Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 6

Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 6
BRAUTRYÐJANDINN HIÐ ÍSLENSKA KVENFÉLAG Kristín Ástgeirsdóttir Staða íslenskra kvenna er afrakstur Iangr- ar baráttu þar sem fjöldi kvenna og karla kemur við sögu. Hinn 26. janúar sl. voru 100 ár liðin frá því að Hið íslenska kvenfélag var stofnað en það var fyrsta kvenfélagið hér á landi sem hafði kvenréttindi á stefnuskrá sinni. Þar voru að verki margar merkiskon- ur sem við nútímakonur eigum skuld að gjalda og vert er að minnast. Þegar átta konur boðuðu til fundar í janúarlok 1894 vegna málefna ís- lensks háskóla bjuggu rúmlega 4000 manns í Reykjavík. Sjálfstæðisbar- áttan stóð sem hæst og var næsti áfangi hennar sá að ná framkvæmda- valdinu inn í landið með íslenskum ráðherra búsettum í Reykjavík eða Kaupmannahöfn, en um staðsetning- una var harðlega deilt. Á Alþingi átti kvenréttindabaráttan skelegga tals- menn í þeim Skúla Thoroddsen rit- stjóra og Olafi Olafssyni fríkirkju- presti sem fluttu frumvörp þing eftir þing um ýmis réttindi konum til handa. Utan dyra þingsins fóru kraft- miklar konur með pilsaþyti um bæ- inn, en þær höfðu ekki enn fundið kvenfrelsisbaráttuni farveg í félög- um og blöðum. Árið 1893 samþykkti Alþingi frumvarp Benedikts Sveinssonar um stofnun háskóla á íslandi. Þegar mál- ið kom fyrir konung var frumvarpinu hafnað og vakti það mikla reiði ákafra þjóðemissinna sem vildu ná menntun embættismanna endanlega inn í landið og stofna háskóla. I Reykjavík var starfandi presta- og læknaskóli, en menntun lögfræðinga og ann- arra háskólaborgara fór fram í Kaupmanna- höfn. Sem svar við synjun konungs var stofn- aður sjóður til styrktar Háskóla íslands. í hópi hinna reiðu var Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóð- ir, systir Benedikts, en hún ásamt fleiri konum ákvað að taka til sinna ráða, kalla saman fund kvenna og hefja íjársöfnun í háskólasjóðinn. Þetta var sjálfstæðismál, en líka kvennamál. Peningunum sem konumar öfluðu með hluta- veltu skyldi varið til að styrkja stúlkur til náms í væntanlegum háskóla. Þetta var róttæk yfir- lýsing, því konur höfðu ekki einu sinni fengið rétt til að setjast á skólabekk í Lærða skólanum við hlið pilta, en máttu þó lesa utan skóla til stúdcntsprófs. Þama var á ferð krafa um mögu- leika til aukinnar menntunar kvenna. Það gefur auga leið að konumar litu svo á að það yrði að. Félagið skipti sér af bindindismálum en um þau vom afar heitar deilur sem lyktaði með því að áfengisbann var samþykkt 1909 en skyldi komið á í áföngum. Kvenfélagskon- umar ræddu jafnrétti kynjanna og ijármál giftra kvenna en konur réðu litlu um þau þar til ný lög voru sam- þykkt árið 1900. 1895 var safnað und- irskriftum undir áskomn um að konur mun auðveldara fyrir konur að stunda háskóla- nám hér heima sökum efnaleysis en að halda utan, enda kom í Ijós þegar Laufey Valdimars- dóttir hóf nám við Kaupmannahafnarháskóla 1910 að hún hafði ekki aðgang að því styrkja- kerfi sem bauðst öllum íslenskum karlstúdent- um. Þar var ekki gert ráð fyrir konum! Áskoranir og undirskriftir Kvennafundurinn var haldinn 26. janúar 1894 í Goodtemplarahúsinu við Tjörnina. Þangað mættu um 200 konur og hlýddu á ræður Þor- valdar Thoroddsen náttúrufræðings og Þor- bjargar Sveinsdóttur um háskóla. í kjölfar þessa fúndar var Hið íslenska kvenfélag stofn- Kúgun kvenna og framboösmál I upphafi var ákveðið að félagið gæfí úl ársrit og koni það út í fjögur ár. I því er að fínna bæði þýddar og frum- samdar greinar sem tengja saman kvenfrelsis- og þjóðfrelsisbaráttu þessa tíma auk annars efnis. Þarna em á ferð merkileg skrif vegna þess að verið var að kynna hugmyndaheim kvennabaráttunnar og ekki síður vegna þess að í ritunum er að finna nokkrar af þeim örfáu greinum sem til eru eftir konur um þjóðfrelsisbaráttu Islendinga. Þá er ekki síður merkilegt að árið 1900 stóð félagið fyrir útgáfu á einni helstu biblíu kvenréttinda- hreyfíngarinnar, Kúgun kvenna eftir John Stu- art Mill (The Subjection of Women, sem fyrst kom út í Bretlandi 1869). I byrjun árs 1908 gengu lög í gildi sem veittu giftum konum kjósenda í Reykjavík og Hafnarfirði rétt til að bjóða sig fram og kjósa til bæjarstjórnar. Einn stærsti áfanginn í baráttu fengju að njóta kennslu í Latínuskól- anum (MR), skorað var á Alþingi að endurskoða hjúskaparlöggjöfina og þess krafist að konur fengju kosninga- rétt og kjörgengi. Undir þessa áskorun skrifúðu 2384 konur alls staðar að af landinu. Það sýnir áherslumar í félags- starfmu að ákveðið var að senda full- trúa á Þingvallafund 1895 en þeir fúndir fjölluðu um stöðu sjálfstæðis- baráttunnar. Olafía Jóhannsdóttir, sem að dómi undirritaðrar er ein allra merkasta kvenréttindakona okkar, mætti til fundarins og var henni ætlað að ræða fjögur mál: kvenréttindamál- ið, háskólamálið, stjómarskrármálið og bindindismálið. Það tvennt sem verður þó að teljast merkast í starfi Hins íslenska kvenfélags séð út frá þróun kvennabaráttunnar var annars vegar útgáfustarfsemi þess og hins vegar þátttakan í framboðshreyfingu kvenna á tímabilinu 1908-1916.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.