Tíminn - 17.07.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.07.1931, Blaðsíða 3
TÍMINN 3 og' starfsaðferðir. Við það hefir komizt á meij'i festa og hag'kvæm- ara skipulag, einkum á þeim svið- um, þar sem efnaleg afkoma fé- lagsmanna er aðalviðfangsefnið, svo sem er í verzlunar- og bún- aðarmálum. Jafnframt þeirri þjóðarreynslu, sem hefir staðfest tliverurétt og mikilvægi búnaðar- félaga og kaupfélaga hefir komið fram hliðstæð sönnun fyrir gildi þess félagsskapar, sem í aldar- fjórðung hefir verið kenndur við imgmenni Islands. Hér er ekki hugsað til þess að rekja það mál nánar í heild sinni. Verður að nægja sú fúllyrðing, að mörg merkustu þjóðmálin, sem verið er að koma í framkvæmd á þessum allra síðustu árum, eru sprottin af brennanda áhuga þeirra manna, sem voru frumherj- ar ungmennafélaganna fyrir nærri tveim tugum ára. Kjarkur þessara manna og tryggð við hugsjónir æskunnar enn í dag er fyllsta sönnunin fyrir gildi félags- skai>arins. Eitt glöggasta einkennið á þeirri félagsstarfsemi er, að fjöl- breytni hefir verið og hlýtur að verða styrkur ungmennfélaganna eða veita eftir þvi hvernig á er haldið. En fábreytni og formfesta mundi ekki eiga við það hlutverk, að fjörga sífelt í hinum fámennu sveitum, vera athvarf æskunnar og laga sig eftir því lögmáli, að næstum engar tvær sveitir á öllu Islandi eru nákvæmlega eins, enn sem komið er, að ytra formi né upplagi fólksins. 0g svo er eitt enn, sem miklu skiptir. Fjöl- breytnin ætti jafnan að hafa svig- rúm fyrir efling þess, sem frum- legt er hjá hverjum einstaklingi, því það er oft bezta tillagið, sem liver og einn getur greitt félags- heildinni. Ég hefi oft haft ánægju af því að lesa skýrslur og frásagnir ungmennafélaganna um störf þeirra, hversu þau hafa verið fjöl- breytt og það jafnvel þótt þau hafi starfað í afskekktum sveit- um. Vegna þess að ég veit að svo er um fleiri, ætla ég að segja frá starfsemi félags eins, sem vinnur hefir verið hér, er fyrst og fremst húsagerð. Hefir verfð haldið áfram innréttingu hælis- ins, aðallega í fyrravetur, og er henni nú lokið á 1. hæð. Hafa þar bæzt við klefar fyrir 7 fanga, svo að nú eru klefar til handa 17 föngum, en ef salurinn væri tekinn fyrir svefnhús, mætti koma hér fyrir 25 föngum. Mið- stöð, sem nægir fyrir allt húsið, hefir verið sett í það til viðbótar þeirri litlu, sem fyrir var, og eru nú tveir katlar til kyndingar, sem er mjög hentugt, vegna þess að mjög er misjafnt, hve mikið þarf að hita af húsinu, og má nota þá til skiítis. Vatnsleiðslur og skólpleiðslur hafa einnig verið settar í allt húsið, og þvottahús og þurkrúm á loftið, en í þvotta- húsið, sem var í kjallaranum hafa verið látnir skápar, einn fyrir hvern fanga, til að geyma vinnu- föt þeirra í. Var loftið sumt þiljað, sumt steypt, og stigar steyptir af efri hæð upp á loftið. Á efri hæð hafa verið látnir ofn- ar i 4 herbergi, þar á meðal í stofu, sem notuð er fyrir smíða- hús. Baðhús og vatnssalerni hef- ir einnig verið gert 1 húsinu og safnþró í hrauninu fyrir austan húsið og lagðar pípur frá húsinu og í hana. Nálægt aðalhúsinu hefir einnig verið byggt vöru- geymsluhús og bílaskúr, eldivið- arhús, alifuglahús og íbúðarhús handa forstöðumanni. Heima á Litla-Hrauni hafa verið hresst