Tíminn - 17.07.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.07.1931, Blaðsíða 2
2 TlMINN ingin, sem nú er hjá liðin, myndi verða undánfarj annarar sögu- legri, að spanskir kommúnistar myndu steypa lýðveldisstjórninni af stóli eins of rússnesku bolsé- víkarnir Kerensky. Og ýmislegt er svipað um þessi tvö lönd. Spænsk alþýða er snauð og fá- kunnandi og hefir búið við kúgun kirkju og aðalsmanna öldum sam- an. Aðeins þriðji hver maður kann að lesa og skrifa. Mestur hluti jarðeigna er í höndum kirkjunnar og tiltölulega fárra einstaldinga. En úrslit kosning- anna, sem nú eru nýafstaðnar, benda ekki til þess að kommún- istar hafi mikið fylgi. Þeir fengu aðeins 2% af þingsætunum. Á síðustu árum hefir risið upp stóriðnaður í spönsku hafnarbæj- unum, einkum í Barcelona. En eignist þjóðin sterka stjórn, verða landbúnaðarmálin höfuð- verkefni hennar. Spánn er eitt af frjósömustu löndum álfunnar, en jarðræktin er í hinni mestu nið- uilægingu og hina frjóu mold þyrstir eftir vatni stói-fljótanna. De Rivera hefir unnið gott verk með því að bæta vega- og síma- kerfi landsins til stórra muna. Nú liggur fyrir að skipta jörðun- um svo að við verði unað, því að annars taka bændurnir þær með valdi. I Andalúsíu einni búa 20 þús. öreigabændur á stóreignum kirkju og aðalsmanna. Afdrif spönsku byltingarinnar geta rnarkað djúp spor í sögu komandi kynslóða. Við íslending- ar höfum til þess fyllstu ástæðu að hyggja vel að atburðum hjá þeirri þjóð, sem kaupir aðal út- flutningsvöru okkai'. Fyrir okkur er það mikils um vert, að gengi hinna spönsku peninga haldist stöðugt í framtíðinni og hagur almennings farí batnandi. Vafa- laust eiga Spánverjar eftir að láta til sín taka meðal þjóðanna eitthvað í líkingu við það, sem var í fyrri daga. Þá var Spánn eitt af stórveldum heimsins. Það voru Spánvérjar, sem gjörðu út leiðangur Kolumbusar til Ame- ríku, og frændur þeirra, Portú- galsmenn, fundu sjóleiðina til Indlands, suðui' fyrir Afríku. Yinnuhælið á Litla-Hrauni. Eftir Sigurð Heiðdal forstöðumann hæhsins. Með aukinni mannúð. og skiln- ingi á hjálparþörf þeirra, sem eru í einhverjum efnum hjálparvana, hefir aukizt viðurkenning á nauð- syn þess, að ríkin grípi í taumana til hagsbóta einstaklingnum, þeg- ar þess er þörf. Af þeim ástæð- um eru byggðir skólar, spítalar o. m. m. fl., sem menningarríki nú- tímans hafa á örmum sínum. Þeir menn, sem að einhverju leyti hafa gerst sekir um að brjóía ríkjandi lög þjóðanna, sakamennirnir, hafa síðastir allra hlotið viðurkenningu þess, að þeim beri einnig að fá hjálp með- bræðra sinna. Er það eðlilegt, því að víða ríkir enn sá hugsunar- háttur, að þjóðfélaginu beri að hefna sín á sakamönnunum, vegna þess að þeir hafi gert uppreisn móti því með verknaði sínum. Þess vegna eru refsilögin enn þann dag í dag þannig, að hefnd þjóðfélagsins er mæld og vegin í hlutfalli við glæpinn, sem fram- inn hefir verið. Fyrrum voru refsingar þessar víðast hvar fjárútlát, líkamlegar þjáningar, sem lagðar voru á menn, útlegð- ir eða dauðahegningar. Það er til- tölulega skammt síðan, að al- mennt var farið að dæma menn í varðhöld í fangelsum, en það er spor í