Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķmarit hjśkrunarfręšinga

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķmarit hjśkrunarfręšinga

						Erla Dóris Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sagnfræ3ingur
Koma yfirhjúkrunarkonu
Ho Ids veikrasp ítalans
Árið er 1898. Júlímánuður er runninn upp. Sól skín yfir
Reykjavíkurhöfn sem skartar sínu fegursta. Danskt póstskip
rennur inn í höfnina. Á þilfari skipsins stendur ung kona og
horfir dreymandi augum yfir dýrðina. Hún þefar eftirvæntingu í
loftinu, nýtt heimaland bfður hennar. Ef vel er að gáð má sjá í
andlili konunnar tilhlökkun og kvíða. Yfirhjúkrunarkona við
nýstofnaðan Holdsveikraspítala á Islandi stígur á land.
Þannig má ímynda sér að koma hjúkrunarkonunnar,
frökenar Cliristopliine Mikkeline Jiirgensen, til íslands hafi
borið að, þó engar heimildir segi til um slíkt en þó er fullvíst
talið að hún hafi komið hingað til landsins í júlí 1898.' En
hvernig var það fyrir vel menntaða unga lijúkrunarkonu að
koma til íslands rétt fyrir síðustu aldamót þegar aðeins tvö lítil
sjúkrahús voru starfrækt hér, annað í Reykjavík og hitt á
Akureyri? Þess ber þó að geta að tveimur árum áður en
Christophine kom til Islands höfðu fjórar nunnur af St. Jósefs-
reglu komið til landsins og tekið að sér hjúkrun franskra
sjómanna sem þurítu þess með en þeir stunduðu veiðar hér við
land á þessum tíma. Höfðu nunnurnar aðstöðu fyrir sjómennina
í lítilli kapellu á Landakoti.2
Viðfangsefni þessarar greinar er að fjalla í stuttri saman-
tekt um upphaf hjúkrunarstéttar hér á landi og í Danmörku en
hjúkrunarkonur í Danmörku hafa aðallega verið íslensku
hjúkrunarstéttinni fyrirmynd hvað varðar uppbyggingu.
Danskir læknar og vinnukonur kenna
hjúkrunarkonum
Aðhlynning sjúkra og særðra, sem á sér langa sögu, var
víðast hvar erlendis í höndum nunna í klaustmm fyrir
siðaskiptin en varð í'yrir miklum skakkaföllum þegar klaustur
voru lögð niður í löndum mótmælenda þar sem engar
sjúkrastofnanir tóku við hjúkrunarstarfsemi klaustranna.3
I upphafi nítjándu aldar var ekki annarra kosta völ fyrir
konur sem vildu starfa við hjúkrun sjúkra en að gerast nunnur í
þeim löndum þar sem klaustur voru starfrækt. Sjúkrahús höfðu
þó verið sett á stofn í nokkrum löndum mótmælenda og hjúkrun
var þar í höndum ófaglærðra vinnukvenna.4
Um miðja nítjándu öld urðu framfarir í læknisfræðinni sem
stuðluðu mjög að því að hjúkrunarstarfið varð að sérhæfðri
starfsgrein. Má þar nefna uppgötvanir Louis Pasteurs á sýklum
og Joseph Listers á antiseplik og uppgötvun svæfíngarlyfsins
eters. Þessar nýjungar urðu meðal annars til þess að Iæknar
þurftu að hafa menntaðar hjúkrunarkonur sér til aðstoðar.
Danskur læknir, dr. Holmer, lætur þess getið þegar árið 1881 í
bók sinni Hjúkrunarfrœði eða leiðbeining við hjúkrun sjúklinga
að þar sem lækningum hafi farið mjög fram sé meiri þörf á
lærðum hjúkrunarkonum. I bók hans má lesa eftirfarandi:
Til dæmis er það, að í lækningarfræðinni (Mediein) heimta
hitamælingar, böð o.s.frv. meira af hjúkrunarkónunni, og
einkum í handlækningufræðinni (Chirurgi) heimta „den
Hjúkrunarkonúr og vinnukoniir á Holdsveikraspítalanum á úrunitm
1917-J918. Sitjíindifyrir miðju crfröken Harriet Kjœr og til aeggja hantla
hennar eru (slenskar hjúkrtinarkonur sem störfuðu á spúalunum. Ráðskona
og vinnukonur spítalans standa fyrir aftan þœr.
antiseptiske reform" (hiu rotnun-varnandi endurbót), að
sérhver hafi skilið þýðingu liennar, sem til aðstoðar á að vera
bæði við skurðinn (Operation) og hjúkrunina eftir á; ógætni
eða misskilningur getur spillt öllu.''