við gömul hús, hlaða, fjós og hest- hús, og eru þá húseignir hælis- ins, eins og þær eru nú taldar. Af jarðabótum hefir aðallega verið unnið að girðingum og kartöflugörðum. Er jörðin, Litla- Hraun, sem liggur í fleiri spild- í sama anda, en hefir þó allt fram að þessu ekki getað talizt til ung- mennafélaganna, þrátt fyrir alla þeirra fjölbreytni. Félag þetta er í Eiðaþinghá i Fljótsdalshéraði og heitir Sam- virkjafélag Eiðaþinghár. I nafn- inu felst forsaga félagsins og skal hún sögð í aðalatriðum. Á fyrstu blómaárum ung- mennafélaganna var eitt; slíkt fé- lag í Eiðaþinghá. Það vann að mörgum góðum verkefnum. Eitt þeirra, sem um langan aldur mun geyma lifandi heimildir um störf þess, er. skógurinn í Eiða- hólma. Það „hjó til lífs“ eins og stórskáld hefir komist að orði um frægan listamann. Það hóf ræktun á niðurníddu þrældómskjarri frá síðustu mannsöldrum, þar sem voru einu augsýnilegu leifar hins mikla Eiðaskógar, sem um getur fyrst í Fljótsdælu, en síðar í ýmsum heimildum fram á síðustu öld. Starfandi félagar höfðust við í tjaldi úti í hólmanum dögum saman, ruddu samkomurjóður og og gangstigu gegnum kjarrið, grisjuðu, sniðu til lífvænstu tein- ungana og gróðursettu ungar plöntur. Af þessum aðfluttu plöntum ber nú mest á furu- og greniröðunum meðfram gangstíg- unum. Það er eins og þær boði nýja trú öllum þeim, sem í hólm- ann koma, ekki sízt, þegar þær bera merki vorsins einar sér yfir vetrarmj öllinni. En bjarkimar eru líka orðnar allt aðrar. Tein- réttar og vöxtulegar nálgast þær nú tvítugsaldurinn frá því þær máttu fyrst dreyma um nýtt líf þai- sem réttlætið mundi búa. Og í skjóli hins sterka og há- vaxna gróðurs þróast ríkulegt blómskrúð og allmikið fuglalíf, svo langferðamenn bera nú saman jænnan stað og Slútnes í Mý- vatni, þótt ólík séu vötnin. Síðan stofnaður var alþýðu- skóli á Eiðum, hafa árleg vormót Eiðanemenda verið haldin þar. Vegna alls þessa er Eiðahólminn dýrmætásta eign skólans. En svo einkennilega vildi til að um sömu mundir og breyting- arnar urðu á Eiðaskóla var um sundurskomum með vegi, nú að mestu girt með mjög vand- aðri girðingu. Eru girðino-ar alls 4 km. sumt gaddavn-sgirðing, sumt vírnetsgirðing með 2 str. af gaddavír yfir. Kartöfluræktin er komin það á veg, að uppskeran var í haust 146 tunnur. Bæði sumrin sem hælið hefir starfað, hefir verið unnið að fiskverkun og var þurkvöllur sá, er fyrir var, stækkaður í vor. Heyjað var á jörðinni Litla-Hrauni í sumar og víðai'. Vegavinnu hefir hælið haft með höndum á fjórum stöð- um. Á einum staðnum 6 manna flokk með tveim bílum í 10 vikur síðastliðið sumar. Auk þessa hefii' verið unnið ýmislegt fleira, t. d. smíði húsmuna o. s. frv. En fangarnir hafa ekki unnið þetta einir. Aðrir menn verða að vinna með þeim, enda þarf sér- kunnáttu til margs, sem unnið hefir verið, t. d. smíða, bílstjórn o. fl. Á vinnuhælum erlendis fylgja vanalega 2 til 3 menn hverjum 20 manna vinnuflokki, 1 til að stjórna verkinu og 1 til 2 vopnaðir varðmenn. Hér eru að vísu engir slíkir varðmenn, en nauðsynlegt er að aðrir menn séu jafnan í verki með föngunum, vinna þeir þá verk vai'ðmann- anna jafnframt vinnu verkstjóra. Einna mestu erfiðleikarnir við rekstur hælisins er, hve fáár fang- arnir hafa verið, og