áttina til þess skilnings á þessum málum, að þjóðfélagið sé ekki að leita hefnda á saka- manninum, heldur vilji það að- Lengi vel réðu þjóðirnar á Pyr- eneaskaganum yfir allri Suður- Ameríku og Vestur-Indium. I styrjöldinni við Bandaríkjamenn 1898 hvarf Spánn úr sögunni sem heimsveldi. En þjóðin er enn mannmörg. Spánverjar sjálfir eru rúml. 20 miljónir, næi'ri helmingi fleiri en allir Norðurlandabúar, að Finnum undanteknum. Portu- galsmenn, sem eru í rauninni sama þjóð með svipaða tungu, eru 6—7 miljónir. I Suðui’-Amer- íku og Mexiko, þar sem spanska og portugalska eru ríkjandi tungumál, búa 70—80 miljónir. Gáfur og listhneigð einkenna hinn spanska kynstofn, og af for- feðrum sínum hefir hann fengið dýran arf í andlegum verðmæt- um. Þýskaland O0 Austurríki Keisaradæmið „Austurríki og Ungverjaland“ var fyrir styrj- öldina miklu, stærsta ríki álf- unnar, næst Rússlandi, og íbúarn- ir rúml. 50 miljónir. Eftir styrj- öldina leystist keisaradæmið upp. Lýðveldið Austurríki er ekki nema örlítill hluti þess, héröðin kringum höfuðborgina Wien. I- búar þess eru 6—7 miljónir og þriðjungur þeirra býr í höfuð- borginni. Flest þetta fólk er þýzkt og talar þýzka tungu, enda voru þessi héröð kjarni hins þýzk-rómverska keisaradæmis á miðöldunum og Wien höfuðborg þess. Bæði í Þýzkalandi og Austur- ríki hafa margir menn verið þeirrar skoðunar, að Austurríki ætti að ganga í þýzka ríkjasam- bandið. Og að ýmsu leyti eiga Austurríkismenn erfitt með að búa út af fyrir sig. Wien er óeðli- leg byrði á landinu, enda vöxtur hennar í samræmi við hennar f.vrri aðstöðu sem höfuðborg í fjölmennu og víðlendu ríki. ó- fríðurinn hafði komið þungt nið- ur á landsbúum. Og vegna hins mikla aðflutnings og útflutnings eins vernda sig fyrir honum, jafnfi'amt því sem fangelsisvist- in átti að styrkja hann lil þess að geta byrjað nýtt og betra líf- erni. En vegna þess að fangelsin voru víða þannig, að fangarnir höfðu greiðan samgang, þá urðu áhrif þein-a á sakamennina allt önnur en ætlast var til. Fang- arnír höfðu ekkert fyrír stafni, og hinir eldri og reyndari fræddu þá yngri í „faginu“, svo að fang- elsin urðu glæpaskólar. Sáu menn brátt þennan galla, og var þá tekin upp sú regla, sem nú er víðast, og alstaðar þykir betri, að hafa fangana í klefum einn og einn. En brátt sáu menn að ein- veran og einkum aðgjörðarleysið hafði oftast spillandi áhrif á fangana. í einu fangelsi í Banda- ríkjunum, sem byggt var um 1790, var gerð sú tilraun til að bæta úr þessu, að fangamir voru settir við að lesa biblíuna. Var það gert til að stytta þeim stund- ir, og til að innræta þeim krist- inn hugsunarhátt, og hefir vænt- anlega haft einhver áhrif. En þá er einnig víða farið að láta fangana vinna í íangelsunum, og vinnunni hagað þannig, að hún mætti vera sem hæfilegust refs- ing, og þess vegna mismunandi, eftir mismunandi verðleikum fanganna. Um hitt var minna hugsað eða ekki neitt, að haga vinnunni þannig að hún mætti hafa göfgandi áhrif á fangana. Og vinnan var eingöngu inni- vinna, nema ef unnið var í görð- um innan steinveggja fangelsis- ins. Það er ekki fyr en á seinni hluta siðustu aldar að almennt er farið