Þegar bók danska læknisins kom út höfðu þá þegar orðið
þáttaskil í umönnun sjúkra á sjúkrahúsum í Danmörku. Árið
1863 voru tvö sjúkrahús sett á stofn f Kaupmannahöfn en það
voru Diakonissestiftelsen og Kommunhospitalet. Hjúkrun
sjúklinga á Diakonissestiftelsen var í höndum lærðra
hjúkrunarkvenna en á Kommunehospitalet var aðhlynning
sjúklinga í höndum vinnukvenna sem höfðu oft lítinn tfma lil
að sinna sjúklingum vegna þess hversu fáliðaðar þær voru og
vegna annarra starfa sem þær urðu að inna af hendi á spítal-
anum. Auk þess að sinna sjúklingunum urðu þær að sjá um
eldamennsku og þrií á spítalanum. En breyting átti eftir að
eiga sér stað í hjúkrunarmálum spftalans. Arið 1876 varð Carl
Emil Fenger, sem jafnframt var læknir, forstöðumaður sjúkra-
hússins og vildi hann bæta aðhlynningu sjúkra við stofnunina.
Til að ná því markmiði taldi hann að læknar spítalans yrðu að
kenna og mennta konur til starfa sem hjúkrunarkonur. í
september 1876 hóf Athalie Anger, dönsk prestsdóttir,
hjúkrunarnám við spftalann ásamt öðrum konum. Verklega
tilsögn fengu þær hjá læknum spítalans og vinnukonum
deildanna. Eftir sjö mánaða hjúkrunarnám við spítalann var
Athalie Anger veitt yfirhjúkrunarkonustaða á einni deild hans.
Undir sína stjórn fékk hún sex hjúkrunarkonur sem höfðu
tveggja til sex mánaða hjúkrunarnám að baki, tvo hjúkrunar-
nema og tvær vinnukonur. Hjúkrun sjúklinga á deildum
spítalans átti eingöngu að vera í höndum hjúkrunarkvenna og
hjúkrunarnema en störf vinnukvennanna áttu meðal annars að
felast f þrifum og eldamennsku á spítalanum. Við þetta
sjúkrahús lærði yfirhjúkrunarkonan, Christophine Mikkeline
Jiirgensen. Þegar hún hóf hjúkrunarnámið árið 1894 tók
hjúkrunarnám við spítalann þrjú ár/'
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆDINGA 4 ibl. 72. árg. 1996
187
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200
Blašsķša 201
Blašsķša 201
Blašsķša 202
Blašsķša 202
Blašsķša 203
Blašsķša 203
Blašsķša 204
Blašsķša 204
Blašsķša 205
Blašsķša 205
Blašsķša 206
Blašsķša 206
Blašsķša 207
Blašsķša 207
Blašsķša 208
Blašsķša 208
Blašsķša 209
Blašsķša 209
Blašsķša 210
Blašsķša 210
Blašsķša 211
Blašsķša 211
Blašsķša 212
Blašsķša 212
Blašsķša 213
Blašsķša 213
Blašsķša 214
Blašsķša 214
Blašsķša 215
Blašsķša 215
Blašsķša 216
Blašsķša 216
Blašsķša 217
Blašsķša 217
Blašsķša 218
Blašsķša 218
Blašsķša 219
Blašsķša 219
Blašsķša 220
Blašsķša 220
Blašsķša 221
Blašsķša 221
Blašsķša 222
Blašsķša 222
Blašsķša 223
Blašsķša 223
Blašsķša 224
Blašsķša 224