þorkelssonar, 1910. Hér skal staðar numið, þótt lengra mætti telja, en eg verð að minnast á höfuðritverk Klem- ensar, þó það sé enn óprentað, og það er hið mikla ættartölusafn úr Eyjafirði, um Sveinsætt. Það mun að sjálfsögðu verða gefið út áður en á löngu liður. Það mun vera einn hinn traustasti grund- völlur fyrir ættfræði Islands á síðari tímum. Og það er höfund- inum samboðið. Klemens Jónsson elskaði sögu íslands og íslenzka ættfræði og mátti þess því vænta, að aðalritverk hans skyldi vera einmitt á því sviði. H. H. ----o---- Dánarfregn. Látin er hér í bænum síðast- liðinn þriðjudag, tæpra 74 ára að aldri Guðrún Jónsdóttir Borgfirð- ings. Tæpir tveir sólarhringar liðu milli fráfalls Klemensar ráð- herra bróður hennar og hennar, enda höfðu þau systkin fylgst að nálega alla sína löngu æfi. Hún var hin mesta tápkona, prýðilega verki farin og óvenjulega miklum gáfum gædd og þreki. Hún var elst bania Jóns Borgfirðings; tók við forstöðu á búi föður síns, er móðir hennar féll frá og er Klem- ens bróðir hennar misti sína fyrri konu tók hún við forstöðu fyrir búi hans; hún var ógift alla æfi. Fróðleikskona vai’ hún og víðles- in, svo sem hún átti kyn til og trölltryggur vinur vina sinna. Um alt var hún hin merkasta og far- sælasta kona. ----o---- Frá Alþ'ngishátfðinni ------- Frh. Klukkan þrju á iimmtudagimi hóiust hatíöahöldin aö nýju aö Lögbergi. Fiuttu nú sendimenu eriendra þinga og stjórna kveðj- ur sinar. atyröi di'. Björn Þórð- arson iogmaöur þeirri athöfn. Er hér ekki rúm til að segja frá mnihaldmu i þessum ræðum, en æss skai aöeins getið, að þær voru yíirieitt fiuttar ai hinni mestu sniiid, og báru vott um djupa virðingu sendimannanna íynr ísienzku þjóðinni og ís- ienzkii memnngu. Þess má sér- stakiega geta, að Hakkila vara- íorseti iinska þingsins iiutti ræðu sina á íslenzku. Þessi athöin stóð yfir í tvo kL- tíma. Öíðan vai' skotið flugeldum. Var þá óguriegur hávaði eins og hamrar og björg væru að hrynja. Þótti sumum nóg um, en yfir- ieitt fannst fólki þetta hin bezta skemmtun. Kl. 61/-) hélt Alþingi veizlu fyr- ir gesti sína í tjaldskálanum við Vaihöll. Sátu hana um 500—600 manns. Voru þar haldnar margar snjallar ræður. Konungur stofn- aði sérstakt heiðursmerki Al- þingishátíðarinnar og sæmdi alla þingmeim og hina erlendu gesti hátíðarinnar. Þegar kom fram á kvöldið tók veður að spillast. Norðanstormur og regn, en hríð til fjalla. Fór nú sumum útlendingum ekki að lítast á blikuna, og vildu komast sem fljótast til Reykjavíkur. Þó voru flestir um kyrt á Þingvöll- um um nóttina. Veðrið batnaði undir miðnætti. Nóttin var fög- ur og blíðviðri daginn eftir. Kl. 10 á föstudag flutti Ben. Sveinsson ræðu þá, er áður hefir verið birt hér í blaðinu. Var þar mikið fjölmenni samankomið, en þó vai* fjöldi manna staddur við kappreiðamar í Bolabás, sem fóru fram um sama leytL Konungur vor og ráðherrar og margt tig- inna gesta horfði á kappreiðam- ar. Hestaatið, sem átti að sýna, misheppnaðist, og munu fáir hafa harmað það. Rétt fyrir hádegi vom undir- ritaðir að Lögbergi gerðardóms- samningar milli Islands annars- vegar, en allra ríkja á Norður- löndum hinsvegar. Tryggvi Þór- hailsson skrifaði undir samning- ana fyrir Island, en Stauning forsætisráðherra fyrir Danmörku, Rysset ráðherra fyrir Noreg, Ewerlöf sendiherra fyrir Svíþjóð, og Hakkila þingforseti fyrir Finn- land. Síðan var haldinn fundur í sameinuðu Alþingi að Lögbergi. Var til umræðu þingsályktunar- tillaga, er hljóðaði á þessa leið: „Alþingi ályktar að samþykkja gerðardóma þá, er undirritaðir voru á Þingvöllum í dag, miUi Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar hvers um sig, annars- vegar og Islands hinsvegar". Tryggvi ÞórhaUsson forsætis- ráðherra talaði fyrir tillöguimi, og síðan mæltu þeir Jón Bald- vinsson og Jón Þorláksson með henni fyrir hönd flokka sinna. Þá var gengið til atkvæða, og tillagan samþykkt í einu hljóði. Um kl. 3 var Vestur-íslending- um fagnað að Lögbergi. Flutti Guðm. Ólafsson forseti efri deild- ar ræðu þá, er birt hefir verið hér í blaðinu. Skömmu síðar hófst svo leiksýningin „Lögsögumanns-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.