að stefna að því, að láta fanga vinna útivinnu. sem þjóðinni er nauðsynlegur vegna staðhátta og fábreytni framleiðslunnar, hefir tollalög- gjöf uágrannaríkjanna orðið henni ákaflega þungbær. Árið 1922 var ástand hins unga lýðveldis svo bágborið, að Þjóðabandalagið varð að hlaupa undir bagga með því og útvega því erlent lánsfé. En erfiðleikam- ir hafa haldið áfram. Það hefir reynst óframkvæmanlegt vegna tollmúranna, að vinna erlendan markað fyrir þá miklu iðnaðar- framleiðslu, sem risin var upp í landinu fyrir stríð. Árið 1930 voru 209 þús. atvinnulausra manna í landinu. Frá hálfu Austurríkismanna hefir oftar en einu sinni verið reynt að komast í samband við nágrannaríkin þannig, að tollar væru upphafnir milli ríkjanna. Fyrst var reynt að koma á sam- bandi við aðra hluta hins gamla keisaradæmis og þvínæst við I- tali. En þessar tilraunir mættu mótspyrnu frá öðram löndum. 1927 kom til orða samskonar samband við Tékko-Slóvakiu, Jugoslaviu og Rúmeniu, en Austurríkismenn vildu ekki ganga að því, nema Þýzkaland væri með. En nú hafa komizt á samning- ar um þetta efni milli Þýzkalands og Austurríkis, og draumurinn um sameining þessara tveggja ríkja þarmeð genginn í gildi að nokkru leyti, a. m. k. um stund- arsakir. Samningurimi var kunn- gjörður opinberlega í marzmán- uði síðastliðnum. Samkvæmt þessum samningi á ekki að inn- heimta neinn toll á landamær- um Þýzkalands og Austurríkis, nema á þeim vörutegundum sem ekki er jafnhár tollur á í báðum löndum. En unnið skal að því, að samræma tolla á útlendum vörum eftir því sem hægt er í báðum ríkjunum. Samningur þessi gildir fyrst um sinn í 3 ár og er uppsegjanlegur með árs fyrirvara. Erlendis hefir samningur þessi vakið mikla mótspymu, og sætt opinberum mótmælum, sérstak- lega af hálfu Frakka og Tékko- Þótt nú sé svo komið, að marg- ir viðurkenni nauðsyn þess að halda föngum til vinnu, þá er all- víða eða ef til vill víðast sá skiln- ingur ríkjandi, að vinnan sé sú refsing, sem fanginn taki út, sbr. algeng orðatiltæki í dómum og réttarskjölum: „að úttaka refs- ingu, að afplána refsingu“ o. s. frv: Sá skilningur á þessum mál- um, að sakamaðurinn sé vanheill maður, sem þurfi lækningar við, er ekki almennur, og þó mun hann almennari hér á landi en víða annarsstaðar. Mörgum manni verður það á einhverntíma á æfinni að hrasu, þótt engar tilhneigingar hafi til glæpa. Skilorðsbundnir dómar eru alloft nægjanlegt betrunarmeðai handa slíkum mönnum. En menn, sem fyrir vöntun á skapfestu, eða vegna stórlyndis og þverúð- ar, eða af innri ástríðu fremja glæpi, eru venjulega kallaðir glæpamenn. Þeir þurfa lækning- ar við ef unnt væri að veita þeim hana. Orsökin til glæpsem- ínnai' mun nú sjaldnast vera meðfædd tilhneiging, heldur lang- oftast drykkjuskapur eða leti eða hvorutveggja, og oft mun slæmt uppeldi vera höfuðorsökin. Vinnan er bezta lækniagin við slíkum göllum. En sú lækning getur ekki gerst á mjög stuttum tíma. Samkvæmt erlendri reynslu tekur það oft fleiri ár, að ná þeirri breytingu á þesum mönn- um, að vinnan verði þeim á- nægjuefni, og í þeim vakni sú festa, að ætla megi, að þeir breyti líferni sínu. Sumpart þessi