Tíminn - 17.07.1931, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.07.1931, Blaðsíða 4
4 TlMINN ir öðrum í kyrþey og á ekki við að slíkt sé fært í nánari frásög-- ur. Einnig hefir félagið sinnt and- legri starfsemi. Það beittist fyr- ir því að haldið var hjúkrunar- námsskeið á Eiðum af hálfu Rauða kross íslands, svo sem fleiri félög gerðu hvert í sínu umdæmi á Austurlandi vorið 1928. Það hefir og ásamt ýms- um ungmennafélögum greitt fyr- ir lestrafélögum ágætra manna víðsvegar um Fljótsdalshérað. — Fundi hefir féiagið haft og sam- komur, svo sem tök hafa verið, þar sem rædd hafa verið ýms fé- lagsmál og erindi flutt um sögu- leg og félagsleg efni. Það tók og allmikinn þátt í Héraðshátíð Austurlands síðastl. sumar. Tvennt er það sem félagið hef- ir lagt drög til, þótt hvorttveggja sé enn í bernzku eins og félagið sjálft. Annað er náttúrufræðis- leg og fagurfræðisleg könnun á Eiðaþinghá og nágrannasveitun- um, hitt er að veita nokkra að- hlynningu uppeldi barna. Það er sífellt að vekja meiri athygli, þeiiTa sem sjá og skilja, hve Island er fjölbreytt og mik- ils háttar að uppruna og eðli og yfirbragði, og um fegurð eitt hið fremsta meðal byggðra landa. Nokkur sönnun hefir fengist fyrir því í Samvirkjafélaginu, að almenningi — að minnsta kosti til sveita — er þetta mikið hugðarefni. r . Vorið 1928 fundust tveir skessukatlar í svokölluðu Gilsár- gljúfri upp frá einum næsta bæ víð Eiða, sem heitir á Oi’ms- stöðum. Þeir voru næstum barmafullir af möl og sandi, svo aðeins sást móta fyrir þeim. En er búið var að moka upp úr þeim og hreinsa þá, reyndust þeir hvor um sig 2 metra djúpir, holaðir beint niðúr í tinnuharða blágrýtisklöpp, rétt fyrir ofan foss í ánni, sem gljúfrið dregur nafn af. Þótti okkur, sem fundum og grófum upp katlana, sem slíkt væri vel fallið til þess að vekja eftirtekt á þeim öflum. er mót- að hafa landið og enn halda því starfi áfram. Vissum við að slíku er gaumur gefinn í öðrum löndum, þar sem merkir skessukatlar hafa fundist, svo sem er í Svíþjóð og Sviss. Rétt á eftir vildi svo vel til, að hr. Pálmi Ilannesson rektor var á ferð til náttúrufræðisrann- sókna á Fljótsdalshéraði. Skoð- aði hann katlana og hafði hann til þess tíma, hvergi hér á landi séð svo stóra skessukatla né svo fagurlega unna — með regluleg- um skrúfugöngum frá barmi til botns. Varð þessi skoðun Pálma enn til þess að styrkja þann á- setning okkar, að örfa fólk í Samvirkjafélaginu til að sjá fá- gæta náttúrusmíð á fögrum stað. Höfðu flestir félagsmenn og ýms- ir aðrir gert sér ferð til þess að skoða skessukatlana áður en sumarið - var liðið. Kona ein merk, sem þá var komin á átt- ræðisaldur, sagðist ekki sjá eftir því sem hún hefði á sig lagt, til þess að klöngrast ofan í gljúfrið, svo merkilegu og nýju ljósi fannst henni þessi sýn varpa yf- ir þróunarsögu sveitarinnar og héraðsins, þar sem hún hafði al- ið allan sinn aldur. Svo fór flest- um. Mönnum varð ósjálfrátt litið aftur í rökkur löngu liðinna ár- þúsunda bak við alla skráða og sagða sögu, og margir undruð- ust afrek iðninnar, því það varð öllum ljóst, að vatninu hafði unn- izt þessi völundarsmíð fyrir þol- gæði margra alda en ekki fyrir áhlaup eins augabragðs. Ári síðar, sumarið 1929 var valinn útisamkomustaður fyrir félag'ið þar í sveitinni, sem fjöldi félagsmanna hafði ekki komið áður. Þar eru skógarbrekkur skínandi fagrar og sér þaðan yf- ir mikinn hluta Fljótsdalshéraðs. En ekki voru það sízt vegsum- merki elds og