Tíminn - 26.07.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.07.1930, Blaðsíða 3
TlMINN 167 Augnlækningaferdalag1. Til Búðardals 12. ágúst. Til StykkÍBhólms 16. ágúst. Prá Stykkishólmi 20. ágúst með „Selfossu. Til Patreksfjarðar 21. ágúst. Prá Patreksfirði 25. ágúst með „Súðinni“. Til Þingeyrar 26. ágúst. Til ísafjarðar 28. ágúst. Prá ísafirði til Reykjavíkur 7. september með „Islandi11. Kjartan Olafsson, augnlæknir. leg. Mést bar á bláa litnum. Bláar liúfur söngmannanna, blá sjöl og bláar kúpur báru aðra liti ofurliði. en auk þess bar mikið á rauðum, grænum og gráum litum. Allt þetta minnti menn á litklæði fornaldarinnar. það var eins og vór værum komnir þúsund ár aftur í fornöldina. Leiðinlegt var að sjá svarta frakka og háa silkihatta. þeir eiga ekki vel heima á þingvöllum. Á föstudagskvöld var veðrið eins fagurt og hægt er á íslandi, og er menn gengu til gengu til tjalda frá glimunum mun fáum hafa verið sveín í hug, enda þótt þeir hofðu sofið litt undanfarnar nætur. Enda var ekki svefnsamt á laugardagsnótt- ina. Um gjár og liraun var alia nóttina allt fullt af glaðværu, syngj- andi fólki, og eins i tjöldunum, sern reyndar voru lieldur mannfá, því góð- viðrið lokkaði menn út. því eins og skáldið segir: Nóttin opnum örmum tveim öllum kann að taka, og segir fagrar sögur þeim, sem að nenna að vaka. Enginn dagur er svo i'agur, að hann jaínist á við íallega nótt, síst vor- nótt á íslandi. þarna voru saman- konmir Islendingar, Danir, Sviar, Norómenn, Finnar, Englendingar, þjóðverjai' og fleiri þjóðir. Ailir sungu sína þjóðsöngva, klifruðu i gjánum og dönsuðu i ilötunum. það var eins og ailir væru góðir vinir, þó þeir aidrei hefðu séðst áður. Sól- skinið var heitt og bjart, og eins voru hugir manna heitir og bjartir. Um kl. 7 á laugardagsmorgun doinaði yíir gleðinni, ekki ai þvi að menn iæru að sofa, heidur af því, að menn gengu tii tjalda til þess að þvo sér og búa sig til Lögbergsgöngu. Má með sanni minna á gamalt íslenzkt máltæki. Ailt er gott þá endirinn allra beztur verður. Alþingishátiðin hófst i köldu norðanveðri, en hún endaði i hinu bliðasta sólskini, sem ísiand á til. það mun vera víst, að allir þeir, sem voru á þingvöllum liátiðina út, munu bera þaðan sói- skinsendui'ininningar. Slíka hátið fá- um vér, sem nú lifum, aldrei aítur. Stúdent. -----O----- Presti vikið úr embætti. 25. júlí í fyrra réðist prestur- inn í Hornafirði, sr. ólafur 6tep- hensen með 6 manna flokk inn á tún eins af sóknarbændum sín- um og byrjaði að ræna lífsbjörg hans, töðunni. Þegar beztu menn héraðsins, svo sem Sigurður á Stafafelli, Jón í Volaseli og marg- ir fleiri fréttu þetta, sendu þeir presti skeyti og hótuðu honum að hrópa hann af, ef hann skilaði ekki ránsfegnum, en prestur lét sig ekkifyr en stjómin sendi dóm- ara austur, sem rannsakaði málið og skakkaði leikinn. Kom þá upp, að sr. Ólafur hafði á margan hátt verið í mesta máta óprestlegur, m. a. sagt um Jón biskup Helga- son, að „hann væri falskari en fjandinn“. I vetur gekk hæsti- réttardómur um nokkum hluta af máli þessu og sannaðist þá sekt prests, að hann hafði hrifsað undir sig með ofbeldi lífsbjörg eins sóknarbóndans. Síðar í vetur sendi um helmingur sóknarmanna harðorða ádeilu á prest út af ókristilegu athæfi hans. Varð svo þetta til þess, að kirkjustjórnin vék