skilningur á refsimálunum, sumpart það, að ríkið vantaði húsnæði fyrir saka- menn, mun hafa verið orsöl Slovaka. Af Frakka hálfu er því haldið fram, að hér sé um eins- konar sameining ríkjanna að ræða, en henni eru Frakkar mjög mótfallnir af ótta við Þjóðverja og veldi þeirra í framtíðinni. Er því haldið fram að samningurinn sé brot á skuldbindingum Aust- urríkismanna 1922, þegar aust- urríska stjómin, gegn hjálp Þjóðabandalagsins, lofaði að varðveita sjálfstæði landsins óskert. En þar stendur svo: „Stjórn Austurríkis skuldbind- ur sig til, samkvæmt 88 gr. frið- arsamninganna frá St. Gennain, að láta ekki af hendi sjálfstæði landsins og sömuleiðis að gjöra engar samkomulagstilraunir eða samnimga um viðskipta- eða fjár- hagsmál, sem beint eða óbeint skerði þetta sjálfstæði. Þessi skuldbinding skal þó ekki vera því til fyrirstöðu, að Austur- ríki gjöri samninga um fjárhags- eða tollamál — — svo framar- lega sem sjálfstæði landsins er ekki skert með því að veita ákveðnum ríkjum réttindi eða hlunnindi, sem önnur ríki eru úti- lokuð frá, og sem eru hættuleg fyrir sjálfstæði landsins“. Orðalag þessara skuldbindinga ber það greinilega með sér, að lánveitendur Austurríkis hafa haft sameininguna við Þýzkaland í huga og viljað koma í veg fyrir hana. Af hálfu Þjóðverja og Austur- líkismanna er því hinsvegar hald- ið fram, að þessi samningur sé aðeins fyrsta viðleitni í þá átt að létta af tollastyrjöldinni almennt. Enska stjómin hefir lagt til, að málið komi fyrir þjóðabandalagið og hefir þýzka og austurríska stjórnin látið sér það vel líka. Sumir segja, að hin opinbera tilkynning um samninga þessa, sem flestum kom á óvart, hafi mjög spillt fyrir Briand við for- setakosninguna í Frakklandi, og hafi þinginu eigi þótt hann vera nógu vel á verði fyrir hönd frönsku þjóðarinnar í þessu máli. Utflutningsvörur Austurríkis skiptast sem hér segir árin 1925 —29: þess, að ákveðið var með lögum 1928, að stofna hæli fyrir glæpa- menn og slæpingja. Samkvæmt þeim lögum var vinnuhælið stofnsett á Litla-Ilrauni við Eyrarbakka, og hefir það nú verið starfandi í 22 mánuði. Öllum, sem um þetta mál hugsuðu, mun hafa verið Ijóst að erfiðleikar við starfrækslu slíks hælis hér mundu verða meiri en í öðrum löndum. Veldur því fá- menni okkar, fátækt, veðrátta og fleira. Hælið stendur skammt austan við Eyranbakkakauptún. Það er tvílyft steinhús með kjallara og allveglegt til að sjá. Jörðin Litla- Hraun fylgir með í eigninni, og af henni fékk hælið nafn sitt. Þegar hælið tók til starfa, 8. marz 1929, höfðu undir umsjón húsameistara ríkisins verið gerð- ir 4 eins manns klefar og 1 tveggja manna klefi í kjallara og 4 eins manns klefar á 1. hæð. Auk þess var í kjallara eidhús, borðstofa, búr og þvottahús. Á 1. hæð var einnig gerður salur til að vinna í. Miðstöð var sett í húsið fyrir þann hluta, sem inn- réttaður var. Brunnur var graf- inn skammt frá húsinu og úr honum veitt vatni inn í húsið. Var því dælt með handdælu, og lágu vatnspípur í eldhús og þvottahús. Þannig var húsið þegar hælið tók til starfa. Það mun því vera misprentun í Tímariti Verkfræð- ingafélagsins 5. h. 1930, er segir að hælið hafi verið „fullgert" 1929. Þótt talsverðu hafi verið bætt við af íbúðum í húsinu að öðru, síðan hælið hóf starf sitt, þá er þó húsið ekki fullgert enn- Lifandi fénaður .... 