þó einkum það, að þeir hafa oftast Verið færri á sumrin en á veturna. Ef til vill er það hagur fyrir þjóð- arheildina,- en þá verður að taka tillit til þess þegar athugaður er rekstrarkostnaður hælisins. Marg- ir fanganna eru dæmdir hingað um stuttan tíma. Eru þeir því blómaskeið þessa félags á enda runnið og litlu síðar lagðist fé- lagið niður. Unga fólkið sem vem ið hafði líf og sál félagsins var ýmist flutt úr sveitinni eða tekið við svo erfiðum bústörfum að tími vannst ekki til sameigin- legra félagsstarfa. Nú liðu nokk- ur ár og ekkert allsherjarfélag tengdi saman íbúa sveitarinnar umhverfis Eiðaskóla. En oft bar það við, þar sem tveir eða fleiri sveitarmenn voni saman komnir, að á þessi mál var minnst. Og upp af slíkum hugsunum og við- ræðum spratt nýr félagsskapur fyrir Eiðaþinghárbúa árið 1926. En aðstaðan var nokkuð einstök. Þá var svo fátt af ungu fólki í sveitinni að engin tiltök voru að það gæti byrjað eitt síns liðs. Á flestum bæjum voru einyrkjar — hjónin með ung eða að eins stálpuð börn. Þessi breytta aðstaða skapaði hinu veranda félagi nýtt sjónar- mið. Allir sveitarbúar skyldu ganga í eitt félag, hvað sem elli og æsku leið. Breyttur aldarandi hafði sópað verkafólkinu burt úr sveitunum. Nú þurftu hinir fáu sem eftir voru að starfa þéttar saman og sigrast á fásinninu með meiri samvinnu en reynt hafði verið til nokkru sinni fyr. Skipa skyldi sér í harðsnúinni fylkingu um brýnustu viðfangsefnin, þau sem vanrækt höfðu verið í marg- ar aldir, meðal fólkið var nógu mai-gt á sveitabæjunum til þess að vinna varanleg afreksverk, en meðan kröfur nútímans voru ekki vaknaðai' og þekking hans ekki orðin til. Atvik þau, sem nú hefir verið getið um, urðu til þess að hvort- tveggja fékk sérkennilegan blæ, heiti félagsins og fyrirkomulag. I þessum fyrstu samtökum voru einkum bændur og flestir þeirra einyrkjar. Nú vill svo til að enn eru óbreytt ýms orð og orðtök í mæltu máli á Austurlandi allt úr fornöld fram, hin sömu og breyzt hafa annarsstaðar á landinu eða horfið. Svo er um orðið einyrki. Þar er enn sagt einvirki. Þótti þá flestum við eiga, er sú tillaga oft að koma og fara, og veldur það því, að hér verður allt annar bragur á vinnubrögðum en á heimilum, þar sem hver maður er við sitt vei'k um lengri tíma, eða í fangelsum og á vinnuhæl- um, þar sem hver fangi er árum saman. Eignir hælisins hafa kostað sem hér segir: Aðalhúsið með endurbótum, safnþró og brunni.. 110,000,00 íbúðarhús forst.m. . . 24,000,00 Önnur hús............. 7,000,00 Jörðin Litla-Hraun með endurbótum og skepnum............ 26,000,00 Áhöld öll úti og inni, þai' með bílar (4) og trésm.verkfæri .. 26,000,00 Samtals 193,000,00 Reksturskostnaður var árið 1929 um 8000 kr. fram yfir tekj- ur, en með því voru ekki reikn- aðar rentur af höfuðstólnum né verðrýrnun á húseignum. Það er ljóst, að fangahæli, sem ætlað ei' að reka margskonar starfsemi, er dýrara að stofni, en fangelsi, sem aðeins á að geyma fangana innan veggja. En fangahæli varð ríkið að reisa, því að hegningarhúsið í Reykja- vík var of lítið, og með þeirri skipun, sem hér er gjörð á þess- um málurn, er stefnt í þá átt, að nota vinnukraft fanganna, jafnframt því að leitast er við að betra þá með áhrifamesta meðalinu, sem