honum úr embætti sem presti þjóðkirkjunnar 25. júlí 1930, á afmælisdegi ránsferðar þeirrar er Stephensen hafði farið á hendur sóknarbarni sínu fyrir einu ári síðar. Kr. -----o----- Landskjörið 1930 Sigur Frámsóknarflokksins við síð- ustu landskjörskosningar er svo glæsilegur, að manni v.erður orðfall, þegar litið er um öxl sér aftur í liðna tímann og horft á tölurnar, sem fengust við landskjörið 1926, vaknar hefir rýrnað um 6—7 af hverjum eitt hundrað kjósendum. það liggur í hlutarins eðli, að svona gífurleg aukning og fylgi við Framsóknar- flokkinn er ekki nein tilviljun, held- ur aðeins ávöxtur af þeim verkum í þágu þjóðfélagsins, sem núverandi landsstjórn liefir unnið, og sem nú er fyrst að koma í ljós eftir langt og ei'fitt starf. Við, sem höfum setið hjá og lítinn þátt tekið i starfi þjóö- iélagsmálanna getum ekki annað en litið niður á okkur, á meðan við sjá- um okkar hæfustu og framsýnustu forystumenn bi'jóta fylkingararma andstæðinganna á bak aftur, ekki með vopnum í orðsins fylsta skiln- ingi heldur með þvi að haga sólcn- inni þannig- í stjórnmálabaráttunm, að vinna fyrir land og lýð svo sem flestir megi hafa gagn af. Við erum á réttri leið að bjargsíris fasta tind og erum komnir svo langt, að örskammt er þangað, þar sem því takmarki er náð að Framsóknar- flokkurinn mun standa af sér öil áhlaup andstæðinganna, enda er ílótti þeirra nú auðsær og mun veröa ennþá skelíilegri eftir kosningarnar 1931. þjóðarskútunni verður ekki siglt iengur með tómum kyrstöðu- og afturhaldsmönnúm. þjóðin þarfn- ast framsýnna og viturra forystu- manna, enda er enginn skortur á þeim hjá Framsóknarflokknum, þar sem forsætis- og dómsmálaráðherrar eiga hlut að máli, þvi þeir hafa sýnt þegar öllum landsmönnum, aö þeir eru betur fallnir til íorystu en tlestir aði'ir sem hafa setið að völd- um á þessu landi. Framfarir í skóla- og landbúnaðarmálum hafa aldrei verið eins stórstígar og nú, en land- búnaðurinn er sá liður atvinnuvega Islendinga, sem verður að hlynna að eftir fremsta megni. A. ----0--- Frá útiöndum. — Lögreglan heí'ir liandtekið Volde- rnaras fyrrverandi einræðisherra í Litauen. Hann er sakaður um undir- róðui' gegn ríkinu og hefir verið sendur í varðhald i Krottingen. — Woldemaras mun verða gerður út- iægur eða hafður í varðhaldi eitt ár. Voldemaras réði sem einvaldur yfir Lithauen í þrjú ár. — þýzkur flugmaður, Hirth að nafni, er væntanlegur til íslands i næstu viku. Hann ætlar að fljúga liéðan til Ameríku. — Lávarðadeild enska þingsins hef- ir samþyklct flotamálasamninginn að aflokinni fyrstu umræðu. — þingkosningar eiga bráðlega að fara fram í þýzlcalandi, því meiri liluti þingsins vildi ekki fallast á stefnu stjórnarinnar i skattamálum. — í Rúmeníu er að komast friður á, og Karl konungur er tekinn við stjórninni. — Belgiska stjórnin hefir svarað málaleitan Briands viðvíkjandi stofnun Bandaríkja Evrópu. Kveðst stjórnin hlynt hugmyndinni, en held- ur því fast fram, að allri samvinnu- starfsemi Evrópuríkja verði haldið innan takmarka þjóðabandalagsins. — Ógurlegir jarðskjálftar hafa geysað á Suður-Ítalíu. Ýmsar smá- borgir hafa hrunið til grunna og margai’ þúsundir manna hafa farist. — Flotasamningarnir hafa verið staðfestir af stjórn og þingi Banda- ríkjanna. — Mikil hitabylgja hefir gengið yf- ir Bandaríkin. Yfir 200 