8,8% Matvörur............25,1% Hráefni og hálfunnin 29,3% Iðnaðarvörur........36,8% Vínarborg, höfuðstaður Aust- urríkis, hafði fyrir stríð um 2 milj. íbúa. Síðan hefir fólki þar heldur fækkað, enda miklar hörm- ungar dunið yfir borgina. Fyrstu árin eftii’ að stríðinu lauk, voru þar mikil bágindi meðal almenn- ings, jafnvel hungursneyð. Fjöldi af austurrískum börnum var þá tekinti til fósturs á Norðurlönd- um og þannig bjargað frá dauða eða æfilöngu heilsuleysi. Þegar börnin stálpuðust og höfðu náð sér eftir harðréttið, hurfu flest þeirra heim aftur. Nú, er fóstur- foreldrarnir, þeir sem hafa efni á því eru í sumarleyfi í Miðevrópu eða Suðurlöndum, heimsækja þeir „Vínarbörnin“ sín. Vín er fögur borg og fólkið orðlagt fyrir glaðværð. Hljómlist stendur þar á háu stigi. Ýms af allra fremstu tónskáldum álfunnar hafa átt heima í Vín. En síðasta áratug- inn hefir mjög reynt á lífsgleði Vínarbúanna og horfur á að svo verði enn um stund. ——<i-- Samvirkjafélag Eíðaþinghár Eftir Guðgeir Jóhannsson. Sú skoðun að samtök og félags- skapur sé og geti orðið eitt öfl- ugasta vopnið í viðreisnarbaráttu sveitanna og íslenzkrar þjóðmenn- ingar hefir fengið nokkum dóm reynslunnar á síðustu áiram. Um allt land hafa félagsleg átök verið gerð á ýmsum sviðum og árangurinn er þeim kunnur, sem við slík stöf hafa fengizt eða fylgst með því, sem um pau hefir verið ritað. I samræmi við hina fengnu reynslu hafa menn smám saman breytt til um fyrirkomualgsatriði Frá því hælið tók til starfa og til 1. jan. þ. á. hafa komið inn á það 38 fangar. Dvalardagar allra fanganna á hælinu þennan tíma er 4804. Þar af eru 3902 virkir dagar. Fangarnir hafa unn- ið alls 3586,65 dagsverk í skyldu- vinnu. Veikindadagar hafa verið 280,35, ekki hægt að vinna vegna óveðurs 29,5 daga og ekki unnið vegna óhlýðni 5,5 daga. Frá aprílbyrjunar til miðs nóv- ember er dagsverkið 10 tímar alla virka daga vikunnar, nema laugardaga, þá er það 7 tímar. Frá miðjum nóvember til marz- loka er dagsverkið 9 tímar. Þegar styztur er dagur, mánuðina des- ember og janúar, verður dags- verkið sjaldan meira en 7 til 8 tímar, ef unnin er útivinna. Aukavinnu hafa fangarnir unnið alls 259,25 dagsverk. En hvað hefir verið unnið ? Liggur nú nokkuð eftir fangana? munu menn spyrja. Það er alkunna, að menn eru yfirleitt misjafnir til vinnu, þótt þeir vinni frjálsir fyrir fullu kaupi. . Þegar þess er gætt, að menn þeir, sem settir eru á hælið fara þangað nauðugir, og sumir þeirra teknir beinlínis fyrir slæp- ingsskap, og aðrir fyrir afbrot, sem að meira eða minna leyti stafa af vínnautn og iðjuleysi, þá geta menn séð að hér eru aðrar ástæðui' fyrír hendi en þar sem venjulegir verkamenn vinna, enda er því ekki að neita, að sumir af föngunum hafa verið mjög lítilvirkir, en nokkrir þeirra hafa líka verið ágætir verkmenn, og margir lagt alúð við vinnuna, þótt dugnaðurinn hafi verið niis- jafn. Aðalvinnan, sem framkvæmd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.