til er í því efni, vinnunni. En nú mun spurt verða: Hefir hælisvistin hér nokkur bætandi áhrið á fangana? Þeirri spurn- kom fram, að félagið skyldi heita | Samvirkjafélag. Mesta þörf og , einhver helgasta skylda einvirkj- anna er að hugsa og vinna sam- an. En þá voru þeir orðnir sam- virkjar. Það hlutu og allir aðrir að verða sem veittu félaginu lið- sinni, þótt ekki væru einvirkjar í orðsins þrengstu merkingu. I heitinu sjálfu, Samvirkjafélag Eiðaþinghár, kemur skýrt fram tilgangurinn, en þó nánai* í þess- um tveim fyrstu greinum í regl- um félagsins: 1. gr. Tilgangur félagsins er að efla samhug og samvinnu meðal sveitarbúa og styðja verklegar framkvæmdir. 2. gr. Tilgangi sínum hyggst félagið að ná með því að stofna umbótasjóð fyrir sveitina og með því að koma í framkvæmd þeim sameiginlegu áhuga- og nauð- synjamálum, sem félagsmenn setja á stefnuskrá, er samin sé á fyrsta aðalfundi félagsins og síðan endurskoðuð þriðja hvert ár. Reglur félagsins og fyrstu stefnuskrá má sjá á prenti í 20. árg. Samvinnunnar I. hefti. Lög, reglur og stefnuski'ár, út af fyr- ír sig, eru oft í vitund almenn- ings bókstafir litlu lífi gæddir. En ef slíkt er í fullu samræmi við lífsins lög, þá kemur annað fram, svo sem íslenzka þjóðin hefir sýnt í þúsund ár, og þess minntist hún í sumar sem leið, svo mikill hluti hins menntaða heims veitti eftirtekt og viður- kenningu, þótt fámennust sé hún meðal þjóðanna. En það sem gildir fyrir þjóð í stórum stíl, gildir fyrir hin minnstu félög að sínu leyti. Sam virk j aíélagið hefir farið eftir sínum reglum og sinni fá- orðu stefnuskrá. Það stofnaði Umbótasjóð Eiða- þinghár, sem á þessum fjórum árum hefir veitt 8 bændum lán með 4% vöxtum til túngirðinga og nýræktar. Það hefir komið upp skrúðgörðum á 5 bæjum. En þetta atriði er í rauninni meira er. íelst í tölunni 5. Það vantar ekki nema herzlumuninn ingu er erfitt að svara, því að erfitt er að ráða í hug fang- anna, eins og annara manna. En fullyrða má, að fangamir hafi með fáum undantekningum farið svo af hælinu, að þeir hafi hvorki borið kala í brjósti til þjóðfé- lagsins fyrir meðferð á sér þar, né hefndarhug til manna fyrir að vera sviftir frelsi. Þeir standa að mörgu leyti betur að vígi, þegai' þeir losna þaðan, en fang- ar, sem sleppt er úr erlendum fangelsum. Reynslan hefir sýnt, að þeim verður vel til vinnu, og sumir fengið vinnu beinlínis af því að þeir höfðu verið þar, enda er í mörgum þeirra, einkum hafi þeir verið þar lengi, mikill vinnu- hugur, þegar þeir losna. Sumir, sem voru óvanir vinnu, þegar þeir ( komu á mælið, hafa stælt líkam- ann við vinnunna þar og þess vegna orðið færaiá til lífsbarátt- unnar eftir veruna. Sumum, sem heilsuveilir voru, er þeir komu þangað, hefir batnað að meini eða minna leyti við veruna þar, og þess eru einnig dæmi, að menn, sem taldir voru glataðir menn og áttu sér lítillar uppreisn- j ar von, hafi rétt sig svo við, að j þeir virðast nú alstaðar dugandi j verkamenn. En hins skal líka | geta, að frá hælinu hafa fangar farið engu betri eftir veruna en þegar þeir komu. Eru það eyði- lagðir drykkjumenn, sem þyrftu að vera árum saman á slíku hæli ef nokkur árangur ætti að sjást. Ef vinnuhælið á að vera and- legt og líkamlegt heilsuhæli