menn hafa dáið af afleiðingum hitans. — Nú er setulið Bandamanna horfið burt úr Rínarlöndunum, eftir að hafa setið þar í nærri 12 ár. Var þá þjóðarfögnuður í þýzkalandi. En gleðin varð beiskju blönduð, því aö við liátíð eina, sem haldin var við Ilín, þusti svo mikill mannfjöidi út á fljótsbrú eina, að brúin brotnaöi og urn 70 manns druklcnaði í ánni. — í Finnlandi eru sífelldar óeirð- ir, manndráp og smábárdagar. ----O---- Landshorna mitli Svo er ráð fyrir g’jört, að land- búnaðarnámskeið séu haldin 4. hvert ár í hverjum landsfjórð- ungi. Var nú í vetur farið um og námskeið haldin í 16 stöðum á svæðinu, alt vest- an frá Öræfum og norður á Mel- í rakkasléttu. Var ferðinni þó I skipt í tvent, þannig að námskeið i var haldið á Djúpavogi og 5 stöð- um í Austur-Skaftafellssýslu fyr- ir jólin en hinn hlutinn tekinn í febr. og marz. Voru það við Helgi Iíannesson búfr. frá Sumar- liðabæ sem fórum þessar ferðir fyrir B. I. Fóru rúml. 2 >/2 mán- uðn í þessi ferðalög hjá mér, en íullir þrír hjá Helga, því hann fór lengra en ég. Við félagar fengum að fljóta með Öðni, er hann fór austur um í eftirlitsferð og svo var ráð fyrir gjört að byrja fyrirlestrana á Breiðdalsvík og að við yrðum settir á land þai’. Þegai’ austui’ kom, var óveður mesta, svo að snúið vai’ frá Breiðdalsvík og okkur ,skotið‘ á land á Djúpavogi. Vöktum við þai* upp_ Þórhall Sig- tryggsson kaupfélagsstjóra og báðum húsaskjóls og var það auðfengið. Þótti okkur land- kröbbunum gott að finna kletta undir fótum eftir sjóvolkið. Dag- inn eftir hélst sama óveðrið, svo að ekki þótti fært til Breiðdals- víkur. Tókum við því það ráð til þess að seinka ekki áætlun okk- ar og hætta við Breiðdalsvík í þetta sinn, en byrja aftur þai’ eftir jóhn. Byrjaði síðan búnaðarnámskeið á Djúpavogi á tilsettum tíma 22. nóv. Var það heldur fásótt, venjulega frá 50—80 manns, en illviðri drógu allmjög úr og ill- fært var yfir Berufjörð. Haldnir voru 12 fyrirlestrar dagana, sem við vorum þar og hélt Árni lækn- ir á Búlandsnesi 2 þeirra um sótt- varnir og mataræði. Mjög er einkennilegt land kringum Djúpavog og skilyrði munu vera þar góð til ræktunar á mýrunum fyrir sunnan þoi-pið; mýrasund á milli kletta, og halli mátulegur. Fjallasýn er með af- brigðum fögur frá Djúpavogi og klettarnir í nágrenninu stórein- kennilegir. 24. nóv. héldum við áleiðis í Lónið, því þangað áttum við er- indi. Sökum illviðris urðum við að fara landleiðina í stað þess að fara á bát í Álftafjörðinn. Er allmikill krókur inn fyrir Ham- arsfjörð. Á leið þeirri er ein hin stærsta dys er ég hefi nokkru sinni séð. Heitir hún Djáknadys og segja munnmæli, að þar hafi nábúar tveir, djákni annar, prest- ur hinn, flogist á og sálast báðir, og verið dysjaðir þar. Dys þessi er bæði stór og mikil um sig og margar eru þær völur, smáar og steinar stórir, sem ferðamenn hafa borið í dysina allt fram á þennan dag'. Er það undarlegt að vita til þess, að enn skuli þessi siður haldast við í sæmilega menntuðu landi, að grýta leifar þessara vesalings lánleysingja, sem hýrast undir steinhrúgunum. En dysin er merkilegur minnis- varði hjátrúar miðaldanna. I Álftafirðinum komum við að Þangbrandsbryggju, þar sem klerkurinn á að hafa bundið skip sitt er hann kom til landsins. Lónsheiði er allhá en var greið yfirferðar. Er næsta fögur útsýn af