vatns, sem fólk- inu þótti mest um vert. Sérstak- lega fossar tveir, Fardagafoss og Gufufoss. Minna þeir einkenni- lega mikið á tvo alkunna fossa á Suðurlandi, Seljalandsfoss og Skógafoss. Hefir sá fymefndi helli mikinn og háan að baki sér. Má ganga beggja vegna við foss- inn inn í hvelfingu sem rúmar mörg hundruð manna. En Gufu- foss steypist af sléttri bergbrún lík og Skógafoss ofan í fagurt gljúfur. Þótti samkomumönnum sveitin fögur og þeir ríkari eftir en áð- ur, þegar þeir kvöddu skógar- brekkuraar um kvöldið, hellinn, fossana, gljúfrin og hina fögru útsýn yfir héraðið. í fyrstu var að eins fáu hægt að sinna af hálfu félagsins. Þó setti það þegar í stað uppeldismál barnanna efst á stefnuskrá sína. Helztu störfin í þeirra þágu hafa verið bamasamkomur, önnur að vetri, hin að sumarlagi. Samkom- ur þessar hafa verið vel undir- búnar og tekizt ágætlega. Hefir félagið haft athvarf fyrir vetrar- samkomur sínar á heimili eins af helztu starfsmönnum ungmenna- félagsins, sem leysti Eiðahólmann úr álögum. Og þótt næstum öll böm úr sveitinni hafi komið, þá hefir eindreginn heimilisblær ver- ið yfir þessum skemmtistundum. Nokkrir unglingar úr sveitinni og nemendahóp Eiðaskólans hafa hjálpað til að halda uppi máttar- viðum skemmtunarinnai' og elztu börnin hafa lagt til sinn skerf. Minningamar um þessar barna- samkomur eru meðal hinna ágæt- ustu félagslegu minninga, sem ég á frá Austurlandi. Útisamkoman uppi við fossana, sem ég nefndi áður var einkum gerð fyrir bömin. Nokkru áður höfðu tvö böm í félaginu unnið verk, sem höfð voru til frásagnar á samkomunní, og ég hygg að hafi haft meiri áhrif á hin börnin en flest að- fengin efni. Stúlka 10 ára hafði gei't snotra smásögu og lítið leik- rit en furðuvel samið, sem þar var lesið, án þess þó að nafns hennar væri getið. En drengur 9 ára hafði unnið giftusamlegt af- reksverk. Með því að stofna sér í lífshættu og með frábæru snar- ræði hafði hann bjargað bróður sínum 6 ára gömlum úr hyldjúpri og straumharðri á, þeirri sömu sem gert hafði skessukatlana. Þessi drengur hefir nú í vetur hlotið hetjuverðlaun fyrir snar- ræði sitt og bróðurþel. Eins og félagið hefir þegar bent til stefnunnar um að finna lögmál og fegurð í ríki náttúrunnar í sveitinni sjálfri eins vakir fyrir því að veta skjól örfun og við- fangsefni göfugum hæfileikum barnanna. Það verður eitt mikil- vægasta verk Samvirkjafélagsins á ókomnum tímum. Félagið mun vinna að því á ýmsan hátt. Það mun gera það með því að sýna viðurkenningu sína og að- dáun á því sem vel er hugsað og gert af hálfu bamanna á heimil- unum. Það mun gera það með því að hlynna að trjárækt og blómrækt á hverjum bæ. Það mun gera það því að sjá um bókaval í safni því, sem fyi'ir nokkrum árum var stofnað handa börnum og unglingum í sveitinni. Það mun gera það með því að veita þeim verlcefni til heimaiðju og félagsstarfsemi eft- ir upplagi hvers um sig, auk skyldunáms þeirra og skyldu- starfa. Og það mun gera það með því að sameina göfgina og gleðina, fegurðina og frelsið í skemmtun- um þeirra. Ef þetta tekst, þá mun Sam- virkjafélagið aldrei eldast til hnignunar heldur til þroska. Æskunni verður ljúft að minn- ast hins bezta frá bemskuárun- um. Fullorðna fólkið kastar ekki á glæ eplum Iðunnar og snýr aldrei baki að sinni sönnu æsku, sem vel getur enzt með hinum æðsta hætti til svokallaðra elli- ára. Þá mun skilningur og sam- úð ríkja milli æsku og elli. Þá mun löng og fjölbreytt lífs- reynsla, auðug af göfugu