Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1946, Blaðsíða 1
16 síður Í3. árgangur. 11. tbl. — Þriðjudagur 15. janúar 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. Þing Sameinuðu þjóðanna: Bandaríkin einhuga um alþjóðasamvinnu Höfundur „Gyldenspjæl" heiðraður GEORGE MC MANUS heitir höfundur Gyldenspjœt og Rasminu, eða „Gissurs gullrass“, eins og hann hefir verið nefndur í ísl. blöðum. Nýlega átti hann 33 ára afmæli og var þá mikið boð haldið fyrir hann í New York. Komu ritstjór- ar og blaðaútgefendur víðsvegar úr Bandaríkjunum til að vera viðstaddir hófið. Var þessi mynd tekin er Mc Manus var að skéra afmœliskökuna. IQie ttadi öíJin í ^jilmlerq: ¥ Ákærur hafnor hendnr Bönitz Nurnberg í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. í DAG var við rjettarhöldin í Nurnberg, hafinn lestur ákæra á hendur Dönitz, flotaforingja, fyrrum yfirmanni þýska kafbátaflotans, en síðar foringja alls þýska flotans. Var honum einkum gefið að sök, að hafa staðið fyrir end- urvígbúnaði þýska flotans og hermdarverkum í sambandi við kafbátahernað Þjóðverja. Háseti á Faxa bíður bana SÁ sorgaratburður gerðist á togaranum Faxa frá Hafnarfirði s. 1. sunnudag, að einn hásetinn, Guðmundur Einarsson, beið bana af slysförum. Framkvæmdastjóra skipsins barst skeyti um þetta í gærdag. Faxi var á veiðum út af Vest- fjörðum, er slysið varð, en ekki var tilgreint í skeytinu með hvaða hætti það bar að. Ouðmundur heitinn átti heima að Holtsgötu 4 í Hafnar- firði. Han var kvæntur og átti eitt barn og tvö fósturbörn. Hungur og veikindi í Unperjalaeidi London í gærkvöldi. FORSTÖÐMENN UNRRA á meginlandi Evrópu hafa tilkynt, að stofnunin muni í framtíðinni senda hjálp til Ungverjalands, eftir megni, þar sem bæði sje þar mjög mikil hungursneyð og veik- indi, sem stafa af hinu lje- lega viðurværi fólksins. Tal- ið er að ástandið sje lang- verst í Budapest og öðrum stórum borgum landsins, og verður hjálpin að berast bráðlega, ef fult gagn á að vera af henni. — Reuter. Ofveður um s.l. helgi OFSAVEÐUR, rigning og stormur, var hjer á landi um s. 1. helgi. Veðurhæðin var mest á Gjögri s. 1. sunnudag 11 vind- stig, en minnst á Akureyri, 4 vindstig. Á Stykkishólmi, Rauf arhöfn og Siðumúla var veður- hæðin 9 vindstig. í Reykjavík var veðurhæðin mest 9 vindstig kl. 11 á sunnudag. Frá kl. 8 ádegis á sunnudag til kl. 8 árdegis í gær var rign- ingin hjer í Reykjavík 45 mm. — Á sama tíma ringdi 48 mm. í Vestmannaeyjum, en 68 mm. í Stykkishólmi. í ofviðrinu fjéllu margar skriður í Hvalfirðinum. — Varð | vegurinn ófær, en unnið var að því í gær, að opna hann að nýju Símabilanir urðu einnig tals verðar, bæði hjer í nágrenni bæjarins og úti á landi, en unn ið var að lagfæringu þeirra í gaer. Um tíma var sambands- • laust við Vestfirði og einnig til Austurlands. Skipbrotsmenn máttu ekki komast af. í skjölum, sem bresku sak- sóknararnir lögðu fram, voru sannanir færðar fyrir því, að JDönitz skipaði flotanum svo fyrir, að engir menn úr á- höfnum þeirra skipa, sem skotin væru niður, mættu komast af og engar tilraunir skyldu gerðar til þess að bjarga þeim. Þjóðverjar þyrftu ekki að óttast, að slík ar ráðstafanir kæmu þeim á koll, að því að þeir yrðu r Tramh. 