heiðinni vestur yfir Lónið og á sjó út, að Vigrinu góða. I Lóni, skamt fyrir neðan heiði, beið okkar trúnaðarmaður Búnaðarfé- lagsins þar, Jón bóndi Eiríksson í Volaseli. Tók hann að sér alla stjórn á okkur félögum þar í sveit og’ tókst það prýðilega, og ekki sízt fyrsta daginn, þegar við vorum veðurteptir hjá Stefáni bónda í Hlíð. Var þá slíkt ofsa- veður, að engum datt í hug að koma út fyrir dyr. — Búnaðarfyrirlestrarnir voru fluttir í fundarhúsi sveitarinnar, í Byggðarholti. Voru fundimir prýðilega sóttir báða dagana, og hefi ég í fáar sveitir komið, þar sem mér virðist fólkið jafn sam- i hent og í Lóni. — Sveit þessi þykir mér harla fögur og ein- kennileg, enda þótt hún sé eyði- leg, þar sem vegurinn liggur. Leit mun vera að fegurra bæjar- stæði en Stafafelli. Gistum við þar eina nótt hjá Sigurði bónda. Lónsbúar hafa um aldarfjórðungs skeið haldið uppi félagsskap, þar sem rætt hefir verið um ýms menningarmál á fundum. Virtust mér þeir vera vel tölugir og óseinir að kveðja sér hljóðs á um- ræðufundunum og voru því um- ræður þar fjörugri en víðast annarsstaðar, þar sem ég hefi verið á málfundum. Enda þoldi Jón í Volaseli enga deyfð og tók málin af dagskrá, ef enginn hafði kvatt sér hljóðs innan hálfrar mínútu frá því er síðasti ræðu- maður þagnaði. En sumstaðar annarsstaðar var dauft yfir fund- um og menn drepandi seinir að biðja um orðið. — Innansveitarmemi héldu 4 fyr- irlestra þessa 2 daga sem við vorum í Lóni. En seinni daginn var stiginn dans frá miðnætti og þar til dagur rann. — En Jón í Volaseli var ekki alveg á því að lofa okkur félögum að skemmta okkur alla nóttina — því daginn eftir áttu fundir að byrja í Hornafirði. Dró hann okk- ur um tvöleytið úr hlýjum faðmi ungu stúlknanna og fór með okk- ur þaðan og kældi okkur í Jök- ulsá og hélt síðan heim til sín með okkur og hvíldum við þar í nokkrar stundir. — Daginn eftir héldum við vestur yfir Almanna- skarð og fengur þar bezta skygni vestur yfir að Öræfajökli. Segja það víðförlir menn, að óvíða muni útsýn tígulegri en af AI- mannaskarði í góðu veðri. Neðan við skarðið beið okkar bill frá Höfn, sem flutti okkur að Hólum til Þorl. alþm., en hjá þeim hjón- um héldum við til þá daga tvo, sem ráðgjört var að dvelja í Hornafirði. Fundir okkar voru haldnir í kjallara undir kirkjunni í Nesjum, en það er fundarsalur sveitarinnar. Komu þar um 150 manns. Seinni daginn. 30. nóv., flutti Þorl. alþingism. þar eftir- tektarverðan og fróðlegan fyrir- lestur um búnaðarhagi Austur- Skaftfellinga. En Austur-Skafta- fellssýsla er fyrir margra hluta sakir ein sérkennilegasta sýsla á landinu. Að fyrirlestrum aflokn- um var dansað fram eftir nóttu. Fyrirlestrar um áburð og kar- töflur eru venjulega æði þurrir og því þykir vel við eigandi að lofa fólki að skemmta sér til upp- bótar, eftir að hafa hlustað á 8—12 fyrirlestra um slík efni. Og ekki sízt það, að fólk skemmti sér saman verður til þess að fleiri kynnast og betur en annars og því lít ég á gleðskapinn, sem nauð- synlegan í sambandi við slíka fundi, 'sem hér er um að ræða. Og ekki hefir það úr hófi farið og hvað er að fást um, þó ein- staka yngismær bjóði pilti „volg- an kjammma“ — en svo nefna Skaftfellingar dans þann, sem á nútímareykvíksku er nefndur „vangadans“. I Hornafirði heimsótti ég Há- kon bónda Finnsson á Borgum. Mun