sam- starfi meðal annara manna, sí- fellt vekja tilfinningar í innstu fylgsnum sálarinnar, líkar þeim Meðal afkastamestu tónskálda vprra má eflaust tclja vestur-íslenzka tón- skáldið Björgvin Guðmundsson. B. G. er einn þeirra manna, er gera lítið að því að hefja sjálfa sig. Hann héfir eins og rnargir af efnilegustu iistamönnum vorum átt við talsverð- an fjárskort að l)úa öll sín námsár, sem orðið hefir þess valdandi, að sáralítið af vcrkum lians hefir komið fyrir almenningssjónir. Með því að þessi góðkunni landi vor, sem dvalið hefir nú um 20 ára skeið vestan liafs er fiestum ókunn- ur hér heima, þá virðist eigi óvið- eiganda að hans sé getið hér að nokkru og þá um leið nokkurra at- riða úr iífi hans, sem einna örlaga- ríkust geta talist. Björgvin Guðmundsson er fæddur 26. aþríl 1891 að Rjúpnafelli í Vopna- firði og þar ólst hann upp unz hann fluttist vestur um haf 19 ára að aldri árið 1910. Foreldrar hans voru sæmd- ai'hjónin: Anna Margrét þorsteins- dóttir frá Glúmsstöðum í Fljótsdal og Guðmundur bóndi Jónsson, er lengst af bjó að Rjúpnafelli, — var hann sonur Jóns bónda að Hauks- stöðum Sigurðssonar frá Hróarsstöð- um og er öll sú ætt vopnfirzk. Eftir að Björgvin fluttist vestur um iiaf, gat liann ekki sökum fjárhags- örðugleika lagt’ þegar stund á tón- list, sem hann mun þó hafa gert sér vonir um, er liann hvarf af landi brott. Fyrstu fjögur árin dvaldi Björgvin í Winnipeg og lagði þá stund á tré- smíðar jafnframt því, sem hann varði öllum tómstundum sínum til ]>ess að auka þekkingu sína á sviði tónlistarinnar. Er Björgvin hafði dvalið um fjögra ára skeið í Winnipeg fluttist hann vestur til Leslie í Saskacbewen- héraði, til bræðra sinna og vann hann þar livað sem fyrir kom, þó einna mest við siníðar. Laust eftir fermingu mun Björgvin fyrst hafa eignast ldjómfræði og fór liann þá um sama leyti að semja iög. Árið 1915—16 byrjaði Björgvih fyrst að semja stór tónverk. það ár samdi hann meðal annars lög við alla „Strengleika" Guðm. Guðmundsson- ar í „oratori“-formi og er það all- mikið verk um 250 bls. Veturinn 1918—19 samdi Björgvin geisimikið verk, er liann nefnir: „Friður á jörðu“. Er það rúmar 300 bls. að stærð — auk þess samdi hann, þann sama vetur mörg smærri verk. Af smálögum lians hafa aðeins tvö verið prentuð: „Serenade" (1923—24) og „Kvöldbæn" (1928). Auk þess eru alluinn mörg lög hans, einkúm meða! landa vorra vestan hafs svo sem: „þótt þú langförull legðir". „Móður- soi'g“, „Dapurt er dauðs manns sund- ið“. „Sol'ðu unga ástin mín“. „Að- fangadagskveld“, „Góða nött“ o. fl. o. fl. Er Björgvin hafði dvalið nærfeltt sjö ár hjá bræði'um sínum í Leslie fluttist hann aftur til Winnipeg árið 1922 og vann fyrir sér eins og áður við trésmíðar og aðra algenga vinnu. Björgvin hafði nú á þessum árum aflað sér nokkurrar tónfræðilegrar þekkingar, sem einna greinilegast kemur í ljós, er hann veturinn 1924 ritar verk það er hann nefnir: „Ad- veniate regnum Tuum“ í „kantötu"- formi, sem útleggst: „þitt ríki komi“. Verk þetta þótti svo glæsilegt er það var flutt, undir stjórn Björgvins, í Winnipeg veturinn 1926, að söngvinir meðal íslendinga þar í borg hófust handa og styrktu Björgvin til tón- listanáms í hinum konunglega tón- listaskóla í London: „The Royal College of Music“ árin 1926—28. Frammistaða Björgvins í tónlista- skólanum, er eitt merki þess, hversu óvenju góðum hæfileikum liann er gæddur. Námstími skólans er frá sem við vitum að hafa verið veg- legust aðalseinkenni íslenzkra karla og kvenna frá dögum Ás- dísar á Bjargi og sem knúðu fram þessa játningu til lands og þjóðar hjá einu af okkar snjöllustu og göfugustu skáldum: En þó fegurst og kærst og að eilífu stærst ertu’ í ást og í framtíðar- draumum barnanna þinna. 