Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 22

Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 22
Másik-kabarettinn Þriðjudagskvöldið 26. október kl. 11,30, var haldinn músikkabarett í Gamla Bíó. Þeir, sem þarna komu fram voru, tólf manna hljómsveit undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar, Öskubuskur, Baldur Georgs töframaður, Einar Markússon píanóleikari, Jazztríó Baldurs Kristjánssonar og harmon- ikusnillingurinn Bragi Hlíðberg. Skemmtunin hófst tæpu korteri of seint með því, að Jón M. Árnason kynnti atrið- in, sem fara áttu fram og var þá fyrst leikur hljómsveitarinnar. Jón sagði, að hún hefði æft vikum ef ekki mánuðum saman. Hún hefði mátt bæta við sig einum mánuði í viðbót, til að vera fullboðieg í samanburði við þau atriði, sem á eftir komu. Skipun hljómsveitarinn var 5 saxafónar, 2 trompetar, 2 trombónar, píanó, bassi, guitar og trommur. Um val mannanna má ef til vill deila, því til eru betri menn í sum sætin. En þannig vill oft verða og vart út á setjandi. Brassinn í hljómsveitinni (þ. e. a. s. trompetarnir og trombónarnir) var hvað lélegastur. Trom- petarnir áttu bágt með að fylgjast að og annar trombón var ekki ætíð með á nótun- um. Björn R. Einarsson lék fyrsta trombón og var leikur hans jafnastur og sólóar fyr- irtak. Trompet sólóar Guðmundar Vilbergs- sonar voru einnig skínandi. Rhythmahljóð- færin voru eins og bassinn nokkuð ósam- taka, eða réttara sagt ósamstæð. Píanóleik- arinn var sjaldnast öruggur í byrjun lag- anna. Ég veit, að það var ekki af getu- leysi. Hann vantar aðeins meiri festu og jafnvel skap. Bassaleikarinn lék afar ó- hreint og veikt þar að auki, jafnvel svo veikt að guitarinn yfirgnæfði hann oftast. En það er eitt af því ijótasta, sem heyr- ist í jazzmúsik, þegar guitar sker sig í gegn í rhythmanum. Guðmundur trommu- leikari var svo upptekinn við að lesa nót- urnar, að hann gleymdi alveg „að berja bumbur af iífi og sál“, eins og einn góður maður sagði oft í nú niðurlögðum þætti, sem hann sá um hjá Ríkisútvarpinu. Guð- mundur, sem ætíð hefur leikið kröftuglega í hljómsveit bróður síns, framleiddi nú ekki líkt eins mikinn hávaða og hafi hann þökk fyrir. Saxafón-„sectionin“ var nokkuð góð og þar með bezta „section" hljómsveitar- innar. Kristján lék sjálfur fyrsta saxafón, en hafði ekki alveg nógu mikinn hemil á hinum, svo að það komst svo lítill glund- roði í leikinn á köflum. Sólóar Kristjáns hljómuðu ágætlega. Gunnar Ormslev tenór- saxafón leikari, var annar saxafón-sólóist- inn. Tónn hans er beint ekki fallegur, en maður afsakar það jafnvel, er maður heyr- ir hinar hugmyndaauðugu og vel uppbyggðu sólóar hans. Þó átti hann erfitt með að yfirgnæfa hina saxafónana, þegar þeir léku undir sólóum hans. Þar vantaði hann kröft- ugri og fyllri tón. Lögin, sem hijómsveitin lék, hétu Lover, Route 66 og Rockin’ and ridin’. Að öllu at- huguðu, þá var hljómsveitin í hejld full laus í reipunum, en fáir eru smiðir í fyrsta sinn, og ef þeir æfðu og kæmu fram síðar í vetur, þá verður árangurinn mun betri. Næst komu Öskubuskur og sungu fimm lög. Árni Elvar lék undir á píanó, Olafur Gaukur á guitar og Jón Sigurðsson á bassa. Hér var Árni betri en með hljómsveitinni og lék fallegar sólóar í „millichorusum“. Öskubuskurnar syngja oftast vel, en ekki kemst maður hjá því að spyrja, livort fimm stúlkur, sem sungið hafa saman jafnlengi og þær hafa, geti ekki gert miklu betur. Á eftir buskunum kom Baldur Georgs

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.