hann vera, þó einyrki sé, í röð fremstu og merkustu bænda á landi hér. Margt hefir Hákon hugsað og skrifað eftirtektarvert og gjört allskonar athuganir við- víkjandi veðurfari og búskap. — Athafnamaður hefir haun verið um túnrækt og garðrækt og snyrtimennskan auðsæ í öllu hjá honum. Ekki sízt í garðyrkju hefir kveðið að Hákoni. Síðast- liðið sumar framleiddi Viarm 100 tunnur af gai’ðávexti, rófum og kartöíium og seldi mest af því til Austfjarða. — Nú, er ég heim- sótti Hákon, bjó hann og fjöl- skylda lians í fjárhúsunum; því Hákon var þá að byggja íbúðar- hún og var að koma því undir þak. Vann hann að því einn eins og flestu öðru. Nú eru börn hans 0 að komast á legg og eru farin að hj álpa foreldrum sínum, sem aldrei hafa kunnað sér hóf við vinnu sína. Hákon Finnsson er fyrir fáum árum fluttur að Borg- um — hann bjó áður í SkriSdal — þykir honum ærið hægra að fást við ræktun jarðarinnar í llornaíirði, en eystra. Við brugðmn okkur að Höfn í Hornaí. til að sjá hinar stórfeldu framkvæmdir, sem þar hefir ver- ið ráðist í á sviði jarðræktar. llafa Hornfirðingar keypt sér dráttarvél og nú þegar bylt miklu landi. Hyggja þeir á stórfelda grasrækt og kartaflna og skil- yröi virðast þar í alla staði prýðu leg. Pálmi ráðunautur Einarsson hefir mælt íyrir framkvæmdum. Þarna virðist vera um svæði og kringumstæður að ræða þar sem dráttarvélavinnan á við og er vonandi að giftusamlega takist með ræktunina. — Margar sveitir hefi jeg séð fagrar á Islandi — en óðs manns æði væri að telja eina fegursta, en sá sem sér Homafjörðinn í góðu veðri mun lengi minnast hans. Við héldum áleiðis frá Höfn að Bjarnanesi og áttum þar vísa fylgd og hesta yfir Homafjarðai’- fljótið — sem líkist þó frekar firði en vatnsfalli. En um dag- inn gjörði illviðri mesta og kom vöxtur í vötnin, svo ófært þótti til ferðar. Því við þáðum gott boð prófastshjónanna í Bjarnarnesi og gistum þar þessa nótt. Margar sögui’ og skemtileg- ar sagði prófastur okkur um kvöldið, manna fróðastur er hann um þjóðleg fræði og einn af þeim mönnum sem lagið er að segja frá, svo að yndi sje á að heyra. — Um nóttina skall á sannkall- að gjörningaveður af austri, eitt hið versta í mörg ár. Vindurinn færði óhemju vatn vestur eftir Hornafirði, svo að vatnið flóði langt á land á Mýrunum. Urðu fjárskaðar miklir þar þessa nótt hjá Mýrabændum, enda þótt fje hefði verið rekið úr fjöru um kvöldið og heim undir túngarða — þar lágu ærnar dauðar um morguninn svo tugum skifti. Við fjelagar vorum orðnir á eftir áætlun og báðum því Mýra- menn að leysa okkur frá fundar- haldi þar, því við hjeldum einnig að þeir mundu naumast sækja fund — eftir að þetta mikla ó- happ kom fyrir. En við þáð var ekki komandi. Mýramenn vildu ekki missa bæði æmar og fyrir- lestrana. Okkur þótti þettað all- ólíkt því, sem við sumstaðar höf- um átt að venjast, því komið hef- ir það fyrir að menn hafa bein- línis beðist undan komu okkar í sveitina — og jafnvel skammað okkur niðm’ fyrir allar hellur fyr- ir komuna. Þótti okkur því gott að verða við bón Mýrabænda um að fara ekki fram hjá þeim. Ragnar Ásgeirsson. Frh. ----o----- I sú spurning. Hver er orsökin? Fylgið hefir aukizt um 118% — ' Austurland, eitt tmndrað og átján prósent — á sama tíma þegar íhaldsflokkurinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.