6 2. síðu París í gærkveldi: ÚTVARPIÐ í París hefir birt fregn þess efnis, að radikalsósí- alistar hafi farið þess á leit við menntamálaráðherra Frakk- % lands, að hann segi af sjer. — Menntamálaráðherrann er eini ráðherrann, sem radikalsósíal- i istar eiga í ríkisstjórninni. I — Reuter. Rætt um skyldur og rjettindi einstaklinga og þjóða London í gærkvödi. Einkaskeyti til Morgbl. frá Reuter. JAMES BYRNES, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hóf umræður um skýrslu undirbúningsnefndarinnar á þingi bandalags Sameinuðu þjóðanna í gær. Lýsti hann því yfir fyrir hönd stjórnar sinnar og þjóðar, að Bandaríkin vildu af alhug vinna sem mest og best að málum banda- lagsins og láta einskis ófreistað til þess að treysta vin- samlega sambúð þjóðanna. StjórnarandsfæÖing- um kenl um öng- þveiti í Búlgaríu Moskva í gærkveldi: ÚTVARPIÐ í Moskva segir að það sje stjórnarandstæðing- um í Búlgaríu að kenna, að ekki tókst að ná samkomulagi um myndun stjórnar, sem hafi meira fylgi að baki sjer en nú- verandi stjórn. — Á fundi ut- anríkisráðherranna í Moskva var samþykkt að stuðla að því, að mynduð yrði lýðræðisleg' i stjórn í Búlgaríu, og að tilhlut- un ráðherrana fór sendinefnd til Sofia til viðræðna við búlgörsku stjórnina um þetta mál. Árangur af för þessari varð enginn. Segir Moskvaútvarpið það hafa stafað af þverúð stjórn arandstæðinga, sem ekki hefðu viljað ganga neitt til móts við stjórnina í þessu máli. — Var þeim boðin þátttaka í stjórn- inni, en þeir höfnuðu því boði, vegna þess að samvinna væri þýðingarlaus, meðan stjórnar- liðar hefðu öll mikilvægustu ráðherraembættin. — Stjórnar- andstæðingar halda enn fast við kröfu sína um þingrof og nýjar kosningar. — Reuter. Rússar vilja ræða Spánarmál London í gærkveldi: AÐ ÞVI er rússneska blaðið „Pravda“ hermir, eru uppi um það háværar kröfur meðal manna í Rússlandi, að Rússum verði gefið færi á að taka þátt í umræðum og aðgerðum varð- andi málefni Spánar. — Segir blaðið, að brýna nauðsyn beri til þess að framfylgja út í æs- ar ákvörðun þeirri, sem tekin var á Potsdam-ráðstefnunni, að útrýma leifum fasisma. - Ræða Byrnes. Byrnes sagði, að fyrir 25 ár- um síðan- hefði hvorki Banda- ríkjaþjóð nje fyrirsvarsmönn- um hennar verið ljóst, hver á- byrgð hvíldi á Bandaríkjunum um alþjóðasamvinnu og eflingu friðarins. Síðan hefði Banda- ríkjamönnum margt lærst, og því gengju þeir einhuga til sam starfs í bandalagi Sameinuðu þjóðanna. Brautryðjenda minnst. Þá minntist Byrnes þeirra manna, sem frumkvæðið hefðu átt að stofnun bandalagsins, þeirra Roosevelts forseta, Churc hills og Stalins. Kvað hann þess um mönnum hafa verið ljóst, að ekki þurfti einungis að vinna styrjöldina, heldur og friðinn. Árangur starfs þeirra og stefnu væri bandalag Sam- einuðu þjóðanna. Á einskis rjett gengið. Að lokum drap Byrnes á þær staðhæfingar sumra, að banda lagið væri stofnað til þess að vinna gegn einhverjum þjóð- um. Sagði hann þá firru hafa gert mikla bölvun, þótt alþjóð manna væri að vísu ljóst og hefði ætíð verið, að bandalagið væri stofnað einvörðungu í þágu þjóðanna og myndi hafa blessun í för með sjer fyrir alla einstaklinga. Það væri því nauð synlegt, að hver einstaklingur, hvar sem væri, fylgdist með störfum bandalagsins og Ijeði því lið að mætti. Ræðu Byrnes var vel fagnað. Síðan tóku til máls fulltrúar Chile og Brasilíu, en svo var umræðum frestað til morguns (þriðjudags). Fjárhags- og fjelagsmálaráð. Á þingfundi fyrir hádegi skýrði Fraser, utanríkisráð- herra Nýja-Sjálands, frá því, að Nýsjálendingar myndu gefa Júgóslövum eftir sæti í fjár- hags- og fjelagsmálaráði banda lagsins, en við kosningar í ráð- Framhald á bls. 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.