5—6 ár, en Björgvin lýkur þar námi i tónfræði á röskum tvcim árum og hlýtur að nafnbót: A. R. C. M. (Asso- ciate of the Royal College of Music“). Dugnaður Björgvins og þrautseigja allt frá því er hann fór að heiman árið 1910 er aðdáunarverð. þrátt fyrir ýmsa örðugleika, sem orðiö liafa á vegi þossa gáfaða tónlistamanns, hefir hann ekki látið bugast — held- t ur stöðugt frei't sig nær og nær því ( takmarki, er honum var þegar í ( æsku hjartfólgnast — og með tak- , markalausri elju daglaunamannsins j sigrað alla örðugleika. Eftir að Björgvin hafði lokið námi fluttist hann aftur til Winnipeg og stofnaði litlu síðar eða seint á árinu 1928 „Ivarlakór íslendinga'1 þar í borg, sem hefir nú röska 40 félaga. Björgvin er ennfremur söngstjóri fyr- ir blönduðum kór: „Tlie Icelandic Choral Society", sem hefir nær 80 manns. þá liefir Björgvin verið org- Björgvin Guðmundsson. anleikari við „Tlic First Icelandic Federated Church" og æft þar um 30 manna söngflokk. B. G. var, sem kunnugt er orðið, einn þeirra tónskálda, er þátt tóku í samkeppninni um hátíðarsönginn síðastl. sumar. þetta verk Björgvins sem og verk margra mætra íslenzkra tónskálda, hlaut þann stranga dóm, að jiað gæti eigi talizt samkeppnis- fært. Að vísu tel ég dóm þennan mjög óverðskuldaðan — bæði gagnvart verki Björgvins og ánnara, því eins og ég mun síðai' sýna fram á, þá hefir slíkur dómur um verk Björg- vins, ekki við nein rök að styðjast. — „Kantata" Björgvins, sem var um 109 bls. að stærð, var steinprentuð (litograferuð) á síðastl. sumri og hafa nokkur eintök af lienni verið send hingað heim. Björgvin hefir nú á síðastl. vetri unnið að því að æfa vei'kið og var það flutt í cinu lagi með aðstoð hljómsvéitar af kór þeim („The Icelandic Choral Society”) í öndverðum marzmánuði s. 1. að „The First Lutheran Cliurch" í Winnipog. Með því að mér hefir borizt í hend- ur ummæli tveggja amerískra hlaða, um verkið, þá langar- mig til, þótt rúmið sé takmarlcað, að birta hér út- drátt úr þeim. í blaðinu „F r e e Press" frá 4. marz s. 1. segir meðal annars: „... Mr. Guðinundsson hefir með þcssu tónverki samið mjög merki- legl verlc, er skipar iionum lieiðurs- sess meðal tónskálda þessa lands ... það væri afar æskilegt, að tónsmíð þessi næði því, að vera sungin með fullkomnasta hljóðfæraundirspili, að öllu leyti. og myndi það þá sannar- lega njóta sín til fullnustú. L. S.“. þá birtist 6. s. m. eftirfarandi um- mæli í „T li e W i n n i p e g E v e n- ing Tribun.e": „... Tónverk þetta ber frá söng- fræðilegu sjónarmiði vott um heil- steypta listamanrissál, og hefir inni- falinn þann tilfinningakraft og frumleik, er liver hlýtur að skilja og meta þótt eigi sé af íslenzku bergi brotinn. það er afar auðvelt að heyra, að Mr. Guðmundsson hefir auk meðfæddrar listlineigðar á þessu sviði, óvenjulega víðtæka söngmennt- un, sýnir það þróttur sá og vald, er hann hefir yfir tónum og sannsetn- ingu verksins yfir höfuð. það lýsir tilfinningaríkri listrænni sál höf- undarins, er túlkar tilfinningar sín- ar hreinar og djúpar, hispurslaust, með þeirri snilld, sem listamönnum einum er gefin. Tónsmið þessi skipar fyllilega sess meðal þeirra söng- verka, er tónsmíðasnillingar og lista- menn á því ^sviði viðurkenna og dá. A. A. A.