fyrir fangana, heilsuhæli, sem geri lík- ama þeirra hæfari til viimu og sál þerra sterkari, þá er með öllu gagnslaust að setja þangað menn, sem eru hálf- eða aleyðilagðir af til þess að skníðgarður komist upp heima við hvern bæ í sveit- inni, svo hefir áhugi manna auk- ist við að sjá trén og blómin vaxa í hinum ungu görðum. Alstaðar batnar líka árlega með bættum samgöngum. Enn er ótalin sú mikla gifta Austurlands, að eiga tvö frumskilyrði fyrir skjótri útbreiðslu þessa mikla menning- arauka. Annað er hagstæð veðr- átta fyrir öran og þróttmikinn trjávöxt, en hitt eru skógarleif- arnar fornu til og frá og þó einkum Hallormsstaðaskógur, þar sem nú er unnið jöfnum höndum að friðun og ræktun. Það var ekki laust við að ég kenndi í brjósti um veiklulega trjágróðurinn hérna í Reykjavík, þegar ég kom hingað í vor, og bar hann saman við ungbjark- irnar sem Samvirkjafélagsmemx fá úr Hallormsstaðaskógi, og sem bæta við sig allt að hálfs metra löngum . árssprotum eftir tveggja ára dvöl i nýja heixn- kynninu. Áður minntist ég á starf ung- mennafélagsins í Eiðahólma. Samvirkjafélagið hefir einnig hugsað um Eiða. Það hefir breytt hinum full- notaða kirkjugarði á Eiðum í skrúðreit. Á fyrsta starfsvori sínu gróðursettu félagsmenn nokkra tugi af Hallormsstaða- björkum, auk annara trjáa og blóma i Eiðakirkjugai'ði, sem var áður vallgr^inn með gleymd- um leiðum. Eftir fjögra ára þróun þess- ara bjarka má vænta þess, að þæ r vaxi með tímanum í jafn- hæð við kirkju sína eins og hin frægu reynitré Tryggva Gunn- arssonar norður í Laufási, sem r.ú breiða sitt fagurlim hvert sumar yfir leiðum nokkurra hinna merkustu Islendinga, sem uppi voru á nítjándu öld. Auk þessara verklegu fram- kvæmda, sem lengi munu sjást merki til í sveitinni umhverfis Eiðaskólann, hefir félagið nokkr- um sinnum gert einstökum mönnum fjárhagslegan greiða með samhjálp sinni. Svarar það til þess sem góður nágranni ger- slæpingshæli til mjög stuttrar dvalar. 6 til 12 mánuðir er hið stytzta, sem talið er byrjandi með við slíka menn erlendis, og hér mun það ekki síður gilda. Það er líka miklu vænlegra til árangurs, að fá manninn einu sinni til lengri dvalar, heldur en að fá hann oft til stuttrar dvalar í hvert sinn. En jafnframt ætti að leyfast í lögum um slæpingja, að láta þá lausa til reynslu áður en hinn upphaflega ákveðni tími væri út- runninn, ef ætla mætti að fanginn breytti um lífemi. 48. og 51. gr. fátækralaganna þyrfti þessvegna að breyta, sömuleiðis 9. gr. laga frá 7. maí 1928 um breytingar á hegningarlögunum. En það er nú raunar svo margt í hegningarlög- unum, sem þyrfti að breyta, enda er verið að undirbúa breytingu á þeim. Um hinn óbeina hagnað af vinnuhælinu verður ekki dæmt. En einhver mun hann vera. Þess eru allmörg dæmi, að menn, sem þrjózkast hafa við að gjalda með börnum sínum, hafa látið undan af ótta við að verða settir á „leti- garðinn“. Það mun vera einróma skoðun manna, að þessa hælis hafi verið mikil þörf, og að með stofnun þess hafi verið stigið spor í menn- ingar- og mannúðarátt. Og ekki ætti það að breyta þeirri skoðun, að telja má víst, að þetta hæli sé að mörgu leyti í anda þeirra manna, sem framast sjá í þess- um efnum. ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.