“. ])að kemur manni nokkuð á óvart að hcyra slíka dóma um eitt þeirra verka er kantötu-dómnefndin segir um meðal annars: ... „það var oss hverjum um sig brátt ljóst, að af öllum þeim verkum, er send voru mundi ekki vera nema milli tveggja að velja, er báru tvímælalaust af öllum hinum ..(En það voru verk þeirra hr. Páls ísólfssonar og hr. E. Thoroddsen). því verður ekki neitað, að rétt hefði verið fyrir dómnefndina að láta eigi þau orð falla um verldn, við dóms- úrskurðinn, er ekki gætu staðist dóma framtíðarinnar, því nú verður hún að hnjóta um sín eigin orð, þar eð verk Björgvins Guðmundssonar hefir samkvæmt framanrituðum um- inælum vakið aðdáun meðal óhlut- drægra listdómenda amerískra stór- blaða. Minna var ekki hægt að krefj- ast af nefndinni en að liún færði þeim einhvern vott þakklætis, er sýnt liöfðu einlægan vilja og getu á því að verða þjóð sinni að liði á þessu merkisári 1930, því hver sú mann- eðlisrækt, sem tilvera hinnar skap- andi Íistar krefst og liinn almenni áhugi, sem slík list lifir og hlómgast við, hjá vorri fámennu þjóð, er gjöf til hennar, sem engum má líðast að lítilsvirða. Bjöi'gvin Guðmundsson er ennþá á bezta aldri, varð fertugur 26. apríl s. 1. og á liann því eflaust eftir að vinna þjóð sinni mikið gagn og þarf- legt með útgáfu fjölda ágætra tón- verka sinna. 1 seinni tíð hefir hann samið allmikið af helgisöngvum og mun honum liafa tekizt það sérlega vel að dómi þeirra, sem heyrt hafa. Ég hefi nú í fáum dráttum getið þessa liægláta og prúða listamanns, sem verið hefir nú um nokkur ár einn veigamesti þátturinn í sönglífi meðal íslendinga í Winnipeg — enda þeir liaft miklar mætur á honum. það mun gleðja alla vini Björgvins, að hans skuli nú vera von hingað lieim í sumar. Björgvin hefir nú verið ráðinn söngkennari við Menntaskóla Akur- eyrar, og er það vel farið að svo hefir skipast, því einskis mun hann hafa óskað sér frekar en að mega gista Frón sem fyrst, ef þess væri kostur. Að lokum vil jeg óska, að koma Björgvins Guðm. hingað heim megi verða til þess að vekja almennan áliuga manna íyrir því að sem flest- ir af tónlistamönnum vorum, sem heyja harða baráttu við atvinnuleysi nú á tímum, verði látnir sitja fyrir útlendum tónlistamönnum, ef þjóðin eða einstaklingar hafa aðstöðu til þess að veita þeim einlivern starfu. Undanfarin ár hefir sú alda risið upp hér í liöfuðstað vorum, sem barizt hefir óþarflega milcið fyrri því að fá hingað erlenda tónlistamenn. Menn skilji þó eigi orð mín svo, sem ég sé hér að amast við þessum góðu gestum, því þeir munu allflestir hingað komnir að tilhlutun einstakra manna, sem virðast æði skammsýnir á skyldur þjóðarinnar gagnvart sín- um eigin tónlistamönnum. Flestir munu líta svo á, sein íslendingum beri fyrst og fremst nokkur skylda til þess að sjá sínum eigin tónlista- mönnum fyrir einhverjum starfa frekar en veita árlega þúsundir króna til þess að halda hér uppi fjölda út- lendinga, sem sízt munu færari í sinni ment, en sumir af löndum vor- um, Ég vona að flestir séu mér sam- mála í þessu efní — sammála um það, að gera ekki útlendingum hærra undir höfði en löndum vorum, sé þess kostur. það getur og verið álitamál, eins og sakir standa, hvort vér gctum ein- göngu komizt af með okkar eigin tónlistamenn. Sv. G. Bjömsson. Ritstjóri: Gísli Guömundsson, Ásvallagötu 27. Sími 1245. Prentamiðjan Acta. Björgvin Guðmundsson tónskáld í Winnipeg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.